Segja Eflingarfélaga hafa varið stjórnina gegn atlögu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 27. apríl 2022 23:49 Sólveig Anna Jónsdóttir er formaður Eflingar. Vísir/Vilhelm Sólveig Anna Jónsdóttir og Baráttulisti hennar túlkar niðurstöðu félagsfundar Eflingar á þá leið að þar hafi félagsmenn varið stjórn félagsins gegn atlögu að stjórn félagsins af hálfu starfsfólks skrifstofu Eflingar og stuðningsmanna A-listans. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sólveigu Önnu sem barst fjölmiðlum eftir að niðurstöður félagsfundar Eflingar sem haldinn var í kvöld urðu ljósar. Tillaga um að draga til baka umdeildar hópuppsagnir á skrifstofu Eflingar var felld með 152 atkvæðum gegn 106. „Félagsfólk Eflingar varði stjórn félagsins gegn tilraun starfsfólks skrifstofu Eflingar og stuðningsmanna A-listans sem tapaði í nýliðnum kosningum til að afturkalla ákvörðun um skipulagsbreytingar. Var þetta niðurstaðan á félagsfundi í kvöld, segir um þetta í tilkynningu Sólveigar Önnu sem send var undir titlinum „Eflingarfélagar vörðu stjórn gegn atlögu á félagsfundi“. „Tillögu um afturköllun skipulagsbreytinga sem nú standa yfir á skrifstofum félagsins var hafnað í atkvæðagreiðslu með afgerandi meirihluta, að loknum umræðum þar sem fjölmargir tóku til máls. Skipulagsbreytingarnar munu halda áfram samkvæmt áætlun og umboð stjórnar til að fylgja þeim eftir er óskorað, segir enn fremur.“ Eins og kom fram á Vísi í kvöld hvatti Sólveig Anna félagsmenn til að sýna samstöðu, auk þess sem að hún gagnrýndi þá félagsmenn sem hafa gagnrýnt hópuppsagnirnar að undanförnu. „Félagsfólk hefur sýnt að það stendur með rétti sínum til að reka félagið eins og það kýs. Félagsfólk hefur tekið ákvörðun um að setja sína hagsmuni í fyrsta sæti, ekki hagsmuni annarra,“ er haft eftir Sólveigu Önnu í tilkynningunni. Ólga innan Eflingar Stéttarfélög Tengdar fréttir Sjá ekki hvernig Efling geti varið hag annarra sem lenda í hópuppsögnum Anna Sigurlína Tómasdóttir, trúnaðarmaður starfsfólks Kjörís í Hveragerði hjá Eflingu telur að félagsfundur stéttarfélagsins í kvöld sýni að félagið sé klofið. Ólöf Helga Adolfsdóttir, fyrrverandi varaformaður félagsins, vonast til þess að þeir sem séu ósáttir með hópuppsagnirnir leiti ekki á önnur mið, heldur berjist fyrir breytingum innan félagsins. 27. apríl 2022 23:40 Felldu tillögu um að draga hópuppsagnir til baka: „Brennum ekki húsið okkar“ Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, hvatti félagsmenn til að styðja kjörna forystu Eflingar, á félagsfundi félagsins á Hlíðarenda sem nú stendur yfir. Sólveig Anna gagnrýndi harkalega þá félagsmenn sem hafa gagnrýnt hana undanfarnar vikur. Tillaga um að draga hópuppsagnir á skrifstofu Eflingar var felld á fundinum. 27. apríl 2022 22:18 Mest lesið Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sólveigu Önnu sem barst fjölmiðlum eftir að niðurstöður félagsfundar Eflingar sem haldinn var í kvöld urðu ljósar. Tillaga um að draga til baka umdeildar hópuppsagnir á skrifstofu Eflingar var felld með 152 atkvæðum gegn 106. „Félagsfólk Eflingar varði stjórn félagsins gegn tilraun starfsfólks skrifstofu Eflingar og stuðningsmanna A-listans sem tapaði í nýliðnum kosningum til að afturkalla ákvörðun um skipulagsbreytingar. Var þetta niðurstaðan á félagsfundi í kvöld, segir um þetta í tilkynningu Sólveigar Önnu sem send var undir titlinum „Eflingarfélagar vörðu stjórn gegn atlögu á félagsfundi“. „Tillögu um afturköllun skipulagsbreytinga sem nú standa yfir á skrifstofum félagsins var hafnað í atkvæðagreiðslu með afgerandi meirihluta, að loknum umræðum þar sem fjölmargir tóku til máls. Skipulagsbreytingarnar munu halda áfram samkvæmt áætlun og umboð stjórnar til að fylgja þeim eftir er óskorað, segir enn fremur.“ Eins og kom fram á Vísi í kvöld hvatti Sólveig Anna félagsmenn til að sýna samstöðu, auk þess sem að hún gagnrýndi þá félagsmenn sem hafa gagnrýnt hópuppsagnirnar að undanförnu. „Félagsfólk hefur sýnt að það stendur með rétti sínum til að reka félagið eins og það kýs. Félagsfólk hefur tekið ákvörðun um að setja sína hagsmuni í fyrsta sæti, ekki hagsmuni annarra,“ er haft eftir Sólveigu Önnu í tilkynningunni.
Ólga innan Eflingar Stéttarfélög Tengdar fréttir Sjá ekki hvernig Efling geti varið hag annarra sem lenda í hópuppsögnum Anna Sigurlína Tómasdóttir, trúnaðarmaður starfsfólks Kjörís í Hveragerði hjá Eflingu telur að félagsfundur stéttarfélagsins í kvöld sýni að félagið sé klofið. Ólöf Helga Adolfsdóttir, fyrrverandi varaformaður félagsins, vonast til þess að þeir sem séu ósáttir með hópuppsagnirnir leiti ekki á önnur mið, heldur berjist fyrir breytingum innan félagsins. 27. apríl 2022 23:40 Felldu tillögu um að draga hópuppsagnir til baka: „Brennum ekki húsið okkar“ Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, hvatti félagsmenn til að styðja kjörna forystu Eflingar, á félagsfundi félagsins á Hlíðarenda sem nú stendur yfir. Sólveig Anna gagnrýndi harkalega þá félagsmenn sem hafa gagnrýnt hana undanfarnar vikur. Tillaga um að draga hópuppsagnir á skrifstofu Eflingar var felld á fundinum. 27. apríl 2022 22:18 Mest lesið Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira
Sjá ekki hvernig Efling geti varið hag annarra sem lenda í hópuppsögnum Anna Sigurlína Tómasdóttir, trúnaðarmaður starfsfólks Kjörís í Hveragerði hjá Eflingu telur að félagsfundur stéttarfélagsins í kvöld sýni að félagið sé klofið. Ólöf Helga Adolfsdóttir, fyrrverandi varaformaður félagsins, vonast til þess að þeir sem séu ósáttir með hópuppsagnirnir leiti ekki á önnur mið, heldur berjist fyrir breytingum innan félagsins. 27. apríl 2022 23:40
Felldu tillögu um að draga hópuppsagnir til baka: „Brennum ekki húsið okkar“ Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, hvatti félagsmenn til að styðja kjörna forystu Eflingar, á félagsfundi félagsins á Hlíðarenda sem nú stendur yfir. Sólveig Anna gagnrýndi harkalega þá félagsmenn sem hafa gagnrýnt hana undanfarnar vikur. Tillaga um að draga hópuppsagnir á skrifstofu Eflingar var felld á fundinum. 27. apríl 2022 22:18