Bæjarar gagnrýndir fyrir að fara í fyllerísferð til Ibiza eftir vandræðalegt tap Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 3. maí 2022 07:00 Leikmenn Bayern fóru til Ibiza eftir slæmt tap. Twitter@si_soccer Þýskalandsmeistarar Bayern München hafa fengið mikla gagnrýni fyrir að fara flest allir til Ibiza og fagna meistaratitlinum þegar deildarkeppninni í Þýskalandi er ólokið. Bayern varð Þýskalandsmeistari þann 23. apríl þegar enn voru þrjár umferðir eftir af þýsku úrvalsdeildinni. Segja má að tímabilið séu vonbrigði hjá þýska risanum þar sem liðið féll úr leik gegn Villareal í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu ásamt því að mega þola neyðarlegt 5-0 tap gegn Borussia Mönchengladbach í þýsku bikarkeppninni. Það virðist sem leikmenn Bayern hafi verið töluvert annars hugar er þeir mættu Mainz um liðna helgi. Lokatölur 3-1 Mainz í vil en sigurinn var síst of stór þar sem Mainz óð í færum. Eftir leik ákvað Julian Nagelsmann – þjálfari Bayern – samt að gefa leikmönnum sínum tveggja daga frí. Nýttu margir leikmenn liðsins fríið til að skella sér til Ibiza. Hefur sú ákvörðun, sem og ákvörðun Nagelsmann að gefa leikmönnunum tveggja daga frí eftir jafn slaka frammistöðu og raun bar vitni, fallið í grýttan jarðveg. Bayern Munich stars are blasted for flying to Ibiza just hours after dismal loss to Mainz https://t.co/TbAFZ9c3fp— MailOnline Sport (@MailSport) May 2, 2022 Lothar Matthäus, fyrrverandi leikmaður Bayern og goðsögn hjá félaginu, er vægast sagt ósáttur. „Þetta er einfaldlega ekki í boði. Ef ég væri Nagelsmann hefði ég ekki gefið mönnum tveggja daga frí eftir svona frammistöðu.“ Felix Magath, þjálfari Herthu Berlínar, setur spurningamerki við hugarfar leikmanna Bayern eftir að vinna deildina. Hertha er meðal þeirra liða sem er í fallbaráttu en Bayern mætir Stuttgart, öðru liði í fallbaráttu, í lokaumferð deildarinnar. „Tímabilinu lýkur ekki fyrr en eftir síðasta leik. Ég skil ekki að lið geti bara neitað að klára mótið eins og önnur lið. Það er ekki jákvætt fyrir þýsku úrvalsdeildina,“ sagði Magath sem þjálfaði Bayern hér á árum áður og vann tvöfalt árin 2005 og 2006. „Ég hefði aldrei leyft neitt slíkt. Ég skil að menn vilji fagna titli en ekki í þrjár vikur,“ bætti Magath við að endingu. Fótbolti Þýski boltinn Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Enski boltinn Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu Körfubolti Fyrrverandi heimsmeistari í snóker ákærður fyrir að misnota börn Sport Lífsferill íþróttamannsins: Landsliðsmenn leika sér Sport Fleiri fréttir Strákarnir hans Freys unnu aftur og nú í Íslendingaslag Bodö/Glimt með sögulegt takmark í augsýn Chelsea afgreiddi einvígið í fyrri leiknum í Póllandi Í beinni: Lyon - Man. Utd | Onana og Matic hófu stríðið Í beinni: Tottenham - Frankfurt | Grýtt leið til að bjarga tímabilinu Í beinni: Celje - Fiorentina | Kemst Albert í undanúrslit? Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Elín Metta má spila með Val Beta barði trommuna í belgísku víkingaklappi Sjáðu glæsimörkin úr Meistaradeildinni í gær Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Salah nálgast nýjan samning Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Klopp mætir aftur til Liverpool í næsta mánuði Karólína næstmarkahæst í Þjóðadeildinni Matic: „Onana er einn versti markvörður í sögu United“ Af hverju má Asensio spila í kvöld? Ronaldo syrgir manninn sem uppgötvaði hann England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Sjáðu magnað mark Martínez gegn Bayern Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Sjá meira
Bayern varð Þýskalandsmeistari þann 23. apríl þegar enn voru þrjár umferðir eftir af þýsku úrvalsdeildinni. Segja má að tímabilið séu vonbrigði hjá þýska risanum þar sem liðið féll úr leik gegn Villareal í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu ásamt því að mega þola neyðarlegt 5-0 tap gegn Borussia Mönchengladbach í þýsku bikarkeppninni. Það virðist sem leikmenn Bayern hafi verið töluvert annars hugar er þeir mættu Mainz um liðna helgi. Lokatölur 3-1 Mainz í vil en sigurinn var síst of stór þar sem Mainz óð í færum. Eftir leik ákvað Julian Nagelsmann – þjálfari Bayern – samt að gefa leikmönnum sínum tveggja daga frí. Nýttu margir leikmenn liðsins fríið til að skella sér til Ibiza. Hefur sú ákvörðun, sem og ákvörðun Nagelsmann að gefa leikmönnunum tveggja daga frí eftir jafn slaka frammistöðu og raun bar vitni, fallið í grýttan jarðveg. Bayern Munich stars are blasted for flying to Ibiza just hours after dismal loss to Mainz https://t.co/TbAFZ9c3fp— MailOnline Sport (@MailSport) May 2, 2022 Lothar Matthäus, fyrrverandi leikmaður Bayern og goðsögn hjá félaginu, er vægast sagt ósáttur. „Þetta er einfaldlega ekki í boði. Ef ég væri Nagelsmann hefði ég ekki gefið mönnum tveggja daga frí eftir svona frammistöðu.“ Felix Magath, þjálfari Herthu Berlínar, setur spurningamerki við hugarfar leikmanna Bayern eftir að vinna deildina. Hertha er meðal þeirra liða sem er í fallbaráttu en Bayern mætir Stuttgart, öðru liði í fallbaráttu, í lokaumferð deildarinnar. „Tímabilinu lýkur ekki fyrr en eftir síðasta leik. Ég skil ekki að lið geti bara neitað að klára mótið eins og önnur lið. Það er ekki jákvætt fyrir þýsku úrvalsdeildina,“ sagði Magath sem þjálfaði Bayern hér á árum áður og vann tvöfalt árin 2005 og 2006. „Ég hefði aldrei leyft neitt slíkt. Ég skil að menn vilji fagna titli en ekki í þrjár vikur,“ bætti Magath við að endingu.
Fótbolti Þýski boltinn Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Enski boltinn Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu Körfubolti Fyrrverandi heimsmeistari í snóker ákærður fyrir að misnota börn Sport Lífsferill íþróttamannsins: Landsliðsmenn leika sér Sport Fleiri fréttir Strákarnir hans Freys unnu aftur og nú í Íslendingaslag Bodö/Glimt með sögulegt takmark í augsýn Chelsea afgreiddi einvígið í fyrri leiknum í Póllandi Í beinni: Lyon - Man. Utd | Onana og Matic hófu stríðið Í beinni: Tottenham - Frankfurt | Grýtt leið til að bjarga tímabilinu Í beinni: Celje - Fiorentina | Kemst Albert í undanúrslit? Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Elín Metta má spila með Val Beta barði trommuna í belgísku víkingaklappi Sjáðu glæsimörkin úr Meistaradeildinni í gær Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Salah nálgast nýjan samning Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Klopp mætir aftur til Liverpool í næsta mánuði Karólína næstmarkahæst í Þjóðadeildinni Matic: „Onana er einn versti markvörður í sögu United“ Af hverju má Asensio spila í kvöld? Ronaldo syrgir manninn sem uppgötvaði hann England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Sjáðu magnað mark Martínez gegn Bayern Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti