Ruglaðist á Íslandsvininum Mahomes og nítján ára körfuboltamanni Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. maí 2022 13:30 Patrick Mahomes og Paolo Banchero eru ekki ólíkustu menn í heimi. vísir/getty Hinum þrautreynda sjónvarpsmanni Martin Brundle á Sky Sports urðu á brosleg mistök í beinni útsendingu frá kappakstrinum í Miami í gær. Brundle er þekktur fyrir að taka viðtöl fyrir keppnir í Formúlu 1, ökuþóra, liðsstjóra og þekkta einstaklinga. Engin vöntun var á stjörnum í Miami í gær en meðal þeirra sem fylgdust með kappakstrinum voru Michelle Obama, Michael Jordan, Serena Williams, Pharrell Williams, DJ Khaled, Tom Brady, David Beckham og Patrick Mahomes. Brundle ætlaði að tala við Mahomes og hélt að hann hefði gómað leikstjórnandann snjalla. Snemma í viðtalinu kom í ljós að viðmælandinn var alls ekki Mahomes heldur körfuboltamaðurinn ungi Paolo Banchero. Brundle bað Banchero afsökunar á mistökunum. Hinn nítján ára Banchero, sem er einn efnilegasti körfuboltamaður Bandaríkjanna, virtist ekki erfa þau við Brundle, allavega miðað við viðbrögð hans á Twitter. Banchero og Mahomes eru vissulega ekki ólíkir í útliti þótt hæðarmunur greini þá í sundur. Mahomes er 1,91 metrar á hæð en Banchero 2,08 metrar. Banchero lék með Duke háskólanum við góðan orðstír í vetur. Eftir tímabilið ákvað hann að gefa kost á sér í nýliðaval NBA-deildarinnar. Í vetur var Banchero með 17,2 stig, 7,8 fráköst og 3,2 stoðsendingar að meðaltali í leik. Heimsmeistarinn Max Verstappen hrósaði sigri í kappakstrinum í Miami, sem var sá fyrsti þar í borg. Verstappen hefur unnið tvær keppnir í röð og þrjár alls á tímabilinu. Formúla NFL Mest lesið Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Juventus-parið hætt saman Fótbolti Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport „Þetta var hið fullkomna kvöld“ Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira
Brundle er þekktur fyrir að taka viðtöl fyrir keppnir í Formúlu 1, ökuþóra, liðsstjóra og þekkta einstaklinga. Engin vöntun var á stjörnum í Miami í gær en meðal þeirra sem fylgdust með kappakstrinum voru Michelle Obama, Michael Jordan, Serena Williams, Pharrell Williams, DJ Khaled, Tom Brady, David Beckham og Patrick Mahomes. Brundle ætlaði að tala við Mahomes og hélt að hann hefði gómað leikstjórnandann snjalla. Snemma í viðtalinu kom í ljós að viðmælandinn var alls ekki Mahomes heldur körfuboltamaðurinn ungi Paolo Banchero. Brundle bað Banchero afsökunar á mistökunum. Hinn nítján ára Banchero, sem er einn efnilegasti körfuboltamaður Bandaríkjanna, virtist ekki erfa þau við Brundle, allavega miðað við viðbrögð hans á Twitter. Banchero og Mahomes eru vissulega ekki ólíkir í útliti þótt hæðarmunur greini þá í sundur. Mahomes er 1,91 metrar á hæð en Banchero 2,08 metrar. Banchero lék með Duke háskólanum við góðan orðstír í vetur. Eftir tímabilið ákvað hann að gefa kost á sér í nýliðaval NBA-deildarinnar. Í vetur var Banchero með 17,2 stig, 7,8 fráköst og 3,2 stoðsendingar að meðaltali í leik. Heimsmeistarinn Max Verstappen hrósaði sigri í kappakstrinum í Miami, sem var sá fyrsti þar í borg. Verstappen hefur unnið tvær keppnir í röð og þrjár alls á tímabilinu.
Formúla NFL Mest lesið Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Juventus-parið hætt saman Fótbolti Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport „Þetta var hið fullkomna kvöld“ Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira