Ruglaðist á Íslandsvininum Mahomes og nítján ára körfuboltamanni Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. maí 2022 13:30 Patrick Mahomes og Paolo Banchero eru ekki ólíkustu menn í heimi. vísir/getty Hinum þrautreynda sjónvarpsmanni Martin Brundle á Sky Sports urðu á brosleg mistök í beinni útsendingu frá kappakstrinum í Miami í gær. Brundle er þekktur fyrir að taka viðtöl fyrir keppnir í Formúlu 1, ökuþóra, liðsstjóra og þekkta einstaklinga. Engin vöntun var á stjörnum í Miami í gær en meðal þeirra sem fylgdust með kappakstrinum voru Michelle Obama, Michael Jordan, Serena Williams, Pharrell Williams, DJ Khaled, Tom Brady, David Beckham og Patrick Mahomes. Brundle ætlaði að tala við Mahomes og hélt að hann hefði gómað leikstjórnandann snjalla. Snemma í viðtalinu kom í ljós að viðmælandinn var alls ekki Mahomes heldur körfuboltamaðurinn ungi Paolo Banchero. Brundle bað Banchero afsökunar á mistökunum. Hinn nítján ára Banchero, sem er einn efnilegasti körfuboltamaður Bandaríkjanna, virtist ekki erfa þau við Brundle, allavega miðað við viðbrögð hans á Twitter. Banchero og Mahomes eru vissulega ekki ólíkir í útliti þótt hæðarmunur greini þá í sundur. Mahomes er 1,91 metrar á hæð en Banchero 2,08 metrar. Banchero lék með Duke háskólanum við góðan orðstír í vetur. Eftir tímabilið ákvað hann að gefa kost á sér í nýliðaval NBA-deildarinnar. Í vetur var Banchero með 17,2 stig, 7,8 fráköst og 3,2 stoðsendingar að meðaltali í leik. Heimsmeistarinn Max Verstappen hrósaði sigri í kappakstrinum í Miami, sem var sá fyrsti þar í borg. Verstappen hefur unnið tvær keppnir í röð og þrjár alls á tímabilinu. Formúla NFL Mest lesið Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Fótbolti Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Fótbolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð Körfubolti Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fótbolti Fleiri fréttir Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Brundle er þekktur fyrir að taka viðtöl fyrir keppnir í Formúlu 1, ökuþóra, liðsstjóra og þekkta einstaklinga. Engin vöntun var á stjörnum í Miami í gær en meðal þeirra sem fylgdust með kappakstrinum voru Michelle Obama, Michael Jordan, Serena Williams, Pharrell Williams, DJ Khaled, Tom Brady, David Beckham og Patrick Mahomes. Brundle ætlaði að tala við Mahomes og hélt að hann hefði gómað leikstjórnandann snjalla. Snemma í viðtalinu kom í ljós að viðmælandinn var alls ekki Mahomes heldur körfuboltamaðurinn ungi Paolo Banchero. Brundle bað Banchero afsökunar á mistökunum. Hinn nítján ára Banchero, sem er einn efnilegasti körfuboltamaður Bandaríkjanna, virtist ekki erfa þau við Brundle, allavega miðað við viðbrögð hans á Twitter. Banchero og Mahomes eru vissulega ekki ólíkir í útliti þótt hæðarmunur greini þá í sundur. Mahomes er 1,91 metrar á hæð en Banchero 2,08 metrar. Banchero lék með Duke háskólanum við góðan orðstír í vetur. Eftir tímabilið ákvað hann að gefa kost á sér í nýliðaval NBA-deildarinnar. Í vetur var Banchero með 17,2 stig, 7,8 fráköst og 3,2 stoðsendingar að meðaltali í leik. Heimsmeistarinn Max Verstappen hrósaði sigri í kappakstrinum í Miami, sem var sá fyrsti þar í borg. Verstappen hefur unnið tvær keppnir í röð og þrjár alls á tímabilinu.
Formúla NFL Mest lesið Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Fótbolti Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Fótbolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð Körfubolti Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fótbolti Fleiri fréttir Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira