Lýsa helvíti á jörð í Mariupol Heimir Már Pétursson skrifar 3. maí 2022 19:20 Ölduð kona fær aðstoð við að borða í borginni Zaporizhzhia eftir að hafa komist á brott frá Mariupol. AP/Evgeniy Maloletka Óbreyttir borgarar sem komust frá Mariupol um helgina lýsa aðstæðum þar sem algeru helvíti. Rússar hafa byrjað árásir á stáliðjuver borgarinnar á ný. Forsætisráðherra Bretlands sagðist sannfærður um sigur Úkraínu í stríðinu við Rússa þegar hann ávarpaði þing landsins í dag. Sveitum Rauða krossins og Sameinuðu þjóðanna tókst að koma nokkrum tugum óbreyttra borgara frá Mariupol um helgina sem hafði þá leitað skjóls fyrir gegndarlausum árásum Rússa í gögnum undir stáliðjuveri borgarinnar vikum saman. Fyrstu rúturnar komu til Zaporizhzhia í dag þar sem fólk krafðist þess að hermenn sem enn væru innikróaðir í stáliðjuverinu yrðu einnig aðstoðaðir við að komast þaðan. Aðstoðarforsætisráðherra Úkraínu sagði í Saforisía ídag að enn væru tugir og jafnvel hundruð óbreyttra borgara ístáliðjuverinu þar af margir illa særðir. Rússar krefðust skipta á rússneskum hermönnum fyrir óbreytta borgara sem væri brot á Genfarsáttmálanum. Það voru tilfinningaleg augnablik þegar ættingjar tóku á móti sínu fólki sem loks náði að komast frá hryllingnum í Mariupol.AP/Francisco Seco Pascal Hundt fulltrúi Rauða krossins á svæðinu segir Rússa hafa hindrað bottflutning fleiri óbreyttra borgara sem vildu komast burt. „En við hefðum vonað að miklu fleiri gætu komist í bílalestina og komist frá þessu helvíti.“ segir Hundt. Lýsingar þeirra sem þó komust burt væru hræðilegar. Fólk kæmist ekki undan vegna stöðugra stórskotaliðs- og loftárása Rússa á stáliðjuverið. „Þess vegna höfum við áhyggjur og þess vegna höfum við ítrekað hvatt til svipaðra aðgerða. Það er mjög áríðandi,“ segir Hundt. Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands var vel fagnað þegar hann ávarpaði úkraínska þingið í dag þar sem hann sagðist sannfærður um sigur Úkraínumanna.AP/úkraínska þingið Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands hét Úkraínumönnum frekari hernaðaraðstoð upp á 300 milljónir punda, eða 49 milljarða króna, þegar hann ávarpaði fyrstur vestrænna leiðtoga úkraínska þingið með fjarfundabúnaði í dag. Putin hefði sáð fræjum hörmunga fyrir land sitt með innrásinni í Úkraínu. Stríðið snérist rétt Úkraínu til sjálfstæðis og sjálfsákvörðunarrétt þjóðarinnar. „Þetta snýst um úkraínskt lýðræði gegn einræði Pútíns. Þetta snýst um frelsi gegn kúgun. Þetta snýst um hið rétta gegn hinu ranga. Þetta snýst um hið góða gegn hinu illa. Það er þess vegna sem Úkraína verður að vinna." sagði Johnson meðal annars. Innrás Rússa í Úkraínu Bretland Úkraína Tengdar fréttir Vaktin: Frans páfi sakar Nató um að „gelta við dyr Rússlands“ Frans páfi segist ekki hafa í hyggju að heimsækja Kænugarð en hann sé viljugur til að hitta Vladimir Pútín Rússlandsforseta. Þetta sagði hann í viðtali við dagblaðið Corriere della Sera, þar sem hann líkti átökunum í Úkraínu við þjóðarmorðið í Rúanda. 3. maí 2022 07:26 Sendifulltrúi Rauða krossins kominn til Lviv í Úkraínu Orri Gunnarsson sendifulltrúi Rauða krossins á Íslandi og verkfræðingur verður að störfum í Lviv í Úkraínu næstu tvo mánuði sem samræmingaraðili við gerð skýla fyrir fólk á vergangi innan Úkraínu. 2. maí 2022 11:19 Vaktin: Um hundrað almennir borgarar verið fluttir úr Azovstal-stálverinu Forseti Úkraínu, sagði í ávarpi sínu í gærkvöldi að landið yrði frjálst. Allar borgir þess sem Rússar þykist ráða ríkjum í verði frelsaðar og fáni Úkraínu verði dreginn að húni þar á ný. Borgarstjóri Mariupol tilkynnti í gær að tuttugu þúsund almennir borgarar hefðu verið drepnir frá upphafi innrásar Rússa. 1. maí 2022 07:40 Bandaríkjaþing uppfærir lög frá seinni heimsstyrjöld til stuðnings Úkraínu Bandaríkjaþing hefur endurvakið lög sem sett voru til að styðja Breta í seinni heimstyrjöld til að forseti Bandaríkjanna geti nánast milliliðalaust útvegað Úkraínu vopn með litlum fyrirvara. Úkraínuforseti segir eldflaugaárás Rússa á Kænugarð í gær sýna fyrirlitningu þeirra á Sameinuðu þjóðunum. 29. apríl 2022 19:21 Mest lesið Samfélagið í Árbæ harmi slegið vegna andláts Maciej Innlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Erlent Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Erlent María Kristjánsdóttir er látin Innlent Snjóþekja og skafrenningur gætu sett strik í reikninginn Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2024 Innlent „Mjög margir sem gleyma því og eru þá eins og beljur á svelli“ Innlent Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík Innlent Fleiri fréttir Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Þetta orsakaði kuldabola sem herjaði á íbúa Nuuk Rannsaka flugflotann í kjölfar slyssins Uppskerubrestur og þungar horfur vegna veðurofsans Jimmy Carter látinn Sjö daga þjóðarsorg lýst yfir í Suður-Kóreu Urðu úti við leit að Stórfæti Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Olivia Hussey er látin Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Sjá meira
Sveitum Rauða krossins og Sameinuðu þjóðanna tókst að koma nokkrum tugum óbreyttra borgara frá Mariupol um helgina sem hafði þá leitað skjóls fyrir gegndarlausum árásum Rússa í gögnum undir stáliðjuveri borgarinnar vikum saman. Fyrstu rúturnar komu til Zaporizhzhia í dag þar sem fólk krafðist þess að hermenn sem enn væru innikróaðir í stáliðjuverinu yrðu einnig aðstoðaðir við að komast þaðan. Aðstoðarforsætisráðherra Úkraínu sagði í Saforisía ídag að enn væru tugir og jafnvel hundruð óbreyttra borgara ístáliðjuverinu þar af margir illa særðir. Rússar krefðust skipta á rússneskum hermönnum fyrir óbreytta borgara sem væri brot á Genfarsáttmálanum. Það voru tilfinningaleg augnablik þegar ættingjar tóku á móti sínu fólki sem loks náði að komast frá hryllingnum í Mariupol.AP/Francisco Seco Pascal Hundt fulltrúi Rauða krossins á svæðinu segir Rússa hafa hindrað bottflutning fleiri óbreyttra borgara sem vildu komast burt. „En við hefðum vonað að miklu fleiri gætu komist í bílalestina og komist frá þessu helvíti.“ segir Hundt. Lýsingar þeirra sem þó komust burt væru hræðilegar. Fólk kæmist ekki undan vegna stöðugra stórskotaliðs- og loftárása Rússa á stáliðjuverið. „Þess vegna höfum við áhyggjur og þess vegna höfum við ítrekað hvatt til svipaðra aðgerða. Það er mjög áríðandi,“ segir Hundt. Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands var vel fagnað þegar hann ávarpaði úkraínska þingið í dag þar sem hann sagðist sannfærður um sigur Úkraínumanna.AP/úkraínska þingið Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands hét Úkraínumönnum frekari hernaðaraðstoð upp á 300 milljónir punda, eða 49 milljarða króna, þegar hann ávarpaði fyrstur vestrænna leiðtoga úkraínska þingið með fjarfundabúnaði í dag. Putin hefði sáð fræjum hörmunga fyrir land sitt með innrásinni í Úkraínu. Stríðið snérist rétt Úkraínu til sjálfstæðis og sjálfsákvörðunarrétt þjóðarinnar. „Þetta snýst um úkraínskt lýðræði gegn einræði Pútíns. Þetta snýst um frelsi gegn kúgun. Þetta snýst um hið rétta gegn hinu ranga. Þetta snýst um hið góða gegn hinu illa. Það er þess vegna sem Úkraína verður að vinna." sagði Johnson meðal annars.
Innrás Rússa í Úkraínu Bretland Úkraína Tengdar fréttir Vaktin: Frans páfi sakar Nató um að „gelta við dyr Rússlands“ Frans páfi segist ekki hafa í hyggju að heimsækja Kænugarð en hann sé viljugur til að hitta Vladimir Pútín Rússlandsforseta. Þetta sagði hann í viðtali við dagblaðið Corriere della Sera, þar sem hann líkti átökunum í Úkraínu við þjóðarmorðið í Rúanda. 3. maí 2022 07:26 Sendifulltrúi Rauða krossins kominn til Lviv í Úkraínu Orri Gunnarsson sendifulltrúi Rauða krossins á Íslandi og verkfræðingur verður að störfum í Lviv í Úkraínu næstu tvo mánuði sem samræmingaraðili við gerð skýla fyrir fólk á vergangi innan Úkraínu. 2. maí 2022 11:19 Vaktin: Um hundrað almennir borgarar verið fluttir úr Azovstal-stálverinu Forseti Úkraínu, sagði í ávarpi sínu í gærkvöldi að landið yrði frjálst. Allar borgir þess sem Rússar þykist ráða ríkjum í verði frelsaðar og fáni Úkraínu verði dreginn að húni þar á ný. Borgarstjóri Mariupol tilkynnti í gær að tuttugu þúsund almennir borgarar hefðu verið drepnir frá upphafi innrásar Rússa. 1. maí 2022 07:40 Bandaríkjaþing uppfærir lög frá seinni heimsstyrjöld til stuðnings Úkraínu Bandaríkjaþing hefur endurvakið lög sem sett voru til að styðja Breta í seinni heimstyrjöld til að forseti Bandaríkjanna geti nánast milliliðalaust útvegað Úkraínu vopn með litlum fyrirvara. Úkraínuforseti segir eldflaugaárás Rússa á Kænugarð í gær sýna fyrirlitningu þeirra á Sameinuðu þjóðunum. 29. apríl 2022 19:21 Mest lesið Samfélagið í Árbæ harmi slegið vegna andláts Maciej Innlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Erlent Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Erlent María Kristjánsdóttir er látin Innlent Snjóþekja og skafrenningur gætu sett strik í reikninginn Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2024 Innlent „Mjög margir sem gleyma því og eru þá eins og beljur á svelli“ Innlent Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík Innlent Fleiri fréttir Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Þetta orsakaði kuldabola sem herjaði á íbúa Nuuk Rannsaka flugflotann í kjölfar slyssins Uppskerubrestur og þungar horfur vegna veðurofsans Jimmy Carter látinn Sjö daga þjóðarsorg lýst yfir í Suður-Kóreu Urðu úti við leit að Stórfæti Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Olivia Hussey er látin Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Sjá meira
Vaktin: Frans páfi sakar Nató um að „gelta við dyr Rússlands“ Frans páfi segist ekki hafa í hyggju að heimsækja Kænugarð en hann sé viljugur til að hitta Vladimir Pútín Rússlandsforseta. Þetta sagði hann í viðtali við dagblaðið Corriere della Sera, þar sem hann líkti átökunum í Úkraínu við þjóðarmorðið í Rúanda. 3. maí 2022 07:26
Sendifulltrúi Rauða krossins kominn til Lviv í Úkraínu Orri Gunnarsson sendifulltrúi Rauða krossins á Íslandi og verkfræðingur verður að störfum í Lviv í Úkraínu næstu tvo mánuði sem samræmingaraðili við gerð skýla fyrir fólk á vergangi innan Úkraínu. 2. maí 2022 11:19
Vaktin: Um hundrað almennir borgarar verið fluttir úr Azovstal-stálverinu Forseti Úkraínu, sagði í ávarpi sínu í gærkvöldi að landið yrði frjálst. Allar borgir þess sem Rússar þykist ráða ríkjum í verði frelsaðar og fáni Úkraínu verði dreginn að húni þar á ný. Borgarstjóri Mariupol tilkynnti í gær að tuttugu þúsund almennir borgarar hefðu verið drepnir frá upphafi innrásar Rússa. 1. maí 2022 07:40
Bandaríkjaþing uppfærir lög frá seinni heimsstyrjöld til stuðnings Úkraínu Bandaríkjaþing hefur endurvakið lög sem sett voru til að styðja Breta í seinni heimstyrjöld til að forseti Bandaríkjanna geti nánast milliliðalaust útvegað Úkraínu vopn með litlum fyrirvara. Úkraínuforseti segir eldflaugaárás Rússa á Kænugarð í gær sýna fyrirlitningu þeirra á Sameinuðu þjóðunum. 29. apríl 2022 19:21