Gylfi segir leiðréttingu á eignamarkaði yfirvofandi Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 8. maí 2022 12:15 Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði, segir að lágvaxtatímabilið sé nú að renna sitt skeið á enda og að við taki breytt heimsmynd. Hann spáir því að síðasta hækkun stýrivaxta sé aðeins fyrsta skrefið af mörgum. vísir/vilhelm Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði, segir að verðbólgan sé ekki aðeins á húsnæðismarkaði heldur sé hún víðfeðmari en oft áður. Eftirspurn sé mikil en mörg vandamál blasi við á framboðshliðinni. Hann býst við að síðasta útspil Seðlabankastjóra sé aðeins fyrsta skrefið af mörgum og að yfirvofandi sé eins konar leiðrétting á eignamarkaði, hann bindur vonir við að sú leiðrétting muni gerst jafnt og þétt svo hér verði ekki hrun á eignamarkaði. Hinn margreyndi hagfræðingur kortlagði stöðuna í efnahagsmálum á Sprengisandi í morgun. Þar lýsti hann því að hvernig lágvaxtartímabilið væri að renna sitt skeið og að við tæki breytt heimsmynd og að sú breyting væri að gerast hratt. „Síðustu áratugi hefur verið gjá á milli fjármálamarkaða og raunhafkerfis; gríðarlegt fjármagn í umferð sem lyftir upp eignaverði. Aðilar sem eiga fjármagn hagnast gríðarlega en það hefur verið yfirvofandi eins konar leiðrétting í mjög langan tíma þannig að fjármálakerfið og eignaverðin muni leiðréttast og ég held að það sé nokkuð öruggt að á næstu tólf mánuðum hafi einhver leiðrétting átt sér stað. Það er bara vonandi að hún verði ekki of snögg.“ Gylfi, sem á sæti í peningastefnunefnd Seðlabankans, spáir því að síðasta ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankans um að hækka stýrivexti um heilt prósent sé aðeins fyrsta skrefið af mörgum. „Við erum að fara aftur í tímann. En það er ekki alvont. Það er jákvætt og heilbrigt að hafa jákvæða bæði nafnvexti og raunvexti. Það er jákvætt að eignaverðin séu ekki eins há og þau hafa verið; að hlutabréfamarkaðurinn sé ekki svona í hæstu hæðum og úr tengslum við veruleikann. Það er jákvætt að fasteignaverð sé ekki eins hátt og það hefur verið.“ Mynstrið sé víða um heim það sama; Það sé mikil eftirspurn en að vandamálin blasi við á framboðshliðinni. „Hér á landi er almenn eftirspurn mjög mikil og verðbólgan er ekki bara á húsnæðismarkaði heldur er hún að dreifast á aðra liði neysluverðsvísitölunnar þannig að hún er að verða miklu víðfeðmari heldur en áður.“ Gylfi segir að til þess að halda verðbólgunni í skefjum þurfi allir að ganga í takt. Það þýði ekki að krefja verkalýðshreyfinguna eina um hófsemi, stóru fyrirtækin á markaði þurfi líka að sýna sanngirni til að auka sátt en þarna vísar Gylfi til arðgreiðslna og launakjöra forstjóra. „Það gengur ekki að benda bara á launafólk.“ Hann segir að ríkisstjórnin og sveitarfélögin þurfi að bretta upp ermar og auka framboð á ódýru húsnæði en að öðru leyti þurfi að hafa aðhaldssama stefnu í ríkisfjármálum. Gylfi tekur fram að það sé margt sem vinni með íslenska hagkerfinu og nefnir hann máli sínu til stuðnings myndarlegan hagvöxt og minnkandi atvinnuleysi. Þá segir hann að efnahagsleg áhrif af völdum innrásarinnar í Úkraínu vera minni en víða annars staðar og búi Íslendingar að því að hafa hitaveitu og að flytja út fisk sem hækkar nú í verði. Verðlag Efnahagsmál Seðlabankinn Sprengisandur Íslenska krónan Húsnæðismál Tengdar fréttir Grípa til aðgerða vegna verðbólgunnar Ríkisstjórnin samþykkti á fundi hennar í dag að ráðast í mótvægisaðgerðir til að draga úr áhrifum verðbólgu. 6. maí 2022 12:52 Með skilaboð til verkalýðshreyfingarinnar fyrir kjaraviðræður Viðskiptaráðherra biðlar til verslana að ráðast í sem minnstar verðhækkanir til að halda verðbólgunni eins lágri og mögulegt er. Hún vonar að verkalýðshreyfingin sýni ábyrgð í komandi kjarasamningum. 5. maí 2022 19:02 Seðlabankastjóri vonar að ekki þurfi að keyra hagkerfið í kreppu Seðlabankastjóri segir íslenskt efnahagslíf ekki komið í kreppuverðbólgu. Mikilvægt sé að allir vinni saman gegn verðbólgunni þannig að Seðlabankinn þurfi ekki að keyra efnahagslífið í kreppu til að ná verðbólgunni niður. 5. maí 2022 12:01 Mest lesið Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
Hann býst við að síðasta útspil Seðlabankastjóra sé aðeins fyrsta skrefið af mörgum og að yfirvofandi sé eins konar leiðrétting á eignamarkaði, hann bindur vonir við að sú leiðrétting muni gerst jafnt og þétt svo hér verði ekki hrun á eignamarkaði. Hinn margreyndi hagfræðingur kortlagði stöðuna í efnahagsmálum á Sprengisandi í morgun. Þar lýsti hann því að hvernig lágvaxtartímabilið væri að renna sitt skeið og að við tæki breytt heimsmynd og að sú breyting væri að gerast hratt. „Síðustu áratugi hefur verið gjá á milli fjármálamarkaða og raunhafkerfis; gríðarlegt fjármagn í umferð sem lyftir upp eignaverði. Aðilar sem eiga fjármagn hagnast gríðarlega en það hefur verið yfirvofandi eins konar leiðrétting í mjög langan tíma þannig að fjármálakerfið og eignaverðin muni leiðréttast og ég held að það sé nokkuð öruggt að á næstu tólf mánuðum hafi einhver leiðrétting átt sér stað. Það er bara vonandi að hún verði ekki of snögg.“ Gylfi, sem á sæti í peningastefnunefnd Seðlabankans, spáir því að síðasta ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankans um að hækka stýrivexti um heilt prósent sé aðeins fyrsta skrefið af mörgum. „Við erum að fara aftur í tímann. En það er ekki alvont. Það er jákvætt og heilbrigt að hafa jákvæða bæði nafnvexti og raunvexti. Það er jákvætt að eignaverðin séu ekki eins há og þau hafa verið; að hlutabréfamarkaðurinn sé ekki svona í hæstu hæðum og úr tengslum við veruleikann. Það er jákvætt að fasteignaverð sé ekki eins hátt og það hefur verið.“ Mynstrið sé víða um heim það sama; Það sé mikil eftirspurn en að vandamálin blasi við á framboðshliðinni. „Hér á landi er almenn eftirspurn mjög mikil og verðbólgan er ekki bara á húsnæðismarkaði heldur er hún að dreifast á aðra liði neysluverðsvísitölunnar þannig að hún er að verða miklu víðfeðmari heldur en áður.“ Gylfi segir að til þess að halda verðbólgunni í skefjum þurfi allir að ganga í takt. Það þýði ekki að krefja verkalýðshreyfinguna eina um hófsemi, stóru fyrirtækin á markaði þurfi líka að sýna sanngirni til að auka sátt en þarna vísar Gylfi til arðgreiðslna og launakjöra forstjóra. „Það gengur ekki að benda bara á launafólk.“ Hann segir að ríkisstjórnin og sveitarfélögin þurfi að bretta upp ermar og auka framboð á ódýru húsnæði en að öðru leyti þurfi að hafa aðhaldssama stefnu í ríkisfjármálum. Gylfi tekur fram að það sé margt sem vinni með íslenska hagkerfinu og nefnir hann máli sínu til stuðnings myndarlegan hagvöxt og minnkandi atvinnuleysi. Þá segir hann að efnahagsleg áhrif af völdum innrásarinnar í Úkraínu vera minni en víða annars staðar og búi Íslendingar að því að hafa hitaveitu og að flytja út fisk sem hækkar nú í verði.
Verðlag Efnahagsmál Seðlabankinn Sprengisandur Íslenska krónan Húsnæðismál Tengdar fréttir Grípa til aðgerða vegna verðbólgunnar Ríkisstjórnin samþykkti á fundi hennar í dag að ráðast í mótvægisaðgerðir til að draga úr áhrifum verðbólgu. 6. maí 2022 12:52 Með skilaboð til verkalýðshreyfingarinnar fyrir kjaraviðræður Viðskiptaráðherra biðlar til verslana að ráðast í sem minnstar verðhækkanir til að halda verðbólgunni eins lágri og mögulegt er. Hún vonar að verkalýðshreyfingin sýni ábyrgð í komandi kjarasamningum. 5. maí 2022 19:02 Seðlabankastjóri vonar að ekki þurfi að keyra hagkerfið í kreppu Seðlabankastjóri segir íslenskt efnahagslíf ekki komið í kreppuverðbólgu. Mikilvægt sé að allir vinni saman gegn verðbólgunni þannig að Seðlabankinn þurfi ekki að keyra efnahagslífið í kreppu til að ná verðbólgunni niður. 5. maí 2022 12:01 Mest lesið Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
Grípa til aðgerða vegna verðbólgunnar Ríkisstjórnin samþykkti á fundi hennar í dag að ráðast í mótvægisaðgerðir til að draga úr áhrifum verðbólgu. 6. maí 2022 12:52
Með skilaboð til verkalýðshreyfingarinnar fyrir kjaraviðræður Viðskiptaráðherra biðlar til verslana að ráðast í sem minnstar verðhækkanir til að halda verðbólgunni eins lágri og mögulegt er. Hún vonar að verkalýðshreyfingin sýni ábyrgð í komandi kjarasamningum. 5. maí 2022 19:02
Seðlabankastjóri vonar að ekki þurfi að keyra hagkerfið í kreppu Seðlabankastjóri segir íslenskt efnahagslíf ekki komið í kreppuverðbólgu. Mikilvægt sé að allir vinni saman gegn verðbólgunni þannig að Seðlabankinn þurfi ekki að keyra efnahagslífið í kreppu til að ná verðbólgunni niður. 5. maí 2022 12:01