Oddvitaáskorunin: Les skilaboð frá sér til sín á morgnanna Samúel Karl Ólason skrifar 4. maí 2022 18:01 Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2022 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í sveitarfélögum um land allt að taka þátt. Áskorunin felur í sér stutta kynningu og að svara nokkrum léttum spurningum. Álfhildur Leifsdóttir leiðir lista Vinstri grænna og óháðra í Skagafirði í komandi sveitarstjórnarkosningum. Álfhildur er er fædd og uppalin í Skagafirði, yngsta dóttir Leifs og Stínu í Keldudal. Hún ólst upp í sveitinni og tók þar virkan þátt í bústörfum. Allar æskuminningar tengjast sólardögum, góðum reiðtúrum, fjölda gesta við eldhúsborðið, framkvæmdagleði og nýbökuðu bakkelsi. Eftir stúdentspróf í heimabyggð fluttist hún til Reykjavíkur fyrir frekari menntun, fyrst kerfisfræði við Háskólann í Reykjavík en síðar grunnskólakennaranámi við Háskóla Íslands. Áhuginn á tækni dvínaði þó ekki heldur nýtist í kennslustofunni og er hún bæði vottuð af Apple sem Apple Professional Learner Specialist til að þjálfa aðra kennara til að nýta sér tækni til kennslu og einnig hefur hún hlotið viðurkenninguna Apple Distinguished Educator frá Apple fyrir framúrskarandi kennslu með notkun tækni. Álfhildur býr á Sauðárkróki og starfar sem kennari við Árskóla sem er einn tæknivæddasti grunnskóli landsins. Álfhildur er einstæð móðir þriggja barna á aldrinum 8 til 15 ára. Áhugamál hennar eru að upplifa og njóta með börnunum sínum, hvort sem það er á ferðalögum eða bara í eldhúsinu heima. Náttúra og útivist skipar einnig stóran sess sem og að hanna og prjóna úr íslenskri ull. Síðastliðið kjörtímabil hefur Álfhildur verið sveitarstjórnarfulltrúi ásamt því að sitja í byggðarráði, skipulags- og byggingarnefnd, almannavarnanefnd, stjórn SSNV, stjórn Markaðsstofu Norðurlands og Stafrænu ráði sveitarfélaga. Hún hefur brennandi áhuga fyrir að bæta nærsamfélagið, í gegnum skólana og íþrótta- og tómstundastarf, í gegnum þjónustuna og í gegnum íbúalýðræði og gagnsæja stjórnsýslu. Fólkið sem skipar lista VG og Óháðra er kraftmikið og metnaðarfullt og sér bæði lausnir við áskorunum sem og ótal tækifæri í okkar frábæra Skagafirði. Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Hegranesið sem er í hjarta Skagafjarðar með fjallasýn í allar áttir. Er eitthvað lítilvægt sem fer þó í taugarnar á þér í þínu sveitarfélagi sem þú vilt að sé lagað? Það fær nú fátt að fara í taugarnar á mér orðið en ég sé vissulega tækifæri til úrbóta, sérstaklega hvað varðar gagnsæi í stjórnsýslunni, opið bókhald og íbúalýðræði. Hvert er þitt uppáhalds áhugamál sem gæti þótt skrítið? Áhuginn er mikill á mörgu þó þau séu kannski almennt ekki skrítin. Það sem er kannski skrítið er að áhuginn er svo mikill fyrir því sem ég er að sýsla að ég vakna oft á nóttunni með einhverjar brjálæðislega góðar hugmyndir en er svo gleymin að ég hef vanið mig á að skrifa þær til mín á messenger. Það er mjög misgáfulegt og oft fyndið að lesa skilaboðin frá mér til mín á morgnanna. Hver eru þín minnistæðustu samskipti við lögregluna? Þegar ég fékk aðstoð frá lögreglunni til að tala við eitt af börnunum mínum þegar það var lítið og var sífellt að losa sig úr þriggja punkta beltinu í bílstólnum. Tiltalið gekk frábærlega og barnið losaði sig aldrei aftur úr beltinu. Það sagði hins vegar leikskólakennurunum sínum daginn eftir að löggan hefði haft afskipti af okkur, foreldrar þess hefðu verið allsber í bílnum... Hvað færðu þér á pizzu? Humar og döðlur. Hvaða lag peppar þig mest? Don't stop me now með Queen. Hvað getur þú tekið margar armbeygjur? Mjög margar. Bara ekki í einu. Göngutúr eða skokk? Skokk, helst í fjörunni þar sem best er að fylla á orkutankinn. Uppáhalds brandari? Allt sem kemur á „dadsayjokes” reikninginn á instagram. Þar sem ég er einstæð móðir legg ég mig fram um að börnin mín missi ekki af gleði góðra pabba brandara við misgóðar vinsældir þeirra þó. Hvað er þitt draumafríi? Kalamata á Grikklandi með krökkunum mínum. Hvort fannst þér 2020 eða 2021 vera verra ár? Hvorugt. Ég hægði á mér og naut margs sem ég hafði sett of aftarlega í forgangsröðina. Uppáhalds tónlistarmaður? Jónas Sig. Hvað er það skrýtnasta sem þú manst eftir að hafa gert? Að eiga barn undir bæjarskilti við þjóðveginn. Ef það væri gerð kvikmynd um ævi þína, hver ætti að leika þig? Má vera íslenskur eða útlenskur. Nína Dögg, þó hún sé töluvert meiri töffari en ég. Hefur þú verið í verbúð? Nei því miður missti ég af því partýi. Áhrifamesta kvikmyndin? Wonder. Skylduáhorf sem gerir alla aðeins betri. Áttu eftir að sakna Nágranna? Hef ekki horft á þá síðan svona 1999 svo nei, ég er góð. Ef þú yrðir að flytja úr þínu sveitarfélagi, hvert myndir þú helst vilja fara? Ég verð seint dregin úr Skagafirði og er því fullkomlega óþarft að velta því fyrir sér. Uppáhalds „guilty pleasure“ lag? (skammast þín smá fyrir að hafa gaman af því – sakbitin sæla) Glaðasti hundur í heimi. Alveg grillaði en nær alltaf að láta mig syngja með. Vísir skorar á oddvita stjórnmálaflokka út um allt land að taka þátt í Oddvitaáskoruninni til að kynna sig og sín málefni. Nánari upplýsingar er hægt að nálgast með því að senda póst á samuel@stod2.is og anitaga@stod2.is. Fyrri Oddvitaáskoranir má skoða á síðunni visir.is/p/oddvitaaskorun. Oddvitaáskorunin Sveitarstjórnarkosningar 2022 Skagafjörður Vinstri græn Mest lesið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar Lífið „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Katrín dustar rykið af visku sinni Menning Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Stærsta þorrablót landsins Lífið Fleiri fréttir Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Sjá meira
Álfhildur Leifsdóttir leiðir lista Vinstri grænna og óháðra í Skagafirði í komandi sveitarstjórnarkosningum. Álfhildur er er fædd og uppalin í Skagafirði, yngsta dóttir Leifs og Stínu í Keldudal. Hún ólst upp í sveitinni og tók þar virkan þátt í bústörfum. Allar æskuminningar tengjast sólardögum, góðum reiðtúrum, fjölda gesta við eldhúsborðið, framkvæmdagleði og nýbökuðu bakkelsi. Eftir stúdentspróf í heimabyggð fluttist hún til Reykjavíkur fyrir frekari menntun, fyrst kerfisfræði við Háskólann í Reykjavík en síðar grunnskólakennaranámi við Háskóla Íslands. Áhuginn á tækni dvínaði þó ekki heldur nýtist í kennslustofunni og er hún bæði vottuð af Apple sem Apple Professional Learner Specialist til að þjálfa aðra kennara til að nýta sér tækni til kennslu og einnig hefur hún hlotið viðurkenninguna Apple Distinguished Educator frá Apple fyrir framúrskarandi kennslu með notkun tækni. Álfhildur býr á Sauðárkróki og starfar sem kennari við Árskóla sem er einn tæknivæddasti grunnskóli landsins. Álfhildur er einstæð móðir þriggja barna á aldrinum 8 til 15 ára. Áhugamál hennar eru að upplifa og njóta með börnunum sínum, hvort sem það er á ferðalögum eða bara í eldhúsinu heima. Náttúra og útivist skipar einnig stóran sess sem og að hanna og prjóna úr íslenskri ull. Síðastliðið kjörtímabil hefur Álfhildur verið sveitarstjórnarfulltrúi ásamt því að sitja í byggðarráði, skipulags- og byggingarnefnd, almannavarnanefnd, stjórn SSNV, stjórn Markaðsstofu Norðurlands og Stafrænu ráði sveitarfélaga. Hún hefur brennandi áhuga fyrir að bæta nærsamfélagið, í gegnum skólana og íþrótta- og tómstundastarf, í gegnum þjónustuna og í gegnum íbúalýðræði og gagnsæja stjórnsýslu. Fólkið sem skipar lista VG og Óháðra er kraftmikið og metnaðarfullt og sér bæði lausnir við áskorunum sem og ótal tækifæri í okkar frábæra Skagafirði. Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Hegranesið sem er í hjarta Skagafjarðar með fjallasýn í allar áttir. Er eitthvað lítilvægt sem fer þó í taugarnar á þér í þínu sveitarfélagi sem þú vilt að sé lagað? Það fær nú fátt að fara í taugarnar á mér orðið en ég sé vissulega tækifæri til úrbóta, sérstaklega hvað varðar gagnsæi í stjórnsýslunni, opið bókhald og íbúalýðræði. Hvert er þitt uppáhalds áhugamál sem gæti þótt skrítið? Áhuginn er mikill á mörgu þó þau séu kannski almennt ekki skrítin. Það sem er kannski skrítið er að áhuginn er svo mikill fyrir því sem ég er að sýsla að ég vakna oft á nóttunni með einhverjar brjálæðislega góðar hugmyndir en er svo gleymin að ég hef vanið mig á að skrifa þær til mín á messenger. Það er mjög misgáfulegt og oft fyndið að lesa skilaboðin frá mér til mín á morgnanna. Hver eru þín minnistæðustu samskipti við lögregluna? Þegar ég fékk aðstoð frá lögreglunni til að tala við eitt af börnunum mínum þegar það var lítið og var sífellt að losa sig úr þriggja punkta beltinu í bílstólnum. Tiltalið gekk frábærlega og barnið losaði sig aldrei aftur úr beltinu. Það sagði hins vegar leikskólakennurunum sínum daginn eftir að löggan hefði haft afskipti af okkur, foreldrar þess hefðu verið allsber í bílnum... Hvað færðu þér á pizzu? Humar og döðlur. Hvaða lag peppar þig mest? Don't stop me now með Queen. Hvað getur þú tekið margar armbeygjur? Mjög margar. Bara ekki í einu. Göngutúr eða skokk? Skokk, helst í fjörunni þar sem best er að fylla á orkutankinn. Uppáhalds brandari? Allt sem kemur á „dadsayjokes” reikninginn á instagram. Þar sem ég er einstæð móðir legg ég mig fram um að börnin mín missi ekki af gleði góðra pabba brandara við misgóðar vinsældir þeirra þó. Hvað er þitt draumafríi? Kalamata á Grikklandi með krökkunum mínum. Hvort fannst þér 2020 eða 2021 vera verra ár? Hvorugt. Ég hægði á mér og naut margs sem ég hafði sett of aftarlega í forgangsröðina. Uppáhalds tónlistarmaður? Jónas Sig. Hvað er það skrýtnasta sem þú manst eftir að hafa gert? Að eiga barn undir bæjarskilti við þjóðveginn. Ef það væri gerð kvikmynd um ævi þína, hver ætti að leika þig? Má vera íslenskur eða útlenskur. Nína Dögg, þó hún sé töluvert meiri töffari en ég. Hefur þú verið í verbúð? Nei því miður missti ég af því partýi. Áhrifamesta kvikmyndin? Wonder. Skylduáhorf sem gerir alla aðeins betri. Áttu eftir að sakna Nágranna? Hef ekki horft á þá síðan svona 1999 svo nei, ég er góð. Ef þú yrðir að flytja úr þínu sveitarfélagi, hvert myndir þú helst vilja fara? Ég verð seint dregin úr Skagafirði og er því fullkomlega óþarft að velta því fyrir sér. Uppáhalds „guilty pleasure“ lag? (skammast þín smá fyrir að hafa gaman af því – sakbitin sæla) Glaðasti hundur í heimi. Alveg grillaði en nær alltaf að láta mig syngja með. Vísir skorar á oddvita stjórnmálaflokka út um allt land að taka þátt í Oddvitaáskoruninni til að kynna sig og sín málefni. Nánari upplýsingar er hægt að nálgast með því að senda póst á samuel@stod2.is og anitaga@stod2.is. Fyrri Oddvitaáskoranir má skoða á síðunni visir.is/p/oddvitaaskorun.
Vísir skorar á oddvita stjórnmálaflokka út um allt land að taka þátt í Oddvitaáskoruninni til að kynna sig og sín málefni. Nánari upplýsingar er hægt að nálgast með því að senda póst á samuel@stod2.is og anitaga@stod2.is. Fyrri Oddvitaáskoranir má skoða á síðunni visir.is/p/oddvitaaskorun.
Oddvitaáskorunin Sveitarstjórnarkosningar 2022 Skagafjörður Vinstri græn Mest lesið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar Lífið „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Katrín dustar rykið af visku sinni Menning Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Stærsta þorrablót landsins Lífið Fleiri fréttir Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Sjá meira