Bjórbað og söngur þegar Sveindís og stöllur fögnuðu langt fram á kvöld Sindri Sverrisson skrifar 9. maí 2022 12:30 Sveíndís Jane Jónsdóttir varð Þýskalandsmeistari í fyrstu tilraun með Wolfsburg og fagnaði því vel. Alex Popp var áberandi í fagnaðarlátunum og gaf Svenju Huth bjórbað. Getty og Skjáskot/Wölfe TV Sveindís Jane Jónsdóttir og liðsfélagar hennar í Wolfsburg fögnuðu að vonum vel í gær eftir að hafa orðið Þýskalandsmeistarar í fótbolta þrátt fyrir harða samkeppni við Bayern München. Sveindís er fimmta íslenska knattspyrnukonan til að verða Þýskalandsmeistari og önnur til að vinna titilinn með Wolfsburg. Hún skoraði og lagði upp mark í 10-1 sigrinum gegn Jena í gær sem endanlega tryggði Wolfsburg titilinn. Sveindís var komin á varamannabekkinn þegar lokaflautið gall í Jena í gær en þá hlupu allir leikmenn Wolfsburg inn á völlinn, féllust í faðma og fögnuðu titlinum. Fagnaðarlætin héldu áfram utan vallar, þar sem kampavínsflöskur voru opnaðar og leikmenn fögnuðu með þeim stuðningsmönnum sem gerðu sér ferð til Jena. Risavaxið bjórglas var sömuleiðis látið ganga áður en að þýska „drottningin“ Alex Popp, sem unnið hefur tvo Evrópumeistaratitla og nú sex Þýskalandsmeistaratitla með Wolfsburg, tók það með sér í liðsrútuna. Fagnaðarlætin má sjá hér að neðan í myndbandi frá Wolfsburg. Sex ár síðan lið án Íslendings vann titilinn Sveindís, sem er aðeins tvítug og hóf að spila með Wolfsburg í vetur, fetar í fótspor fjögurra íslenskra knattspyrnukvenna sem orðið hafa Þýskalandsmeistarar. Raunar eru sex ár liðin síðan að lið varð þýskur meistari án þess að vera með Íslending innanborðs. Sara Björk Gunnarsdóttir vann titilinn með Wolfsburg fjögur ár í röð, árin 2017-2020. Í fyrra fagnaði Karólína Lea Vilhjálmsdóttir titlinum með Bayern München, líkt og Dagný Brynjarsdóttir gerði árið 2015, og Margrét Lára Viðarsdóttir varð fyrst íslenskra knattspyrnukvenna til að vinna titilinn, með Potsdam árið 2012. Sveindís og stöllur hennar fögnuðu titlinum áfram í rútunni á leið heim frá Jena og við komuna til Wolfsburg tóku stuðningsmenn á móti þeim og saman kyrjuðu þau söngva fram eftir kvöldi. View this post on Instagram A post shared by VfL Wolfsburg Frauenfussball (@vfl.wolfsburg.frauen) Tímabilinu er þó ekki lokið hjá Wolfsburg því liðið mætir Potsdam í bikarúrslitaleik 28. maí. Þá tekur við stutt hlé fyrir Sveindísi áður en Evrópumótið í fótbolta hefst í júlí. Þýski boltinn Tengdar fréttir Sveindís Jane skoraði og lagði upp er Wolfsburg tryggði sér þýska meistaratitilinn Sveindís Jane Jónsdóttir var í byrjunarliði Wolfsburg sem vann 10-1 stórsigur á botnliði Jena í þýsku úrvalsdeild kvenna í fótbolta í dag. Sigurinn þýðir að Wolfsburg er Þýskalandsmeistari. 8. maí 2022 15:50 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Fótbolti Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Fótbolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Körfubolti Fleiri fréttir Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Frakkar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Kraftur Sævars muni smita stuðningsmenn Sævar Atli í byrjunarliðinu í fyrsta skipti í rúm tvö ár Skoraði sigurmarkið gegn Liverpool og svo tvö fyrir landsliðið Haaland og Glasner bestir í september Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ „Þetta er mikilvægasti leikurinn í riðlinum“ Isak segist vera tilbúinn í níutíu mínútur Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Hallgrímur framlengir við KA Mbappé nýtur betur lífsins í Madrid: „Þetta er ekki árás á Frakkland“ Fæddist með gat á hjartanu Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Sjá meira
Sveindís er fimmta íslenska knattspyrnukonan til að verða Þýskalandsmeistari og önnur til að vinna titilinn með Wolfsburg. Hún skoraði og lagði upp mark í 10-1 sigrinum gegn Jena í gær sem endanlega tryggði Wolfsburg titilinn. Sveindís var komin á varamannabekkinn þegar lokaflautið gall í Jena í gær en þá hlupu allir leikmenn Wolfsburg inn á völlinn, féllust í faðma og fögnuðu titlinum. Fagnaðarlætin héldu áfram utan vallar, þar sem kampavínsflöskur voru opnaðar og leikmenn fögnuðu með þeim stuðningsmönnum sem gerðu sér ferð til Jena. Risavaxið bjórglas var sömuleiðis látið ganga áður en að þýska „drottningin“ Alex Popp, sem unnið hefur tvo Evrópumeistaratitla og nú sex Þýskalandsmeistaratitla með Wolfsburg, tók það með sér í liðsrútuna. Fagnaðarlætin má sjá hér að neðan í myndbandi frá Wolfsburg. Sex ár síðan lið án Íslendings vann titilinn Sveindís, sem er aðeins tvítug og hóf að spila með Wolfsburg í vetur, fetar í fótspor fjögurra íslenskra knattspyrnukvenna sem orðið hafa Þýskalandsmeistarar. Raunar eru sex ár liðin síðan að lið varð þýskur meistari án þess að vera með Íslending innanborðs. Sara Björk Gunnarsdóttir vann titilinn með Wolfsburg fjögur ár í röð, árin 2017-2020. Í fyrra fagnaði Karólína Lea Vilhjálmsdóttir titlinum með Bayern München, líkt og Dagný Brynjarsdóttir gerði árið 2015, og Margrét Lára Viðarsdóttir varð fyrst íslenskra knattspyrnukvenna til að vinna titilinn, með Potsdam árið 2012. Sveindís og stöllur hennar fögnuðu titlinum áfram í rútunni á leið heim frá Jena og við komuna til Wolfsburg tóku stuðningsmenn á móti þeim og saman kyrjuðu þau söngva fram eftir kvöldi. View this post on Instagram A post shared by VfL Wolfsburg Frauenfussball (@vfl.wolfsburg.frauen) Tímabilinu er þó ekki lokið hjá Wolfsburg því liðið mætir Potsdam í bikarúrslitaleik 28. maí. Þá tekur við stutt hlé fyrir Sveindísi áður en Evrópumótið í fótbolta hefst í júlí.
Þýski boltinn Tengdar fréttir Sveindís Jane skoraði og lagði upp er Wolfsburg tryggði sér þýska meistaratitilinn Sveindís Jane Jónsdóttir var í byrjunarliði Wolfsburg sem vann 10-1 stórsigur á botnliði Jena í þýsku úrvalsdeild kvenna í fótbolta í dag. Sigurinn þýðir að Wolfsburg er Þýskalandsmeistari. 8. maí 2022 15:50 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Fótbolti Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Fótbolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Körfubolti Fleiri fréttir Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Frakkar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Kraftur Sævars muni smita stuðningsmenn Sævar Atli í byrjunarliðinu í fyrsta skipti í rúm tvö ár Skoraði sigurmarkið gegn Liverpool og svo tvö fyrir landsliðið Haaland og Glasner bestir í september Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ „Þetta er mikilvægasti leikurinn í riðlinum“ Isak segist vera tilbúinn í níutíu mínútur Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Hallgrímur framlengir við KA Mbappé nýtur betur lífsins í Madrid: „Þetta er ekki árás á Frakkland“ Fæddist með gat á hjartanu Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Sjá meira
Sveindís Jane skoraði og lagði upp er Wolfsburg tryggði sér þýska meistaratitilinn Sveindís Jane Jónsdóttir var í byrjunarliði Wolfsburg sem vann 10-1 stórsigur á botnliði Jena í þýsku úrvalsdeild kvenna í fótbolta í dag. Sigurinn þýðir að Wolfsburg er Þýskalandsmeistari. 8. maí 2022 15:50