Stríðið í Úkraínu kyndir undir verðbólgu Heimir Már Pétursson skrifar 4. maí 2022 12:28 Ásgeir Jónsson óttast verðhækkanir í útlöndum eigi enn eftir að koma fram og því eigi verðbólgan eftir að fara yfir átta prósent á næsta ársfjórðungi. Vísir/Vilhelm Verðbólga á Íslandi hefur ekki verið meiri í tólf ár sem ásamt verðbólgu í helstu viðskiptalöndum knúði Seðlabankann til að hækka meginvexti sína um eitt prósentustig í morgun. Efnahagshorfur fara versnandi þrátt fyrir góða hagvöxt og lítið atvinnuleysi. Peningastefnunefnd Seðlabankans hækkaði meginvexti úr 2,75 prósentum í 3,75 prósent í morgun. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir stríðið í Úkraínu hafa þrýst upp verðlagi í heiminum og þar með verðbólgu hér á landi ásamt sífellt hækkandi verði á íbúðarhúsnæði. Ekkert bendi til að Ísland sé þó að sigla inn í kreppu því horfur séu á góðum hagvexti. „Við þurfum að sjá til. Þrátt fyrir allt hafa okkar útflutningsvörur hækkað í verði vegna stríðsins. Þetta veltur dálítið á því hvernig efnahagshorfur munu þróast í Evrópu. Hvort Evrópa fari í niðursveiflu. En horfurnar líta ekki svo illa út. Þetta er aðallega þessi verðbólga sem við erum að fá að utan,“ segir Ásgeir. Verðbólga mælist nú 7,2 prósent og hefur ekki verið meiri frá því í maí 2010 eða í tólf ár. Til samanburðar er verðbólga komin yfir 8 prósent í Bandaríkjunum og rúmlega sjö prósent á evrusvæðinu. Seðlabankastjóri óttast að áhrif verðbólgu í öðrum löndum eigi enn eftir að koma fram hér á landi og því gerir Seðlabankinn nú ráð fyrir aukinni verðbólgu á næsta ársfjórðungi. „Og það bætist síðan við aðra þætti sem hafa verið að hækka hér innanlands. Eins og hækkun fasteignaverðs, þjónustu og fleira. Þess vegna töldum við að við yrðum að bregðast við meðafgerandi hætti núna,“ segir seðlabankastjóri. Forystufólk innan verkalýðshreyfingarinnar skoraði á peningastefnunefndina að hækka ekki vextina í dag þar sem vaxtahækkun myndi virka sem olía á verðbólgubálið. „Það er ekki rétt mat. Við erum að beita tæki sem búið er að beita í eina eða tvæt aldir. Ég held að það sé komin reynsla á það. En ég skil alveg þeirra áhyggjur. Ég væri áhyggjufullur í þeirra sporum og vona sannarlega að við náum samvinnu, eða írauninni sameiginlegum aðgerðum til að stemma stigu. Þannig að við þurfum ekki að hækka vexti mikið meira,“ segir Ásgeir Jónsson. Mikilvægt sé að nátaumhaldi á ríkisútgjöldum og að samið verði um kaupmátt en ekki einblínt á launahækkanir í komandi kjarasamningum. Seðlabankinn Efnahagsmál Innrás Rússa í Úkraínu Verðlag Tengdar fréttir Seðlabankinn hækkar stýrivexti um eina prósentu Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um 1 prósentu. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 3,75%. 4. maí 2022 08:30 Áhrif hækkandi matvælaverðs eiga eftir að „koma inn af fullum þunga“ Verðbólguhorfurnar eru dökkar fyrir næstu mánuði og útlit er fyrir að áhrif hærra matvælaverðs, sem hefur hækkað um 5,2 prósent síðasta árið, muni þá koma inn af fullum þunga. Þær miklu verðhækkanir sem hafa orðið á mörgum hrávörum á heimsvísu að undanförnu, meðal annars á sólblómaolíu, hveiti og sojabaunum, eru vart komin inn í matvælaverðið hér á landi. 3. maí 2022 13:07 Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Sjá meira
Peningastefnunefnd Seðlabankans hækkaði meginvexti úr 2,75 prósentum í 3,75 prósent í morgun. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir stríðið í Úkraínu hafa þrýst upp verðlagi í heiminum og þar með verðbólgu hér á landi ásamt sífellt hækkandi verði á íbúðarhúsnæði. Ekkert bendi til að Ísland sé þó að sigla inn í kreppu því horfur séu á góðum hagvexti. „Við þurfum að sjá til. Þrátt fyrir allt hafa okkar útflutningsvörur hækkað í verði vegna stríðsins. Þetta veltur dálítið á því hvernig efnahagshorfur munu þróast í Evrópu. Hvort Evrópa fari í niðursveiflu. En horfurnar líta ekki svo illa út. Þetta er aðallega þessi verðbólga sem við erum að fá að utan,“ segir Ásgeir. Verðbólga mælist nú 7,2 prósent og hefur ekki verið meiri frá því í maí 2010 eða í tólf ár. Til samanburðar er verðbólga komin yfir 8 prósent í Bandaríkjunum og rúmlega sjö prósent á evrusvæðinu. Seðlabankastjóri óttast að áhrif verðbólgu í öðrum löndum eigi enn eftir að koma fram hér á landi og því gerir Seðlabankinn nú ráð fyrir aukinni verðbólgu á næsta ársfjórðungi. „Og það bætist síðan við aðra þætti sem hafa verið að hækka hér innanlands. Eins og hækkun fasteignaverðs, þjónustu og fleira. Þess vegna töldum við að við yrðum að bregðast við meðafgerandi hætti núna,“ segir seðlabankastjóri. Forystufólk innan verkalýðshreyfingarinnar skoraði á peningastefnunefndina að hækka ekki vextina í dag þar sem vaxtahækkun myndi virka sem olía á verðbólgubálið. „Það er ekki rétt mat. Við erum að beita tæki sem búið er að beita í eina eða tvæt aldir. Ég held að það sé komin reynsla á það. En ég skil alveg þeirra áhyggjur. Ég væri áhyggjufullur í þeirra sporum og vona sannarlega að við náum samvinnu, eða írauninni sameiginlegum aðgerðum til að stemma stigu. Þannig að við þurfum ekki að hækka vexti mikið meira,“ segir Ásgeir Jónsson. Mikilvægt sé að nátaumhaldi á ríkisútgjöldum og að samið verði um kaupmátt en ekki einblínt á launahækkanir í komandi kjarasamningum.
Seðlabankinn Efnahagsmál Innrás Rússa í Úkraínu Verðlag Tengdar fréttir Seðlabankinn hækkar stýrivexti um eina prósentu Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um 1 prósentu. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 3,75%. 4. maí 2022 08:30 Áhrif hækkandi matvælaverðs eiga eftir að „koma inn af fullum þunga“ Verðbólguhorfurnar eru dökkar fyrir næstu mánuði og útlit er fyrir að áhrif hærra matvælaverðs, sem hefur hækkað um 5,2 prósent síðasta árið, muni þá koma inn af fullum þunga. Þær miklu verðhækkanir sem hafa orðið á mörgum hrávörum á heimsvísu að undanförnu, meðal annars á sólblómaolíu, hveiti og sojabaunum, eru vart komin inn í matvælaverðið hér á landi. 3. maí 2022 13:07 Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Sjá meira
Seðlabankinn hækkar stýrivexti um eina prósentu Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um 1 prósentu. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 3,75%. 4. maí 2022 08:30
Áhrif hækkandi matvælaverðs eiga eftir að „koma inn af fullum þunga“ Verðbólguhorfurnar eru dökkar fyrir næstu mánuði og útlit er fyrir að áhrif hærra matvælaverðs, sem hefur hækkað um 5,2 prósent síðasta árið, muni þá koma inn af fullum þunga. Þær miklu verðhækkanir sem hafa orðið á mörgum hrávörum á heimsvísu að undanförnu, meðal annars á sólblómaolíu, hveiti og sojabaunum, eru vart komin inn í matvælaverðið hér á landi. 3. maí 2022 13:07