Svali býst við fullum Hlíðarenda í kvöld: Stór stund fyrir lítil hjörtu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. maí 2022 14:30 Svali Björgvinsson ræðir hér við Guðjón Guðmundsson á Hlíðarenda í dag. S2 Sport Svali Björgvinsson var leikmaður Valsliðsins þegar körfuboltalið félagsins var síðast í úrslitum. Nú er hann formaður Körfuknattleiksdeildar Vals og fram undan er stærsti leikur félagsins í langan tíma. Guðjón Guðmundsson kíkti á Hlíðarenda og kannaði stöðuna á húsinu fyrir fyrsta úrslitaleik Vals og Tindastóls í kvöld. „Úrslitin á Íslandsmótinu í körfubolta hefjast hér á Hlíðarenda í kvöld þegar Valur tekur á móti Tindastól í fyrsta leik liðanna í úrslitum. Það er sannarlega mikið undir og við heyrðum í guðföður körfuboltans á Hlíðarenda, Svala Björgvinssyni,“ sagði Guðjón Guðmundsson. „Þetta er stór stund fyrir lítil hjörtu fyrir okkur Valsmenn. Það er langt síðan við höfum verið hérna og þetta er mjög gaman,“ sagði Svali Björgvinsson. Svali er búinn að berjast fyrir körfuboltann í Val í mjög langan tíma og hvernig er tilfinningin að sjá liðið vera komið alla leið í úrslit. „Hún er bara geggjuð. Það er fullt af fólki, hér í Val og öðrum félögum, að leggja mikið á sig til að komast í úrslit. Það er uppskera. Það er vor. Þetta er ofsalega gaman,“ sagði Svali. Valsmenn hafa ekki orðið Íslandsmeistarar í 39 ár eða síðan 1983. „Það er langur tími í körfubolta en það er stuttur tími í jarðsögulegu samhengi. Það er samt styttra síðan að Valur varð Íslandsmeistari í körfubolta heldur en Tindastóll,“ sagði Svali. „Það eru allir að stefna á það að koma hingað, ná þessum áfanga og fylla húsið. Frábært lið Tindastóls og mikil stemmning með þeim. Þetta verður ekkert skemmtilegra. Þeir sem eru í íþróttum eru í þessu til þess að komast á þennan stall, fá þessa upplifun og þessa spennu sem fylgir þessu. Ef þú færð slíka umbun þá þarf ekki jól, ekki páska og ekki sumardaginn fyrsta. Ef þú upplifir þetta einu sinni á ári þá er lífið ansi nálægt alsælu,“ sagði Svali. Svali býst við því að það verði fullt hús á Hlíðarenda í kvöld. Það seldust sex hundruð miðar þegar miðasalan opnaði á þriðjudaginn. „Það er mikil eftirspurn eftir miðum sem er bara geggjað. Því fleiri því betra,“ sagði Svali. Hér fyrir neðan má sjá viðtal Gaupa við Svala á Hlíðarenda fyrr í dag. Klippa: Gaupi ræðir við Svala fyrir leik kvöldsins Subway-deild karla Valur Tindastóll Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti KR í samstarf við akademíu í Gana Fótbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ Handbolti Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Fótbolti Fleiri fréttir Þór Þ. - KR | Lykilleikur fyrir úrslitakeppni Ármann - Valur | Nýr Kani í Höllinni Stjarnan - Keflavík | Stórleikur í Garðabæ Tindastóll - ÍR | Breiðhyltingar á Króknum Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Sjá meira
Guðjón Guðmundsson kíkti á Hlíðarenda og kannaði stöðuna á húsinu fyrir fyrsta úrslitaleik Vals og Tindastóls í kvöld. „Úrslitin á Íslandsmótinu í körfubolta hefjast hér á Hlíðarenda í kvöld þegar Valur tekur á móti Tindastól í fyrsta leik liðanna í úrslitum. Það er sannarlega mikið undir og við heyrðum í guðföður körfuboltans á Hlíðarenda, Svala Björgvinssyni,“ sagði Guðjón Guðmundsson. „Þetta er stór stund fyrir lítil hjörtu fyrir okkur Valsmenn. Það er langt síðan við höfum verið hérna og þetta er mjög gaman,“ sagði Svali Björgvinsson. Svali er búinn að berjast fyrir körfuboltann í Val í mjög langan tíma og hvernig er tilfinningin að sjá liðið vera komið alla leið í úrslit. „Hún er bara geggjuð. Það er fullt af fólki, hér í Val og öðrum félögum, að leggja mikið á sig til að komast í úrslit. Það er uppskera. Það er vor. Þetta er ofsalega gaman,“ sagði Svali. Valsmenn hafa ekki orðið Íslandsmeistarar í 39 ár eða síðan 1983. „Það er langur tími í körfubolta en það er stuttur tími í jarðsögulegu samhengi. Það er samt styttra síðan að Valur varð Íslandsmeistari í körfubolta heldur en Tindastóll,“ sagði Svali. „Það eru allir að stefna á það að koma hingað, ná þessum áfanga og fylla húsið. Frábært lið Tindastóls og mikil stemmning með þeim. Þetta verður ekkert skemmtilegra. Þeir sem eru í íþróttum eru í þessu til þess að komast á þennan stall, fá þessa upplifun og þessa spennu sem fylgir þessu. Ef þú færð slíka umbun þá þarf ekki jól, ekki páska og ekki sumardaginn fyrsta. Ef þú upplifir þetta einu sinni á ári þá er lífið ansi nálægt alsælu,“ sagði Svali. Svali býst við því að það verði fullt hús á Hlíðarenda í kvöld. Það seldust sex hundruð miðar þegar miðasalan opnaði á þriðjudaginn. „Það er mikil eftirspurn eftir miðum sem er bara geggjað. Því fleiri því betra,“ sagði Svali. Hér fyrir neðan má sjá viðtal Gaupa við Svala á Hlíðarenda fyrr í dag. Klippa: Gaupi ræðir við Svala fyrir leik kvöldsins
Subway-deild karla Valur Tindastóll Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti KR í samstarf við akademíu í Gana Fótbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ Handbolti Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Fótbolti Fleiri fréttir Þór Þ. - KR | Lykilleikur fyrir úrslitakeppni Ármann - Valur | Nýr Kani í Höllinni Stjarnan - Keflavík | Stórleikur í Garðabæ Tindastóll - ÍR | Breiðhyltingar á Króknum Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Sjá meira