DiCaprio fjárfestir í fyrirtæki Ingvars Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 4. maí 2022 21:10 Stórleikarinn Leonardo DiCaprio hefur gengið til liðs við fyrirtækið Vitrolabs, sem fatahönnuðurinn Ingvar Helgason stofnaði og stjórnar, sem fjárfestir. Vísir/Getty Stórleikarinn og loftslagsaðgerðasinninn Leonardo DiCaprio hefur gengið til liðs við Líftækni og hönnunarfyrirtækið Vitrolabs, sem fatahönnuðurinn Ingvar Helgason stofnaði og stýrir, sem fjárfestir. DiCaprio tilkynnti þetta á Twitter í dag. Hann skrifaði í tilkynningunni að starfsemi Vitrolabs bjóði upp á spennandi möguleika. „Það gleður mig að ganga til liðs við fyrirtækið sem fjárfestir,“ skrifar DiCaprio í tístinu. .@VitroLabsInc’s cell cultivated leather rivals the qualities of animal leather while having a positive impact on climate change. The level of research and refinement done to bring this product to life makes this an exciting industry moment. I’m pleased to join as an investor.— Leonardo DiCaprio (@LeoDiCaprio) May 4, 2022 Vitrolabs var stofnað af fatahönnuðinum Ingvari Helgasyni og var það samkvæmt frétt Viðskiptablaðsins um það í nóvember metið á um 11 milljarða íslenskra króna, eftir þá nýjustu fjármögnunarumferð félagsins. Vitrolabs stefnir á að gera fataframleiðendum kleift að þróa fatnað úr leðri án þess að að deyða dýr og hefur undanfarin ár gert tilraunir í von um að rækta kúaleður á rannsóknarstofu með stofnfrumutækni. Fyrirtækið hefur meðal annars fengið umfjöllun hjá tískutímarirtinu Vogue, sem er það virtasta í sínum geira. Fram kemur í grein Vogue, sem birtist í dag og fjallaði meðal annars um aðkomu DiCaprio, að velgengni fyrirtækisins varpi ljósi á vöxtinn í þróun leðurlíkja. Undanfarin ár hafa ýmis leðurlíki komið á markað, til dæmis pleður sem er leðurlíki gert úr plasti. Framleiðsla Vitrolabs er þó annars konar, þar sem framleiða á alvöru dýraleður en án þess að það komi af dýrum, sem þurfi í leiðinni að deyða. „Það sem við viljum gera er að breyta því hvaðan þú færð leðrið,“ segir Ingvar í samtali við Vogue. „Það sem er svo magnað við leður er hvað hægt er að nýta það í margt og listin og hugmyndaflugið ráða því hver lokaútkoma leðursins er eftir vinnslu. Það er mjög spennandi fyrir okkur að fá að vinna með reyndum samstarfsmönnum á þessum vettvangi, sem mun draga fram það besta í leðrinu okkar.“ Fram kemur í umfjöllun Viðskiptablaðsins frá því í nóvember að framleiðsla Vitrolabs er sögð mun umhverfisvænni en framleiðsla á hefðbundnu leðri. Alla jafna nýtist um 80 prósent af húð dýranna, auk þess sé dýrahald auðlindafrekt og um fimmtíu milljónir dýra séu drepnar á hverju ári fyrir leður og tískugeirann. Ekki náðist í Ingvar við vinnslu fréttarinnar. Tíska og hönnun Íslendingar erlendis Umhverfismál Mest lesið Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Viðskipti innlent Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Neytendur Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Viðskipti innlent Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Verð enn lægst í Prís Neytendur Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Fleiri fréttir Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Sjá meira
DiCaprio tilkynnti þetta á Twitter í dag. Hann skrifaði í tilkynningunni að starfsemi Vitrolabs bjóði upp á spennandi möguleika. „Það gleður mig að ganga til liðs við fyrirtækið sem fjárfestir,“ skrifar DiCaprio í tístinu. .@VitroLabsInc’s cell cultivated leather rivals the qualities of animal leather while having a positive impact on climate change. The level of research and refinement done to bring this product to life makes this an exciting industry moment. I’m pleased to join as an investor.— Leonardo DiCaprio (@LeoDiCaprio) May 4, 2022 Vitrolabs var stofnað af fatahönnuðinum Ingvari Helgasyni og var það samkvæmt frétt Viðskiptablaðsins um það í nóvember metið á um 11 milljarða íslenskra króna, eftir þá nýjustu fjármögnunarumferð félagsins. Vitrolabs stefnir á að gera fataframleiðendum kleift að þróa fatnað úr leðri án þess að að deyða dýr og hefur undanfarin ár gert tilraunir í von um að rækta kúaleður á rannsóknarstofu með stofnfrumutækni. Fyrirtækið hefur meðal annars fengið umfjöllun hjá tískutímarirtinu Vogue, sem er það virtasta í sínum geira. Fram kemur í grein Vogue, sem birtist í dag og fjallaði meðal annars um aðkomu DiCaprio, að velgengni fyrirtækisins varpi ljósi á vöxtinn í þróun leðurlíkja. Undanfarin ár hafa ýmis leðurlíki komið á markað, til dæmis pleður sem er leðurlíki gert úr plasti. Framleiðsla Vitrolabs er þó annars konar, þar sem framleiða á alvöru dýraleður en án þess að það komi af dýrum, sem þurfi í leiðinni að deyða. „Það sem við viljum gera er að breyta því hvaðan þú færð leðrið,“ segir Ingvar í samtali við Vogue. „Það sem er svo magnað við leður er hvað hægt er að nýta það í margt og listin og hugmyndaflugið ráða því hver lokaútkoma leðursins er eftir vinnslu. Það er mjög spennandi fyrir okkur að fá að vinna með reyndum samstarfsmönnum á þessum vettvangi, sem mun draga fram það besta í leðrinu okkar.“ Fram kemur í umfjöllun Viðskiptablaðsins frá því í nóvember að framleiðsla Vitrolabs er sögð mun umhverfisvænni en framleiðsla á hefðbundnu leðri. Alla jafna nýtist um 80 prósent af húð dýranna, auk þess sé dýrahald auðlindafrekt og um fimmtíu milljónir dýra séu drepnar á hverju ári fyrir leður og tískugeirann. Ekki náðist í Ingvar við vinnslu fréttarinnar.
Tíska og hönnun Íslendingar erlendis Umhverfismál Mest lesið Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Viðskipti innlent Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Neytendur Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Viðskipti innlent Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Verð enn lægst í Prís Neytendur Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Fleiri fréttir Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Sjá meira