Orkuveitan velur skemmtigarð og kaffihús fram yfir raforkuvinnslu Kristján Már Unnarsson skrifar 2. maí 2022 21:45 Á sama tíma og ráðamenn Orkuveitunnar segja of dýrt að endurræsa Elliðaárstöð byggja þeir skemmtigarð og kaffihús á rafstöðvarlóðinni og forstjórinn neitar að gefa upp kostnað við framkvæmdirnar. Arnar Halldórsson Orkuveita Reykjavíkur er að byggja fjölskyldu- og skemmtigarð ásamt kaffihúsi við Elliðaárstöð á sama tíma og hún telur ekki svara kostnaði að hefja þar raforkuframleiðslu á ný. Forstjóri Orkuveitunnar neitar að svara spurningum um málið en oddviti sjálfstæðismanna í borginni segir enga spurningu að endurskoða eigi lokun rafstöðvarinnar. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2 en fyrir helgi hvatti Birkir Þór Guðmundsson, stjórnarformaður Orkuvers ehf., Orkuveitu Reykjavíkur til þess að endurskoða ákvörðun sína um að hætta rekstri Elliðaárstöðvar. Sagði hann unnt að endurræsa hana fyrir sextíu prósent af þeim kostnaði sem Orkuveitan áætlar en Birkir er einn reynslumesti virkjanamaður landsins á sviði smávirkjana. Við leituðum í dag viðbragða hjá ráðamönnum Orkuveitunnar en Bjarni Bjarnason forstjóri hafnaði viðtali, sagði að ákvörðun um lokun Elliðarástöðvar væri þegar tekin og að ekki yrði aftur snúið. Oddviti sjálfstæðimanna í borgarstjórn, Eyþór Arnalds, situr jafnframt í stjórn Orkuveitunnar. Hann vill taka málið upp að nýju. „Það er ekki spurning að menn eiga að skoða þetta upp á nýtt. Það eru breyttar forsendur. Það er ekki bara orkuskortur og þörf á orkuskiptum heldur er orkuöryggi ógnað í Evrópu,“ segir Eyþór. Eyþór Arnalds við Árbæjarstíflu í dag. Hann er oddviti sjálfstæðismanna í borgarstjórn og situr í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur.Arnar Halldórsson Hann fékk raunar samþykkta ályktun í borgarstjórn Reykjavíkur í síðasta mánuði þar sem Orkuveitan er hvött til að kanna til hlítar virkjanamöguleika á starfssvæði sínu og nýta betur grænar orkuauðlindir sínar. „Það hefur verið ákveðin stöðnun. Kannski var fókusinn allur á að ná rekstrinum í lag eftir bankahrunið. En það er náttúrlega löngu búið. Núna er staðan gjörbreytt og Úkraínustríðið kallar á að við endurskoðum okkar orkumál og hættum að flytja inn svona mikið af bensíni og olíu,“ segir Eyþór. En á sama tíma og ráðamenn Orkuveitunnar segja of dýrt að endurræsa Elliðaárstöð standa þeir þar fyrir gerð fjölskyldu- og skemmtigarðs, sem jafnframt er ætlað að vera fræðslusetur, með leiktækjum, leiksviði og kaffihúsi. Steinhleðslur eru einnig veglegar en þarna virðist ætlunin að hafa laugar og rennandi læki og okkur sýndist að þarna væru komin strá í pottum. Eða kannski sefgróður. En skyldi þetta borga sig frekar en raforkuframleiðsla? Forstjóri Orkuveitunnar neitaði hins vegar að gefa upp kostnaðartölur, sagði að þær yrðu birtar þegar þar að kæmi. En telur Eyþór þetta rétta forgangsröðun hjá Orkuveitunni? „Auðvitað á Orkuveitan fyrst og síðast að sinna orkuöflun og dreifingu, tryggja öryggi og hagstætt verð til neytenda. Ekki endilega að vera sparigrís fyrir Reykjavíkurborg heldur að sinna þjónustu við íbúana. Og endurheimta þetta lón,“ segir Eyþór í viðtali við Árbæjarstíflu í dag. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Orkumál Borgarstjórn Loftslagsmál Umhverfismál Vatnsaflsvirkjanir Veitingastaðir Tengdar fréttir Telur mun ódýrara að endurræsa Elliðaárstöð en Orkuveitan áætlar Einn reynslumesti virkjanamaður landsins á sviði smávirkjana hvetur Orkuveitu Reykjavíkur til að endurskoða ákvörðun sína um að hætta rekstri Elliðaárstöðvar og telur unnt að endurræsa virkjunina fyrir sextíu prósent af þeim kostnaði sem Orkuveitan áætlar. 28. apríl 2022 23:10 Elliðaárstöð stendur ónotuð á tíma raforkuskorts í landinu Á sama tíma og kvartað er undan raforkuskorti í landinu vekur athygli að heil virkjun skuli standa ónotuð og það innan borgarmarka Reykjavíkur. Þetta er Elliðaárstöðin en forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur sagði fyrir ári að engin þörf væri á meiri orku. 8. desember 2021 22:16 Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Fleiri fréttir Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Sjá meira
Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2 en fyrir helgi hvatti Birkir Þór Guðmundsson, stjórnarformaður Orkuvers ehf., Orkuveitu Reykjavíkur til þess að endurskoða ákvörðun sína um að hætta rekstri Elliðaárstöðvar. Sagði hann unnt að endurræsa hana fyrir sextíu prósent af þeim kostnaði sem Orkuveitan áætlar en Birkir er einn reynslumesti virkjanamaður landsins á sviði smávirkjana. Við leituðum í dag viðbragða hjá ráðamönnum Orkuveitunnar en Bjarni Bjarnason forstjóri hafnaði viðtali, sagði að ákvörðun um lokun Elliðarástöðvar væri þegar tekin og að ekki yrði aftur snúið. Oddviti sjálfstæðimanna í borgarstjórn, Eyþór Arnalds, situr jafnframt í stjórn Orkuveitunnar. Hann vill taka málið upp að nýju. „Það er ekki spurning að menn eiga að skoða þetta upp á nýtt. Það eru breyttar forsendur. Það er ekki bara orkuskortur og þörf á orkuskiptum heldur er orkuöryggi ógnað í Evrópu,“ segir Eyþór. Eyþór Arnalds við Árbæjarstíflu í dag. Hann er oddviti sjálfstæðismanna í borgarstjórn og situr í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur.Arnar Halldórsson Hann fékk raunar samþykkta ályktun í borgarstjórn Reykjavíkur í síðasta mánuði þar sem Orkuveitan er hvött til að kanna til hlítar virkjanamöguleika á starfssvæði sínu og nýta betur grænar orkuauðlindir sínar. „Það hefur verið ákveðin stöðnun. Kannski var fókusinn allur á að ná rekstrinum í lag eftir bankahrunið. En það er náttúrlega löngu búið. Núna er staðan gjörbreytt og Úkraínustríðið kallar á að við endurskoðum okkar orkumál og hættum að flytja inn svona mikið af bensíni og olíu,“ segir Eyþór. En á sama tíma og ráðamenn Orkuveitunnar segja of dýrt að endurræsa Elliðaárstöð standa þeir þar fyrir gerð fjölskyldu- og skemmtigarðs, sem jafnframt er ætlað að vera fræðslusetur, með leiktækjum, leiksviði og kaffihúsi. Steinhleðslur eru einnig veglegar en þarna virðist ætlunin að hafa laugar og rennandi læki og okkur sýndist að þarna væru komin strá í pottum. Eða kannski sefgróður. En skyldi þetta borga sig frekar en raforkuframleiðsla? Forstjóri Orkuveitunnar neitaði hins vegar að gefa upp kostnaðartölur, sagði að þær yrðu birtar þegar þar að kæmi. En telur Eyþór þetta rétta forgangsröðun hjá Orkuveitunni? „Auðvitað á Orkuveitan fyrst og síðast að sinna orkuöflun og dreifingu, tryggja öryggi og hagstætt verð til neytenda. Ekki endilega að vera sparigrís fyrir Reykjavíkurborg heldur að sinna þjónustu við íbúana. Og endurheimta þetta lón,“ segir Eyþór í viðtali við Árbæjarstíflu í dag. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Orkumál Borgarstjórn Loftslagsmál Umhverfismál Vatnsaflsvirkjanir Veitingastaðir Tengdar fréttir Telur mun ódýrara að endurræsa Elliðaárstöð en Orkuveitan áætlar Einn reynslumesti virkjanamaður landsins á sviði smávirkjana hvetur Orkuveitu Reykjavíkur til að endurskoða ákvörðun sína um að hætta rekstri Elliðaárstöðvar og telur unnt að endurræsa virkjunina fyrir sextíu prósent af þeim kostnaði sem Orkuveitan áætlar. 28. apríl 2022 23:10 Elliðaárstöð stendur ónotuð á tíma raforkuskorts í landinu Á sama tíma og kvartað er undan raforkuskorti í landinu vekur athygli að heil virkjun skuli standa ónotuð og það innan borgarmarka Reykjavíkur. Þetta er Elliðaárstöðin en forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur sagði fyrir ári að engin þörf væri á meiri orku. 8. desember 2021 22:16 Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Fleiri fréttir Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Sjá meira
Telur mun ódýrara að endurræsa Elliðaárstöð en Orkuveitan áætlar Einn reynslumesti virkjanamaður landsins á sviði smávirkjana hvetur Orkuveitu Reykjavíkur til að endurskoða ákvörðun sína um að hætta rekstri Elliðaárstöðvar og telur unnt að endurræsa virkjunina fyrir sextíu prósent af þeim kostnaði sem Orkuveitan áætlar. 28. apríl 2022 23:10
Elliðaárstöð stendur ónotuð á tíma raforkuskorts í landinu Á sama tíma og kvartað er undan raforkuskorti í landinu vekur athygli að heil virkjun skuli standa ónotuð og það innan borgarmarka Reykjavíkur. Þetta er Elliðaárstöðin en forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur sagði fyrir ári að engin þörf væri á meiri orku. 8. desember 2021 22:16