Ýmsum þætti upphafning að vera á svörtum lista Rússa Árni Sæberg skrifar 30. apríl 2022 12:07 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er utanríkisráðherra. Vísir/Vilhelm Utanríkisráðherra segir svartan lista Rússa vera útspil sem hefur minnstu áhrif á utanríkisstefnu Íslendinga. Þá segir hún að henni þyki ekki ósennilegt að af níu Íslendingum á listanum séu einhverjir sem myndu telja það upphefð. Rússneska utanríkisráðuneytið greindi frá því í gær að þar sem Íslendingar hafi tekið þátt í þvingunaraðgerðum Evrópusambandsins gegn Rússum þá hafi verið gripið til þeirra aðgerða að setja níu einstaklinga á bannlista. Auk Íslendinganna voru 16 Norðmenn, þrír Grænlendingar og þrír Færeyingar settir á listann. Að því er kemur fram í tilkynningu frá ráðuneytinu eru til að mynda þingmenn, viðskiptamenn, fjölmiðlamenn og aðrir sem hafa talað gegn Rússum á umræddum svörtum lista. „Það segir sína sögu að Rússar vilja ekki gefa upp hvaða nöfn eru á þessum lista heldur muni það koma í ljós ef einhver á listanum sækir um vegabréfsáritun. Mér þykir nefnilega ekki ósennilegt að ýmsum á listanum þætti það vera upphafning að vera þar tilgreindir,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra á Facebook-síðu sinni. Þá segir hún að hún muni ekki kippa sér upp við það ef nafn hennar er að finna á listanum. Ekki vitað hverjir eru á listanum Utanríkisráðuneytið hér á landi hefur engar frekari upplýsingar um málið, umfram það sem hefur komið fram í fjölmiðlum, og því liggur ekki fyrir hvaða Íslendingar hafa verið settir á listann. Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, sagði í viðtali í morgun að lykillinn að friðaviðræðum væri að Vesturlöndin afléttu þeim refsiaðgerðum sem Rússar hafa verið beittir. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, hefur þó þvertekið fyrir að það verði gert og að í raun þyrfti að herða aðgerðir enn frekar. Rúmir tveir mánuðir eru liðnir síðan innrás Rússa í Úkraínu hófst en sókn Rússa hefur undanfarnar vikur verið bundin við austurhluta landsins. Úkraínski herinn greinir frá því í dag að rússneskum hersveitum hafa mistekist að ná þremur lykilsvæðum í Donetsk og Luhansk. Rússar og Úkraínumenn hafa ekki sest niður og átt friðaviðræður augliti til auglitis frá því í lok mars en Lavrov segir sendinefndir landanna funda daglega í gegnum fjarfundarbúnað. Hann segir viðræðurnar erfiðar en að Rússar séu tilbúnir til að halda áfram. Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Utanríkismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Fleiri fréttir Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Sjá meira
Rússneska utanríkisráðuneytið greindi frá því í gær að þar sem Íslendingar hafi tekið þátt í þvingunaraðgerðum Evrópusambandsins gegn Rússum þá hafi verið gripið til þeirra aðgerða að setja níu einstaklinga á bannlista. Auk Íslendinganna voru 16 Norðmenn, þrír Grænlendingar og þrír Færeyingar settir á listann. Að því er kemur fram í tilkynningu frá ráðuneytinu eru til að mynda þingmenn, viðskiptamenn, fjölmiðlamenn og aðrir sem hafa talað gegn Rússum á umræddum svörtum lista. „Það segir sína sögu að Rússar vilja ekki gefa upp hvaða nöfn eru á þessum lista heldur muni það koma í ljós ef einhver á listanum sækir um vegabréfsáritun. Mér þykir nefnilega ekki ósennilegt að ýmsum á listanum þætti það vera upphafning að vera þar tilgreindir,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra á Facebook-síðu sinni. Þá segir hún að hún muni ekki kippa sér upp við það ef nafn hennar er að finna á listanum. Ekki vitað hverjir eru á listanum Utanríkisráðuneytið hér á landi hefur engar frekari upplýsingar um málið, umfram það sem hefur komið fram í fjölmiðlum, og því liggur ekki fyrir hvaða Íslendingar hafa verið settir á listann. Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, sagði í viðtali í morgun að lykillinn að friðaviðræðum væri að Vesturlöndin afléttu þeim refsiaðgerðum sem Rússar hafa verið beittir. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, hefur þó þvertekið fyrir að það verði gert og að í raun þyrfti að herða aðgerðir enn frekar. Rúmir tveir mánuðir eru liðnir síðan innrás Rússa í Úkraínu hófst en sókn Rússa hefur undanfarnar vikur verið bundin við austurhluta landsins. Úkraínski herinn greinir frá því í dag að rússneskum hersveitum hafa mistekist að ná þremur lykilsvæðum í Donetsk og Luhansk. Rússar og Úkraínumenn hafa ekki sest niður og átt friðaviðræður augliti til auglitis frá því í lok mars en Lavrov segir sendinefndir landanna funda daglega í gegnum fjarfundarbúnað. Hann segir viðræðurnar erfiðar en að Rússar séu tilbúnir til að halda áfram.
Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Utanríkismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Fleiri fréttir Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Sjá meira