Nýtum kosningaréttinn Mjöll Matthíasdóttir skrifar 29. apríl 2022 14:01 Grunnskólakennarar velja forystusveit sína á næstu dögum. Í annað sinn í sögu félagsins geta allir félagsmenn tekið þátt í kosningu. Mikilvægt er að grunnskólakennarar sýni styrk sinn og nýti kosningaréttinn. Félag grunnskólakennara er fjölmennasta aðildarfélag Kennarasambands Íslands. Markmiðið með stofnun KÍ fyrir 22 árum var „að sterkari værum við saman“. Það á jafn vel við nú. Kjör og starfsaðstæður kennara eiga að vera sambærileg kjörum sérfræðinga á almennum markaði. Ekki verður lengur undan vikist að hefja þá leiðréttingu launa sem lofað var þegar breytt skipan lífeyrismála tók gildi 2017. Jöfnun launa milli markaða átti að ná á 6-10 árum! Nú þurfa þær lausnir að líta dagsljós. Kennarar allra skólastiga þurfa saman að sækja þessa leiðréttingu. Traust verður að ríkja í samstarfi aðildarfélaga KÍ. Ég gef kost á mér í formannskjöri FG. Ákvörðun um það var tekin að vel athuguðu máli. Hvatning og ósk kennara um að hafa val í kjörinu skipti miklu.Ég þekki vel til uppbyggingar félagasamtaka okkar kennara. Hef setið í stjórn og samninganefnd FG og er formaður svæðafélags. Þau sem farið hafa fyrir félaginu síðustu ár boðuðu breytingar þegar þau voru kjörin. Hvernig til hefur tekist verður hver að dæma fyrir sig. Mér hefur þótt skorta á upplýsingagjöf til félagsmanna og samráð. Á vettvangi félagsins finnst mér lítið rúm fyrir ólíkar skoðanir eða rökræður. Þessu þarf að breyta. Forysta FG þarf að afla sér traustrar þekkingar á starfsaðstæðum félagsmanna. Hver er afstaða þeirra til breytinga eða úrbóta? Hvert vilja félagsmenn stefna? Með lifandi og virku samtali innan félagsins verðum við sterkari.Ég vil sjá félagið styðja betur við trúnaðarmenn. Þeir þurfa að hafa greiðan aðgang að upplýsingum og ráðgjöf. Ég vil sjá félagið veita félagsmönnum skilvirka og öfluga þjónustu. Þar kemur til kasta samstarfs við önnur aðildarfélög KÍ og þeirrar þjónustu sem miðlæg skrifstofa styður við. Að vera kennari er fjölbreytt og gefandi starf. Okkur er treyst fyrir mikilvægu verkefni. Menntun þjóðar. Stöndum vörð um réttindi okkar og kjör. Höfundur er grunnskólakennari í Þingeyjarskóla og frambjóðandi í formannskjöri Félags grunnskólakennara 2022. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Grunnskólar Stéttarfélög Félagasamtök Mjöll Matthíasdóttir Mest lesið Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun Hvað er ég að vilja upp á dekk Signý Sigurðardóttir Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun EM í handbolta og lestrarkennsla. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Að þurfa eða þurfa ekki raforku Robert Magnus skrifar Skoðun Snorri og Donni Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Ekki ný hugsun heldur ábyrgðarleysi Anna Björg Jónsdóttir,Berglind Magnúsdóttir skrifar Skoðun Er tæknin til að skipta yfir í hreina orku til staðar? Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Hvað er ég að vilja upp á dekk Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvers virði er líf? Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Grunnskólakennarar velja forystusveit sína á næstu dögum. Í annað sinn í sögu félagsins geta allir félagsmenn tekið þátt í kosningu. Mikilvægt er að grunnskólakennarar sýni styrk sinn og nýti kosningaréttinn. Félag grunnskólakennara er fjölmennasta aðildarfélag Kennarasambands Íslands. Markmiðið með stofnun KÍ fyrir 22 árum var „að sterkari værum við saman“. Það á jafn vel við nú. Kjör og starfsaðstæður kennara eiga að vera sambærileg kjörum sérfræðinga á almennum markaði. Ekki verður lengur undan vikist að hefja þá leiðréttingu launa sem lofað var þegar breytt skipan lífeyrismála tók gildi 2017. Jöfnun launa milli markaða átti að ná á 6-10 árum! Nú þurfa þær lausnir að líta dagsljós. Kennarar allra skólastiga þurfa saman að sækja þessa leiðréttingu. Traust verður að ríkja í samstarfi aðildarfélaga KÍ. Ég gef kost á mér í formannskjöri FG. Ákvörðun um það var tekin að vel athuguðu máli. Hvatning og ósk kennara um að hafa val í kjörinu skipti miklu.Ég þekki vel til uppbyggingar félagasamtaka okkar kennara. Hef setið í stjórn og samninganefnd FG og er formaður svæðafélags. Þau sem farið hafa fyrir félaginu síðustu ár boðuðu breytingar þegar þau voru kjörin. Hvernig til hefur tekist verður hver að dæma fyrir sig. Mér hefur þótt skorta á upplýsingagjöf til félagsmanna og samráð. Á vettvangi félagsins finnst mér lítið rúm fyrir ólíkar skoðanir eða rökræður. Þessu þarf að breyta. Forysta FG þarf að afla sér traustrar þekkingar á starfsaðstæðum félagsmanna. Hver er afstaða þeirra til breytinga eða úrbóta? Hvert vilja félagsmenn stefna? Með lifandi og virku samtali innan félagsins verðum við sterkari.Ég vil sjá félagið styðja betur við trúnaðarmenn. Þeir þurfa að hafa greiðan aðgang að upplýsingum og ráðgjöf. Ég vil sjá félagið veita félagsmönnum skilvirka og öfluga þjónustu. Þar kemur til kasta samstarfs við önnur aðildarfélög KÍ og þeirrar þjónustu sem miðlæg skrifstofa styður við. Að vera kennari er fjölbreytt og gefandi starf. Okkur er treyst fyrir mikilvægu verkefni. Menntun þjóðar. Stöndum vörð um réttindi okkar og kjör. Höfundur er grunnskólakennari í Þingeyjarskóla og frambjóðandi í formannskjöri Félags grunnskólakennara 2022.
Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun
Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason Skoðun
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar
Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar
Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun
Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason Skoðun
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun