Ólafur fer af Landspítala til Karolinska í Svíþjóð Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 29. apríl 2022 12:56 Ólafur Baldursson framkvæmdastjóri lækninga á Landspítalanum hefur verið ráðinn yfir til Karolinska sjúkrahússins í Svíþjóð. Vísir/Baldur Ólafur Baldursson, framkvæmdastjóri lækninga á Landspítala, hefur verið ráðinn til háskólasjúkrahússins Karolinska í Stokkhólmi í Svíþjóð sem forstöðumaður lungna- og ofnæmislækninga. Þetta kemur fram á vef sænska fjölmiðilsins Dagens Medicin. Ólafur hefur starfað sem framkvæmdastjóri lækninga á Landspítalanum frá árinu 2009 en hann tók þá við sem starfandi framkvæmdastjóri lækninga og sinnti því til ársins 2011. Það ár var hann skipaður í starfið til ársins 2016 og endurráðinn 2016 og aftur 2021. Ólafur segir í samtali við fréttastofu að starfið sé tímabundið og hann ráðið inn á Karolinska í eitt ár til þess að taka við stjórnunarstarfi á lungna- og ofnæmisdeild spítalans. Hann hafi verið beðinn um að gera úttekt á starfsemi lungnalækninga við spítalann í fyrra haust og starfsboðið komið í kjölfarið. Hann fer því í ársleyfi frá störfum sínum við Landspítala á meðan á verkefninu stendur. Hann segir að á deildinni starfi um hundrað manns sem veiti alla lungnaþjónustu og tengda þjónustu við spítalann, sem rími vel við menntun hans og reynslu í lungnalækningum. „Þetta er spennandi og krefjandi áskorun í nýju umhverfi og margt að læra, sem mun vonandi einnig nýtast Landspítala þegar ég kem til baka,“ segir Ólafur. Ólafur lauk kandídatsprófi í læknisfræði frá Háskóla Íslands árið 1990 og fór svo í sérnám til Bandaríkjanna þar sem hann lauk sérnámi og sérfræðiprófum í lyflækningum og lungnalækningum við háskóasjúkrahúsið í Iowa City árið 2000. Samhliða sérnáminu stundaði hann vísindarannsóknir og lauk doktorsprófi frá HÍ árið 2004. Ólafur stofnaði til samstarfs við hóp vísindamanna við HÍ sem kom meðal annars á fót nýju frumræktunarlíkani. Uppgötvanir hópsins urðu grunnur að stofnun sprotafyrirtækisins EpiEndo Pharmaceuticals en fyrirtækið rannsakar nú verkun nýrra lyfja í klínískum rannsóknum á mönnum. Björn Zoëga er forstjóri Karolinska sjúkrahússins í Stokkhólmi en hann tók við starfinu árið 2019. Dagana fyrir síðustu jól var þá tilkynnt að hann myndi gegna sérstöku ráðgjafahlutverki fyrir nýja heilbrigðisráðherra, Willum Þór Þórsson, þegar kemur að viðbrögðum við heimsfaraldurinn og stöðuna á Landspítalanum. Fréttin var uppfærð klukkan 16:40 eftir að fréttastofa náði tali af Ólafi. Landspítalinn Svíþjóð Vistaskipti Íslendingar erlendis Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
Þetta kemur fram á vef sænska fjölmiðilsins Dagens Medicin. Ólafur hefur starfað sem framkvæmdastjóri lækninga á Landspítalanum frá árinu 2009 en hann tók þá við sem starfandi framkvæmdastjóri lækninga og sinnti því til ársins 2011. Það ár var hann skipaður í starfið til ársins 2016 og endurráðinn 2016 og aftur 2021. Ólafur segir í samtali við fréttastofu að starfið sé tímabundið og hann ráðið inn á Karolinska í eitt ár til þess að taka við stjórnunarstarfi á lungna- og ofnæmisdeild spítalans. Hann hafi verið beðinn um að gera úttekt á starfsemi lungnalækninga við spítalann í fyrra haust og starfsboðið komið í kjölfarið. Hann fer því í ársleyfi frá störfum sínum við Landspítala á meðan á verkefninu stendur. Hann segir að á deildinni starfi um hundrað manns sem veiti alla lungnaþjónustu og tengda þjónustu við spítalann, sem rími vel við menntun hans og reynslu í lungnalækningum. „Þetta er spennandi og krefjandi áskorun í nýju umhverfi og margt að læra, sem mun vonandi einnig nýtast Landspítala þegar ég kem til baka,“ segir Ólafur. Ólafur lauk kandídatsprófi í læknisfræði frá Háskóla Íslands árið 1990 og fór svo í sérnám til Bandaríkjanna þar sem hann lauk sérnámi og sérfræðiprófum í lyflækningum og lungnalækningum við háskóasjúkrahúsið í Iowa City árið 2000. Samhliða sérnáminu stundaði hann vísindarannsóknir og lauk doktorsprófi frá HÍ árið 2004. Ólafur stofnaði til samstarfs við hóp vísindamanna við HÍ sem kom meðal annars á fót nýju frumræktunarlíkani. Uppgötvanir hópsins urðu grunnur að stofnun sprotafyrirtækisins EpiEndo Pharmaceuticals en fyrirtækið rannsakar nú verkun nýrra lyfja í klínískum rannsóknum á mönnum. Björn Zoëga er forstjóri Karolinska sjúkrahússins í Stokkhólmi en hann tók við starfinu árið 2019. Dagana fyrir síðustu jól var þá tilkynnt að hann myndi gegna sérstöku ráðgjafahlutverki fyrir nýja heilbrigðisráðherra, Willum Þór Þórsson, þegar kemur að viðbrögðum við heimsfaraldurinn og stöðuna á Landspítalanum. Fréttin var uppfærð klukkan 16:40 eftir að fréttastofa náði tali af Ólafi.
Landspítalinn Svíþjóð Vistaskipti Íslendingar erlendis Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði