Rifjar upp flótta Matthíasar Mána af Litla-Hrauni: „Vorum smeyk að eitthvað hefði komið fyrir hann“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 28. apríl 2022 16:44 Margrét Frímannsdóttir fyrrverandi forstöðumaður á Litla-Hrauni rifjaði upp flótta Matthíasar Mána Erlingssonar í nýjasta þætti Eftirmála. Aðsend Einn best skipulagði flótti úr fangelsi hér á landi var þegar Matthíasi Mána Erlingssyni tókst að flýja úr fangelsinu á Litla-Hrauni í desember 2012. Fyrrverandi forstöðumaður á Litla-Hrauni segir starfsmenn hafa haft miklar áhyggjur af Matthíasi á meðan hans var leitað, enda var hann einn á ferli í uppsveitum Árnessýslu um miðjan desember. Fyrsta fréttin af flótta Matthíasar birtist á mbl.is 17. desember 2012. Þar kom fram að lögreglan leitaði refsifanga sem hefði strokið af Litla-Hrauni. Matthías var á flótta í tæpa viku og á þeim tíma hafðist hann við í sumarbústöðum í uppsveitum Árnessýslu útbúinn eins og Rambó, stal fjórhjóli sem hann ferðaðist um að næturlagi, nýtti tunglsljós til að sjá í myrkri og hugðist veiða sér til matar með riffli. Margrét Frímannsdóttir var á þessum tíma forstöðumaður á Litla-Hrauni. Hún fór yfir málið í nýjast þætti hlaðvarpsins Eftirmál, í stjórn Nadine Guðrúnar Yaghi og Þórhildar Þorkelsdóttur fyrrverandi fréttamanna. Klippa: Eftirmál - Flótti Matthíasar Mána „Þetta sérstaka tilvik var auðvitað mjög mikið áfall. Þetta nær yfir dálítið langan tíma, þetta er á hátíð og það höfðu allir mjög miklar áhyggjur,“ segir Margrét. Kom í ljós að ýmislegt þurfti að bæta í eftirliti á Litla-Hrauni Hún segist fyrst hafa heyrt af flótta Matthíasar þegar hún var stödd heima og segist hafa drifið sig af stað á Litla-Hraun. Hún segir að sér hafi brugðið mikið við og einhverra hluta vegna hafi sjokkið verið meira vegna jólahátíðarinnar sem var að ganga í garð. „Svo líka þegar maður veit ekkert hvað verður um einstaklinginn. Maður hefur áhyggjur af honum, maður þekkir hann og hefur verulegar áhyggjur af því að eitthvað komi fyrir hann, ekki síður en af strokinu sjálfu,“ segir Margrét. Matthías Máni Hún segir starfsmennina sömuleiðis hafa verið í miklu áfalli. „Þarna kemur í ljós að það var ýmislegt sem við gátum bætt í eftirlitinu og svo kom líka í ljós að það voru bilanir. Starfsliðið var fáliðað og það er ekki alltaf hægt að vera með augun á skjánum því fjöldinn sem er á vakt gerir ekki ráð fyrir því,“ segir Margrét. Jólin erfiður tími fyrir fanga Hún segir þennan tíma árs mjög erfiðan í fangelsum. „Jólin eru öllum föngum mjög erfið. Þetta er tilfinningaríkasti tíminn og þá kannski verður það sem áður var smáatriði stóratriði í þeirra huga og þetta verða starfsmenn að fást við.“ Strax og starfsmenn uppgötvuðu að Matthías Mána væri hvergi að finna innan veggja Litla-Hrauns segir Margrét að samband hafi verið haft við lögreglu og fangelsismálayfirvöld. Lögregla og hjálparsveitir hafi mætt til leitar og allt svæðið verið kembt. Fram kom í fréttum af málinu að Matthías Máni hafi komist yfir fangelsisgirðingarnar, sem eru þó nokkurra metra háar. Margrét segir strokið hafa komið af stað keðjuverkun innan fangelsisins. „Þetta gerist og það hefur afleiðingar í för með sér. Auðvitað er farið mjög vel yfir alla verkferla og yfir það hvað hafi getað gerst og það var ekkert hægt að finna að störfum fangavarða.“ Afplánaði fyrir tilraun til að drepa fyrrverandi stjúpmóður sína Matthías Máni sat inni og afplánaði fimm ára fangelsisdóm sem hann hafði hlotið fyrir manndrápstilraun og þótti hættulegur. Hann hafði reynt að bana fyrrverandi stjúpmóður sinni sem hann átti í flóknu sambandi við. Fram kom í dómi hans að þau hafi átt í ástarsambandi, sem hún neitaði. Margrét segist ekki muna til þess að áhyggjur hafi verið af því að Matthías gerði einhverjum eitthvað á flóttanum. „Auðvitað þekktum við hann eins og aðra sem dvelja í fangelsi um langan eða skamman tíma. En auðvitað var vanlíðan að vita ekkert og maður óskar heldur engum á þessum árstíma að vera úti. Er hann í húsaskjóli? Er verið að hugsa vel um hann þar sem hann er?“ „Auðvitað höfum við áhyggjur af honum, það liggur í hlutarins eðli að við vorum smeyk um að eitthvað hafi komið fyrir hann. Nánasta umhverfi og fjaran, klettarnir og sjórinn og allt umhverfið, það eru ákveðnar hættur fyrir einstakling sem ekki þekkir það. Það er erfitt að lesa í hugarástand einstaklings sem fer. Það höfðu allir áhyggjur.“ Stjúpmóðirin og börn hennar flúðu úr landi, með hjálp lögreglu, þegar í ljós kom að Matthías Máni hafði strokið. Hann hafði samkvæmt fréttum haft í hótunum við hana nokkrum dögum áður en hann strauk. Umfjöllunin á köflum reyfarakennd Margrét segir að sér hafi þótt það versta við umfjöllunina um flóttann að búið var að vekja upp ótta meðal fólks um að Matthías Máni væri hættulegur maður. „Það var bara ekki mín reynsla af þessum ljúfa dreng,“ segir Margrét. Þá kom fram í fréttum af málinu að Matthías hafði svelt sig í viku til að undirbúa sig til að vera matarlaus og hafði borðað mjög mikið áður en hann fór. „Umfjöllunin var á köflum reyfarakennd og um það hvernig þetta hefði allt saman gerst og hvernig hann hafði verið. Hann var vissulega vel á sig kominn,“ segir Margrét. Viku eftir að hann strauk, á aðfangadagsmorgun gaf hann sig fram. Hann fannst klukkan fimm á aðfangadagsmorgun, vel á sig kominn og þungvopnaður. Lögreglan boðaði samdægurs til blaðamannafundar til að fara yfir málið og þar kom meðal annars fram að hann hafi verið „útbúinn svolítið eins og Rambó.“ Fékk hangikjöt og jólaköku Þar kom einnig fram að Matthías haðfi um morguninn bankað upp á á Ásólfsstöðum í Þjórsárdal þar sem Sigurður Páll Ásólfsson og Ragnheiður dóttir hans tóku á móti honum. Sigurður sagði á sínum tíma í samtali við fréttastofu að þau hafi til að byrja með verið skelkuð en eftir spjall við Matthías út um gluggann hafi þau ákveðið að bjóða honum inn í sólstofu, þar sem hann fékk súpu, hangikjöt og jólaköku. „Hann gefur sig fram og hittir á yndislegan mann, hann er svo heppinn. Það hefði ekki hver sem er tekið því vel, því nóg var búið að fjalla um þetta í fjölmiðlum alla daga og það var búið að vekja á vissan hátt ótta meðal fólks að hann myndi birtast,“ segir Margrét. „Það stakk mig vegna þess að þó maður eigi ekki að ræða um persónu þeirra þá var þetta góður drengur. Það var mitt álit og þegar hann bankar er tekið rosalega vel á móti honum og það hefði ekki verið gert alls staðar.“ Hefur aldrei verið hlátur í huga vegna málsins Matthías var síðar ákærður fyrir að hafa brotist inn í þrjá sumarbústaði og eina vélageymslu á flóttanum og stolið þar til dæmis riffli, hnífum, öxi og fjórhjóli, sem hann ferðaðist um á um uppsveitir Árnessýslu. Athygli vakti á sínum tíma að ákæruvaldið gerði enga kröfu um sérstaka refsingu fyrir brotin. Hann hefur nú, að því sem þáttastjórnendur Eftirmála komast næst, afplánað sína dóma en hann gaf ekki kost á viðtali fyrir þáttinn. Margrét segir að henni hafi aldrei, á meðan hans var leitað eða eftir það, verið hlátur í huga yfir málinu. „Nei, ég hafði áhyggjur af honum. Þetta var grafalvarlegt og hættan að við hefðum misst hann bara og að eitthvað hefði komið fyrir hann [var mikil]. Það er alltaf mjög vond tilfinning.“ Eftirmál Flótti Matthíasar Mána af Litla-Hrauni Fangelsismál Mest lesið „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Fleiri fréttir „Nemendur með þroskahömlun geta svo sannarlega komist inn í Listaháskólann“ Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira
Fyrsta fréttin af flótta Matthíasar birtist á mbl.is 17. desember 2012. Þar kom fram að lögreglan leitaði refsifanga sem hefði strokið af Litla-Hrauni. Matthías var á flótta í tæpa viku og á þeim tíma hafðist hann við í sumarbústöðum í uppsveitum Árnessýslu útbúinn eins og Rambó, stal fjórhjóli sem hann ferðaðist um að næturlagi, nýtti tunglsljós til að sjá í myrkri og hugðist veiða sér til matar með riffli. Margrét Frímannsdóttir var á þessum tíma forstöðumaður á Litla-Hrauni. Hún fór yfir málið í nýjast þætti hlaðvarpsins Eftirmál, í stjórn Nadine Guðrúnar Yaghi og Þórhildar Þorkelsdóttur fyrrverandi fréttamanna. Klippa: Eftirmál - Flótti Matthíasar Mána „Þetta sérstaka tilvik var auðvitað mjög mikið áfall. Þetta nær yfir dálítið langan tíma, þetta er á hátíð og það höfðu allir mjög miklar áhyggjur,“ segir Margrét. Kom í ljós að ýmislegt þurfti að bæta í eftirliti á Litla-Hrauni Hún segist fyrst hafa heyrt af flótta Matthíasar þegar hún var stödd heima og segist hafa drifið sig af stað á Litla-Hraun. Hún segir að sér hafi brugðið mikið við og einhverra hluta vegna hafi sjokkið verið meira vegna jólahátíðarinnar sem var að ganga í garð. „Svo líka þegar maður veit ekkert hvað verður um einstaklinginn. Maður hefur áhyggjur af honum, maður þekkir hann og hefur verulegar áhyggjur af því að eitthvað komi fyrir hann, ekki síður en af strokinu sjálfu,“ segir Margrét. Matthías Máni Hún segir starfsmennina sömuleiðis hafa verið í miklu áfalli. „Þarna kemur í ljós að það var ýmislegt sem við gátum bætt í eftirlitinu og svo kom líka í ljós að það voru bilanir. Starfsliðið var fáliðað og það er ekki alltaf hægt að vera með augun á skjánum því fjöldinn sem er á vakt gerir ekki ráð fyrir því,“ segir Margrét. Jólin erfiður tími fyrir fanga Hún segir þennan tíma árs mjög erfiðan í fangelsum. „Jólin eru öllum föngum mjög erfið. Þetta er tilfinningaríkasti tíminn og þá kannski verður það sem áður var smáatriði stóratriði í þeirra huga og þetta verða starfsmenn að fást við.“ Strax og starfsmenn uppgötvuðu að Matthías Mána væri hvergi að finna innan veggja Litla-Hrauns segir Margrét að samband hafi verið haft við lögreglu og fangelsismálayfirvöld. Lögregla og hjálparsveitir hafi mætt til leitar og allt svæðið verið kembt. Fram kom í fréttum af málinu að Matthías Máni hafi komist yfir fangelsisgirðingarnar, sem eru þó nokkurra metra háar. Margrét segir strokið hafa komið af stað keðjuverkun innan fangelsisins. „Þetta gerist og það hefur afleiðingar í för með sér. Auðvitað er farið mjög vel yfir alla verkferla og yfir það hvað hafi getað gerst og það var ekkert hægt að finna að störfum fangavarða.“ Afplánaði fyrir tilraun til að drepa fyrrverandi stjúpmóður sína Matthías Máni sat inni og afplánaði fimm ára fangelsisdóm sem hann hafði hlotið fyrir manndrápstilraun og þótti hættulegur. Hann hafði reynt að bana fyrrverandi stjúpmóður sinni sem hann átti í flóknu sambandi við. Fram kom í dómi hans að þau hafi átt í ástarsambandi, sem hún neitaði. Margrét segist ekki muna til þess að áhyggjur hafi verið af því að Matthías gerði einhverjum eitthvað á flóttanum. „Auðvitað þekktum við hann eins og aðra sem dvelja í fangelsi um langan eða skamman tíma. En auðvitað var vanlíðan að vita ekkert og maður óskar heldur engum á þessum árstíma að vera úti. Er hann í húsaskjóli? Er verið að hugsa vel um hann þar sem hann er?“ „Auðvitað höfum við áhyggjur af honum, það liggur í hlutarins eðli að við vorum smeyk um að eitthvað hafi komið fyrir hann. Nánasta umhverfi og fjaran, klettarnir og sjórinn og allt umhverfið, það eru ákveðnar hættur fyrir einstakling sem ekki þekkir það. Það er erfitt að lesa í hugarástand einstaklings sem fer. Það höfðu allir áhyggjur.“ Stjúpmóðirin og börn hennar flúðu úr landi, með hjálp lögreglu, þegar í ljós kom að Matthías Máni hafði strokið. Hann hafði samkvæmt fréttum haft í hótunum við hana nokkrum dögum áður en hann strauk. Umfjöllunin á köflum reyfarakennd Margrét segir að sér hafi þótt það versta við umfjöllunina um flóttann að búið var að vekja upp ótta meðal fólks um að Matthías Máni væri hættulegur maður. „Það var bara ekki mín reynsla af þessum ljúfa dreng,“ segir Margrét. Þá kom fram í fréttum af málinu að Matthías hafði svelt sig í viku til að undirbúa sig til að vera matarlaus og hafði borðað mjög mikið áður en hann fór. „Umfjöllunin var á köflum reyfarakennd og um það hvernig þetta hefði allt saman gerst og hvernig hann hafði verið. Hann var vissulega vel á sig kominn,“ segir Margrét. Viku eftir að hann strauk, á aðfangadagsmorgun gaf hann sig fram. Hann fannst klukkan fimm á aðfangadagsmorgun, vel á sig kominn og þungvopnaður. Lögreglan boðaði samdægurs til blaðamannafundar til að fara yfir málið og þar kom meðal annars fram að hann hafi verið „útbúinn svolítið eins og Rambó.“ Fékk hangikjöt og jólaköku Þar kom einnig fram að Matthías haðfi um morguninn bankað upp á á Ásólfsstöðum í Þjórsárdal þar sem Sigurður Páll Ásólfsson og Ragnheiður dóttir hans tóku á móti honum. Sigurður sagði á sínum tíma í samtali við fréttastofu að þau hafi til að byrja með verið skelkuð en eftir spjall við Matthías út um gluggann hafi þau ákveðið að bjóða honum inn í sólstofu, þar sem hann fékk súpu, hangikjöt og jólaköku. „Hann gefur sig fram og hittir á yndislegan mann, hann er svo heppinn. Það hefði ekki hver sem er tekið því vel, því nóg var búið að fjalla um þetta í fjölmiðlum alla daga og það var búið að vekja á vissan hátt ótta meðal fólks að hann myndi birtast,“ segir Margrét. „Það stakk mig vegna þess að þó maður eigi ekki að ræða um persónu þeirra þá var þetta góður drengur. Það var mitt álit og þegar hann bankar er tekið rosalega vel á móti honum og það hefði ekki verið gert alls staðar.“ Hefur aldrei verið hlátur í huga vegna málsins Matthías var síðar ákærður fyrir að hafa brotist inn í þrjá sumarbústaði og eina vélageymslu á flóttanum og stolið þar til dæmis riffli, hnífum, öxi og fjórhjóli, sem hann ferðaðist um á um uppsveitir Árnessýslu. Athygli vakti á sínum tíma að ákæruvaldið gerði enga kröfu um sérstaka refsingu fyrir brotin. Hann hefur nú, að því sem þáttastjórnendur Eftirmála komast næst, afplánað sína dóma en hann gaf ekki kost á viðtali fyrir þáttinn. Margrét segir að henni hafi aldrei, á meðan hans var leitað eða eftir það, verið hlátur í huga yfir málinu. „Nei, ég hafði áhyggjur af honum. Þetta var grafalvarlegt og hættan að við hefðum misst hann bara og að eitthvað hefði komið fyrir hann [var mikil]. Það er alltaf mjög vond tilfinning.“
Eftirmál Flótti Matthíasar Mána af Litla-Hrauni Fangelsismál Mest lesið „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Fleiri fréttir „Nemendur með þroskahömlun geta svo sannarlega komist inn í Listaháskólann“ Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira