Með skilaboð til verkalýðshreyfingarinnar fyrir kjaraviðræður Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 5. maí 2022 19:02 Lilja Alfreðsdóttir er menningar- og viðskiptaráðherra. vísir/vilhelm Viðskiptaráðherra biðlar til verslana að ráðast í sem minnstar verðhækkanir til að halda verðbólgunni eins lágri og mögulegt er. Hún vonar að verkalýðshreyfingin sýni ábyrgð í komandi kjarasamningum. Seðlabankinn hækkaði vexti sína í gær um eitt prósentustig til að stemma stigu við verðbólgunni. Þrátt fyrir það sagðist seðlabankastjóri óttast að verðbólgan, sem nú er í 7,2 prósentum, eigi eftir að fara yfir átta prósent á næsta ársfjórðungi. Og því munu fylgja enn meiri vaxtahækkanir. Þrátt fyrir þetta er viðskiptaráðherra bjartsýnn á að hægt verði að koma í veg fyrir að hér á landi skapist kreppuástand. „Það er þannig að efnahagshorfur á Íslandi eru góðar. Við erum að sjá góðan hagvöxt lítið atvinnuleysi og meðal annars þess vegna þarf að hækka vexti. Ég tel að ef við stillum saman strengi okkar og allir taki þátt í þessu þá getum við komist fram hjá slíku ástandi,“ segir Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra. Verkalýðshreyfingin hefur sýnt að hún sé ábyrg Ráðherrann segir að þar verði allir að vera tilbúnir að gera sitt, bæði vinnumarkaður og verkalýðsfélög. Seðlabankastjóri sagði í gær að mikilvægt væri að einblínt yrði á að tryggja kaupmátt en ekki launahækkanir í komandi kjarasamningum. Hver eru skilaboðin frá þér til verkalýðshreyfingarinnar fyrir kjaraviðræður í haust? „Að við séum öll í þessu saman og verkalýðshreyfingin hefur sýnt það að hún er ábyrg. Hún hefur verið það. Og við ætlum að gera allt sem við getum til að aðstoða við það að hér verði ekki sú kjararýrnun sem ella hefði orðið,“ segir Lilja. Ráðherrann hvetur verslanir þá til að ráðast í sem minnstar verðhækkanir. „Ekki spurning. Ég kynnti í ríkisstjórn í þarsíðustu viku okkar áform um það að fylgjast betur með vegna þessa ástands vegna þess að það tapa allir á verðbólgu og sérstaklega tekjulægstu hóparnir,“ segir Lilja. Seðlabankinn Efnahagsmál Stéttarfélög Kjaramál Verslun Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Telur almenning klárari en svo að taka undir kröfu VR Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segist telja að almenningur sé skynsamari en svo að taka undir kröfur formanns VR um miklar launahækkanir í haust í ljósi vaxtahækkana Seðlabankans. Hann segir alla í landinu tapa á aukinni verðbólgu. 5. maí 2022 12:03 Stríðið í Úkraínu kyndir undir verðbólgu Verðbólga á Íslandi hefur ekki verið meiri í tólf ár sem ásamt verðbólgu í helstu viðskiptalöndum knúði Seðlabankann til að hækka meginvexti sína um eitt prósentustig í morgun. Efnahagshorfur fara versnandi þrátt fyrir góða hagvöxt og lítið atvinnuleysi. 4. maí 2022 12:28 Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira
Seðlabankinn hækkaði vexti sína í gær um eitt prósentustig til að stemma stigu við verðbólgunni. Þrátt fyrir það sagðist seðlabankastjóri óttast að verðbólgan, sem nú er í 7,2 prósentum, eigi eftir að fara yfir átta prósent á næsta ársfjórðungi. Og því munu fylgja enn meiri vaxtahækkanir. Þrátt fyrir þetta er viðskiptaráðherra bjartsýnn á að hægt verði að koma í veg fyrir að hér á landi skapist kreppuástand. „Það er þannig að efnahagshorfur á Íslandi eru góðar. Við erum að sjá góðan hagvöxt lítið atvinnuleysi og meðal annars þess vegna þarf að hækka vexti. Ég tel að ef við stillum saman strengi okkar og allir taki þátt í þessu þá getum við komist fram hjá slíku ástandi,“ segir Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra. Verkalýðshreyfingin hefur sýnt að hún sé ábyrg Ráðherrann segir að þar verði allir að vera tilbúnir að gera sitt, bæði vinnumarkaður og verkalýðsfélög. Seðlabankastjóri sagði í gær að mikilvægt væri að einblínt yrði á að tryggja kaupmátt en ekki launahækkanir í komandi kjarasamningum. Hver eru skilaboðin frá þér til verkalýðshreyfingarinnar fyrir kjaraviðræður í haust? „Að við séum öll í þessu saman og verkalýðshreyfingin hefur sýnt það að hún er ábyrg. Hún hefur verið það. Og við ætlum að gera allt sem við getum til að aðstoða við það að hér verði ekki sú kjararýrnun sem ella hefði orðið,“ segir Lilja. Ráðherrann hvetur verslanir þá til að ráðast í sem minnstar verðhækkanir. „Ekki spurning. Ég kynnti í ríkisstjórn í þarsíðustu viku okkar áform um það að fylgjast betur með vegna þessa ástands vegna þess að það tapa allir á verðbólgu og sérstaklega tekjulægstu hóparnir,“ segir Lilja.
Seðlabankinn Efnahagsmál Stéttarfélög Kjaramál Verslun Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Telur almenning klárari en svo að taka undir kröfu VR Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segist telja að almenningur sé skynsamari en svo að taka undir kröfur formanns VR um miklar launahækkanir í haust í ljósi vaxtahækkana Seðlabankans. Hann segir alla í landinu tapa á aukinni verðbólgu. 5. maí 2022 12:03 Stríðið í Úkraínu kyndir undir verðbólgu Verðbólga á Íslandi hefur ekki verið meiri í tólf ár sem ásamt verðbólgu í helstu viðskiptalöndum knúði Seðlabankann til að hækka meginvexti sína um eitt prósentustig í morgun. Efnahagshorfur fara versnandi þrátt fyrir góða hagvöxt og lítið atvinnuleysi. 4. maí 2022 12:28 Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira
Telur almenning klárari en svo að taka undir kröfu VR Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segist telja að almenningur sé skynsamari en svo að taka undir kröfur formanns VR um miklar launahækkanir í haust í ljósi vaxtahækkana Seðlabankans. Hann segir alla í landinu tapa á aukinni verðbólgu. 5. maí 2022 12:03
Stríðið í Úkraínu kyndir undir verðbólgu Verðbólga á Íslandi hefur ekki verið meiri í tólf ár sem ásamt verðbólgu í helstu viðskiptalöndum knúði Seðlabankann til að hækka meginvexti sína um eitt prósentustig í morgun. Efnahagshorfur fara versnandi þrátt fyrir góða hagvöxt og lítið atvinnuleysi. 4. maí 2022 12:28