Segir það frábæra hugmynd Trumps að kaupa Grænland Kristján Már Unnarsson skrifar 7. maí 2022 07:59 Carla Sands og Kim Kielsen í sendiherrabústaðnum í Kaupmannahöfn árið 2019 að skoða kort af norðurslóðum. Sendiráð Bandaríkjanna í Danmörku. Carla Sands, fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna í Danmörku, hefur opinberlega hrósað Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, fyrir að hafa viljað kaupa Grænland. Hugmynd Trumps hafi verið frábær þar sem Danir hafi hvorki efni á að byggja upp Grænland né getu til að verja það. Carla Sands sækist núna eftir útnefningu sem frambjóðandi Repúblikanaflokksins til sætis öldungadeildar Bandaríkjaþings fyrir Pennsylvaníuríki. Í kappræðum, sem sjónvarpað var frá Pittsburgh síðastliðið miðvikudagskvöld, spurði hinn þekkti þáttastjórnandi, Greta van Susteren, hvað henni fyndist um hugmynd Trumps að kaupa Grænland: „Mér fannst þetta frábær hugmynd, því hann er samningamaður. Og við vitum að Danmörk hefur hvorki efni á að byggja upp né verja Grænland,“ svaraði Carla Sands, en Sermitsiaq fjallar um málið og vitnar í The Daily Beast. Carla Sands var áður kunn sjónvarps- og kvikmyndaleikkona, meðal annars úr sápuóperunni Glæstum vonum eða The Bold and the Beautiful. Þessi forríka ekkja var einnig rausnarlegur stuðningsmaður kosningasjóða Trumps. Carla Sands á fjarfundi með Kim Kielsen haustið 2020 þegar nýr samningur um Thule-herstöðina var gerður.Sendiráð Bandaríkjanna í Danmörku. Í sendiherratíð sinni lagði Carla Sands sig sérstaklega fram um að efla tengsl Bandaríkjamanna og Grænlendinga, og raunar einnig Færeyinga, bæði með heimsóknum sem og með persónulegum tengslum. Þannig bauð hún Kim Kielsen, forsætisráðherra Grænlands, í heimsókn á heimili sitt í sendiherrabústaðnum í Kaupmannahöfn. Carla Sands sýnir Kim Kielsen garðinn við bandaríska sendiherrabústaðinn í Kaupmannahöfn sumarið 2019.Sendiráð Bandaríkjanna í Danmörku Ósk Trumps um að fá að kaupa þetta næsta nágrannaland Íslands fyrir þremur árum vakti heimsathygli og Grænland fékk fyrir vikið meiri umfjöllun í fjölmiðlum heimsins en nokkru sinni fyrr. Forsætisráðherra Danmerkur, Mette Frederiksen, sagði tilboð Trumps hins vegar fáránlegt, sem varð til þess að Trump móðgaðist og aflýsti heimsókn sinni til Danmerkur með skömmum fyrirvara. Kim Kielsen var um sama leyti staddur í Reykjavík á fundi forsætisráðherra Norðurlandanna og svona svaraði hann Stöð 2 um ósk Trumps: Hér má sjá þegar Trump staðfesti áhuga sinn á að kaupa Grænland: Grænland Danmörk Donald Trump Norðurslóðir Tengdar fréttir Grænlendingar sömdu um Thule-herstöðina án undirskriftar Dana Samningar sem landsstjórn Grænlands gerði við Bandaríkjastjórn í vikunni um Thule-herstöðina, eitt hernaðarlega mikilvægasta mannvirki norðurslóða, voru án formlegrar aðildar ríkisstjórnar Danmerkur. Þetta er í fyrsta sinn sem slíkt gerist. 1. nóvember 2020 08:14 Segir stuðning við Grænlendinga svar við ásælni Rússa og Kínverja Efnahagsaðstoð Bandaríkjastjórnar við Grænlendinga er svar við aukinni ásælni bæði Rússa og Kínverja á norðurslóðum. Þetta má sjá í grein bandaríska sendiherrans í Danmörku. 24. apríl 2020 13:21 Færeyjar og Bandaríkin treysta vinasamstarfið Færeyjar og Bandaríkin hafa undirritað samstarfsyfirlýsingu sem mótar ramma að auknu samstarfi landanna. Grunnurinn var lagður á fundi Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, með forystumönnum Færeyja og Grænlands í Kaupmannahöfn síðastliðið sumar. 14. nóvember 2020 14:26 Ameríski ræðismaðurinn verður í höfuðstöðvum danska hersins Bandaríska ræðismannsskrifstofan á Grænlandi verður staðsett í höfuðstöðvum danska hersins í Nuuk. Skrifstofan verður opnuð á þessu ári en nánari tímasetning hefur ekki verið tilkynnt. 26. apríl 2020 08:32 Trump heldur Grænlandi í kastljósi heimspressunnar Grænland baðar sig nú í kastljósi heimsfjölmiðlanna en Donald Trump Bandaríkjaforseti grínaðist með það í tísti að hann hygðist ekki reisa þar risastóran Trump-turn. 20. ágúst 2019 20:10 Segir yfirlýsingu Mette Frederiksen andstyggilega Trump segir viðbrögð forsætisráðherra Dana hafa misboðið sér. 21. ágúst 2019 20:10 Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps tístir um verkefni á Grænlandi Sérfræðingar segja þetta skýrari skilaboð en áður um að Bandaríkjastjórn sé tilbúin að greiða gjald í formi efnahagsstuðnings til að ná fram markmiðum sínum á Grænlandi. 8. september 2019 09:05 Sápuóperustjarna úr Glæstum vonum næsti sendiherra Bandaríkjanna Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur tilnefnt fjárfestingastjórann Carla Sands sem næsta sendiherra Bandaríkjanna í Danmörku. 8. september 2017 10:35 Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Sjá meira
Carla Sands sækist núna eftir útnefningu sem frambjóðandi Repúblikanaflokksins til sætis öldungadeildar Bandaríkjaþings fyrir Pennsylvaníuríki. Í kappræðum, sem sjónvarpað var frá Pittsburgh síðastliðið miðvikudagskvöld, spurði hinn þekkti þáttastjórnandi, Greta van Susteren, hvað henni fyndist um hugmynd Trumps að kaupa Grænland: „Mér fannst þetta frábær hugmynd, því hann er samningamaður. Og við vitum að Danmörk hefur hvorki efni á að byggja upp né verja Grænland,“ svaraði Carla Sands, en Sermitsiaq fjallar um málið og vitnar í The Daily Beast. Carla Sands var áður kunn sjónvarps- og kvikmyndaleikkona, meðal annars úr sápuóperunni Glæstum vonum eða The Bold and the Beautiful. Þessi forríka ekkja var einnig rausnarlegur stuðningsmaður kosningasjóða Trumps. Carla Sands á fjarfundi með Kim Kielsen haustið 2020 þegar nýr samningur um Thule-herstöðina var gerður.Sendiráð Bandaríkjanna í Danmörku. Í sendiherratíð sinni lagði Carla Sands sig sérstaklega fram um að efla tengsl Bandaríkjamanna og Grænlendinga, og raunar einnig Færeyinga, bæði með heimsóknum sem og með persónulegum tengslum. Þannig bauð hún Kim Kielsen, forsætisráðherra Grænlands, í heimsókn á heimili sitt í sendiherrabústaðnum í Kaupmannahöfn. Carla Sands sýnir Kim Kielsen garðinn við bandaríska sendiherrabústaðinn í Kaupmannahöfn sumarið 2019.Sendiráð Bandaríkjanna í Danmörku Ósk Trumps um að fá að kaupa þetta næsta nágrannaland Íslands fyrir þremur árum vakti heimsathygli og Grænland fékk fyrir vikið meiri umfjöllun í fjölmiðlum heimsins en nokkru sinni fyrr. Forsætisráðherra Danmerkur, Mette Frederiksen, sagði tilboð Trumps hins vegar fáránlegt, sem varð til þess að Trump móðgaðist og aflýsti heimsókn sinni til Danmerkur með skömmum fyrirvara. Kim Kielsen var um sama leyti staddur í Reykjavík á fundi forsætisráðherra Norðurlandanna og svona svaraði hann Stöð 2 um ósk Trumps: Hér má sjá þegar Trump staðfesti áhuga sinn á að kaupa Grænland:
Grænland Danmörk Donald Trump Norðurslóðir Tengdar fréttir Grænlendingar sömdu um Thule-herstöðina án undirskriftar Dana Samningar sem landsstjórn Grænlands gerði við Bandaríkjastjórn í vikunni um Thule-herstöðina, eitt hernaðarlega mikilvægasta mannvirki norðurslóða, voru án formlegrar aðildar ríkisstjórnar Danmerkur. Þetta er í fyrsta sinn sem slíkt gerist. 1. nóvember 2020 08:14 Segir stuðning við Grænlendinga svar við ásælni Rússa og Kínverja Efnahagsaðstoð Bandaríkjastjórnar við Grænlendinga er svar við aukinni ásælni bæði Rússa og Kínverja á norðurslóðum. Þetta má sjá í grein bandaríska sendiherrans í Danmörku. 24. apríl 2020 13:21 Færeyjar og Bandaríkin treysta vinasamstarfið Færeyjar og Bandaríkin hafa undirritað samstarfsyfirlýsingu sem mótar ramma að auknu samstarfi landanna. Grunnurinn var lagður á fundi Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, með forystumönnum Færeyja og Grænlands í Kaupmannahöfn síðastliðið sumar. 14. nóvember 2020 14:26 Ameríski ræðismaðurinn verður í höfuðstöðvum danska hersins Bandaríska ræðismannsskrifstofan á Grænlandi verður staðsett í höfuðstöðvum danska hersins í Nuuk. Skrifstofan verður opnuð á þessu ári en nánari tímasetning hefur ekki verið tilkynnt. 26. apríl 2020 08:32 Trump heldur Grænlandi í kastljósi heimspressunnar Grænland baðar sig nú í kastljósi heimsfjölmiðlanna en Donald Trump Bandaríkjaforseti grínaðist með það í tísti að hann hygðist ekki reisa þar risastóran Trump-turn. 20. ágúst 2019 20:10 Segir yfirlýsingu Mette Frederiksen andstyggilega Trump segir viðbrögð forsætisráðherra Dana hafa misboðið sér. 21. ágúst 2019 20:10 Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps tístir um verkefni á Grænlandi Sérfræðingar segja þetta skýrari skilaboð en áður um að Bandaríkjastjórn sé tilbúin að greiða gjald í formi efnahagsstuðnings til að ná fram markmiðum sínum á Grænlandi. 8. september 2019 09:05 Sápuóperustjarna úr Glæstum vonum næsti sendiherra Bandaríkjanna Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur tilnefnt fjárfestingastjórann Carla Sands sem næsta sendiherra Bandaríkjanna í Danmörku. 8. september 2017 10:35 Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Sjá meira
Grænlendingar sömdu um Thule-herstöðina án undirskriftar Dana Samningar sem landsstjórn Grænlands gerði við Bandaríkjastjórn í vikunni um Thule-herstöðina, eitt hernaðarlega mikilvægasta mannvirki norðurslóða, voru án formlegrar aðildar ríkisstjórnar Danmerkur. Þetta er í fyrsta sinn sem slíkt gerist. 1. nóvember 2020 08:14
Segir stuðning við Grænlendinga svar við ásælni Rússa og Kínverja Efnahagsaðstoð Bandaríkjastjórnar við Grænlendinga er svar við aukinni ásælni bæði Rússa og Kínverja á norðurslóðum. Þetta má sjá í grein bandaríska sendiherrans í Danmörku. 24. apríl 2020 13:21
Færeyjar og Bandaríkin treysta vinasamstarfið Færeyjar og Bandaríkin hafa undirritað samstarfsyfirlýsingu sem mótar ramma að auknu samstarfi landanna. Grunnurinn var lagður á fundi Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, með forystumönnum Færeyja og Grænlands í Kaupmannahöfn síðastliðið sumar. 14. nóvember 2020 14:26
Ameríski ræðismaðurinn verður í höfuðstöðvum danska hersins Bandaríska ræðismannsskrifstofan á Grænlandi verður staðsett í höfuðstöðvum danska hersins í Nuuk. Skrifstofan verður opnuð á þessu ári en nánari tímasetning hefur ekki verið tilkynnt. 26. apríl 2020 08:32
Trump heldur Grænlandi í kastljósi heimspressunnar Grænland baðar sig nú í kastljósi heimsfjölmiðlanna en Donald Trump Bandaríkjaforseti grínaðist með það í tísti að hann hygðist ekki reisa þar risastóran Trump-turn. 20. ágúst 2019 20:10
Segir yfirlýsingu Mette Frederiksen andstyggilega Trump segir viðbrögð forsætisráðherra Dana hafa misboðið sér. 21. ágúst 2019 20:10
Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps tístir um verkefni á Grænlandi Sérfræðingar segja þetta skýrari skilaboð en áður um að Bandaríkjastjórn sé tilbúin að greiða gjald í formi efnahagsstuðnings til að ná fram markmiðum sínum á Grænlandi. 8. september 2019 09:05
Sápuóperustjarna úr Glæstum vonum næsti sendiherra Bandaríkjanna Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur tilnefnt fjárfestingastjórann Carla Sands sem næsta sendiherra Bandaríkjanna í Danmörku. 8. september 2017 10:35