Sögulegt ávarp Selenskís á Alþingi Tryggvi Páll Tryggvason og Hólmfríður Gísladóttir skrifa 6. maí 2022 13:30 Volodímir Selenskí, forseti Úkraínu, er fyrsti erlendi þjóðhöfðinginn sem flytur ávarp í þingsal Alþingis. Vísir/Vilhelm Það var söguleg stund á Alþingi á eftir þegar Volodímir Selenskí, forseti Úkraínu ávarpaði Alþingi og íslensku þjóðina. Þetta er í fyrsta skipti í sögunni sem erlendur þjóðhöfðingi flytur ávarp á Alþingi. Þingfundurinn var í beinni útsendingu hér á Vísi og Stöð 2 Vísi. Horfa má á upptökur úr henni hér að neðan. Fréttastofa lýsti athöfninni einnig í beinni textalýsingu, sem nálgast má neðst í þessari frétt. Selenskí, sem stendur í ströngu sem forseti Úkraínu við að verjast innrás Rússa, hefur að undaförnu ávarpað fjölda þjóðþinga og samkomur á vegum Alþjóðastofnana þar sem hann hefur óskað eftir aðstoð vegna innrásar Rússa og aflað stuðnings við málstað Úkraínu. Birgir Ármannsson, forseti Alþingis, stýrði þessari sérstöku athöfn í sal Alþingis og talaði í upphafi athafnarinnar. Þá mælti forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, nokkur orð fyrir hönd íslensku þjóðarinnar. Síðan tók Selenskí til máls. Að loknu ávarpi Selenskís ávarpaði forsætisráðherra Íslands, Katrín Jakobsdóttir, forseta Úkraínu og úkraínsku þjóðina. Í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag útskýrði Birgir hvað væri svona sögulegt við ávarp Úkraínuforseta. „Þetta er sögulegt í tvennum skilningi. Annars vegar eru ekki fordæmi fyrir því að erlendur þjóðhöfðingi ávarpi Alþingismenn og við erum líka í fyrsta skipti að nota fjarfundarbúnað í ávarpi í þingsal. Og eins er óvenjulegt er að fundurinn muni að stórum hluta fara fram á erlendum tungumálum. Þetta er spennandi og óvenjulegt þó tilefnið sé dapurlegt,“ sagði Birgir.
Þingfundurinn var í beinni útsendingu hér á Vísi og Stöð 2 Vísi. Horfa má á upptökur úr henni hér að neðan. Fréttastofa lýsti athöfninni einnig í beinni textalýsingu, sem nálgast má neðst í þessari frétt. Selenskí, sem stendur í ströngu sem forseti Úkraínu við að verjast innrás Rússa, hefur að undaförnu ávarpað fjölda þjóðþinga og samkomur á vegum Alþjóðastofnana þar sem hann hefur óskað eftir aðstoð vegna innrásar Rússa og aflað stuðnings við málstað Úkraínu. Birgir Ármannsson, forseti Alþingis, stýrði þessari sérstöku athöfn í sal Alþingis og talaði í upphafi athafnarinnar. Þá mælti forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, nokkur orð fyrir hönd íslensku þjóðarinnar. Síðan tók Selenskí til máls. Að loknu ávarpi Selenskís ávarpaði forsætisráðherra Íslands, Katrín Jakobsdóttir, forseta Úkraínu og úkraínsku þjóðina. Í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag útskýrði Birgir hvað væri svona sögulegt við ávarp Úkraínuforseta. „Þetta er sögulegt í tvennum skilningi. Annars vegar eru ekki fordæmi fyrir því að erlendur þjóðhöfðingi ávarpi Alþingismenn og við erum líka í fyrsta skipti að nota fjarfundarbúnað í ávarpi í þingsal. Og eins er óvenjulegt er að fundurinn muni að stórum hluta fara fram á erlendum tungumálum. Þetta er spennandi og óvenjulegt þó tilefnið sé dapurlegt,“ sagði Birgir.
Innrás Rússa í Úkraínu Alþingi Úkraína Utanríkismál Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Fleiri fréttir Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Sjá meira