Dagur: Við erum í raun að slá tvær flugur í einu höggi og kannski gott betur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. maí 2022 16:44 Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík, segir að nú sé búið að höggva á hnútinn. Vilhelm Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík, skrifaði undir viljayfirlýsing um byggingu nýrrar þjóðarhallar fyrir innanhúsíþróttir í dag ásamt fulltrúar ríkisstjórnarinnar þeim Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra og Ásmundi Einari Daðasyni, mennta- og barnamálaráðherra. Henry Birgir Gunnarsson ræddi við Dag eftir undiritunina. „Það er búið að togast á um þetta býsna lengi. Borgin hefur verið með hugann við börn og unglinga í Laugardalnum sem hefur vantað aðstöðu. Ríkið og sérsamböndin hafa viljað fara í þjóðarhöll. Við erum áhugasöm um það líka. Forgangsröðun okkar er vegna barnanna,“ sagði Dagur B. Eggertsson. Erum að ná saman og höggva á hnútinn „Nú erum við að ná saman um þetta og höggva á hnútinn þannig að við erum að fara mjög hratt af stað á grunni þeirrar vinnu sem liggur fyrir. Við tökum þann kostnað sem leiðir af þörfum fyrir félögin, Þrótt og Ármann, og krakkanna í Laugardalnum. Ríkið tekur þann kostnað sem snýr að landsliðunum og þessum alþjóðlegum kröfum um þjóðarhöll,“ sagði Dagur. Er þetta eitt hús eða sérhús fyrir Ármann og Þrótt og annað fyrir þjóðarhöll? „Núverandi Laugardalshöll verður líklega heimili Þróttar og Ármanns. Það er svona Þróttar og Ármanns húsið en við sjáum fyrir okkur, vegna þess að starfsemi félaganna er mjög mikil, að þau muni líka æfa töluvert mikið í þjóðarhöllinni. Þar bætast við fjórir fullstórir handboltavellir sem er hægt að æfa körfubolta í líka. Þetta verður alveg gríðarleg viðbót í við aðstöðuna í Dalnum. Frá mínum sjónarhóli séð þá erum við að tryggja aðstöðu í heimsklassa fyrir börn og unglinga í Laugardal en eignast um leið sameiginlega þjóðarhöll fyrir landið allt. Aðstöðu sem uppfyllir öll skilyrði fyrir alþjóðlega leiki,“ sagði Dagur. Það má hlusta á allt viðtalið hér fyrir neðan. Klippa: Viðtal við Dag um viljayfirlýsingu um nýja þjóðarhöll Hefði gjarnan viljað klára þetta í fyrra Þetta hefur verið málið endalausa. Það hefur hvorki gengið né rekið. Dagur bendir á ríkisstjórnina og hún á hann. Korter í kosningar er skrifað undir plagg. Henry vildi vita hvort það væri tilviljun. „Ég hefði gjarnnan viljað að við hefðum klárað þetta í fyrra eftir að þessi sameiginlega skýrsla lá fyrir. Þá var stutt í þingkosningar og ýmsar aðstæður sem töfðu málið. Við höfðum líkað viljað klára þetta síðustu áramót en næstbest er þó að klára þetta í dag. Ég var auðvitað búinn að gefa út mjög skýrar yfirlýsingar um það að við skulduðum Þrótti og Ármanni skýr svör sem myndu koma á þessu vori. Þeirra mikla barátta fyrir þessu og barátta sérsambandana. Ég held að þeirra sé svolítið heiðurinn að við séum að klára þetta hérna í dag,“ sagði Dagur. Henry Birgir vildi fá að vita meira um kostnarskiptinguna. Það er ekki talað enn um krónur og tölur en Dagur hefur talað um tvo milljarða sem Reykjavíkurborg er tilbúin að leggja í þetta verkefni. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra segir að það sé einfaldlega of lítið. r Dagur tilbúinn að koma með meira en tvo milljarða að þessu? Hætta að rífast um hvort að tveir milljarðar verði nákvæmlega rétta talan „Við leiddum það mál í jörð þannig að borgin myndi taka þann kostnað sem snúr að þörfum Þróttar-Ármanns og skólanna í hverfinu sem munu nota húsið fyrir skólaleikfimina líka. Ríkið mun taka þann kostnað sem snýr að alþjóðlegum kröfum um þjóðarhallir og þarfir landsliðanna og sérsambandanna. Nú verður sest yfir þarfirnar sitt hvorum megin og lagt saman. Endanleg tala mun koma út frá því. Við hættum að rífast um hvort að tveir milljarðar verði nákvæmlega rétta talan eða eitthvað annað. Við ætlum að leiða það út frá þessum prinsippum sem báðir aðilar eru sáttir við,“ sagði Dagur. „Ef að niðurstaðan verður sú að þarfir félaganna og skólanna eru meiri út frá þessari kostnaðarskiptingu þá munum við standa á bak við það. Við höfum sagt það alveg skýrt við Þrótt-Ármann og fólkið hérna í Laugardalnum að við ætlum að tryggja fyrsta flokks aðstöðu fyrir börn og unglinga hér. Hún þarf að vera órofin á öllum tímum og við erum í raun að slá tvær flugur í einu höggi og kannski gott betur með því að landa hér samkomulagi um þjóðarhöll í leiðinni,“ sagði Dagur. Það hafa verið álíka uppákomur áður, ekki bara ár heldur áratugi aftur í tímann. Það er til 34 ára viljayfirlýsing um að vera búið að byggja hér allt sem hefur ekki gengið eftir. Henry spurði Dag hvort að hann haldi að fólk kaupi þetta eða líti svo á að þetta sé enn einn fundurinn og enn einn nefndin. Full alvara á bak við þetta „Ég hef aldrei áður gert viljayfirlýsingu um þjóðarhöll en ég hef gert fjölda viljayfirlýsinga sem hafa leitt til raunverulegra verkefna. Það skiptir mjög miklu máli að skilgreina prinsippin í svona stórum málum, kalla alla til sem þurfa að koma að, sérsamböndin og félögin hérna í Dalnum. Í mínum huga þá erum við að höggva á hnút sem hefur verið yfir okkur alltof lengi. Ég væri ekki að skrifa undir þetta nema ef ég hefði ekki átt mjög hreinskilin samtöl við ráðherrana í þessari ríkisstjórn um það að það sé full alvara á bak við þetta. Það er svo sannarlega af okkar hálfu,“ sagði Dagur. Handbolti Körfubolti Reykjavík Samfylkingin Íþróttir barna Þróttur Reykjavík Ármann Borgarstjórn Ný þjóðarhöll Mest lesið Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Hörður undir feldinn Körfubolti Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Dramatík í Manchester Enski boltinn Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn Fleiri fréttir Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Hvergerðingar í úrslit umspilsins Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Veit ekki hversu oft hann fór í stöngina eða slánna“ Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum Fyrrum sparkari í NFL ætlar á þing vegna Trump Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sjá meira
Henry Birgir Gunnarsson ræddi við Dag eftir undiritunina. „Það er búið að togast á um þetta býsna lengi. Borgin hefur verið með hugann við börn og unglinga í Laugardalnum sem hefur vantað aðstöðu. Ríkið og sérsamböndin hafa viljað fara í þjóðarhöll. Við erum áhugasöm um það líka. Forgangsröðun okkar er vegna barnanna,“ sagði Dagur B. Eggertsson. Erum að ná saman og höggva á hnútinn „Nú erum við að ná saman um þetta og höggva á hnútinn þannig að við erum að fara mjög hratt af stað á grunni þeirrar vinnu sem liggur fyrir. Við tökum þann kostnað sem leiðir af þörfum fyrir félögin, Þrótt og Ármann, og krakkanna í Laugardalnum. Ríkið tekur þann kostnað sem snýr að landsliðunum og þessum alþjóðlegum kröfum um þjóðarhöll,“ sagði Dagur. Er þetta eitt hús eða sérhús fyrir Ármann og Þrótt og annað fyrir þjóðarhöll? „Núverandi Laugardalshöll verður líklega heimili Þróttar og Ármanns. Það er svona Þróttar og Ármanns húsið en við sjáum fyrir okkur, vegna þess að starfsemi félaganna er mjög mikil, að þau muni líka æfa töluvert mikið í þjóðarhöllinni. Þar bætast við fjórir fullstórir handboltavellir sem er hægt að æfa körfubolta í líka. Þetta verður alveg gríðarleg viðbót í við aðstöðuna í Dalnum. Frá mínum sjónarhóli séð þá erum við að tryggja aðstöðu í heimsklassa fyrir börn og unglinga í Laugardal en eignast um leið sameiginlega þjóðarhöll fyrir landið allt. Aðstöðu sem uppfyllir öll skilyrði fyrir alþjóðlega leiki,“ sagði Dagur. Það má hlusta á allt viðtalið hér fyrir neðan. Klippa: Viðtal við Dag um viljayfirlýsingu um nýja þjóðarhöll Hefði gjarnan viljað klára þetta í fyrra Þetta hefur verið málið endalausa. Það hefur hvorki gengið né rekið. Dagur bendir á ríkisstjórnina og hún á hann. Korter í kosningar er skrifað undir plagg. Henry vildi vita hvort það væri tilviljun. „Ég hefði gjarnnan viljað að við hefðum klárað þetta í fyrra eftir að þessi sameiginlega skýrsla lá fyrir. Þá var stutt í þingkosningar og ýmsar aðstæður sem töfðu málið. Við höfðum líkað viljað klára þetta síðustu áramót en næstbest er þó að klára þetta í dag. Ég var auðvitað búinn að gefa út mjög skýrar yfirlýsingar um það að við skulduðum Þrótti og Ármanni skýr svör sem myndu koma á þessu vori. Þeirra mikla barátta fyrir þessu og barátta sérsambandana. Ég held að þeirra sé svolítið heiðurinn að við séum að klára þetta hérna í dag,“ sagði Dagur. Henry Birgir vildi fá að vita meira um kostnarskiptinguna. Það er ekki talað enn um krónur og tölur en Dagur hefur talað um tvo milljarða sem Reykjavíkurborg er tilbúin að leggja í þetta verkefni. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra segir að það sé einfaldlega of lítið. r Dagur tilbúinn að koma með meira en tvo milljarða að þessu? Hætta að rífast um hvort að tveir milljarðar verði nákvæmlega rétta talan „Við leiddum það mál í jörð þannig að borgin myndi taka þann kostnað sem snúr að þörfum Þróttar-Ármanns og skólanna í hverfinu sem munu nota húsið fyrir skólaleikfimina líka. Ríkið mun taka þann kostnað sem snýr að alþjóðlegum kröfum um þjóðarhallir og þarfir landsliðanna og sérsambandanna. Nú verður sest yfir þarfirnar sitt hvorum megin og lagt saman. Endanleg tala mun koma út frá því. Við hættum að rífast um hvort að tveir milljarðar verði nákvæmlega rétta talan eða eitthvað annað. Við ætlum að leiða það út frá þessum prinsippum sem báðir aðilar eru sáttir við,“ sagði Dagur. „Ef að niðurstaðan verður sú að þarfir félaganna og skólanna eru meiri út frá þessari kostnaðarskiptingu þá munum við standa á bak við það. Við höfum sagt það alveg skýrt við Þrótt-Ármann og fólkið hérna í Laugardalnum að við ætlum að tryggja fyrsta flokks aðstöðu fyrir börn og unglinga hér. Hún þarf að vera órofin á öllum tímum og við erum í raun að slá tvær flugur í einu höggi og kannski gott betur með því að landa hér samkomulagi um þjóðarhöll í leiðinni,“ sagði Dagur. Það hafa verið álíka uppákomur áður, ekki bara ár heldur áratugi aftur í tímann. Það er til 34 ára viljayfirlýsing um að vera búið að byggja hér allt sem hefur ekki gengið eftir. Henry spurði Dag hvort að hann haldi að fólk kaupi þetta eða líti svo á að þetta sé enn einn fundurinn og enn einn nefndin. Full alvara á bak við þetta „Ég hef aldrei áður gert viljayfirlýsingu um þjóðarhöll en ég hef gert fjölda viljayfirlýsinga sem hafa leitt til raunverulegra verkefna. Það skiptir mjög miklu máli að skilgreina prinsippin í svona stórum málum, kalla alla til sem þurfa að koma að, sérsamböndin og félögin hérna í Dalnum. Í mínum huga þá erum við að höggva á hnút sem hefur verið yfir okkur alltof lengi. Ég væri ekki að skrifa undir þetta nema ef ég hefði ekki átt mjög hreinskilin samtöl við ráðherrana í þessari ríkisstjórn um það að það sé full alvara á bak við þetta. Það er svo sannarlega af okkar hálfu,“ sagði Dagur.
Handbolti Körfubolti Reykjavík Samfylkingin Íþróttir barna Þróttur Reykjavík Ármann Borgarstjórn Ný þjóðarhöll Mest lesið Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Hörður undir feldinn Körfubolti Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Dramatík í Manchester Enski boltinn Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn Fleiri fréttir Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Hvergerðingar í úrslit umspilsins Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Veit ekki hversu oft hann fór í stöngina eða slánna“ Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum Fyrrum sparkari í NFL ætlar á þing vegna Trump Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sjá meira