Oddvitaáskorunin: Stendur á haus til að sjá heiminn í réttu ljósi Samúel Karl Ólason skrifar 1. maí 2022 09:01 Bjarki á glærum ís á Bjarnarvatni. Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2022 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í sveitarfélögum um land allt að taka þátt. Áskorunin felur í sér stutta kynningu og að svara nokkrum léttum spurningum. Bjarki Bjarnason leiðir lista Vinstri grænna í Mosfellsbæ í komandi kosningum. Ég er fæddur árið 1952 og hef búið nær alla ævi í Mosfellsdal. Tók stúdentspróf frá Menntaskólanum við Hamrahlíð og hélt síðan til náms í Þýskalandi þar sem ég nam meðal annars íþróttafræði og latínu, síðar tók ég cand.mag. próf í íslenskum bókmenntum frá Háskóla Íslands. Ég kenndi mikið á árum áður, fyrst í grunnskólum, meðal annars í Grímsey, það var mjög eftirminnilegur vetur. Síðan sneri ég mér að kennslu í framhaldsskólum og kenndi aðallega íslensku. Ég hef skrifað 20-30 bækur af ýmsum toga ýmist einn eða í félagi við aðra. Þar á meðal eru bækur um sögu Mosfellsbæjar og sögu Ungmennafélagsins Aftureldingar sem ég skrifaði ásamt Magnúsi Guðmundssyni. Síðastliðin átta ár hef ég setið í bæjarstjórn Mosfellsbæjar sem fulltrúi VG, þar af hef ég verið forseti bæjarstjórnar í fimm ár. Á vettvangi bæjarmála vil ég meðal annars vinna að því að í Mosfellsbæ blómstri fjölskylduvænt, umhverfisvænt og réttlátt samfélag og að bærinn haldi áfram sínu náttúrulega og sögutengda yfirbragði. Klippa: Oddvitaáskorun - Bjarki Bjarnason Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Hraungjárnar á Þingvöllum. Er eitthvað lítilvægt sem fer þó í taugarnar á þér í þínu sveitarfélagi sem þú vilt að sé lagað? Ég reyni að láta ekkert fara í taugarnar á mér – sem breytir því ekki að ýmislegt má laga í Mosfellsbæ. Bjarki ásamt Vilborgu dóttur sinni á tónleikum með Robert Plant og fleirum í Laugardalnum. Hvert er þitt uppáhalds áhugamál sem gæti þótt skrítið? Að standa á haus til að sjá heiminn í réttu ljósi. Hver eru þín minnistæðustu samskipti við lögregluna? Þegar ég var stöðvaður á Ferguson-dráttarvél 16 ára gamall og laganna þjónn spurði: Gæti ég fengið að sjá ökuskírteinið yðar? Hvað færðu þér á pizzu? Sveppir og pepparoni. Hvaða lag peppar þig mest? Stolt siglir fleyið mitt, með Gylfa Ægissyni. Hvað getur þú tekið margar armbeygjur? Tíu. Göngutúr eða skokk? Gönguskokk. Uppáhalds brandari? Að lesa þessa spurningu. Bjarki og Gluggavarðan á Mosfellsheiði. Hvað er þitt draumafríi? Að ferðast um Ísland með Þóru konunni minni. Hvort fannst þér 2020 eða 2021 vera verra ár? Hvort öðru betra. Uppáhalds tónlistarmaður? Ian Anderson í hljómsveitinni Jethro Tull sem stendur á öðrum fæti og leikur um leið Bach á flautu af mikilli list. Hvað er það skrýtnasta sem þú manst eftir að hafa gert? Þegar mig dreymdi að ég vekti sjálfan mig um miðja nótt og æpti: Þú ert ég! Ef það væri gerð kvikmynd um ævi þína, hver ætti að leika þig? Má vera íslenskur eða útlenskur. Sveppi. Hefur þú verið í verbúð? Já, á Seyðisfirði árið 1975. Áhrifamesta kvikmyndin? Reykjavíkurævintýri Bakkabræðra, sprenghlægileg gamanmynd eftir Óskar Gíslason frá árinu 1951. Áttu eftir að sakna Nágranna? Nei, ég á svo góða granna í raunheimum. Ef þú yrðir að flytja úr þínu sveitarfélagi, hvert myndir þú helst vilja fara? Til Færeyja. Uppáhalds „guilty pleasure“ lag? (skammast þín smá fyrir að hafa gaman af því – sakbitin sæla) Ég skammast mín aldrei fyrir að hlusta á tónlist, hvort sem það er þungarokk eða þýskar óperur. Vísir skorar á oddvita stjórnmálaflokka út um allt land að taka þátt í Oddvitaáskoruninni til að kynna sig og sín málefni. Nánari upplýsingar er hægt að nálgast með því að senda póst á samuel@stod2.is og anitaga@stod2.is. Fyrri Oddvitaáskoranir má skoða á síðunni visir.is/p/oddvitaaskorun. Oddvitaáskorunin Mosfellsbær Sveitarstjórnarkosningar 2022 Vinstri græn Mest lesið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Borgin býður í tívolíveislu Tónlist „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Lífið Fleiri fréttir Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sjá meira
Bjarki Bjarnason leiðir lista Vinstri grænna í Mosfellsbæ í komandi kosningum. Ég er fæddur árið 1952 og hef búið nær alla ævi í Mosfellsdal. Tók stúdentspróf frá Menntaskólanum við Hamrahlíð og hélt síðan til náms í Þýskalandi þar sem ég nam meðal annars íþróttafræði og latínu, síðar tók ég cand.mag. próf í íslenskum bókmenntum frá Háskóla Íslands. Ég kenndi mikið á árum áður, fyrst í grunnskólum, meðal annars í Grímsey, það var mjög eftirminnilegur vetur. Síðan sneri ég mér að kennslu í framhaldsskólum og kenndi aðallega íslensku. Ég hef skrifað 20-30 bækur af ýmsum toga ýmist einn eða í félagi við aðra. Þar á meðal eru bækur um sögu Mosfellsbæjar og sögu Ungmennafélagsins Aftureldingar sem ég skrifaði ásamt Magnúsi Guðmundssyni. Síðastliðin átta ár hef ég setið í bæjarstjórn Mosfellsbæjar sem fulltrúi VG, þar af hef ég verið forseti bæjarstjórnar í fimm ár. Á vettvangi bæjarmála vil ég meðal annars vinna að því að í Mosfellsbæ blómstri fjölskylduvænt, umhverfisvænt og réttlátt samfélag og að bærinn haldi áfram sínu náttúrulega og sögutengda yfirbragði. Klippa: Oddvitaáskorun - Bjarki Bjarnason Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Hraungjárnar á Þingvöllum. Er eitthvað lítilvægt sem fer þó í taugarnar á þér í þínu sveitarfélagi sem þú vilt að sé lagað? Ég reyni að láta ekkert fara í taugarnar á mér – sem breytir því ekki að ýmislegt má laga í Mosfellsbæ. Bjarki ásamt Vilborgu dóttur sinni á tónleikum með Robert Plant og fleirum í Laugardalnum. Hvert er þitt uppáhalds áhugamál sem gæti þótt skrítið? Að standa á haus til að sjá heiminn í réttu ljósi. Hver eru þín minnistæðustu samskipti við lögregluna? Þegar ég var stöðvaður á Ferguson-dráttarvél 16 ára gamall og laganna þjónn spurði: Gæti ég fengið að sjá ökuskírteinið yðar? Hvað færðu þér á pizzu? Sveppir og pepparoni. Hvaða lag peppar þig mest? Stolt siglir fleyið mitt, með Gylfa Ægissyni. Hvað getur þú tekið margar armbeygjur? Tíu. Göngutúr eða skokk? Gönguskokk. Uppáhalds brandari? Að lesa þessa spurningu. Bjarki og Gluggavarðan á Mosfellsheiði. Hvað er þitt draumafríi? Að ferðast um Ísland með Þóru konunni minni. Hvort fannst þér 2020 eða 2021 vera verra ár? Hvort öðru betra. Uppáhalds tónlistarmaður? Ian Anderson í hljómsveitinni Jethro Tull sem stendur á öðrum fæti og leikur um leið Bach á flautu af mikilli list. Hvað er það skrýtnasta sem þú manst eftir að hafa gert? Þegar mig dreymdi að ég vekti sjálfan mig um miðja nótt og æpti: Þú ert ég! Ef það væri gerð kvikmynd um ævi þína, hver ætti að leika þig? Má vera íslenskur eða útlenskur. Sveppi. Hefur þú verið í verbúð? Já, á Seyðisfirði árið 1975. Áhrifamesta kvikmyndin? Reykjavíkurævintýri Bakkabræðra, sprenghlægileg gamanmynd eftir Óskar Gíslason frá árinu 1951. Áttu eftir að sakna Nágranna? Nei, ég á svo góða granna í raunheimum. Ef þú yrðir að flytja úr þínu sveitarfélagi, hvert myndir þú helst vilja fara? Til Færeyja. Uppáhalds „guilty pleasure“ lag? (skammast þín smá fyrir að hafa gaman af því – sakbitin sæla) Ég skammast mín aldrei fyrir að hlusta á tónlist, hvort sem það er þungarokk eða þýskar óperur. Vísir skorar á oddvita stjórnmálaflokka út um allt land að taka þátt í Oddvitaáskoruninni til að kynna sig og sín málefni. Nánari upplýsingar er hægt að nálgast með því að senda póst á samuel@stod2.is og anitaga@stod2.is. Fyrri Oddvitaáskoranir má skoða á síðunni visir.is/p/oddvitaaskorun.
Vísir skorar á oddvita stjórnmálaflokka út um allt land að taka þátt í Oddvitaáskoruninni til að kynna sig og sín málefni. Nánari upplýsingar er hægt að nálgast með því að senda póst á samuel@stod2.is og anitaga@stod2.is. Fyrri Oddvitaáskoranir má skoða á síðunni visir.is/p/oddvitaaskorun.
Oddvitaáskorunin Mosfellsbær Sveitarstjórnarkosningar 2022 Vinstri græn Mest lesið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Borgin býður í tívolíveislu Tónlist „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Lífið Fleiri fréttir Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sjá meira