Lengi lifir í gömlum glæðum Sindri Sverrisson skrifar 10. maí 2022 07:31 Al Horford hafði ærna ástæðu til að fagna gegn Milwaukee Bucks í gærkvöld. AP/Morry Gash Hinn 35 ára gamli Al Horford hefur á fimmtán ára ferli í NBA-deildinni í körfubolta aldrei skorað eins mörg stig í úrslitakeppni eins og í gærkvöld. Hann átti ríkan þátt í 116-108 sigri Boston Celtics á meisturum Milwaukee Bucks. Boston jafnaði þar með einvígið í 2-2 og getur komist yfir þegar liðin mætast í fimmta leik í Boston annað kvöld, í undanúrslitum austurdeildarinnar. Horford er ekki beinlínis týpan sem lætur tilfinningarnar bera sig ofurliði en hann fagnaði vel eftir að hafa troðið og jafnað leikinn í 80-80, þegar tæpar tíu mínútur voru eftir. Um leið fiskaði hann villu á Giannis Antetokounmpo sem náði ekki að stöðva gamla brýnið. BIG AL BIG SLAM#NBAPlayoffs presented by Google Pixel on TNT pic.twitter.com/HF7Lq6g56d— NBA (@NBA) May 10, 2022 Horford endaði með 30 stig og varð stigahæstur ásamt Jayson Tatum. Það var í fjórða leikhlutanum sem að Boston komst yfir og tryggði sér sigurinn, með því að vinna leikhlutann 43-28. Horford skoraði 16 stig og Tatum 12 í leikhlutanum. Curry fór fyrir Golden State í naumum sigri Memphis Grizzlies voru nálægt því að jafna einvígi sitt gegn Golden State Warriors en Stephen Curry var á öðru máli og tryggði Golden State 101-98 sigur. Curry og félagar eru því 3-1 yfir í einvíginu en fimmti leikurinn er í Memphis annað kvöld. Curry setti niður átta vítaskot á síðustu 46 sekúndum leiksins og endaði með 32 stig. Hann gaf einnig átta stoðsendingar. Heimamenn í Golden State þurftu að spjara sig án þjálfarans Steve Kerr sem greindist með Covid-19 tveimur tímum fyrir leik. Aðstoðarþjálfarinn Mike Brown, sem er búinn að semja um að taka við Sacramento Kings í sumar, stýrði því liðinu eins og hann gerði reyndar einnig um tíma þegar Golden State varð meistari 2017. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. NBA Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Fleiri fréttir Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta Sjá meira
Boston jafnaði þar með einvígið í 2-2 og getur komist yfir þegar liðin mætast í fimmta leik í Boston annað kvöld, í undanúrslitum austurdeildarinnar. Horford er ekki beinlínis týpan sem lætur tilfinningarnar bera sig ofurliði en hann fagnaði vel eftir að hafa troðið og jafnað leikinn í 80-80, þegar tæpar tíu mínútur voru eftir. Um leið fiskaði hann villu á Giannis Antetokounmpo sem náði ekki að stöðva gamla brýnið. BIG AL BIG SLAM#NBAPlayoffs presented by Google Pixel on TNT pic.twitter.com/HF7Lq6g56d— NBA (@NBA) May 10, 2022 Horford endaði með 30 stig og varð stigahæstur ásamt Jayson Tatum. Það var í fjórða leikhlutanum sem að Boston komst yfir og tryggði sér sigurinn, með því að vinna leikhlutann 43-28. Horford skoraði 16 stig og Tatum 12 í leikhlutanum. Curry fór fyrir Golden State í naumum sigri Memphis Grizzlies voru nálægt því að jafna einvígi sitt gegn Golden State Warriors en Stephen Curry var á öðru máli og tryggði Golden State 101-98 sigur. Curry og félagar eru því 3-1 yfir í einvíginu en fimmti leikurinn er í Memphis annað kvöld. Curry setti niður átta vítaskot á síðustu 46 sekúndum leiksins og endaði með 32 stig. Hann gaf einnig átta stoðsendingar. Heimamenn í Golden State þurftu að spjara sig án þjálfarans Steve Kerr sem greindist með Covid-19 tveimur tímum fyrir leik. Aðstoðarþjálfarinn Mike Brown, sem er búinn að semja um að taka við Sacramento Kings í sumar, stýrði því liðinu eins og hann gerði reyndar einnig um tíma þegar Golden State varð meistari 2017. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Fleiri fréttir Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta Sjá meira