Munu leggja fram tillögu þar sem skorað er á stjórnina að draga uppsagnirnar til baka Fanndís Birna Logadóttir skrifar 27. apríl 2022 19:50 Fresta þurfti fundinum um hátt í hálftíma þar sem fólk var enn að streyma inn í salinn klukkan sex. Skorað verður á stjórn Eflingar að draga hópuppsagnir á skrifstofu félagsins til baka en tillögu að ályktun þess efnis verður lögð fram á félagsfundi sem hófst fyrr í kvöld. Heitar umræður hafa skapast um uppsagnirnar undanfarnar vikur og er viðbúið að fundurinn standi yfir langt fram á kvöld. Hátt í 500 félagsmenn óskuðu eftir því að fundurinn færi fram í síðustu viku og stóð upprunalega til að halda fundinn í húsakynnum Eflingar við Guðrúnartún. Ljóst var að fundurinn yrði fjölmennur og var hann því fluttur í Valsheimilið á Hlíðarenda. Röð var út að dyrum þegar fundurinn átti að hefjast klukkan sex og hófst hann ekki fyrr en tæplega hálftíma síðar þar sem koma þurfti öllum inn í salinn. Um er að ræða lokaðan fund og er viðbúið að hann muni standa yfir fram á kvöld, og jafnvel fram á nótt. Heimildir fréttastofu herma að það verði lögð fram á fundinum ályktun þar sem skorað er á stjórn Eflingar að draga hópuppsagnirnar til baka. Það verði síðan kosið um tillöguna en verði hún felld má áætla að félagsmenn muni grípa til annarra ráða. Fyrir fundinn höfðu heyrst einhverjar raddir um að vantrauststillaga yrði lögð fram á hendur Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formanni Eflingar, en svo virðist sem það verði ekki gert í kvöld. Anna Sigurlína Tómasdóttir, trúnaðarmaður Eflingar í Kjörís, sagði fyrir fundinn í samtali við fréttastofu að tilgangur fundarins væri fyrst og fremst að eiga umræðu um uppsagnirnar. Að því er kemur fram í frétt mbl.is stóð til að Sólveig Anna myndi stýra fundinum þegar hann hófst en eftir athugasemdir frá félagsmönnum var Halldór Oddsson, lögmaður ASÍ, kjörinn fundarstjóri. Þeir stjórnarmeðlimir sem fréttastofa ræddi við fyrir fundinn gáfu ekki kost á viðtali en Sólveig Anna skrifaði færslu á Facebook þar sem hún biðlaði til Eflingarfólks að koma og styðja hana og Baráttulista hennar. Þannig væri hægt að halda uppbyggingu félagsins áfram og koma í veg fyrir að fólk sem hafi „bókstaflega engan skilning á róttækri verkalýðsbaráttu,“ tæki við. Sólveig Anna fékk ekki að stýra fundinum. „Leyfum ekki skemmdarverkum á möguleikum okkar til að ná raunverulegum árangri í baráttu verka og láglaunafólks að eiga sér stað. Stöndum saman og með okkur sjálfum,“ sagði hún. Ólöf Helga Adolfsdóttir, ritari á skrifstofu Eflingar, ritaði sömuleiðis færslu á Facebook um fundinn en hún sagði að standi stjórnin við hópuppsagnirnar sé Efling sem vinnuveitandi að setja það fordæmi að hópuppsagnir vegna skipulagsbreytinga væru í lagi. Félagsmenn væru í verri stöðu fyrir vikið. Þá virtist hún beina spurningu sinni að félagsmönnum í lok færslunnar: „Erum við í alvöru tilbúin að fórna atvinnuöryggi okkar fyrir tækifæri til þess að rífa aðra stétt niður?“ Ólga innan Eflingar Stéttarfélög Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Neitaði að endurgreiða ofgreidd laun um sex milljónir Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir Neitaði að endurgreiða ofgreidd laun um sex milljónir Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Sjá meira
Hátt í 500 félagsmenn óskuðu eftir því að fundurinn færi fram í síðustu viku og stóð upprunalega til að halda fundinn í húsakynnum Eflingar við Guðrúnartún. Ljóst var að fundurinn yrði fjölmennur og var hann því fluttur í Valsheimilið á Hlíðarenda. Röð var út að dyrum þegar fundurinn átti að hefjast klukkan sex og hófst hann ekki fyrr en tæplega hálftíma síðar þar sem koma þurfti öllum inn í salinn. Um er að ræða lokaðan fund og er viðbúið að hann muni standa yfir fram á kvöld, og jafnvel fram á nótt. Heimildir fréttastofu herma að það verði lögð fram á fundinum ályktun þar sem skorað er á stjórn Eflingar að draga hópuppsagnirnar til baka. Það verði síðan kosið um tillöguna en verði hún felld má áætla að félagsmenn muni grípa til annarra ráða. Fyrir fundinn höfðu heyrst einhverjar raddir um að vantrauststillaga yrði lögð fram á hendur Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formanni Eflingar, en svo virðist sem það verði ekki gert í kvöld. Anna Sigurlína Tómasdóttir, trúnaðarmaður Eflingar í Kjörís, sagði fyrir fundinn í samtali við fréttastofu að tilgangur fundarins væri fyrst og fremst að eiga umræðu um uppsagnirnar. Að því er kemur fram í frétt mbl.is stóð til að Sólveig Anna myndi stýra fundinum þegar hann hófst en eftir athugasemdir frá félagsmönnum var Halldór Oddsson, lögmaður ASÍ, kjörinn fundarstjóri. Þeir stjórnarmeðlimir sem fréttastofa ræddi við fyrir fundinn gáfu ekki kost á viðtali en Sólveig Anna skrifaði færslu á Facebook þar sem hún biðlaði til Eflingarfólks að koma og styðja hana og Baráttulista hennar. Þannig væri hægt að halda uppbyggingu félagsins áfram og koma í veg fyrir að fólk sem hafi „bókstaflega engan skilning á róttækri verkalýðsbaráttu,“ tæki við. Sólveig Anna fékk ekki að stýra fundinum. „Leyfum ekki skemmdarverkum á möguleikum okkar til að ná raunverulegum árangri í baráttu verka og láglaunafólks að eiga sér stað. Stöndum saman og með okkur sjálfum,“ sagði hún. Ólöf Helga Adolfsdóttir, ritari á skrifstofu Eflingar, ritaði sömuleiðis færslu á Facebook um fundinn en hún sagði að standi stjórnin við hópuppsagnirnar sé Efling sem vinnuveitandi að setja það fordæmi að hópuppsagnir vegna skipulagsbreytinga væru í lagi. Félagsmenn væru í verri stöðu fyrir vikið. Þá virtist hún beina spurningu sinni að félagsmönnum í lok færslunnar: „Erum við í alvöru tilbúin að fórna atvinnuöryggi okkar fyrir tækifæri til þess að rífa aðra stétt niður?“
Ólga innan Eflingar Stéttarfélög Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Neitaði að endurgreiða ofgreidd laun um sex milljónir Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir Neitaði að endurgreiða ofgreidd laun um sex milljónir Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Sjá meira