Erum við ekki öll listafólk? Kjósum við geymili eða heimili? Ásgeir Ólafsson Lie skrifar 11. maí 2022 15:45 Burn – out (ofkeyrsla) er hugtak sem er orðið þekkt á Íslandi því miður. Ofkeyrsla er ekki jafn þekkt fyrirbæri í öðrum þjóðfélögum. Af hverju ekki? Við búum á stað sem okkur þykir vænt um. Yndislegu Akureyri. Hér er rekið heilsteypt bæjarfélag með alls kyns vaxandi fyrirtækjum sem vakna og sofna dag hvern. En viljum við að fólkið okkar dragi andann eins og fyrirtækin gera? Í hljóði og líflaus? Eða viljum við hlúa að þeim og leyfa fyrirtækjunum að vera fyrirtæki í friði? Við getum ekki verið rekin eins og þau. Það er ekki hægt að ætla að taka heilt bæjarfélag fyrir, fólkið sem þar býr, og hugsa rekstur einungis útfrá fyrirtækjum og engu öðru. Án fólksins eru engin fyrirtæki. Berlín setur grænt svæði á alla nýja reiti sem þeir byggja á. Af hverju? Af því að þeir vilja að fólkið sitt sé tengt náttúrunni og þeim sjálfum. Þannig skapast síður ofkeyrsla. Að þau eigi sitt heimili sem þau njóta að vera í milli þess sem þau stunda vinnu. Hvað er heimili? Fyrir okkur er heimili okkar Akureyri og húsið og staðurinn sem við kjósum að búa í og á. Þess vegna á fólk rétt á að mótmæla risastórum háhýsum sem á að raða í kringum þau þar sem þau hafa búið lengi. Þess vegna vill fólkið sem þar býr halda grænu svæðunum sínum svo það sé í tengingu við sjálft sig. Hvernig getum við þá byggt, gæti einhver spurt? Spyrjum Berlín. Hvernig getur Berlín byggt? Listin að lifa. Við erum öll listafólk. Við kunnum að lifa og vitum hvernig á að gera það. Þeir sem mæta til vinnu og fara svo ,,heim“ í einhverja geymslu (geymili) milli vakta geta alveg eins flutt til New York? Eða hvað... þar eru meira að segja græn svæði? Af hverju ætlum við að taka grænu svæðin úr fallega bænum okkar og byggja þétt og hátt? Það er þannig sem grænu svæðin hverfa. Meira af grænum svæðum. Göngum jafnvel lengra. Byggjum heilt hverfi fyrir fólk sem langar að búa með dýrum. Af hverju byggjum við ekki þannig? Leyfum fólkinu í bænum að ráða. Skráðu þig á „Íbúar á Akureyri- spjall“ á Facebook og taktu þátt í framtíðar umræðu um það HVERNIG við byggjum upp bæinn OKKAR, en ekki bæinn ÞEIRRA. Hvort kýst þú á laugardaginn? Geymili eða heimili? Kjósum með hjartanu. Höfundur skipar 2. sæti hjá Kattaframboðinu á Akureyri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Akureyri Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Ásgeir Ólafsson Lie Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard Skoðun Skoðun Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Burn – out (ofkeyrsla) er hugtak sem er orðið þekkt á Íslandi því miður. Ofkeyrsla er ekki jafn þekkt fyrirbæri í öðrum þjóðfélögum. Af hverju ekki? Við búum á stað sem okkur þykir vænt um. Yndislegu Akureyri. Hér er rekið heilsteypt bæjarfélag með alls kyns vaxandi fyrirtækjum sem vakna og sofna dag hvern. En viljum við að fólkið okkar dragi andann eins og fyrirtækin gera? Í hljóði og líflaus? Eða viljum við hlúa að þeim og leyfa fyrirtækjunum að vera fyrirtæki í friði? Við getum ekki verið rekin eins og þau. Það er ekki hægt að ætla að taka heilt bæjarfélag fyrir, fólkið sem þar býr, og hugsa rekstur einungis útfrá fyrirtækjum og engu öðru. Án fólksins eru engin fyrirtæki. Berlín setur grænt svæði á alla nýja reiti sem þeir byggja á. Af hverju? Af því að þeir vilja að fólkið sitt sé tengt náttúrunni og þeim sjálfum. Þannig skapast síður ofkeyrsla. Að þau eigi sitt heimili sem þau njóta að vera í milli þess sem þau stunda vinnu. Hvað er heimili? Fyrir okkur er heimili okkar Akureyri og húsið og staðurinn sem við kjósum að búa í og á. Þess vegna á fólk rétt á að mótmæla risastórum háhýsum sem á að raða í kringum þau þar sem þau hafa búið lengi. Þess vegna vill fólkið sem þar býr halda grænu svæðunum sínum svo það sé í tengingu við sjálft sig. Hvernig getum við þá byggt, gæti einhver spurt? Spyrjum Berlín. Hvernig getur Berlín byggt? Listin að lifa. Við erum öll listafólk. Við kunnum að lifa og vitum hvernig á að gera það. Þeir sem mæta til vinnu og fara svo ,,heim“ í einhverja geymslu (geymili) milli vakta geta alveg eins flutt til New York? Eða hvað... þar eru meira að segja græn svæði? Af hverju ætlum við að taka grænu svæðin úr fallega bænum okkar og byggja þétt og hátt? Það er þannig sem grænu svæðin hverfa. Meira af grænum svæðum. Göngum jafnvel lengra. Byggjum heilt hverfi fyrir fólk sem langar að búa með dýrum. Af hverju byggjum við ekki þannig? Leyfum fólkinu í bænum að ráða. Skráðu þig á „Íbúar á Akureyri- spjall“ á Facebook og taktu þátt í framtíðar umræðu um það HVERNIG við byggjum upp bæinn OKKAR, en ekki bæinn ÞEIRRA. Hvort kýst þú á laugardaginn? Geymili eða heimili? Kjósum með hjartanu. Höfundur skipar 2. sæti hjá Kattaframboðinu á Akureyri.
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar