Flóðið í Demydiv sem bjargaði Kænugarði Smári Jökull Jónsson skrifar 1. maí 2022 16:19 Úkraínumenn ákváðu að fórna Demydiv til að stöðva sókn Rússa í átt að Kænugarði. Skjáskot/AP Bænum Demydiv í Úkraínu var fórnað til að stöðva för rússneskra skriðdreka. Samt sem áður eru íbúar bæjarins ánægðir og segjast hafa bjargað Kænugarði. Í bænum Demydiv rétt norðan við höfuðborgina Kænugarð í Úkraínu hafa íbúar verið að jafna sig eftir mikil flóð, sem undir venjulegum kringumstæðum væru einn af mörgum slæmum atburðum síðustu vikna. Í þetta skiptið var hins vegar um að ræða taktískan sigur Úkraínumanna. Vatnið var látið flæða yfir bæinn og akrana þar í kring með vilja. Þá varð til mýri sem kom í veg fyrir að skriðdrekar Rússa kæmust að Kænugarði og gaf úkraínska hernum tíma til að undirbúa sig fyrir árás. Í mörgum húsum er vatnsmagnið mikið.Skjáskot/AP Íbúar Demydiv sitja uppi með íbúðarhús sem mörg hafa skemmst vegna flóðanna. Þeir gætu hins vegar ekki verið ánægðari. „Allir skilja ástæðuna og enginn sér eftir þessu í eitt augnablik,“ segir Antonina Kostuchenko en heimili hennar er nú fullt af vatni sem nær langt upp á veggi. Greinin og viðtal við hana birtist á NY Times. „Við björguðum Kænugarði!“ segir hún stolt. Hafa markvisst eyðilagt innviði Það sem gerðist í Demydiv er ekki einsdæmi. Úkraínumenn hafa reglubundið valdið skemmdum á innviðum landsins til að torvelda Rússum í sókn sinni. Vatn byrjaði að flæða yfir Demydiv þegar herinn opnaði fyrir stíflu rétt utan við bæinn. Á öðrum stöðum í landinu hefur herinn sprengt brýr og vegi og gert lestarteina og flugvelli ónothæfa. Yfir 300 brýr í Úkraínu eru skemmdar samkvæmt innviðaráðherranum Oleksanr Kubrakov. Þegar Rússar reyndu að ná yfirráðum yfir mikilvægum flugvelli í nágrenni Kænugarðs sprengdu Úkraínumenn flugbrautina og kom í veg fyrir að Rússar gætu tekið á móti hersveitum sínum. Íbúar bæjarins hafa þurft að nota báta til að komast leiða sinna.Skjáskot/AP Þessi aðferð Úkraínumanna hefur verið lykilatriði varðandi að halda aftur af Rússum í norðri og koma í veg fyrir að þeir nái yfirráðum í Kænugarði. Kostnaður vegna eyðileggingarinnar er auðvitað gríðarlegur. Áætlað er að kostnaður vegna ónýtra samgöngumannvirkja sé um 85 milljarðar dollara samkvæmt tölum frá ríkisstjórn Úkraínu. „Við hefðum ekki sprengt brýrnar okkar ef stríðið hefði ekki farið af stað. Ástæðan er ein, grimmd Rússlands.“ Engin eftirsjá Íbúar Demydiv segja að eyðileggingin í bænum sé ekkert miðað við hvað þessi aðgerð hefur hjálpað mikið. „Fimmtíu hús sem flætt hefur inn í er ekki mikið,“ segir Volodymyr Artemchuk, sjálfboðaliði sem var að hjálpa til við að koma vatninu undan. Demydiv í ÚkraínuSkjáskot/AP Þó einhverjir hafi kvartað undan hreinsunarstarfinu, sem áætlað er að taki marga mánuði, hafa bæjarbúar tekið sig saman í að gera það vel. Roman Bykhovchenko, sextíu ára gamall öryggisvörður, er ekki í neinum vafa að rétt ákvörðun var tekin þrátt fyrir að flætt hafi inn í húsið hans. „Þetta var þess virði.“ Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Innlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Fleiri fréttir Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Hæstaréttardómarar fjarlægðu flein úr holdi Bandaríkjaforseta Lífstíðarfangelsi fyrir að myrða 14 ára dreng með samúræjasverði Finna fyrir fjarveru Bandaríkjanna á loftslagsfundi en sakna þeirra ekki Ungar konur særðust í skotárás í Nuuk Sá sem samdi Mission: Impossible lagið er látinn Stjúpsonur norska krónprinsins grunaður um nauðganir Dönsk stjórnvöld vilja tryggja fólki höfundarrétt að eigin persónu Sagði Sean Combs ekki virða svarið „Nei“ Twitter-morðinginn tekinn af lífi Sjá meira
Í bænum Demydiv rétt norðan við höfuðborgina Kænugarð í Úkraínu hafa íbúar verið að jafna sig eftir mikil flóð, sem undir venjulegum kringumstæðum væru einn af mörgum slæmum atburðum síðustu vikna. Í þetta skiptið var hins vegar um að ræða taktískan sigur Úkraínumanna. Vatnið var látið flæða yfir bæinn og akrana þar í kring með vilja. Þá varð til mýri sem kom í veg fyrir að skriðdrekar Rússa kæmust að Kænugarði og gaf úkraínska hernum tíma til að undirbúa sig fyrir árás. Í mörgum húsum er vatnsmagnið mikið.Skjáskot/AP Íbúar Demydiv sitja uppi með íbúðarhús sem mörg hafa skemmst vegna flóðanna. Þeir gætu hins vegar ekki verið ánægðari. „Allir skilja ástæðuna og enginn sér eftir þessu í eitt augnablik,“ segir Antonina Kostuchenko en heimili hennar er nú fullt af vatni sem nær langt upp á veggi. Greinin og viðtal við hana birtist á NY Times. „Við björguðum Kænugarði!“ segir hún stolt. Hafa markvisst eyðilagt innviði Það sem gerðist í Demydiv er ekki einsdæmi. Úkraínumenn hafa reglubundið valdið skemmdum á innviðum landsins til að torvelda Rússum í sókn sinni. Vatn byrjaði að flæða yfir Demydiv þegar herinn opnaði fyrir stíflu rétt utan við bæinn. Á öðrum stöðum í landinu hefur herinn sprengt brýr og vegi og gert lestarteina og flugvelli ónothæfa. Yfir 300 brýr í Úkraínu eru skemmdar samkvæmt innviðaráðherranum Oleksanr Kubrakov. Þegar Rússar reyndu að ná yfirráðum yfir mikilvægum flugvelli í nágrenni Kænugarðs sprengdu Úkraínumenn flugbrautina og kom í veg fyrir að Rússar gætu tekið á móti hersveitum sínum. Íbúar bæjarins hafa þurft að nota báta til að komast leiða sinna.Skjáskot/AP Þessi aðferð Úkraínumanna hefur verið lykilatriði varðandi að halda aftur af Rússum í norðri og koma í veg fyrir að þeir nái yfirráðum í Kænugarði. Kostnaður vegna eyðileggingarinnar er auðvitað gríðarlegur. Áætlað er að kostnaður vegna ónýtra samgöngumannvirkja sé um 85 milljarðar dollara samkvæmt tölum frá ríkisstjórn Úkraínu. „Við hefðum ekki sprengt brýrnar okkar ef stríðið hefði ekki farið af stað. Ástæðan er ein, grimmd Rússlands.“ Engin eftirsjá Íbúar Demydiv segja að eyðileggingin í bænum sé ekkert miðað við hvað þessi aðgerð hefur hjálpað mikið. „Fimmtíu hús sem flætt hefur inn í er ekki mikið,“ segir Volodymyr Artemchuk, sjálfboðaliði sem var að hjálpa til við að koma vatninu undan. Demydiv í ÚkraínuSkjáskot/AP Þó einhverjir hafi kvartað undan hreinsunarstarfinu, sem áætlað er að taki marga mánuði, hafa bæjarbúar tekið sig saman í að gera það vel. Roman Bykhovchenko, sextíu ára gamall öryggisvörður, er ekki í neinum vafa að rétt ákvörðun var tekin þrátt fyrir að flætt hafi inn í húsið hans. „Þetta var þess virði.“
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Innlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Fleiri fréttir Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Hæstaréttardómarar fjarlægðu flein úr holdi Bandaríkjaforseta Lífstíðarfangelsi fyrir að myrða 14 ára dreng með samúræjasverði Finna fyrir fjarveru Bandaríkjanna á loftslagsfundi en sakna þeirra ekki Ungar konur særðust í skotárás í Nuuk Sá sem samdi Mission: Impossible lagið er látinn Stjúpsonur norska krónprinsins grunaður um nauðganir Dönsk stjórnvöld vilja tryggja fólki höfundarrétt að eigin persónu Sagði Sean Combs ekki virða svarið „Nei“ Twitter-morðinginn tekinn af lífi Sjá meira