Sigmundur Davíð gefur lítið fyrir yfirlýsingar um „þjóðarhöll“ Jakob Bjarnar skrifar 7. maí 2022 11:09 Sigmundur Davíð gefur lítið fyrir viljayfirlýsingar um að nú eigi að reisa þjóðarhöll og ráða niðurlögum verðbólgu. Slíkan innistæðulausan fagurgala megi rekja til þess að nú eru að koma kosningar. Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, hefur eitt og annað við framgöngu ráðamanna að athuga nú í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga. Sigmundur Davíð segir stjórnmálaflokkana þá sem eru við völd keppast við að gefa út yfirlýsingar um hvað eina um þessar mundir. En út frá hans bæjardyrum séð er um að ræða innistæðulausan fagurgala. Og ljóst að nokkur aðstöðumunur er milli flokka hvað þetta varðar að gefa út loforð um hitt og þetta sem gæti kallað fram gott veður hjá kjósendum. „Allt í einu birtist viljayfirlýsing um „þjóðarhöll”. Líklega vita flestir, í ljósi reynslunnar, að slík yfirlýsing hefur litla þýðingu. Enda ríkisstjórnin NÝBÚIN að samþykkja 5 ára fjármálaáætlun þar sem hvergi er minnst á þjóðarhöll,“ segir Sigmundur Davíð í stuttum pistli á Facebook-síðu sinni. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri undirrituðu viljayfirlýsingu um byggingu þjóðarhallar í innanhússíþróttum í vikunni. Sigmundur Davíð telur þar vera um að ræða orðin tóm. Hann bendir á að samdægurs hafi svo verið tilkynnt af hálfu ríkisstjórnarinnar um aðgerðir til að takast á við verðbólguna – sem passi því það eru að koma kosningar: „Gallinn er bara sá að engin „aðgerðanna” dregur úr verðbólgu. -Þvert á móti. Það er eðlilegt að láta bætur fylgja verðlagsþróun en það dregur ekki úr verðbólgu.“ Sigmundur Davíð segi leiðina til að draga úr verðbólgu sé að lækka álögur svo sem gríðarhá gjöld á eldsneyti og önnur aðföng: „Í staðinn rukkar ríkið meira en nokkru sinni fyrr, leggur á ný refsigjöld og eykur þannig verðbólgu og hækkar lánin,“ segir Sigmundur Davíð. Sveitarstjórnarkosningar 2022 Skipulag Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Miðflokkurinn Reykjavík Ný þjóðarhöll Tengdar fréttir Undirrita viljayfirlýsingu um nýja Þjóðarhöll í Laugardalnum Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík, undirrita viljayfirlýsingu um byggingu nýrrar þjóðarhallar í innanhúsíþróttum í dag. 6. maí 2022 08:16 Grípa til aðgerða vegna verðbólgunnar Ríkisstjórnin samþykkti á fundi hennar í dag að ráðast í mótvægisaðgerðir til að draga úr áhrifum verðbólgu. 6. maí 2022 12:52 Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Fleiri fréttir Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Sjá meira
Sigmundur Davíð segir stjórnmálaflokkana þá sem eru við völd keppast við að gefa út yfirlýsingar um hvað eina um þessar mundir. En út frá hans bæjardyrum séð er um að ræða innistæðulausan fagurgala. Og ljóst að nokkur aðstöðumunur er milli flokka hvað þetta varðar að gefa út loforð um hitt og þetta sem gæti kallað fram gott veður hjá kjósendum. „Allt í einu birtist viljayfirlýsing um „þjóðarhöll”. Líklega vita flestir, í ljósi reynslunnar, að slík yfirlýsing hefur litla þýðingu. Enda ríkisstjórnin NÝBÚIN að samþykkja 5 ára fjármálaáætlun þar sem hvergi er minnst á þjóðarhöll,“ segir Sigmundur Davíð í stuttum pistli á Facebook-síðu sinni. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri undirrituðu viljayfirlýsingu um byggingu þjóðarhallar í innanhússíþróttum í vikunni. Sigmundur Davíð telur þar vera um að ræða orðin tóm. Hann bendir á að samdægurs hafi svo verið tilkynnt af hálfu ríkisstjórnarinnar um aðgerðir til að takast á við verðbólguna – sem passi því það eru að koma kosningar: „Gallinn er bara sá að engin „aðgerðanna” dregur úr verðbólgu. -Þvert á móti. Það er eðlilegt að láta bætur fylgja verðlagsþróun en það dregur ekki úr verðbólgu.“ Sigmundur Davíð segi leiðina til að draga úr verðbólgu sé að lækka álögur svo sem gríðarhá gjöld á eldsneyti og önnur aðföng: „Í staðinn rukkar ríkið meira en nokkru sinni fyrr, leggur á ný refsigjöld og eykur þannig verðbólgu og hækkar lánin,“ segir Sigmundur Davíð.
Sveitarstjórnarkosningar 2022 Skipulag Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Miðflokkurinn Reykjavík Ný þjóðarhöll Tengdar fréttir Undirrita viljayfirlýsingu um nýja Þjóðarhöll í Laugardalnum Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík, undirrita viljayfirlýsingu um byggingu nýrrar þjóðarhallar í innanhúsíþróttum í dag. 6. maí 2022 08:16 Grípa til aðgerða vegna verðbólgunnar Ríkisstjórnin samþykkti á fundi hennar í dag að ráðast í mótvægisaðgerðir til að draga úr áhrifum verðbólgu. 6. maí 2022 12:52 Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Fleiri fréttir Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Sjá meira
Undirrita viljayfirlýsingu um nýja Þjóðarhöll í Laugardalnum Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík, undirrita viljayfirlýsingu um byggingu nýrrar þjóðarhallar í innanhúsíþróttum í dag. 6. maí 2022 08:16
Grípa til aðgerða vegna verðbólgunnar Ríkisstjórnin samþykkti á fundi hennar í dag að ráðast í mótvægisaðgerðir til að draga úr áhrifum verðbólgu. 6. maí 2022 12:52
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum