Þegar blaðamenn tóku viðtal við Finnana hljóp Eero Heinonen bassaleikari sveitarinnar út úr viðtalinu til þess að hitta Systur. Íslenski hópurinn var á eftir þeim finnska á túrkís dreglinum sem allir keppendur gengu eftir á leið sinni inn í kastalann þar sem opnunarhátíðin fór fram.
Atvikið má sjá í spilaranum fyrir neðan.
Við fjölluðum nánar um túrkís dregilinn í þættinum Júrógarðurinn.
Sylvía Rut Sigfúsdóttir og Dóra Júlía Agnarsdóttir eru fulltrúar fréttastofunnar á Eurovision í Tórínó á Ítalíu. Munu þær birta fréttir, viðtöl, hlaðvörp og auðvitað líka reglulega þætti af Júrógarðinum.
Alla umfjöllun okkar um Eurovision keppnina má finna HÉR á Lífinu á Vísi.