„Mig langaði að trúa honum, svo ég gerði það“ Samúel Karl Ólason skrifar 4. maí 2022 23:12 Amber Heard í dómsal í dag. AP/Elizabeth Frantz Amber Heard sagði fyrir dómi í dag að hún hefði ætlað sér að yfirgefa Johnny Depp, fyrrverandi eiginmann hennar, eftir að hann sló hana fyrst utan undir. Hann hefði þó beðið hana afsökunar og heitið því að beita hana aldrei ofbeldi aftur. „Mig langaði að trúa honum, svo ég gerði það,“ sagði Heard í dómsal vestanhafs undir kvöld, samkvæmt AP fréttaveitunni. Þetta tiltekna atkvik segir hún að hafi átt sér stað árið 2013. Þá segir hún að Depp hafi slegið hana þrisvar sinnum utan undir eftir að hún hló að húðflúri hans. Depp þvertekur fyrir að hafa slegið hana. Depp og Heard kynntust við tökur á Rum Diaries árið 2009 og giftu sig árið 2015. Þau skildu þó um ári síðar. Depp (58) hefur höfðað mál gegn Heard (36) og sakar hana um lygar vegna greinar sem hún skrifaði í Washington Post árið 2018. Þar lýsti hún heimilisofbeldi sem hún á að hafa orðið fyrir en án þess þó að nefna Depp á nafn. Leikarinn segir Heard ljúga því að hann hafi beitt hana ofbeldi þegar þau voru gift og að ásakanir hennar hafi gert honum erfitt að fá vinnu í Hollywood. Hann fer fram á 50 milljónir dala í skaðabætur. Heard krefst þess að Depp greiði henni hundrað milljónir dala. Málaferlin fara fram fyrir opnum dyrum og er þeim sjónvarpað. Áhugasamir geta hlýtt á hluta vitnisburðar Heard hér að neðan. Réttarhöldin hafa að mestu snúist um það hvort Depp hafi raunverulega beitt Heard ofbeldi. Þetta var í fyrsta sinn sem Heard bar vitni í málinu. Á einum tímapunkti sagði hún frá því að hún, Depp og aðrir hefðu tekið ofskynjunarsveppi í ferð til Joshua Tree. Depp hafi orðið gífurlega afbrýðisamur því hann taldi konu sem var í hópnum hafa verið að daðra við Heard. Heard sagði Depp hafa rústað hjólhýsi þeirra og sakað hana um að fela fíkniefni hans. Þá hafi hann rifið af henni fötin og sagst ætla að leita á henni og framkvæma innvortis leit. „Hann stakk fingrunum inn í mig. Ég stóð bara þarna og leit á ljósin.“ Hún hélt því einnig fram að hann hefði oft orðið ofbeldishneigður í tengslum við afbrýðisemi og neyslu fíkniefna eða áfengis. Hún sagði hann hegða sér með mjög mismunandi hætti eftir því á hvaða lyfjum og fíkniefnum hann væri. Sjálfur segist Depp ekki hafa átt við áfengisvandamál að stríða. Hann hefur viðurkennt að hafa verið háður pillum um tíma en segist hafa náð tökum á þeirri fíkn. Fjölskyldumeðlimir og vinir Depps hafa slegið á svipaða strengi. Heard segir það þó hafa verið hluta af vandanum. Fólk hafi ekki sagt Depp sannleikann og afsakað hegðun hans. „Enginn sagði honum sannleikann,“ sagði hún. „Hann lognaðist út af í eigin ælu, hann missti stjórn á líkama sínum og allir þrifu upp eftir hann. Ég þreif upp eftir hann.“ Varðandi það af hverju hún hafi verið með Depp, þrátt fyrir þetta meinta ofbeldi, sagði hún nokkrum sinnum í dómsal að samband þeirra hefði verið gott á löngum köflum. Hún hefði aldrei fundið fyrir annarri eins ást. „Hann var þó einnig þessi annar aðili. Sá aðili var hræðilegur.“ Deilur Johnny Depp og Amber Heard Bandaríkin Kynferðisofbeldi Hollywood Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Innlent Áhugi á Valhöll Innlent Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Innlent Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent Fer ekki í formanninn Innlent Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Innlent Fleiri fréttir Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum Sjá meira
„Mig langaði að trúa honum, svo ég gerði það,“ sagði Heard í dómsal vestanhafs undir kvöld, samkvæmt AP fréttaveitunni. Þetta tiltekna atkvik segir hún að hafi átt sér stað árið 2013. Þá segir hún að Depp hafi slegið hana þrisvar sinnum utan undir eftir að hún hló að húðflúri hans. Depp þvertekur fyrir að hafa slegið hana. Depp og Heard kynntust við tökur á Rum Diaries árið 2009 og giftu sig árið 2015. Þau skildu þó um ári síðar. Depp (58) hefur höfðað mál gegn Heard (36) og sakar hana um lygar vegna greinar sem hún skrifaði í Washington Post árið 2018. Þar lýsti hún heimilisofbeldi sem hún á að hafa orðið fyrir en án þess þó að nefna Depp á nafn. Leikarinn segir Heard ljúga því að hann hafi beitt hana ofbeldi þegar þau voru gift og að ásakanir hennar hafi gert honum erfitt að fá vinnu í Hollywood. Hann fer fram á 50 milljónir dala í skaðabætur. Heard krefst þess að Depp greiði henni hundrað milljónir dala. Málaferlin fara fram fyrir opnum dyrum og er þeim sjónvarpað. Áhugasamir geta hlýtt á hluta vitnisburðar Heard hér að neðan. Réttarhöldin hafa að mestu snúist um það hvort Depp hafi raunverulega beitt Heard ofbeldi. Þetta var í fyrsta sinn sem Heard bar vitni í málinu. Á einum tímapunkti sagði hún frá því að hún, Depp og aðrir hefðu tekið ofskynjunarsveppi í ferð til Joshua Tree. Depp hafi orðið gífurlega afbrýðisamur því hann taldi konu sem var í hópnum hafa verið að daðra við Heard. Heard sagði Depp hafa rústað hjólhýsi þeirra og sakað hana um að fela fíkniefni hans. Þá hafi hann rifið af henni fötin og sagst ætla að leita á henni og framkvæma innvortis leit. „Hann stakk fingrunum inn í mig. Ég stóð bara þarna og leit á ljósin.“ Hún hélt því einnig fram að hann hefði oft orðið ofbeldishneigður í tengslum við afbrýðisemi og neyslu fíkniefna eða áfengis. Hún sagði hann hegða sér með mjög mismunandi hætti eftir því á hvaða lyfjum og fíkniefnum hann væri. Sjálfur segist Depp ekki hafa átt við áfengisvandamál að stríða. Hann hefur viðurkennt að hafa verið háður pillum um tíma en segist hafa náð tökum á þeirri fíkn. Fjölskyldumeðlimir og vinir Depps hafa slegið á svipaða strengi. Heard segir það þó hafa verið hluta af vandanum. Fólk hafi ekki sagt Depp sannleikann og afsakað hegðun hans. „Enginn sagði honum sannleikann,“ sagði hún. „Hann lognaðist út af í eigin ælu, hann missti stjórn á líkama sínum og allir þrifu upp eftir hann. Ég þreif upp eftir hann.“ Varðandi það af hverju hún hafi verið með Depp, þrátt fyrir þetta meinta ofbeldi, sagði hún nokkrum sinnum í dómsal að samband þeirra hefði verið gott á löngum köflum. Hún hefði aldrei fundið fyrir annarri eins ást. „Hann var þó einnig þessi annar aðili. Sá aðili var hræðilegur.“
Deilur Johnny Depp og Amber Heard Bandaríkin Kynferðisofbeldi Hollywood Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Innlent Áhugi á Valhöll Innlent Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Innlent Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent Fer ekki í formanninn Innlent Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Innlent Fleiri fréttir Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum Sjá meira
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent