Reisum minnismerkið í Kjalarnesi um brostin loforð Helgi Áss Grétarsson skrifar 6. maí 2022 11:16 Í gærkvöldi var haldinn íbúafundur á Kjalarnesi. Fyrirkomulag fundarins var þannig að fyrst var fyrir fram ákveðnum spurningum beint til tíu fulltrúa einstakra framboða fyrir borgarstjórnarkosningarnar. Að því loknu gafst íbúum sem mættu á fundinn færi á að spyrja einstaka frambjóðendur um sín hugðarefni. Með fullri virðingu fyrir umræðum gærkvöldsins get ég ímyndað mér að fyrir marga fundargesti hafi fundurinn verið endurtekning á mörgum öðrum sambærilegum fundum í gegnum árin. Ástæðan er einföld, flestir frambjóðendur töluðu fallega um framtíðarmöguleika Kjalarness og samhliða því gáfu þeir út loforð um hvernig hrinda mætti þeim möguleikum í framkvæmd. Eini vandinn við þessa endurteknu atburðarrás er að lítið sem ekkert hefur gerst í veigamiklum málefnum Kjalarness síðan sameining Reykjavíkur og Kjalarness var samþykkt í kosningum í júní 1997. Um sameiningu og skipulagsmál á Kjalarnesi Við sameininguna á sínum tíma lagði Kjalarnes fram stærra land en Reykjavík. Íbúar Kjalarness voru þá 506 en Reykvíkingar 105.487. Það hefur ávallt legið fyrir að í Kjalarnesi er nægt byggingarland. Samt sem áður hefur skipulagsvaldi Reykjavíkur verið beitt með þeim hætti að lítið sem ekkert hefur verið byggt. Ólíkt því sem sumir þátttakendur í pallborðinu gáfu til kynna, þá er aðalskipulag, deiliskipulag og aðrar skipulagsáætlanir, mannanna verk en ekki óumbreytanleg smíði sem fellur að himnum ofan frá guðlegum verum. Kjarni málsins að þessu leyti er einfaldur. Núverandi meirihluti borgarstjórnar og aðrir sambærilegir vinstri meirihlutar í borgarstjórn síðan árið 1998, hafa ekki viljað byggja Kjalarnes upp með þeim hætti sem lofað var á sínum tíma. Samhengið á milli skorts á pólitískum vilja og skortinum á íbúðaruppbyggingu í Kjalarnesi, er að mínu mati augljóst. Það er sama hvaða þvælu reynslumiklir stjórnmálamenn á borð við Hjálmar Sveinsson, reyna að bera á borð, líkt og á fundinum í gærkvöldi, staðreyndin er sú að það er á ábyrgð skipulagsyfirvalda í Reykjavík að nýjasta íbúðarmannvirkið í Kjalarnesi var reist á kjörtímabilinu 2002-2006. Úr þessu þarf auðvitað að bæta. Það er gert með að framkvæma, ekki tala. Að lofa hverfisskipulagi fyrir Kjalarnes eftir tvö ár, líkt og fulltrúi Pírata gerði á fundinum í gærkvöldi, er eins og hver annar brandari. Kjalarnes þekur stærra landsvæði en Reykjavík. Það þarf ekkert hverfisskipulag til að hrinda hlutum í verk. Breytum skipulaginu strax til að ýta undir íbúðaruppbyggingu í Kjalarnesi. Sundabrautin Annað mál sem Kjalnesingar hafa verið sviknir um er Sundabrautin. Um sögu þess máls er hægt að hafa langt mál. Að mínu mati hefur Samfylkingin í raun og veru aldrei viljað beita skipulagsvaldi Reykjavíkurborgar til að liðka fyrir því að framkvæmdin verði að veruleika, sem dæmi hefur núverandi borgarstjórn á þessu kjörtímabili staðið fyrir uppbyggingu á Gufunesi sem skerðir möguleika á að vegstæði Sundabrautar sé sem hagfelldast. Svo sem stjórnmálamanna er siður, þá vísa þeir ábyrgðinni á skorti á Sundabrautinni, hver á annan. Á meðan sitja Kjalnesingar uppi með brostin loforð. Reisum minnismerkið Haustið 2019 voru haldnar íbúakosningar í Kjalarnesi sem voru hluti verkefnisins „Hverfið mitt“. Tillagan sem fékk flest atkvæði var „Minnismerki um brostin loforð Reykjavíkurborgar“. Samkvæmt tillögunni átti að reisa minnisvarða sem líkti eftir bláu bókinni, riti sem gefið var út í tengslum við sameiningu Reykjavíkur og Kjalarness á sínum tíma. Þrátt fyrir fagurgala um íbúalýðræði þá settu núverandi stjórnendur Reykjavíkurborgar tillöguna ofan í skúffu og hefur hún verið í bið síðan í júní 2020. Eftir að hafa mætt á tvo íbúafundi í Kjalarnesi í aðdraganda borgarstjórnarkosninganna í vor og rætt við ófáa Kjalnesinga, þá held ég bara að best sé að reisa áðurnefnt minnismerki og virða vilja íbúa. Nú, eða þá bara kjósa Sjálfstæðisflokkinn? Höfundur er í 7. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir borgarstjórnarkosningarnar vorið 2022. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helgi Áss Grétarsson Borgarstjórn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Skoðun: Kosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavík Mest lesið Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson Skoðun Skoðun Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Sjá meira
Í gærkvöldi var haldinn íbúafundur á Kjalarnesi. Fyrirkomulag fundarins var þannig að fyrst var fyrir fram ákveðnum spurningum beint til tíu fulltrúa einstakra framboða fyrir borgarstjórnarkosningarnar. Að því loknu gafst íbúum sem mættu á fundinn færi á að spyrja einstaka frambjóðendur um sín hugðarefni. Með fullri virðingu fyrir umræðum gærkvöldsins get ég ímyndað mér að fyrir marga fundargesti hafi fundurinn verið endurtekning á mörgum öðrum sambærilegum fundum í gegnum árin. Ástæðan er einföld, flestir frambjóðendur töluðu fallega um framtíðarmöguleika Kjalarness og samhliða því gáfu þeir út loforð um hvernig hrinda mætti þeim möguleikum í framkvæmd. Eini vandinn við þessa endurteknu atburðarrás er að lítið sem ekkert hefur gerst í veigamiklum málefnum Kjalarness síðan sameining Reykjavíkur og Kjalarness var samþykkt í kosningum í júní 1997. Um sameiningu og skipulagsmál á Kjalarnesi Við sameininguna á sínum tíma lagði Kjalarnes fram stærra land en Reykjavík. Íbúar Kjalarness voru þá 506 en Reykvíkingar 105.487. Það hefur ávallt legið fyrir að í Kjalarnesi er nægt byggingarland. Samt sem áður hefur skipulagsvaldi Reykjavíkur verið beitt með þeim hætti að lítið sem ekkert hefur verið byggt. Ólíkt því sem sumir þátttakendur í pallborðinu gáfu til kynna, þá er aðalskipulag, deiliskipulag og aðrar skipulagsáætlanir, mannanna verk en ekki óumbreytanleg smíði sem fellur að himnum ofan frá guðlegum verum. Kjarni málsins að þessu leyti er einfaldur. Núverandi meirihluti borgarstjórnar og aðrir sambærilegir vinstri meirihlutar í borgarstjórn síðan árið 1998, hafa ekki viljað byggja Kjalarnes upp með þeim hætti sem lofað var á sínum tíma. Samhengið á milli skorts á pólitískum vilja og skortinum á íbúðaruppbyggingu í Kjalarnesi, er að mínu mati augljóst. Það er sama hvaða þvælu reynslumiklir stjórnmálamenn á borð við Hjálmar Sveinsson, reyna að bera á borð, líkt og á fundinum í gærkvöldi, staðreyndin er sú að það er á ábyrgð skipulagsyfirvalda í Reykjavík að nýjasta íbúðarmannvirkið í Kjalarnesi var reist á kjörtímabilinu 2002-2006. Úr þessu þarf auðvitað að bæta. Það er gert með að framkvæma, ekki tala. Að lofa hverfisskipulagi fyrir Kjalarnes eftir tvö ár, líkt og fulltrúi Pírata gerði á fundinum í gærkvöldi, er eins og hver annar brandari. Kjalarnes þekur stærra landsvæði en Reykjavík. Það þarf ekkert hverfisskipulag til að hrinda hlutum í verk. Breytum skipulaginu strax til að ýta undir íbúðaruppbyggingu í Kjalarnesi. Sundabrautin Annað mál sem Kjalnesingar hafa verið sviknir um er Sundabrautin. Um sögu þess máls er hægt að hafa langt mál. Að mínu mati hefur Samfylkingin í raun og veru aldrei viljað beita skipulagsvaldi Reykjavíkurborgar til að liðka fyrir því að framkvæmdin verði að veruleika, sem dæmi hefur núverandi borgarstjórn á þessu kjörtímabili staðið fyrir uppbyggingu á Gufunesi sem skerðir möguleika á að vegstæði Sundabrautar sé sem hagfelldast. Svo sem stjórnmálamanna er siður, þá vísa þeir ábyrgðinni á skorti á Sundabrautinni, hver á annan. Á meðan sitja Kjalnesingar uppi með brostin loforð. Reisum minnismerkið Haustið 2019 voru haldnar íbúakosningar í Kjalarnesi sem voru hluti verkefnisins „Hverfið mitt“. Tillagan sem fékk flest atkvæði var „Minnismerki um brostin loforð Reykjavíkurborgar“. Samkvæmt tillögunni átti að reisa minnisvarða sem líkti eftir bláu bókinni, riti sem gefið var út í tengslum við sameiningu Reykjavíkur og Kjalarness á sínum tíma. Þrátt fyrir fagurgala um íbúalýðræði þá settu núverandi stjórnendur Reykjavíkurborgar tillöguna ofan í skúffu og hefur hún verið í bið síðan í júní 2020. Eftir að hafa mætt á tvo íbúafundi í Kjalarnesi í aðdraganda borgarstjórnarkosninganna í vor og rætt við ófáa Kjalnesinga, þá held ég bara að best sé að reisa áðurnefnt minnismerki og virða vilja íbúa. Nú, eða þá bara kjósa Sjálfstæðisflokkinn? Höfundur er í 7. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir borgarstjórnarkosningarnar vorið 2022.
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar