Dómari segir Greene ekki hafa tekið þátt í uppreisn Samúel Karl Ólason skrifar 6. maí 2022 20:16 Marjorie Taylor Greene. umdeild hægri sinnuð bandarísk þingkona. AP/John Bazemore Marjorie Taylor Greene, bandarísk þingkona, má bjóða sig fram til endurkjörs, samkvæmt dómara í Georgíu í Bandaríkjunum. Hópur kjósenda í kjördæmi hennar höfðu reynt að koma í veg fyrir framboð hennar með því að höfða mál gegn henni. Málið var höfðað á þeim grundvelli að hún væri ekki kjörgeng vegna aðkomu hennar að árásinni á þinghús Bandaríkjanna í fyrra, þegar stuðningsmenn Donalds Trump ruddu sér leið inn í þinghúsið með því markmiði að stöðva formlega staðfestingu úrslita forsetakosninganna 2020. Hópurinn vísaði sérstaklega til ummæla Greene í aðdraganda árásarinnar að 6. janúar í fyrra myndi líkjast árinu 1776, þegar Bandaríkin gerðu uppreisn gegn Bretum. Sjá einnig: Tæplega átta tíma gat á gögnum Hvíta hússins frá 6. janúar Áðurnefndir kjósendur vildu meina að með aðkomu sinni að árásinni hafi Greene tekið þátt í uppreisn gegn stjórnvöldum Bandaríkjanna. Fjórtándi viðauki stjórnarskrár Bandaríkjanna segir að hver sá sem geri uppreisn gegn Bandaríkjunum megi sitja á þingi. Dómarinn ræddi við Greene og lögmenn hennar og lögmenn kjósendahópsins og komst að endingu að þeirri niðurstöðu að hún væri kjörgeng. Lokaákvörðunin er þó á höndum Brad Raffensperger, innanríkisráðherra Georgíu. Í samtali við AP fréttaveituna segir talsmaður ríkisstjórans að hann hafi fengið niðurstöður dómarans og muni taka ákvörðun í málinu innan skamms. Fréttaveitan segir ólíklegt að Raffensperger meini Greene að bjóða sig fram. Hann stendur sjálfur í kosningabaráttu við frambjóðanda sem hefur fengið stuðning Trumps og líklega myndu hægri sinnaðir kjósendur taka ákvörðun gegn Greene mjög illa. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Donald Trump Árás á bandaríska þinghúsið Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Erlent Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Erlent Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Innlent Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Innlent Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Erlent Fleiri fréttir Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Sjá meira
Málið var höfðað á þeim grundvelli að hún væri ekki kjörgeng vegna aðkomu hennar að árásinni á þinghús Bandaríkjanna í fyrra, þegar stuðningsmenn Donalds Trump ruddu sér leið inn í þinghúsið með því markmiði að stöðva formlega staðfestingu úrslita forsetakosninganna 2020. Hópurinn vísaði sérstaklega til ummæla Greene í aðdraganda árásarinnar að 6. janúar í fyrra myndi líkjast árinu 1776, þegar Bandaríkin gerðu uppreisn gegn Bretum. Sjá einnig: Tæplega átta tíma gat á gögnum Hvíta hússins frá 6. janúar Áðurnefndir kjósendur vildu meina að með aðkomu sinni að árásinni hafi Greene tekið þátt í uppreisn gegn stjórnvöldum Bandaríkjanna. Fjórtándi viðauki stjórnarskrár Bandaríkjanna segir að hver sá sem geri uppreisn gegn Bandaríkjunum megi sitja á þingi. Dómarinn ræddi við Greene og lögmenn hennar og lögmenn kjósendahópsins og komst að endingu að þeirri niðurstöðu að hún væri kjörgeng. Lokaákvörðunin er þó á höndum Brad Raffensperger, innanríkisráðherra Georgíu. Í samtali við AP fréttaveituna segir talsmaður ríkisstjórans að hann hafi fengið niðurstöður dómarans og muni taka ákvörðun í málinu innan skamms. Fréttaveitan segir ólíklegt að Raffensperger meini Greene að bjóða sig fram. Hann stendur sjálfur í kosningabaráttu við frambjóðanda sem hefur fengið stuðning Trumps og líklega myndu hægri sinnaðir kjósendur taka ákvörðun gegn Greene mjög illa.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Donald Trump Árás á bandaríska þinghúsið Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Erlent Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Erlent Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Innlent Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Innlent Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Erlent Fleiri fréttir Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Sjá meira