ASÍ og stórfyrirtæki verða að hemja sig, enda bara 1% af atvinnulífinu Sigmar Vilhjálmsson skrifar 11. maí 2022 14:30 Aukin verðbólga, þensla á vinnumarkaði, hátt fasteignaverð, stríð í Evrópu og vaxandi óvissa í efnahagsmálum einkennir ástand samfélagsins um þessar mundir. Horfur hafa oft verið betri í aðdraganda kjarasamninga en nú. Þegar hætta á víxlverkandi áhrifum verðbólgu og launahækkana bætast við, má segja að aðilar vinnumarkaðarins standi frammi fyrir eins konar ómöguleika í komandi kjarasamningum. Ómöguleikinn birtist fyrst og fremst í því að við erum að fara í kjarasamninga sem mega ekki leiða af sér launahækkanir. Minna má í þessu sambandi á, að frá síðustu kjarasamningum hafa laun hækkað um fjórðung og launavísitalan um 7%-8%. Segja má að launahækkanir hafi verið teknar út „fyrirfram“, þ.e. búið sé að greiða þær launahækkanir sem innstæða er fyrir innan hagkerfisins í bili. Þetta þýðir á mannamáli að komandi kjarasamningar verða að snúast um getu fyrirtækja til að takast á við það umhverfi sem blasir við og einblína á að auka kaupmátt fremur en krónutölu eða prósentu hækkanir launa. Það verður á herðum lítilla og meðalstórra fyrirtækja að halda verðbólgu niðri. Það eru hagsmunir lítilla og meðalstórra fyrirtækja að kaupmáttur launafólks aukist, enda eru viðskiptavinir lítilla og meðalstóra fyrirsækja oftar en ekki launþegar á Íslandi. Þessi ómöguleiki er flestum skýr. Ríkisstjórnin hefur sem dæmi hvatt verkalýðshreyfinguna eindregið til að stilla launakröfum í hóf og allir helstu álitsgjafar innan hagfræðinnar keppast við að benda á afleiðingar þess fari launaliðurinn úr böndunum í komandi kjarasamningum, eins og því miður flest bendir til á þessari stundu að gerist. Þá beinast spjótin ekki eingöngu að launþegum og launakröfum þeirra. Stórfyrirtæki verða einnig að hemja sig í arðgreiðslum og launagreiðslum æðstu stjórnenda. Hafa sífellt fleiri verið að taka upp þennan punkt, að ekki sé ásættanlegt að þessi afmarkaði fyrirtækjahópur hleypi með jöfnu bili upp vinnumarkaðnum með ofurarðgreiðslum og ofurlaunum, sem eiga sér enga stoð í íslenskum veruleika. Lítil og meðalstór fyrirtæki eru 99% allra fyrirtækja á Íslandi og eru að greiða 70% af öllum launagreiðslum hér á landi. Í þessum fyrirtækjum er ekki að finna ofurhagnaði og ofurbónusa. Þessi hluti atvinnulífsins þarf að hafa rödd við borðið í komandi kjarasamningum. Annað er hreinlega galið. Höfundur er formaður Atvinnufjelagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigmar Vilhjálmsson Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Aukin verðbólga, þensla á vinnumarkaði, hátt fasteignaverð, stríð í Evrópu og vaxandi óvissa í efnahagsmálum einkennir ástand samfélagsins um þessar mundir. Horfur hafa oft verið betri í aðdraganda kjarasamninga en nú. Þegar hætta á víxlverkandi áhrifum verðbólgu og launahækkana bætast við, má segja að aðilar vinnumarkaðarins standi frammi fyrir eins konar ómöguleika í komandi kjarasamningum. Ómöguleikinn birtist fyrst og fremst í því að við erum að fara í kjarasamninga sem mega ekki leiða af sér launahækkanir. Minna má í þessu sambandi á, að frá síðustu kjarasamningum hafa laun hækkað um fjórðung og launavísitalan um 7%-8%. Segja má að launahækkanir hafi verið teknar út „fyrirfram“, þ.e. búið sé að greiða þær launahækkanir sem innstæða er fyrir innan hagkerfisins í bili. Þetta þýðir á mannamáli að komandi kjarasamningar verða að snúast um getu fyrirtækja til að takast á við það umhverfi sem blasir við og einblína á að auka kaupmátt fremur en krónutölu eða prósentu hækkanir launa. Það verður á herðum lítilla og meðalstórra fyrirtækja að halda verðbólgu niðri. Það eru hagsmunir lítilla og meðalstórra fyrirtækja að kaupmáttur launafólks aukist, enda eru viðskiptavinir lítilla og meðalstóra fyrirsækja oftar en ekki launþegar á Íslandi. Þessi ómöguleiki er flestum skýr. Ríkisstjórnin hefur sem dæmi hvatt verkalýðshreyfinguna eindregið til að stilla launakröfum í hóf og allir helstu álitsgjafar innan hagfræðinnar keppast við að benda á afleiðingar þess fari launaliðurinn úr böndunum í komandi kjarasamningum, eins og því miður flest bendir til á þessari stundu að gerist. Þá beinast spjótin ekki eingöngu að launþegum og launakröfum þeirra. Stórfyrirtæki verða einnig að hemja sig í arðgreiðslum og launagreiðslum æðstu stjórnenda. Hafa sífellt fleiri verið að taka upp þennan punkt, að ekki sé ásættanlegt að þessi afmarkaði fyrirtækjahópur hleypi með jöfnu bili upp vinnumarkaðnum með ofurarðgreiðslum og ofurlaunum, sem eiga sér enga stoð í íslenskum veruleika. Lítil og meðalstór fyrirtæki eru 99% allra fyrirtækja á Íslandi og eru að greiða 70% af öllum launagreiðslum hér á landi. Í þessum fyrirtækjum er ekki að finna ofurhagnaði og ofurbónusa. Þessi hluti atvinnulífsins þarf að hafa rödd við borðið í komandi kjarasamningum. Annað er hreinlega galið. Höfundur er formaður Atvinnufjelagsins.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun