Nýting auðlinda í erfiðu árferði Kolbrún Birna Bjarnadóttir, Jónas Hlynur Hallgrímsson og Magnús Sigurðsson skrifa 4. maí 2022 11:16 Landsvirkjun þurfti að grípa til takmarkana í afhendingu á rafmagni í desember sl., vegnalélegs vatnafars. Til að byrja með var tilkynnt um skerðingu á afhendingu raforku til fiskmjölsverksmiðja og í janúar var tilkynnt um skerðingu til stórnotenda og fjarvarmaveitna. Staðan í vatnsbúskap Landsvirkjunar var með erfiðasta móti í vetur. Langvarandi þurrkar áÞjórsársvæðinu gerðu það að verkum að Þórisvatn fylltist ekkisíðasta haust, en það er mikilvægasta miðlunarlónið á stærsta vinnslusvæði okkar. Á skömmum tíma hefur staðan batnað svo um munar. Hinn 10. mars sl. var reiknað með að skerðingar stæðu út aprílmánuð, en úrkoma og hlýnandi veður síðari hluta mars kollvarpaði þeim illspám. Sú breytta staða leiddi til þess að hægt var að tilkynna að ekki kæmi til endurkaupa á raforku, sem er síðasta og dýrasta úrræði okkar til að verjast lágri stöðu miðlunarforðans. Í byrjun apríl féll Landsvirkjun frá skerðingum á afhendingu raforku til stórnotenda og fjarvarmaveitnaog um miðjan apríl voru allar skerðingar afnumdar. Snjór og hlýindi Vatnsstaðan í miðlunarlónum Landsvirkjunar fer hratt batnandi. Nægur snjór er núna á hálendinu og hlýindi og rigning á landinu í lok mars og aftur um páskana hefur skilað hluta snævarins inn í miðlunarlónin. Þetta geristtiltölulega snemma vors. Horfur um fyllingu miðlunarlóna eru góðar, en jökulbráðnun seinni hluta sumars ákvarðar hvort þau nái að fyllast alveg í haust. Hlutverk Landsvirkjunar er að hámarka verðmæti þeirra endurnýjanlegu orkulinda sem fyrirtækinu er trúað fyrir, með sjálfbærni og hagkvæmni að leiðarljósi. Mikill meirihluti orkuvinnslu Landsvirkjunar er úr vatnsafli, eða 92%. Framboð raforku er því ætíð háð stöðu í vatnsbússkapnum á hverjum tíma. Raforkusamningar Landsvirkjunar eru byggðir upp með sveigjanleika, bæði fyrir Landsvirkjun og viðskiptavinina, en sveigjanlegir samningar er hönnunarforsenda í einangruðu raforkukerfisem reiðir sig á rennsli fallvatna. Landsvirkjun heldur opinn fund á morgun, fimmtudag, kl. 9 á Hótel Nordica. Þar verður fjallað um erfiða vatnsárið sem nú er að baki og hvernig raforkukerfið og sveigjanlegir samningar bregðast við slíkum aðstæðum. Sérfræðingar Landsvirkjunar verða jafnframt til taks eftir fundinn, til að veita frekari upplýsingar. Beint streymi verður á Facebook síðu Landsvirkjunar. Höfundar eru starfsmenn Landsvirkjunar, Kolbrún Birna og Jónas Hlynur sérfræðingar í Viðskiptagreiningu og þróun markaða og Magnús sérfræðingur í Vinnsluáætlunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landsvirkjun Orkumál Jónas Hlynur Hallgrímsson Mest lesið Halldór 09.08.2025 Halldór Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Til ritstjóra DV Ívar Halldórsson Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Skoðun Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Landsvirkjun þurfti að grípa til takmarkana í afhendingu á rafmagni í desember sl., vegnalélegs vatnafars. Til að byrja með var tilkynnt um skerðingu á afhendingu raforku til fiskmjölsverksmiðja og í janúar var tilkynnt um skerðingu til stórnotenda og fjarvarmaveitna. Staðan í vatnsbúskap Landsvirkjunar var með erfiðasta móti í vetur. Langvarandi þurrkar áÞjórsársvæðinu gerðu það að verkum að Þórisvatn fylltist ekkisíðasta haust, en það er mikilvægasta miðlunarlónið á stærsta vinnslusvæði okkar. Á skömmum tíma hefur staðan batnað svo um munar. Hinn 10. mars sl. var reiknað með að skerðingar stæðu út aprílmánuð, en úrkoma og hlýnandi veður síðari hluta mars kollvarpaði þeim illspám. Sú breytta staða leiddi til þess að hægt var að tilkynna að ekki kæmi til endurkaupa á raforku, sem er síðasta og dýrasta úrræði okkar til að verjast lágri stöðu miðlunarforðans. Í byrjun apríl féll Landsvirkjun frá skerðingum á afhendingu raforku til stórnotenda og fjarvarmaveitnaog um miðjan apríl voru allar skerðingar afnumdar. Snjór og hlýindi Vatnsstaðan í miðlunarlónum Landsvirkjunar fer hratt batnandi. Nægur snjór er núna á hálendinu og hlýindi og rigning á landinu í lok mars og aftur um páskana hefur skilað hluta snævarins inn í miðlunarlónin. Þetta geristtiltölulega snemma vors. Horfur um fyllingu miðlunarlóna eru góðar, en jökulbráðnun seinni hluta sumars ákvarðar hvort þau nái að fyllast alveg í haust. Hlutverk Landsvirkjunar er að hámarka verðmæti þeirra endurnýjanlegu orkulinda sem fyrirtækinu er trúað fyrir, með sjálfbærni og hagkvæmni að leiðarljósi. Mikill meirihluti orkuvinnslu Landsvirkjunar er úr vatnsafli, eða 92%. Framboð raforku er því ætíð háð stöðu í vatnsbússkapnum á hverjum tíma. Raforkusamningar Landsvirkjunar eru byggðir upp með sveigjanleika, bæði fyrir Landsvirkjun og viðskiptavinina, en sveigjanlegir samningar er hönnunarforsenda í einangruðu raforkukerfisem reiðir sig á rennsli fallvatna. Landsvirkjun heldur opinn fund á morgun, fimmtudag, kl. 9 á Hótel Nordica. Þar verður fjallað um erfiða vatnsárið sem nú er að baki og hvernig raforkukerfið og sveigjanlegir samningar bregðast við slíkum aðstæðum. Sérfræðingar Landsvirkjunar verða jafnframt til taks eftir fundinn, til að veita frekari upplýsingar. Beint streymi verður á Facebook síðu Landsvirkjunar. Höfundar eru starfsmenn Landsvirkjunar, Kolbrún Birna og Jónas Hlynur sérfræðingar í Viðskiptagreiningu og þróun markaða og Magnús sérfræðingur í Vinnsluáætlunum.
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar