Ólafur fer af Landspítala til Karolinska í Svíþjóð Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 29. apríl 2022 12:56 Ólafur Baldursson framkvæmdastjóri lækninga á Landspítalanum hefur verið ráðinn yfir til Karolinska sjúkrahússins í Svíþjóð. Vísir/Baldur Ólafur Baldursson, framkvæmdastjóri lækninga á Landspítala, hefur verið ráðinn til háskólasjúkrahússins Karolinska í Stokkhólmi í Svíþjóð sem forstöðumaður lungna- og ofnæmislækninga. Þetta kemur fram á vef sænska fjölmiðilsins Dagens Medicin. Ólafur hefur starfað sem framkvæmdastjóri lækninga á Landspítalanum frá árinu 2009 en hann tók þá við sem starfandi framkvæmdastjóri lækninga og sinnti því til ársins 2011. Það ár var hann skipaður í starfið til ársins 2016 og endurráðinn 2016 og aftur 2021. Ólafur segir í samtali við fréttastofu að starfið sé tímabundið og hann ráðið inn á Karolinska í eitt ár til þess að taka við stjórnunarstarfi á lungna- og ofnæmisdeild spítalans. Hann hafi verið beðinn um að gera úttekt á starfsemi lungnalækninga við spítalann í fyrra haust og starfsboðið komið í kjölfarið. Hann fer því í ársleyfi frá störfum sínum við Landspítala á meðan á verkefninu stendur. Hann segir að á deildinni starfi um hundrað manns sem veiti alla lungnaþjónustu og tengda þjónustu við spítalann, sem rími vel við menntun hans og reynslu í lungnalækningum. „Þetta er spennandi og krefjandi áskorun í nýju umhverfi og margt að læra, sem mun vonandi einnig nýtast Landspítala þegar ég kem til baka,“ segir Ólafur. Ólafur lauk kandídatsprófi í læknisfræði frá Háskóla Íslands árið 1990 og fór svo í sérnám til Bandaríkjanna þar sem hann lauk sérnámi og sérfræðiprófum í lyflækningum og lungnalækningum við háskóasjúkrahúsið í Iowa City árið 2000. Samhliða sérnáminu stundaði hann vísindarannsóknir og lauk doktorsprófi frá HÍ árið 2004. Ólafur stofnaði til samstarfs við hóp vísindamanna við HÍ sem kom meðal annars á fót nýju frumræktunarlíkani. Uppgötvanir hópsins urðu grunnur að stofnun sprotafyrirtækisins EpiEndo Pharmaceuticals en fyrirtækið rannsakar nú verkun nýrra lyfja í klínískum rannsóknum á mönnum. Björn Zoëga er forstjóri Karolinska sjúkrahússins í Stokkhólmi en hann tók við starfinu árið 2019. Dagana fyrir síðustu jól var þá tilkynnt að hann myndi gegna sérstöku ráðgjafahlutverki fyrir nýja heilbrigðisráðherra, Willum Þór Þórsson, þegar kemur að viðbrögðum við heimsfaraldurinn og stöðuna á Landspítalanum. Fréttin var uppfærð klukkan 16:40 eftir að fréttastofa náði tali af Ólafi. Landspítalinn Svíþjóð Vistaskipti Íslendingar erlendis Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Fleiri fréttir Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Sjá meira
Þetta kemur fram á vef sænska fjölmiðilsins Dagens Medicin. Ólafur hefur starfað sem framkvæmdastjóri lækninga á Landspítalanum frá árinu 2009 en hann tók þá við sem starfandi framkvæmdastjóri lækninga og sinnti því til ársins 2011. Það ár var hann skipaður í starfið til ársins 2016 og endurráðinn 2016 og aftur 2021. Ólafur segir í samtali við fréttastofu að starfið sé tímabundið og hann ráðið inn á Karolinska í eitt ár til þess að taka við stjórnunarstarfi á lungna- og ofnæmisdeild spítalans. Hann hafi verið beðinn um að gera úttekt á starfsemi lungnalækninga við spítalann í fyrra haust og starfsboðið komið í kjölfarið. Hann fer því í ársleyfi frá störfum sínum við Landspítala á meðan á verkefninu stendur. Hann segir að á deildinni starfi um hundrað manns sem veiti alla lungnaþjónustu og tengda þjónustu við spítalann, sem rími vel við menntun hans og reynslu í lungnalækningum. „Þetta er spennandi og krefjandi áskorun í nýju umhverfi og margt að læra, sem mun vonandi einnig nýtast Landspítala þegar ég kem til baka,“ segir Ólafur. Ólafur lauk kandídatsprófi í læknisfræði frá Háskóla Íslands árið 1990 og fór svo í sérnám til Bandaríkjanna þar sem hann lauk sérnámi og sérfræðiprófum í lyflækningum og lungnalækningum við háskóasjúkrahúsið í Iowa City árið 2000. Samhliða sérnáminu stundaði hann vísindarannsóknir og lauk doktorsprófi frá HÍ árið 2004. Ólafur stofnaði til samstarfs við hóp vísindamanna við HÍ sem kom meðal annars á fót nýju frumræktunarlíkani. Uppgötvanir hópsins urðu grunnur að stofnun sprotafyrirtækisins EpiEndo Pharmaceuticals en fyrirtækið rannsakar nú verkun nýrra lyfja í klínískum rannsóknum á mönnum. Björn Zoëga er forstjóri Karolinska sjúkrahússins í Stokkhólmi en hann tók við starfinu árið 2019. Dagana fyrir síðustu jól var þá tilkynnt að hann myndi gegna sérstöku ráðgjafahlutverki fyrir nýja heilbrigðisráðherra, Willum Þór Þórsson, þegar kemur að viðbrögðum við heimsfaraldurinn og stöðuna á Landspítalanum. Fréttin var uppfærð klukkan 16:40 eftir að fréttastofa náði tali af Ólafi.
Landspítalinn Svíþjóð Vistaskipti Íslendingar erlendis Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Fleiri fréttir Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Sjá meira