Dýrmætasta auðlindin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar 5. maí 2022 09:30 Mannauður er dýrmætasta auðlind hvers sveitarfélags. Það þarf að hlúa vel að þessari auðlind og er það áherslumál okkar á Íbúalistanum í Ölfusi. Það er aðdáunarvert hvernig starfsfólk sveitarfélagsins hefur ekki aðeins staðið af sér erfiðar aðstæður í heimsfaraldri heldur einnig almennt erfiðar starfsaðstæður. Þar ber helst að nefna skort á forstöðumanneskju á Níunni, of mörg verkefni fyrir of fá stöðugildi á þessum sama stað og tíð stjórnendaskipti á Bergheimum eftir að leikskólinn var einkavæddur í skyndi. Við viljum færa þessu starfsfólki bestu þakkir okkar, sem íbúa í sveitarfélaginu Ölfusi, því það er alveg á hreinu að allt starfsfólk sveitarfélagsins hefur gert sitt allra besta og rúmlega það! Við á Íbúalistanum viljum horfa inn á við og hlúa að samfélaginu, styrkja innviði þess og mannauð. Í því samhengi viljum við ráða mannauðsstjóra því mannauður sveitarfélagsins er lykillinn að góðum árangri. Með því að ráða mannauðsstjóra þá getum við verið með fyrirbyggjandi aðgerðir, eins og að bjóða upp á stuðning og þjálfun fyrir stjórnendur og starfsfólk sveitarfélagsins sem styrkir það, dregur úr álagi og langtímaveikindum. Hlutverk mannauðsstjóra Hlutverk mannauðsstjóra er margbreytilegt en snýr fyrst og fremst að því að styðja við starfsmenn, vera talsmaður þeirra og aðstoða stjórnendur við ákvarðanatöku þegar kemur að mannauði í sveitarfélaginu. Sem dæmi má nefna þá er innan verksviðs mannauðsstjóra að sjá um ráðningar, stjórnendaþjálfun, vinnustaðakannanir, starfslok og taka á málum eins og einelti og kynferðislegri áreitni. Mannauðsstjóri hefur einnig stefnumótandi hlutverk, þ.e.a.s. hann setur mannauðsmál í samhengi við stefnur og markmið sveitarfélagsins. Að síðustu nefni ég að mannauðsstjóri hefur menntun í breytingastjórnun og getur þannig tryggt að faglega sé staðið að umbreytingum sem kunna að þurfa að eiga sér stað innan stofnana sveitarfélagsins. Við á Íbúalistanum teljum að það sé mjög góð fjárfesting fyrir samfélagið okkar að ráða mannauðsstjóra því það muni skila sér í meiri stöðugleika í stofnunum þess, minni starfsmannaveltu og farsælum stjórnendum. Íbúalistinn í Ölfusi vill bæta kjör fjölskyldna, auka lífsgæði eldri borgara og leggja grunn að fjölbreyttu atvinnulífi. Höfundur er oddviti Íbúalistans í Ölfusi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ölfus Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Mannauður er dýrmætasta auðlind hvers sveitarfélags. Það þarf að hlúa vel að þessari auðlind og er það áherslumál okkar á Íbúalistanum í Ölfusi. Það er aðdáunarvert hvernig starfsfólk sveitarfélagsins hefur ekki aðeins staðið af sér erfiðar aðstæður í heimsfaraldri heldur einnig almennt erfiðar starfsaðstæður. Þar ber helst að nefna skort á forstöðumanneskju á Níunni, of mörg verkefni fyrir of fá stöðugildi á þessum sama stað og tíð stjórnendaskipti á Bergheimum eftir að leikskólinn var einkavæddur í skyndi. Við viljum færa þessu starfsfólki bestu þakkir okkar, sem íbúa í sveitarfélaginu Ölfusi, því það er alveg á hreinu að allt starfsfólk sveitarfélagsins hefur gert sitt allra besta og rúmlega það! Við á Íbúalistanum viljum horfa inn á við og hlúa að samfélaginu, styrkja innviði þess og mannauð. Í því samhengi viljum við ráða mannauðsstjóra því mannauður sveitarfélagsins er lykillinn að góðum árangri. Með því að ráða mannauðsstjóra þá getum við verið með fyrirbyggjandi aðgerðir, eins og að bjóða upp á stuðning og þjálfun fyrir stjórnendur og starfsfólk sveitarfélagsins sem styrkir það, dregur úr álagi og langtímaveikindum. Hlutverk mannauðsstjóra Hlutverk mannauðsstjóra er margbreytilegt en snýr fyrst og fremst að því að styðja við starfsmenn, vera talsmaður þeirra og aðstoða stjórnendur við ákvarðanatöku þegar kemur að mannauði í sveitarfélaginu. Sem dæmi má nefna þá er innan verksviðs mannauðsstjóra að sjá um ráðningar, stjórnendaþjálfun, vinnustaðakannanir, starfslok og taka á málum eins og einelti og kynferðislegri áreitni. Mannauðsstjóri hefur einnig stefnumótandi hlutverk, þ.e.a.s. hann setur mannauðsmál í samhengi við stefnur og markmið sveitarfélagsins. Að síðustu nefni ég að mannauðsstjóri hefur menntun í breytingastjórnun og getur þannig tryggt að faglega sé staðið að umbreytingum sem kunna að þurfa að eiga sér stað innan stofnana sveitarfélagsins. Við á Íbúalistanum teljum að það sé mjög góð fjárfesting fyrir samfélagið okkar að ráða mannauðsstjóra því það muni skila sér í meiri stöðugleika í stofnunum þess, minni starfsmannaveltu og farsælum stjórnendum. Íbúalistinn í Ölfusi vill bæta kjör fjölskyldna, auka lífsgæði eldri borgara og leggja grunn að fjölbreyttu atvinnulífi. Höfundur er oddviti Íbúalistans í Ölfusi.
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar