Börn eiga ekki að borga Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar 9. maí 2022 13:01 Börn hafa ekki tekjur og eiga ekki að greiða gjöld. Sveitarfélögin eiga að vera hönnuð út frá þörfum barna með hagsmuni þeirra að leiðarljósi. Leikskólar og grunnskólar eiga að vera gjaldfrjálsir, þar sem boðið er upp á næringarríkan mat. Líta má til Finnlands sem hefur náð góðum árangri með gjaldfrjálsum skólamáltíðum til barna en slíkt á rætur sínar að rekja til stríðsáranna. Finnland var á meðal þeirra fyrstu í heimi til að bjóða upp á gjaldfrjálsar skólamáltíðir og þar er bent á að slíkt gagnist öllum börnum en sé nauðsynlegt fyrir sum. Reykjavík er ekki á réttri leið þar sem börn eru látin greiða fyrir að borða í skólanum. Skólar eru stofnanir í samfélaginu sem eiga að vera gjaldfrjálsar. Sameiginlegir sjóðir eiga að standa undir þeirri mikilvægri þjónustu sem þarf fer fram. Fjármagnseigendur þurfa að greiða til samfélagsins eins og launafólk með útsvari á fjármagnstekjur. Ekki er eðlilegt að ríkt fólk sé undanþegið því að greiða fyrir þá mikilvæga þjónustu sem leik- og grunnskólar eru. Gjaldfrjáls þjónusta við börn nær einnig yfir öll námsgögn, skemmtanir og ferðalög skólabarna ásamt dvöl á frístundaheimili. Þá eiga börn að geta sótt gjaldfrjálsar tómstundir, íþróttir og tónlistarnám. Núverandi inneignarkerfi frístundakortsins tryggir ekki að börn geti tekið þátt í uppbyggilegu frístundastarfi óháð efnahag eða félagslegum aðstæðum. Byggja þarf upp íþrótta- og tómstundastarf sem hluta af félagslegum innviðum í stað þess að börnum sé rétt inneign til niðurgreiðslu á starfi sem hefur verið markaðsvætt. Göngum burt frá markaðshugsun í skipulagningu frístundastarfs og göngum rakleiðis í átt að félagshyggju. Inneignarkerfi sem byggir á því að þú getir valið hvert þú ferð með þitt takmarkaða fjármagn tryggir ekki að öll börn geti tekið þátt í frístundastarfi óháð efnahag. Skipuleggja þarf frístundir sem öflugar félagslegar stofnanir. Sundferðir og líkamsrækt fyrir börn og ungmenni skal vera gjaldfrjáls. Börn á aldrinum 6-17 ára eiga ekki að greiða 175 krónur í hvert sinn sem farið er í laugina. Efla skal opin rými í kringum sundlaugar borgarinnar, með áherslu á heilsurækt. World Class hefur komið sér fyrir í kringum flestar sundlaugar borgarinnar, þá líkamsræktaraðstöðu þarf að greiða fyrir. Við eigum öll að geta komið saman í rýmum borgarinnar til að leggja stund á heilsurækt óháð efnahagslegri stöðu. Reykjavík á ekki bara að virka fyrir efnaðasta fólkið og börn þeirra sem lifa í landi tækifæranna. Breytum borginni og hættum að rukka börn fyrir þjónustu. Kjósum gjaldfrjálsa grunnþjónustu. Sósíalistar leggja til að börn og ungmenni borgi ekki fyrir þjónustu innan borgarinnar. Þetta er tillaga Sósíalista fyrir borgarstjórnarkosningarnar 14. maí. Sósíalistar treysta á að borgarbúar kjósi bestu lausnina, þá skynsamlegustu og réttlátustu. Þess vegna leggja þeir slíkar tillögur fram. Höfundur er oddviti Sósíalistaflokks Íslands í komandi borgarstjórnarkosningum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sanna Magdalena Mörtudóttir Sósíalistaflokkurinn Skoðun: Kosningar 2022 Reykjavík Borgarstjórn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Félagsmál Íþróttir barna Mest lesið Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens Skoðun Mega bara íslenskir karlmenn nauðga konum á Íslandi? Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Nýbygging þýðir ekki gallalaus eign Annþór Kristján Karlsson Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Börn hafa ekki tekjur og eiga ekki að greiða gjöld. Sveitarfélögin eiga að vera hönnuð út frá þörfum barna með hagsmuni þeirra að leiðarljósi. Leikskólar og grunnskólar eiga að vera gjaldfrjálsir, þar sem boðið er upp á næringarríkan mat. Líta má til Finnlands sem hefur náð góðum árangri með gjaldfrjálsum skólamáltíðum til barna en slíkt á rætur sínar að rekja til stríðsáranna. Finnland var á meðal þeirra fyrstu í heimi til að bjóða upp á gjaldfrjálsar skólamáltíðir og þar er bent á að slíkt gagnist öllum börnum en sé nauðsynlegt fyrir sum. Reykjavík er ekki á réttri leið þar sem börn eru látin greiða fyrir að borða í skólanum. Skólar eru stofnanir í samfélaginu sem eiga að vera gjaldfrjálsar. Sameiginlegir sjóðir eiga að standa undir þeirri mikilvægri þjónustu sem þarf fer fram. Fjármagnseigendur þurfa að greiða til samfélagsins eins og launafólk með útsvari á fjármagnstekjur. Ekki er eðlilegt að ríkt fólk sé undanþegið því að greiða fyrir þá mikilvæga þjónustu sem leik- og grunnskólar eru. Gjaldfrjáls þjónusta við börn nær einnig yfir öll námsgögn, skemmtanir og ferðalög skólabarna ásamt dvöl á frístundaheimili. Þá eiga börn að geta sótt gjaldfrjálsar tómstundir, íþróttir og tónlistarnám. Núverandi inneignarkerfi frístundakortsins tryggir ekki að börn geti tekið þátt í uppbyggilegu frístundastarfi óháð efnahag eða félagslegum aðstæðum. Byggja þarf upp íþrótta- og tómstundastarf sem hluta af félagslegum innviðum í stað þess að börnum sé rétt inneign til niðurgreiðslu á starfi sem hefur verið markaðsvætt. Göngum burt frá markaðshugsun í skipulagningu frístundastarfs og göngum rakleiðis í átt að félagshyggju. Inneignarkerfi sem byggir á því að þú getir valið hvert þú ferð með þitt takmarkaða fjármagn tryggir ekki að öll börn geti tekið þátt í frístundastarfi óháð efnahag. Skipuleggja þarf frístundir sem öflugar félagslegar stofnanir. Sundferðir og líkamsrækt fyrir börn og ungmenni skal vera gjaldfrjáls. Börn á aldrinum 6-17 ára eiga ekki að greiða 175 krónur í hvert sinn sem farið er í laugina. Efla skal opin rými í kringum sundlaugar borgarinnar, með áherslu á heilsurækt. World Class hefur komið sér fyrir í kringum flestar sundlaugar borgarinnar, þá líkamsræktaraðstöðu þarf að greiða fyrir. Við eigum öll að geta komið saman í rýmum borgarinnar til að leggja stund á heilsurækt óháð efnahagslegri stöðu. Reykjavík á ekki bara að virka fyrir efnaðasta fólkið og börn þeirra sem lifa í landi tækifæranna. Breytum borginni og hættum að rukka börn fyrir þjónustu. Kjósum gjaldfrjálsa grunnþjónustu. Sósíalistar leggja til að börn og ungmenni borgi ekki fyrir þjónustu innan borgarinnar. Þetta er tillaga Sósíalista fyrir borgarstjórnarkosningarnar 14. maí. Sósíalistar treysta á að borgarbúar kjósi bestu lausnina, þá skynsamlegustu og réttlátustu. Þess vegna leggja þeir slíkar tillögur fram. Höfundur er oddviti Sósíalistaflokks Íslands í komandi borgarstjórnarkosningum.
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar