Enga hálfvelgju, klárum Þjóðarhöll Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar 5. maí 2022 14:15 „Ekki fleiri starfshópa eða nefndir. Við eigum ekki að bíða lengur“, sagði íþróttamálaráðherra við mig þegar ég spurði hann í þinginu í janúar hvort Þjóðarhöll væri ekki örugglega innan seilingar. Það gengi ekki lengur að dvelja við að taka ákvörðun um byggingu Þjóðarhallar. Þarna var ég ánægð með íþróttamálaráðherrann en lítið hafði hreyfst í málinu árin fjögur á undan. Á vakt Framsóknar reyndar en nú kveður við annan tón hjá nýjum ráðherra. Ég ætla að leyfa mér að vera bjartsýn. Í sömu umræðu í þinginu sagðist ráðherrann hafa átt góð samtöl við Reykjavíkurborg um Þjóðarhöllina. Sagðist ráðherrann enga ástæðu til að ætla annað en að af hálfu borgarinnar stæði fullur hugur á bak við uppbyggingu Þjóðarhallar enda væri verkefnið sameiginlegt. Þótt reynt hafi verið að stinga fleyg á milli ríkis og Reykjavíkurborgar, eins og hann orðaði það. Mér fannst þetta lýsa framsýni og vilja til verka hjá ráðherranum þótt ég hafi staldrað við hver það væri eiginlega sem væri að stinga fleyg á milli ríkis og borgar í þessu máli. Hver hefði af því hagsmuni. Ég áttaði mig ekki á þessu fyrr en fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins mætti í fjölmiðla fyrir stuttu þar sem hann hnýtti í Reykjavíkurborg, líkt og hann óskaði sér að málið fari aftur á byrjunarreit. Að hann gæti ekki hugsað sér að farsæl lausn fengist í málinu því andúð og andstaða við núverandi meirihluta í Reykjavík væri yfirsterkari þeirri löngun að fá niðurstöðu um Þjóðarhöll í Reykjavík. Við eigum auðvitað ekki að þurfa að fara til Danmerkur eða annarra landa til að horfa á landsliðin okkar keppa „heimaleiki“ í þjóðaríþróttinni handbolta eða körfubolta. En ríkisstjórninni hefur næstum tekist að sigla okkur inn í þann veruleika. Fyrir utan þann ójöfnuð sem það býður upp á. Ástríðuna, hvatninguna og húrrahrópin við leikvöllinn sjálfan má ekki beisla út frá efnislegum aðstæðum; hverjir hafi efni á flugfari og hverjir ekki. Þessu til viðbótar eru áhorfendur okkar aukamaður á vellinum sem ekkert landsliðsfólk vill vera án. Tryggjum því aðkomu fólksins okkar í Þjóðarhöll. En þessi nálgun fjármálaráðherra og Sjálfstæðisflokksins er svo sem engin nýlunda. Þann skamma tíma sem Viðreisn var í fjármálaráðuneytinu gekk þáverandi fjármálaráðherra, Benedikt Jóhannesson, í verkin gagnvart sveitarfélögum og kláraði ýmis mál. Eins og gagnvart Reykjavík en sum erindi borgarinnar höfðu þá lengi legið óafgreidd í ráðuneytinu. Einhverra hluta vegna. Gengið var meðal annars frá viljayfirlýsingu við Reykjavíkurborg um möguleg kaup borgarinnar á byggingarlandi víða um borgina, meðal annars á Sjómannaskólalóðinni, Keldnalandi, gömlu landhelgisgæslulóðinni, auk Veðurstofulóðarinnar. Alveg óháð þáverandi meirihluta í Reykjavík. Enda var það í þágu almannahagsmuna. Fá hreinar línur, vanda til verka og ganga í málið. Það sama gildir nú. Íþróttamálaráðherra verður að ganga í að klára Þjóðarhallarmálið. Það er ekki eftir neinu að bíða. Það liggur allt fyrir. Ekki fleiri starfshópa og nefndir, eins og íþróttaráðherrann sagði réttilega. Ef Sjálfstæðisflokkurinn treystir sér ekki til að klára málið með Reykjavíkurborg verða hinir tveir stjórnarflokkarnir að gera það. Til þess hafa þeir stuðning Viðreisnar. Enga hálfvelgju, klárum Þjóðarhöllina. Höfundur er formaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ný þjóðarhöll Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Reykjavík Viðreisn Alþingi Borgarstjórn Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Sjá meira
„Ekki fleiri starfshópa eða nefndir. Við eigum ekki að bíða lengur“, sagði íþróttamálaráðherra við mig þegar ég spurði hann í þinginu í janúar hvort Þjóðarhöll væri ekki örugglega innan seilingar. Það gengi ekki lengur að dvelja við að taka ákvörðun um byggingu Þjóðarhallar. Þarna var ég ánægð með íþróttamálaráðherrann en lítið hafði hreyfst í málinu árin fjögur á undan. Á vakt Framsóknar reyndar en nú kveður við annan tón hjá nýjum ráðherra. Ég ætla að leyfa mér að vera bjartsýn. Í sömu umræðu í þinginu sagðist ráðherrann hafa átt góð samtöl við Reykjavíkurborg um Þjóðarhöllina. Sagðist ráðherrann enga ástæðu til að ætla annað en að af hálfu borgarinnar stæði fullur hugur á bak við uppbyggingu Þjóðarhallar enda væri verkefnið sameiginlegt. Þótt reynt hafi verið að stinga fleyg á milli ríkis og Reykjavíkurborgar, eins og hann orðaði það. Mér fannst þetta lýsa framsýni og vilja til verka hjá ráðherranum þótt ég hafi staldrað við hver það væri eiginlega sem væri að stinga fleyg á milli ríkis og borgar í þessu máli. Hver hefði af því hagsmuni. Ég áttaði mig ekki á þessu fyrr en fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins mætti í fjölmiðla fyrir stuttu þar sem hann hnýtti í Reykjavíkurborg, líkt og hann óskaði sér að málið fari aftur á byrjunarreit. Að hann gæti ekki hugsað sér að farsæl lausn fengist í málinu því andúð og andstaða við núverandi meirihluta í Reykjavík væri yfirsterkari þeirri löngun að fá niðurstöðu um Þjóðarhöll í Reykjavík. Við eigum auðvitað ekki að þurfa að fara til Danmerkur eða annarra landa til að horfa á landsliðin okkar keppa „heimaleiki“ í þjóðaríþróttinni handbolta eða körfubolta. En ríkisstjórninni hefur næstum tekist að sigla okkur inn í þann veruleika. Fyrir utan þann ójöfnuð sem það býður upp á. Ástríðuna, hvatninguna og húrrahrópin við leikvöllinn sjálfan má ekki beisla út frá efnislegum aðstæðum; hverjir hafi efni á flugfari og hverjir ekki. Þessu til viðbótar eru áhorfendur okkar aukamaður á vellinum sem ekkert landsliðsfólk vill vera án. Tryggjum því aðkomu fólksins okkar í Þjóðarhöll. En þessi nálgun fjármálaráðherra og Sjálfstæðisflokksins er svo sem engin nýlunda. Þann skamma tíma sem Viðreisn var í fjármálaráðuneytinu gekk þáverandi fjármálaráðherra, Benedikt Jóhannesson, í verkin gagnvart sveitarfélögum og kláraði ýmis mál. Eins og gagnvart Reykjavík en sum erindi borgarinnar höfðu þá lengi legið óafgreidd í ráðuneytinu. Einhverra hluta vegna. Gengið var meðal annars frá viljayfirlýsingu við Reykjavíkurborg um möguleg kaup borgarinnar á byggingarlandi víða um borgina, meðal annars á Sjómannaskólalóðinni, Keldnalandi, gömlu landhelgisgæslulóðinni, auk Veðurstofulóðarinnar. Alveg óháð þáverandi meirihluta í Reykjavík. Enda var það í þágu almannahagsmuna. Fá hreinar línur, vanda til verka og ganga í málið. Það sama gildir nú. Íþróttamálaráðherra verður að ganga í að klára Þjóðarhallarmálið. Það er ekki eftir neinu að bíða. Það liggur allt fyrir. Ekki fleiri starfshópa og nefndir, eins og íþróttaráðherrann sagði réttilega. Ef Sjálfstæðisflokkurinn treystir sér ekki til að klára málið með Reykjavíkurborg verða hinir tveir stjórnarflokkarnir að gera það. Til þess hafa þeir stuðning Viðreisnar. Enga hálfvelgju, klárum Þjóðarhöllina. Höfundur er formaður Viðreisnar.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir Skoðun