Dýrmætasta auðlindin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar 5. maí 2022 09:30 Mannauður er dýrmætasta auðlind hvers sveitarfélags. Það þarf að hlúa vel að þessari auðlind og er það áherslumál okkar á Íbúalistanum í Ölfusi. Það er aðdáunarvert hvernig starfsfólk sveitarfélagsins hefur ekki aðeins staðið af sér erfiðar aðstæður í heimsfaraldri heldur einnig almennt erfiðar starfsaðstæður. Þar ber helst að nefna skort á forstöðumanneskju á Níunni, of mörg verkefni fyrir of fá stöðugildi á þessum sama stað og tíð stjórnendaskipti á Bergheimum eftir að leikskólinn var einkavæddur í skyndi. Við viljum færa þessu starfsfólki bestu þakkir okkar, sem íbúa í sveitarfélaginu Ölfusi, því það er alveg á hreinu að allt starfsfólk sveitarfélagsins hefur gert sitt allra besta og rúmlega það! Við á Íbúalistanum viljum horfa inn á við og hlúa að samfélaginu, styrkja innviði þess og mannauð. Í því samhengi viljum við ráða mannauðsstjóra því mannauður sveitarfélagsins er lykillinn að góðum árangri. Með því að ráða mannauðsstjóra þá getum við verið með fyrirbyggjandi aðgerðir, eins og að bjóða upp á stuðning og þjálfun fyrir stjórnendur og starfsfólk sveitarfélagsins sem styrkir það, dregur úr álagi og langtímaveikindum. Hlutverk mannauðsstjóra Hlutverk mannauðsstjóra er margbreytilegt en snýr fyrst og fremst að því að styðja við starfsmenn, vera talsmaður þeirra og aðstoða stjórnendur við ákvarðanatöku þegar kemur að mannauði í sveitarfélaginu. Sem dæmi má nefna þá er innan verksviðs mannauðsstjóra að sjá um ráðningar, stjórnendaþjálfun, vinnustaðakannanir, starfslok og taka á málum eins og einelti og kynferðislegri áreitni. Mannauðsstjóri hefur einnig stefnumótandi hlutverk, þ.e.a.s. hann setur mannauðsmál í samhengi við stefnur og markmið sveitarfélagsins. Að síðustu nefni ég að mannauðsstjóri hefur menntun í breytingastjórnun og getur þannig tryggt að faglega sé staðið að umbreytingum sem kunna að þurfa að eiga sér stað innan stofnana sveitarfélagsins. Við á Íbúalistanum teljum að það sé mjög góð fjárfesting fyrir samfélagið okkar að ráða mannauðsstjóra því það muni skila sér í meiri stöðugleika í stofnunum þess, minni starfsmannaveltu og farsælum stjórnendum. Íbúalistinn í Ölfusi vill bæta kjör fjölskyldna, auka lífsgæði eldri borgara og leggja grunn að fjölbreyttu atvinnulífi. Höfundur er oddviti Íbúalistans í Ölfusi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ölfus Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Mannauður er dýrmætasta auðlind hvers sveitarfélags. Það þarf að hlúa vel að þessari auðlind og er það áherslumál okkar á Íbúalistanum í Ölfusi. Það er aðdáunarvert hvernig starfsfólk sveitarfélagsins hefur ekki aðeins staðið af sér erfiðar aðstæður í heimsfaraldri heldur einnig almennt erfiðar starfsaðstæður. Þar ber helst að nefna skort á forstöðumanneskju á Níunni, of mörg verkefni fyrir of fá stöðugildi á þessum sama stað og tíð stjórnendaskipti á Bergheimum eftir að leikskólinn var einkavæddur í skyndi. Við viljum færa þessu starfsfólki bestu þakkir okkar, sem íbúa í sveitarfélaginu Ölfusi, því það er alveg á hreinu að allt starfsfólk sveitarfélagsins hefur gert sitt allra besta og rúmlega það! Við á Íbúalistanum viljum horfa inn á við og hlúa að samfélaginu, styrkja innviði þess og mannauð. Í því samhengi viljum við ráða mannauðsstjóra því mannauður sveitarfélagsins er lykillinn að góðum árangri. Með því að ráða mannauðsstjóra þá getum við verið með fyrirbyggjandi aðgerðir, eins og að bjóða upp á stuðning og þjálfun fyrir stjórnendur og starfsfólk sveitarfélagsins sem styrkir það, dregur úr álagi og langtímaveikindum. Hlutverk mannauðsstjóra Hlutverk mannauðsstjóra er margbreytilegt en snýr fyrst og fremst að því að styðja við starfsmenn, vera talsmaður þeirra og aðstoða stjórnendur við ákvarðanatöku þegar kemur að mannauði í sveitarfélaginu. Sem dæmi má nefna þá er innan verksviðs mannauðsstjóra að sjá um ráðningar, stjórnendaþjálfun, vinnustaðakannanir, starfslok og taka á málum eins og einelti og kynferðislegri áreitni. Mannauðsstjóri hefur einnig stefnumótandi hlutverk, þ.e.a.s. hann setur mannauðsmál í samhengi við stefnur og markmið sveitarfélagsins. Að síðustu nefni ég að mannauðsstjóri hefur menntun í breytingastjórnun og getur þannig tryggt að faglega sé staðið að umbreytingum sem kunna að þurfa að eiga sér stað innan stofnana sveitarfélagsins. Við á Íbúalistanum teljum að það sé mjög góð fjárfesting fyrir samfélagið okkar að ráða mannauðsstjóra því það muni skila sér í meiri stöðugleika í stofnunum þess, minni starfsmannaveltu og farsælum stjórnendum. Íbúalistinn í Ölfusi vill bæta kjör fjölskyldna, auka lífsgæði eldri borgara og leggja grunn að fjölbreyttu atvinnulífi. Höfundur er oddviti Íbúalistans í Ölfusi.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun