Ríkisstjórnin ræður ekki við verðbólguna Jóhann Páll Jóhannsson skrifar 4. maí 2022 12:16 Verðbólga er komin upp í 7,2% og hefur ekki mælst meiri í 12 ár. Seðlabankinn brást við með enn einni vaxtahækkuninni í morgun sem heimili landsins munu ekki fara varhluta af næstu vikur og mánuði. Gert er ráð fyrir að verðbólga aukist í rúmlega 8 prósent á þriðja ársfjórðungi, en helsti drifkraftur verðbólgunnar er snarhækkandi húsnæðisverð í kjölfar þess að hömlum var létt af bankakerfinu í heimsfaraldri og hundruðum milljarða af lánsfé dælt inn á húsnæðismarkaðinn. Á meðan ríkisstjórnir nágrannalandanna kynna björgunarpakka til að verja fólk og fyrirtæki fyrir verðþrýstingi skilar ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur auðu. Engar aðgerðir hafa verið kynntar til að bregðast við stöðunni í efnahagsmálum. Ráðherrar talaþvers og kruss og það virðist ekki vera margt sem stjórnarliðar geta sameinast um, annað en kannski það að Íslandsbankaklúðrið sé öllum nema Bjarna Benediktssyni að kenna. Framundan eru kjaraviðræður við krefjandi aðstæður. Alþýðusamband Íslands hefur lýst því yfir að kröfur verkalýðshreyfingarinnar muni ráðast að miklu leyti af því hvort stjórnvöld séu tilbúin að efla tilfærslukerfin og auka framboð af húsnæði fyrir lágtekju- og millitekjuhópa. Reykjavíkurborg hefur verið í fararbroddi þegar kemur að slíkri húsnæðisuppbyggingu á undanförnum árum. Þótt aðeins 36 prósent landsmanna búi í Reykjavík hafa meira en 70 prósent íbúða í almenna íbúðakerfinu risið í borginni síðan 2016. Um leið hafa verið slegin met í úthlutun lóða; fjöldi útgefinna byggingarleyfa er alla jafna langt umfram fjölda framkvæmda sem ráðist er í og samkvæmt talningu Samtaka iðnaðarins í fyrra voru 900 fleiri íbúðir í byggingu í Reykjavík en í öllum öðrum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu til samans. Nýlega kynnti borgarstjóri áform um að tvöfalda fyrri uppbyggingaráætlanir svo meira en 2 þúsund íbúðir geti farið í uppbyggingu á hverju ári næstu fimm árin í Reykjavík. Það er áhyggjuefni að á meðan borgin stendur sig í stykkinu skuli ríkisstjórn Íslands boða talsverðan niðurskurð í fjárframlögum ríkisins til almenna íbúðakerfisins og algera stöðnun þegar kemur að stuðningi við barnafjölskyldur gegnum tilfærslukerfin. Þetta er gert í nafni aðhaldssamrar fjármálastefnu um leið og þensluhvetjandi skattastyrkjum er pungað út til efri millitekjufólks og hvers kyns hugmyndum um hærri álögur á tekjuhæstu hópana og stöndugustu fyrirtækin hafnað. Þetta eru kaldar kveðjur til verkalýðshreyfingarinnar í aðdraganda kjaraviðræðna. Ríkisstjórnarflokkarnir hafa raunar enn ekki staðið við loforð sem gefin voru launafólki við undirritun síðustu kjarasamninga. Þá lofuðu Katrín, Bjarni og Sigurður Ingi að hafa forgöngu um aðgerðir gegn launaþjófnaði og að tryggja leigjendum ákveðnar réttarbætur með breytingum á húsaleigulögum. Þessi mál mæta afgangi og rata ekki á dagskrá Alþingis; stjórnarliðum finnst t.a.m. liggja meira á því að fá umdeilt útlendingafrumvarp Jóns Gunnarssonar til umræðu í þingsal og til umfjöllunar í þingnefnd heldur en að efna þessi loforð. Þannig er forgangsröðunin við landstjórnina. Hætt er við því að ákvarðanafælni og úrræðaleysi, bæði gagnvart áhrifum verðbólgunnar á tekjulág og skuldsett heimili og gagnvart undirliggjandi orsökum verðþrýstingsins, valdi spennu sem brjótist fram í kjaraviðræðunum í haust. Þá mun sem fyrr skipta máli að hafa flokka við stjórnvölinn í Reykjavíkurborg sem skilja mikilvægi félagslegrar húsnæðisuppbyggingar, forgangsraða í þágu velferðar og stjórna af ábyrgð og festu. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhann Páll Jóhannsson Samfylkingin Verðlag Alþingi Mest lesið Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Skoðun Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Sjá meira
Verðbólga er komin upp í 7,2% og hefur ekki mælst meiri í 12 ár. Seðlabankinn brást við með enn einni vaxtahækkuninni í morgun sem heimili landsins munu ekki fara varhluta af næstu vikur og mánuði. Gert er ráð fyrir að verðbólga aukist í rúmlega 8 prósent á þriðja ársfjórðungi, en helsti drifkraftur verðbólgunnar er snarhækkandi húsnæðisverð í kjölfar þess að hömlum var létt af bankakerfinu í heimsfaraldri og hundruðum milljarða af lánsfé dælt inn á húsnæðismarkaðinn. Á meðan ríkisstjórnir nágrannalandanna kynna björgunarpakka til að verja fólk og fyrirtæki fyrir verðþrýstingi skilar ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur auðu. Engar aðgerðir hafa verið kynntar til að bregðast við stöðunni í efnahagsmálum. Ráðherrar talaþvers og kruss og það virðist ekki vera margt sem stjórnarliðar geta sameinast um, annað en kannski það að Íslandsbankaklúðrið sé öllum nema Bjarna Benediktssyni að kenna. Framundan eru kjaraviðræður við krefjandi aðstæður. Alþýðusamband Íslands hefur lýst því yfir að kröfur verkalýðshreyfingarinnar muni ráðast að miklu leyti af því hvort stjórnvöld séu tilbúin að efla tilfærslukerfin og auka framboð af húsnæði fyrir lágtekju- og millitekjuhópa. Reykjavíkurborg hefur verið í fararbroddi þegar kemur að slíkri húsnæðisuppbyggingu á undanförnum árum. Þótt aðeins 36 prósent landsmanna búi í Reykjavík hafa meira en 70 prósent íbúða í almenna íbúðakerfinu risið í borginni síðan 2016. Um leið hafa verið slegin met í úthlutun lóða; fjöldi útgefinna byggingarleyfa er alla jafna langt umfram fjölda framkvæmda sem ráðist er í og samkvæmt talningu Samtaka iðnaðarins í fyrra voru 900 fleiri íbúðir í byggingu í Reykjavík en í öllum öðrum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu til samans. Nýlega kynnti borgarstjóri áform um að tvöfalda fyrri uppbyggingaráætlanir svo meira en 2 þúsund íbúðir geti farið í uppbyggingu á hverju ári næstu fimm árin í Reykjavík. Það er áhyggjuefni að á meðan borgin stendur sig í stykkinu skuli ríkisstjórn Íslands boða talsverðan niðurskurð í fjárframlögum ríkisins til almenna íbúðakerfisins og algera stöðnun þegar kemur að stuðningi við barnafjölskyldur gegnum tilfærslukerfin. Þetta er gert í nafni aðhaldssamrar fjármálastefnu um leið og þensluhvetjandi skattastyrkjum er pungað út til efri millitekjufólks og hvers kyns hugmyndum um hærri álögur á tekjuhæstu hópana og stöndugustu fyrirtækin hafnað. Þetta eru kaldar kveðjur til verkalýðshreyfingarinnar í aðdraganda kjaraviðræðna. Ríkisstjórnarflokkarnir hafa raunar enn ekki staðið við loforð sem gefin voru launafólki við undirritun síðustu kjarasamninga. Þá lofuðu Katrín, Bjarni og Sigurður Ingi að hafa forgöngu um aðgerðir gegn launaþjófnaði og að tryggja leigjendum ákveðnar réttarbætur með breytingum á húsaleigulögum. Þessi mál mæta afgangi og rata ekki á dagskrá Alþingis; stjórnarliðum finnst t.a.m. liggja meira á því að fá umdeilt útlendingafrumvarp Jóns Gunnarssonar til umræðu í þingsal og til umfjöllunar í þingnefnd heldur en að efna þessi loforð. Þannig er forgangsröðunin við landstjórnina. Hætt er við því að ákvarðanafælni og úrræðaleysi, bæði gagnvart áhrifum verðbólgunnar á tekjulág og skuldsett heimili og gagnvart undirliggjandi orsökum verðþrýstingsins, valdi spennu sem brjótist fram í kjaraviðræðunum í haust. Þá mun sem fyrr skipta máli að hafa flokka við stjórnvölinn í Reykjavíkurborg sem skilja mikilvægi félagslegrar húsnæðisuppbyggingar, forgangsraða í þágu velferðar og stjórna af ábyrgð og festu. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar.
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun