Íþróttakennari án aðstöðu Ómar Freyr Rafnsson skrifar 10. maí 2022 16:31 Ég tel mig nokkuð viss um að ég tali fyrir hönd flestra íþróttakennara þegar ég segi að eitt af því skemmtilegasta í lífi íþróttakennarans er tilhugsunin að fá að hitta nemendur skólans yfir kennsluvikuna. Það er svo skemmtilegt að hitta nemendur, kenna þeim og kynnast. Einn stærsti gallinn, eða mesta áskorunin, er örugglega eins og margir íþróttakennarar hér í Hafnarfirði þekkja; bág aðstaða til íþróttakennslu eins og staðan er í dag við Öldutúnsskóla, Hvaleyrarskóla og Áslandsskóla. Samkvæmt skipulagi var og er gert ráð fyrir íþróttahúsi við Öldutúnsskóla. Því miður hefur ekki tekist að koma því til framkvæmda og féll það niður eins og svo margt annað eftir að íslenska þjóðin gekk í gegnum hrunið sem hafði áhrif á allt samfélagið. Margt gott hefur áunnist fyrir íþróttahreyfinguna hér í Hafnarfirði. Knatthús í fullri stærð hefur risið í Kaplakrika fyrir bæði yngri og eldri iðkendur, körfuknattleikshús er komið upp hjá Haukum og nýlega var samþykkt að knatthús muni rísa á Ásvöllum svo fátt eitt sé nefnt. Skarðshlíðarskóli reis og með honum glæsileg aðstaða til íþróttakennslu fyrir nemendur, sama má segja um Lækjarskóla þar sem bæði er hægt að senda nemendur í sund og íþróttir á sama stað. Enn er þó staðan þannig að Öldutúnsskóli situr eftir og hefur ekki ennþá fengið íþróttahús fyrir sína nemendur og eru þeir þess í stað sendir með rútu í nálæg íþróttahús hér í bænum. Nú ætti að vera kominn tími á að við förum í þær framkvæmdir að byggja fyrir okkar nemendur íþróttahús. Ekki bara við Öldutúnsskóla, heldur líka Hvaleyraskóla og Áslandsskóla. Þessi hús er vel hægt að nýta t.d. fyrir eldra fólk í hverfum til frekari heilsueflingar eftir að skilgreindu skólastarfi lýkur, hægt að nýta fyrir íþróttahópa og fleira. Það var því ánægjulegt að sjá að Framsókn í Hafnarfirði er með það á sinni málefnaskrá að hefja undirbúning að byggingu íþróttahúsa við þessa skóla. Það er kominn tími til. Það er ljóst að framtíðin ræðst á miðjunni hér í Hafnarfirði. Ég mun setja x við B. Höfundur er íþróttakennari í Öldutúnsskóla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafnarfjörður Skóla - og menntamál Íþróttir barna Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Sjá meira
Ég tel mig nokkuð viss um að ég tali fyrir hönd flestra íþróttakennara þegar ég segi að eitt af því skemmtilegasta í lífi íþróttakennarans er tilhugsunin að fá að hitta nemendur skólans yfir kennsluvikuna. Það er svo skemmtilegt að hitta nemendur, kenna þeim og kynnast. Einn stærsti gallinn, eða mesta áskorunin, er örugglega eins og margir íþróttakennarar hér í Hafnarfirði þekkja; bág aðstaða til íþróttakennslu eins og staðan er í dag við Öldutúnsskóla, Hvaleyrarskóla og Áslandsskóla. Samkvæmt skipulagi var og er gert ráð fyrir íþróttahúsi við Öldutúnsskóla. Því miður hefur ekki tekist að koma því til framkvæmda og féll það niður eins og svo margt annað eftir að íslenska þjóðin gekk í gegnum hrunið sem hafði áhrif á allt samfélagið. Margt gott hefur áunnist fyrir íþróttahreyfinguna hér í Hafnarfirði. Knatthús í fullri stærð hefur risið í Kaplakrika fyrir bæði yngri og eldri iðkendur, körfuknattleikshús er komið upp hjá Haukum og nýlega var samþykkt að knatthús muni rísa á Ásvöllum svo fátt eitt sé nefnt. Skarðshlíðarskóli reis og með honum glæsileg aðstaða til íþróttakennslu fyrir nemendur, sama má segja um Lækjarskóla þar sem bæði er hægt að senda nemendur í sund og íþróttir á sama stað. Enn er þó staðan þannig að Öldutúnsskóli situr eftir og hefur ekki ennþá fengið íþróttahús fyrir sína nemendur og eru þeir þess í stað sendir með rútu í nálæg íþróttahús hér í bænum. Nú ætti að vera kominn tími á að við förum í þær framkvæmdir að byggja fyrir okkar nemendur íþróttahús. Ekki bara við Öldutúnsskóla, heldur líka Hvaleyraskóla og Áslandsskóla. Þessi hús er vel hægt að nýta t.d. fyrir eldra fólk í hverfum til frekari heilsueflingar eftir að skilgreindu skólastarfi lýkur, hægt að nýta fyrir íþróttahópa og fleira. Það var því ánægjulegt að sjá að Framsókn í Hafnarfirði er með það á sinni málefnaskrá að hefja undirbúning að byggingu íþróttahúsa við þessa skóla. Það er kominn tími til. Það er ljóst að framtíðin ræðst á miðjunni hér í Hafnarfirði. Ég mun setja x við B. Höfundur er íþróttakennari í Öldutúnsskóla.
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun