Oddvitaáskorunin: Sektuð fyrir að leggja í stæði sendiherrans Samúel Karl Ólason skrifar 6. maí 2022 18:01 Anna Margrét Arnarsdóttir. Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2022 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í sveitarfélögum um land allt að taka þátt. Áskorunin felur í sér stutta kynningu og að svara nokkrum léttum spurningum. Anna Margrét Arnarsdóttir leiðir lista Vinstri grænna í Fjarðabyggð í komandi sveitarstjórnarkosningum. Ég heiti Anna Margrét og er oddviti vinstri grænna hérna í Fjarðabyggð. Ég ólst upp í þessum firði og það var dásamlegt. Ég segi stundum að ég sé nýflutt heim eftir háskólanám en það er náttúrulega bara þvæla því ég er enn að reyna að klára þetta nám, það kemur bara alltaf upp eitthvað nýtt og spennandi sem ég get ekki látið framhjá mér fara. Ég hef alltaf elskað dýr. En eftir því sem ég varð eldri færðist þessi þráhyggja fyrir dýrum svolítið yfir á náttúruna. Vinstri græn eru auðvitað grænn flokkur þannig að náttúruverndin er okkur mjög ofarlega í huga. Við viljum að náttúran og umhverfið njóti alltaf vafans í allri þeirri uppbyggingu sem á sér stað hér í Fjarðabyggð. Það er svo ótrúlega mikilvægt að bera virðingu fyrir náttúrunni og á sama tíma að bera virðingu fyrir komandi kynslóðum. Dæmið gengur ekki upp ef við bara tökum og tökum þangað til ekkert verður eftir. Málefni hinsegin samfélagsins eru okkur afar mikilvæg. Okkar skoðun er sú að við getum ekki bara verið hér fyrir flest. Við þurfum að vera hérna fyrir öll, hvort sem fólk fellur undir einhver “norm” eða ekki. Við trúi því að við getum breytt okkar samfélagi þannig að fólk sem skilgreinir sig fyrir utan kynjatvíhyggjuna eða fellur ekki undir þetta svokallaða “norm” geti lifað nákvæmlega jafn góðu lífi og hver önnur manneskja. Svo lengi sem viljinn er til staðar. Kynsegin og transbörn standa frammi fyrir alls konar erfiðleikum og áskorunum í sínu hversdagslega lífi og það eru til lausnir til að laga þessi praktísku atriði.. einstaklingsklefar, kynhlutlaus salerni og fræðsla á öllum skólastigum fyrir bæði nemendur og starfsfólk skóla. Stjórnsýslan og öll þau hugtök sem fylgja henni er eitthvað sem ég hef varið síðustu vikum í að setja mig inn í. Ég vill meina að heiðarleiki sé alltaf besta vopnið. Ef allt er upp á borðinu og rekstur sveitarfélagsins opinn veitir það nauðsynlegt aðhald fyrir þau sem sitja í bæjarstjórn og sýsla með almannafé. Við vitum að þetta er framkvæmanlegt þar sem önnur stór sveitarfélög hafa tekið upp þessa aðferð þannig að af hverju getum við það ekki líka? Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Bakkaselur og litli skógurinn þar. Lítill sumarbústaður sem amma og afi eiga í Norðfirði. Hlutlaust mat. Er eitthvað lítilvægt sem fer þó í taugarnar á þér í þínu sveitarfélagi sem þú vilt að sé lagað? Leikvellirnir og klefar í íþróttamannvirkjum sveitarfélagsins. Kannski ekki lítilvægt en fer klárlega í taugarnar á mér. Hvert er þitt uppáhalds áhugamál sem gæti þótt skrítið? Nýjasta áhugamál mitt er hænsnabúskapur og flottir hænsnakofar. Hver eru þín minnistæðustu samskipti við lögregluna? Þegar ég bjó í Þýskalandi þurfti lögreglan að taka mig á tal því ég lagði í stæði sendiherrans í Berlín á meðan ég var í stærðfræðiprófi sem stóð yfir í tæpa tvo klukkutíma. Ég fékk meira að segja sekt upp á einhverjar evrur en náði stærðfræðiprófinu. Hvað færðu þér á pizzu? Rjómaost, pepp og döðlur. Hvaða lag peppar þig mest? Bara allt með Måneskin. Hvað getur þú tekið margar armbeygjur? Mesta lagi 10. Göngutúr eða skokk? Göngutúr. Anna Margrét og hundurinn. Uppáhalds brandari? Mér finnst flestir brandarar ekki fyndnir og þeir fara lúmskt í taugarnar á mér. Ætli ég sé ekki húmorslaus. Hvað er þitt draumafríi? Sumarbústaðarferð á Norðurlandinu með stórfjölskyldunni. Hvort fannst þér 2020 eða 2021 vera verra ár? Þessi ár renna svolítið saman í eitt hjá mér. Uppáhalds tónlistarmaður? Mér finnst Ed Sheeran æði. En svo hlusta ég vandræðalega oft á lögin hans pabba. Hvað er það skrýtnasta sem þú manst eftir að hafa gert? Örugglega að fara ein á þungarokkstónleika í Berlín. Það var sjúklega skemmtilegt. Ef það væri gerð kvikmynd um ævi þína, hver ætti að leika þig? Má vera íslenskur eða útlenskur. Ég hef oftar en einu sinni og oftar en tvisvar verið spurð hvort ég sé dóttir Sólveigar Arnarsdóttur. Hefur þú verið í verbúð? Nei. Áhrifamesta kvikmyndin? For Sama. Við mamma fórum í bíó á þessa mynd og grétum í 100 mínútur. Áttu eftir að sakna Nágranna? Nei. Ef þú yrðir að flytja úr þínu sveitarfélagi, hvert myndir þú helst vilja fara? Ætli ég myndi ekki vilja flytja til Akureyrar. Bjó þar fyrstu þrjú árin og á mikla tengingu þangað. Uppáhalds „guilty pleasure“ lag? (skammast þín smá fyrir að hafa gaman af því – sakbitin sæla) Flestir hneykslast þegar ég set á High Hopes með Pan!c at the Disco. Oddvitaáskorunin Sveitarstjórnarkosningar 2022 Fjarðabyggð Vinstri græn Mest lesið Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Lífið Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Lífið Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart Lífið Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lífið Fleiri fréttir Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Sjá meira
Anna Margrét Arnarsdóttir leiðir lista Vinstri grænna í Fjarðabyggð í komandi sveitarstjórnarkosningum. Ég heiti Anna Margrét og er oddviti vinstri grænna hérna í Fjarðabyggð. Ég ólst upp í þessum firði og það var dásamlegt. Ég segi stundum að ég sé nýflutt heim eftir háskólanám en það er náttúrulega bara þvæla því ég er enn að reyna að klára þetta nám, það kemur bara alltaf upp eitthvað nýtt og spennandi sem ég get ekki látið framhjá mér fara. Ég hef alltaf elskað dýr. En eftir því sem ég varð eldri færðist þessi þráhyggja fyrir dýrum svolítið yfir á náttúruna. Vinstri græn eru auðvitað grænn flokkur þannig að náttúruverndin er okkur mjög ofarlega í huga. Við viljum að náttúran og umhverfið njóti alltaf vafans í allri þeirri uppbyggingu sem á sér stað hér í Fjarðabyggð. Það er svo ótrúlega mikilvægt að bera virðingu fyrir náttúrunni og á sama tíma að bera virðingu fyrir komandi kynslóðum. Dæmið gengur ekki upp ef við bara tökum og tökum þangað til ekkert verður eftir. Málefni hinsegin samfélagsins eru okkur afar mikilvæg. Okkar skoðun er sú að við getum ekki bara verið hér fyrir flest. Við þurfum að vera hérna fyrir öll, hvort sem fólk fellur undir einhver “norm” eða ekki. Við trúi því að við getum breytt okkar samfélagi þannig að fólk sem skilgreinir sig fyrir utan kynjatvíhyggjuna eða fellur ekki undir þetta svokallaða “norm” geti lifað nákvæmlega jafn góðu lífi og hver önnur manneskja. Svo lengi sem viljinn er til staðar. Kynsegin og transbörn standa frammi fyrir alls konar erfiðleikum og áskorunum í sínu hversdagslega lífi og það eru til lausnir til að laga þessi praktísku atriði.. einstaklingsklefar, kynhlutlaus salerni og fræðsla á öllum skólastigum fyrir bæði nemendur og starfsfólk skóla. Stjórnsýslan og öll þau hugtök sem fylgja henni er eitthvað sem ég hef varið síðustu vikum í að setja mig inn í. Ég vill meina að heiðarleiki sé alltaf besta vopnið. Ef allt er upp á borðinu og rekstur sveitarfélagsins opinn veitir það nauðsynlegt aðhald fyrir þau sem sitja í bæjarstjórn og sýsla með almannafé. Við vitum að þetta er framkvæmanlegt þar sem önnur stór sveitarfélög hafa tekið upp þessa aðferð þannig að af hverju getum við það ekki líka? Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Bakkaselur og litli skógurinn þar. Lítill sumarbústaður sem amma og afi eiga í Norðfirði. Hlutlaust mat. Er eitthvað lítilvægt sem fer þó í taugarnar á þér í þínu sveitarfélagi sem þú vilt að sé lagað? Leikvellirnir og klefar í íþróttamannvirkjum sveitarfélagsins. Kannski ekki lítilvægt en fer klárlega í taugarnar á mér. Hvert er þitt uppáhalds áhugamál sem gæti þótt skrítið? Nýjasta áhugamál mitt er hænsnabúskapur og flottir hænsnakofar. Hver eru þín minnistæðustu samskipti við lögregluna? Þegar ég bjó í Þýskalandi þurfti lögreglan að taka mig á tal því ég lagði í stæði sendiherrans í Berlín á meðan ég var í stærðfræðiprófi sem stóð yfir í tæpa tvo klukkutíma. Ég fékk meira að segja sekt upp á einhverjar evrur en náði stærðfræðiprófinu. Hvað færðu þér á pizzu? Rjómaost, pepp og döðlur. Hvaða lag peppar þig mest? Bara allt með Måneskin. Hvað getur þú tekið margar armbeygjur? Mesta lagi 10. Göngutúr eða skokk? Göngutúr. Anna Margrét og hundurinn. Uppáhalds brandari? Mér finnst flestir brandarar ekki fyndnir og þeir fara lúmskt í taugarnar á mér. Ætli ég sé ekki húmorslaus. Hvað er þitt draumafríi? Sumarbústaðarferð á Norðurlandinu með stórfjölskyldunni. Hvort fannst þér 2020 eða 2021 vera verra ár? Þessi ár renna svolítið saman í eitt hjá mér. Uppáhalds tónlistarmaður? Mér finnst Ed Sheeran æði. En svo hlusta ég vandræðalega oft á lögin hans pabba. Hvað er það skrýtnasta sem þú manst eftir að hafa gert? Örugglega að fara ein á þungarokkstónleika í Berlín. Það var sjúklega skemmtilegt. Ef það væri gerð kvikmynd um ævi þína, hver ætti að leika þig? Má vera íslenskur eða útlenskur. Ég hef oftar en einu sinni og oftar en tvisvar verið spurð hvort ég sé dóttir Sólveigar Arnarsdóttur. Hefur þú verið í verbúð? Nei. Áhrifamesta kvikmyndin? For Sama. Við mamma fórum í bíó á þessa mynd og grétum í 100 mínútur. Áttu eftir að sakna Nágranna? Nei. Ef þú yrðir að flytja úr þínu sveitarfélagi, hvert myndir þú helst vilja fara? Ætli ég myndi ekki vilja flytja til Akureyrar. Bjó þar fyrstu þrjú árin og á mikla tengingu þangað. Uppáhalds „guilty pleasure“ lag? (skammast þín smá fyrir að hafa gaman af því – sakbitin sæla) Flestir hneykslast þegar ég set á High Hopes með Pan!c at the Disco.
Oddvitaáskorunin Sveitarstjórnarkosningar 2022 Fjarðabyggð Vinstri græn Mest lesið Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Lífið Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Lífið Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart Lífið Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lífið Fleiri fréttir Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Sjá meira