Verður Stóra-Sandvík eyðilögð næst? Margrét Hugadóttir skrifar 6. maí 2022 13:00 Ein af þeim perlum sem er í hættu vegna virkjanaáforma er Stóra-Sandvík á Reykjanesi. Þetta er einstakt svæði með sjávarlóni og sandhólum, brimbrettaparadís og mikilvægur varpstaður kríunnar. Þarna tók Clint Eastwood upp Flag of Our Fathers. Stóra-Sandvík var sett í orkunýtingarflokk í Rammaáætlun sem þýðir að þar er talið að hagkvæmara sé að virkja en að vernda. Erum við sammála því? Í bígerð er 50 MW virkjun sem er kennd við Stóru Sandvík á iðnaðarsvæði sem mun ná yfir sjálfa víkina, gígaröðina Stampa og vinsælan áfangastað ferðamanna, „Brúna milli heimsálfa“. Sandvík á Reykjanesi.Ellert Grétarsson Einstök náttúra Íslands er gríðarlega verðmæt. Hún er verðmæt í sjálfu sér fyrir það eitt að vera til. Hún er verðmæt fyrir þjóðina og þær kynslóðir sem munu byggja þetta land. Hún er verðmæt fyrir alla Jarðarbúa því víðerni eru af skornum skammti í heiminum. Náttúra landsins er verðmæt til útivistar, lýðheilsu og aukinna lífsgæða. Náttúran er auk þess undirstaða stærstu útflutningsgreinar okkar - ferðaþjónustu. Eftirspurn eftir ódýrri orku er og verður alltaf mikil. Það er í raun eftirspurn sem verður seint hægt að mæta. Náttúra Íslands er takmörkuð auðlind. Viljum við eyðileggja hana fyrir megavött sem eru smá dropi í hafið og koma hvort sem ekki til með að nægja? Sandhólar í Stóru Sandvík.Ellert Grétarsson Á Íslandi er lögð áhersla á að selja stórnotendum raforku. Stóriðjufyrirtæki líkt og málmframleiðendur og gagnaver nota um 80 prósent orkunnar sem framleidd er á landinu. Um 5 prósent tapast í flutningskerfinu og virkjununum sjálfum. Orkutapið jafngildir raforkunotkun allra heimila í landinu, sem nota aðeins 5 prósent raforkunnar. Hvernig væri að breyta þessari forgangsröðun? Kynntu þér hvaða náttúruperlur eru í húfi vegna virkjunarhugmynda á náttúrukortinu. Höfundur er verkefnastjóri hjá Landvernd. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Orkumál Margrét Hugadóttir Mest lesið Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Sjá meira
Ein af þeim perlum sem er í hættu vegna virkjanaáforma er Stóra-Sandvík á Reykjanesi. Þetta er einstakt svæði með sjávarlóni og sandhólum, brimbrettaparadís og mikilvægur varpstaður kríunnar. Þarna tók Clint Eastwood upp Flag of Our Fathers. Stóra-Sandvík var sett í orkunýtingarflokk í Rammaáætlun sem þýðir að þar er talið að hagkvæmara sé að virkja en að vernda. Erum við sammála því? Í bígerð er 50 MW virkjun sem er kennd við Stóru Sandvík á iðnaðarsvæði sem mun ná yfir sjálfa víkina, gígaröðina Stampa og vinsælan áfangastað ferðamanna, „Brúna milli heimsálfa“. Sandvík á Reykjanesi.Ellert Grétarsson Einstök náttúra Íslands er gríðarlega verðmæt. Hún er verðmæt í sjálfu sér fyrir það eitt að vera til. Hún er verðmæt fyrir þjóðina og þær kynslóðir sem munu byggja þetta land. Hún er verðmæt fyrir alla Jarðarbúa því víðerni eru af skornum skammti í heiminum. Náttúra landsins er verðmæt til útivistar, lýðheilsu og aukinna lífsgæða. Náttúran er auk þess undirstaða stærstu útflutningsgreinar okkar - ferðaþjónustu. Eftirspurn eftir ódýrri orku er og verður alltaf mikil. Það er í raun eftirspurn sem verður seint hægt að mæta. Náttúra Íslands er takmörkuð auðlind. Viljum við eyðileggja hana fyrir megavött sem eru smá dropi í hafið og koma hvort sem ekki til með að nægja? Sandhólar í Stóru Sandvík.Ellert Grétarsson Á Íslandi er lögð áhersla á að selja stórnotendum raforku. Stóriðjufyrirtæki líkt og málmframleiðendur og gagnaver nota um 80 prósent orkunnar sem framleidd er á landinu. Um 5 prósent tapast í flutningskerfinu og virkjununum sjálfum. Orkutapið jafngildir raforkunotkun allra heimila í landinu, sem nota aðeins 5 prósent raforkunnar. Hvernig væri að breyta þessari forgangsröðun? Kynntu þér hvaða náttúruperlur eru í húfi vegna virkjunarhugmynda á náttúrukortinu. Höfundur er verkefnastjóri hjá Landvernd.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun