Stóraukin þjónusta fyrir heimilislaust fólk Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar 12. maí 2022 14:15 Á þessu kjörtímabili hefur þjónusta við heimilislaust fólk tekið stakkaskiptum í Reykjavík. Hérlendis hefur borgin lengi verið í forystu í málaflokknum með einu neyðarskýli landsins, borgarverði og fleira. Í lok síðasta kjörtímabils byrjuðum við að innleiða skaðaminnkandi nálgun í þjónustu við heimilislaust fólk með miklar og flóknar þjónustuþarfir. Undir forystu Samfylkingar samþykktu allir flokkar í borgarstjórn metnaðarfulla stefnu og aðgerðaáætlun um uppbyggingu þjónustu og húsnæðis fyrir heimilislaust fólk. Skaðaminnkandi nálgun Síðan þá hefur stefnan verið sett á að minnka skaðann sem heimilisleysi eða notkun vímuefna veldur og að bjóða „húsnæði fyrst“ (e:housing first) fyrir öll sem eru tilbúin að leigja íbúð með þjónustu. Skaðaminnkandi nálgun í allri þjónustu hefur sannað gildi sitt, þá er lögð áhersla á mannvirðingu, fagmennsku, valdeflingu og virka þátttöku allra þeirra sem þjónustan snýr að. Árangur Við höfum náð árangri á þessu kjörtímabili enda höfum við sett málaflokkinn nánast í gjörgæslu. Ný úttekt á stöðu heimilislausra með miklar og flóknar þjónustuþarfir frá nóvember 2021 sýnir m.a. að 8 einstaklingar eða 3% af hópnum býr á víðavangi við slæmar aðstæður en í könnun sem gerð var árið 2017 var metið að 76 einstaklingar eða 21% hópsins væru í þeirri stöðu. Einnig hefur fækkað í hópnum í heild en það tekur langan tíma því þrátt fyrir að fólk fái húsnæði og stuðning telst fólk áfram heimilislaust. Stóraukin þjónusta Íbúðum og neyðarrýmum með þjónustu hefur verið fjölgað um alls 50 á kjörtímabilinu og tryggt að engum er vísað frá neyðarskýlum vegna plássleysis. Opnað var nýtt Neyðarskýli fyrir unga karla sem nota vímuefni í æð, við tókum Gistiskýlið á Lindargötu í gegn og verið er að hanna endurbætur á Konukoti, neyðarskýli fyrir konur, sem sannarlega er komið á tíma. Í neyðarskýlinu á Lindargötu hefur jafnframt verið hægt að veita einstaklingum betri þjónustu t.d. með því að geta boðið einstaklingum sem glíma við heilsufarsvanda upp á skjól allan sólarhringinn. Unnið er að því að finna húsnæði fyrir hjúkrunarrými fyrir þennan hóp í samtarfi við ríkið og þegar hefur fyrsta neyslurýmið opnað. Við erum nú með rúmlega 20 íbúðir od10 ný smáhýsi sem falla undir verkefnið „húsnæði fyrst“ víðsvegar um borgina sem nú eru heimili fólks. Við höfum styrkt vettvangs- og ráðgjafateymið sem hefur orðið æ mikilvægari þáttur í þjónustu við heimilislausa með mikla og flóknar þjónustuþarfir. Sett voru á fót neyðarteymi og stóraukið samráð er við alla aðila sem sinna þjónustu við þennan hóp fólks. Áhersla á þjónustu við heimilislausar konur Á þessu kjörtímabili hefur í fyrsta sinn verið áhersla á að auka þjónustu við heimilislausar konur og ég lít á það sem merki um traust að fleiri konur leita nú til Reykjavíkur eftir þjónustu. Heimilislausar konur þurfa áfallamiðaða nálgun og öryggi fyrst og fremst. Rótinni félag kvenna um áföll og vímuefni var falin ábyrgð á rekstri neyðarskýlis fyrir konur. Við erum nú með 8 íbúðir í sama húsi sem eru sérstaklega fyrir konur, auk þess sem konum hefur verið úthlutað stökum íbúðum hér og þar um borgina. Við opnuðum tímabundið neyðarskýli fyrir konur á gistiheimili sem reyndist vel, og munum nýta þá reynslu við endurbyggingu Konukots, þeim konum sem þar bjuggu var boðin áframhaldandi þjónusta á öðrum stað. Á næstu vikum opnar áfangaheimili fyrir konur í bata, þar sem veittur verður einstaklingsbundinn stuðningur og fræðsla. Einnig var opnað á kjörtímabilinu langtíma búsetukjarni fyrir tvígreindar konur og þar búa nú 7 konur. Hvernig? Við settum okkur aðgerðaáætlun með 34 aðgerðum, 12 þeirra aðgerða er nú þegar lokið, 18 aðgerðir eru komnar vel á veg í vinnslu og því aðeins 4 eftir sem eru í undirbúningi. Við erum byrjuð að endurskoða aðgerðaáætlunina og fái ég til þess tækifæri mun ég sjá til þess að sú aðgerðaáætlun fari líka í framkvæmd og verði fjármögnuð. Þess ber að geta að fjármagn til málaflokksins árið 2019 var um 732 m.kr en núverandi meirihluti hefur staðið fyrir því að sú upphæð var tvöfölduð. Við eigum að fjárfesta í velferð fólks, ekki síst þeim sem eru heimilislaus eða upplifa að þau séu komin í öngstræti með líf sitt. Það er ekki til neitt sem heitir ósýnilegt fólk, þannig samfélög virka ekki og það vitum við í Samfylkingunni, í Reykjavík undir stjórn jafnaðarfólks skiptum við öll nefnilega jafn miklu máli! Höfundur skipar 2. sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík, er formaður Velferðarráðs Reykjavíkur og varaformaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heiða Björg Hilmisdóttir Samfylkingin Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Félagsmál Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Sjá meira
Á þessu kjörtímabili hefur þjónusta við heimilislaust fólk tekið stakkaskiptum í Reykjavík. Hérlendis hefur borgin lengi verið í forystu í málaflokknum með einu neyðarskýli landsins, borgarverði og fleira. Í lok síðasta kjörtímabils byrjuðum við að innleiða skaðaminnkandi nálgun í þjónustu við heimilislaust fólk með miklar og flóknar þjónustuþarfir. Undir forystu Samfylkingar samþykktu allir flokkar í borgarstjórn metnaðarfulla stefnu og aðgerðaáætlun um uppbyggingu þjónustu og húsnæðis fyrir heimilislaust fólk. Skaðaminnkandi nálgun Síðan þá hefur stefnan verið sett á að minnka skaðann sem heimilisleysi eða notkun vímuefna veldur og að bjóða „húsnæði fyrst“ (e:housing first) fyrir öll sem eru tilbúin að leigja íbúð með þjónustu. Skaðaminnkandi nálgun í allri þjónustu hefur sannað gildi sitt, þá er lögð áhersla á mannvirðingu, fagmennsku, valdeflingu og virka þátttöku allra þeirra sem þjónustan snýr að. Árangur Við höfum náð árangri á þessu kjörtímabili enda höfum við sett málaflokkinn nánast í gjörgæslu. Ný úttekt á stöðu heimilislausra með miklar og flóknar þjónustuþarfir frá nóvember 2021 sýnir m.a. að 8 einstaklingar eða 3% af hópnum býr á víðavangi við slæmar aðstæður en í könnun sem gerð var árið 2017 var metið að 76 einstaklingar eða 21% hópsins væru í þeirri stöðu. Einnig hefur fækkað í hópnum í heild en það tekur langan tíma því þrátt fyrir að fólk fái húsnæði og stuðning telst fólk áfram heimilislaust. Stóraukin þjónusta Íbúðum og neyðarrýmum með þjónustu hefur verið fjölgað um alls 50 á kjörtímabilinu og tryggt að engum er vísað frá neyðarskýlum vegna plássleysis. Opnað var nýtt Neyðarskýli fyrir unga karla sem nota vímuefni í æð, við tókum Gistiskýlið á Lindargötu í gegn og verið er að hanna endurbætur á Konukoti, neyðarskýli fyrir konur, sem sannarlega er komið á tíma. Í neyðarskýlinu á Lindargötu hefur jafnframt verið hægt að veita einstaklingum betri þjónustu t.d. með því að geta boðið einstaklingum sem glíma við heilsufarsvanda upp á skjól allan sólarhringinn. Unnið er að því að finna húsnæði fyrir hjúkrunarrými fyrir þennan hóp í samtarfi við ríkið og þegar hefur fyrsta neyslurýmið opnað. Við erum nú með rúmlega 20 íbúðir od10 ný smáhýsi sem falla undir verkefnið „húsnæði fyrst“ víðsvegar um borgina sem nú eru heimili fólks. Við höfum styrkt vettvangs- og ráðgjafateymið sem hefur orðið æ mikilvægari þáttur í þjónustu við heimilislausa með mikla og flóknar þjónustuþarfir. Sett voru á fót neyðarteymi og stóraukið samráð er við alla aðila sem sinna þjónustu við þennan hóp fólks. Áhersla á þjónustu við heimilislausar konur Á þessu kjörtímabili hefur í fyrsta sinn verið áhersla á að auka þjónustu við heimilislausar konur og ég lít á það sem merki um traust að fleiri konur leita nú til Reykjavíkur eftir þjónustu. Heimilislausar konur þurfa áfallamiðaða nálgun og öryggi fyrst og fremst. Rótinni félag kvenna um áföll og vímuefni var falin ábyrgð á rekstri neyðarskýlis fyrir konur. Við erum nú með 8 íbúðir í sama húsi sem eru sérstaklega fyrir konur, auk þess sem konum hefur verið úthlutað stökum íbúðum hér og þar um borgina. Við opnuðum tímabundið neyðarskýli fyrir konur á gistiheimili sem reyndist vel, og munum nýta þá reynslu við endurbyggingu Konukots, þeim konum sem þar bjuggu var boðin áframhaldandi þjónusta á öðrum stað. Á næstu vikum opnar áfangaheimili fyrir konur í bata, þar sem veittur verður einstaklingsbundinn stuðningur og fræðsla. Einnig var opnað á kjörtímabilinu langtíma búsetukjarni fyrir tvígreindar konur og þar búa nú 7 konur. Hvernig? Við settum okkur aðgerðaáætlun með 34 aðgerðum, 12 þeirra aðgerða er nú þegar lokið, 18 aðgerðir eru komnar vel á veg í vinnslu og því aðeins 4 eftir sem eru í undirbúningi. Við erum byrjuð að endurskoða aðgerðaáætlunina og fái ég til þess tækifæri mun ég sjá til þess að sú aðgerðaáætlun fari líka í framkvæmd og verði fjármögnuð. Þess ber að geta að fjármagn til málaflokksins árið 2019 var um 732 m.kr en núverandi meirihluti hefur staðið fyrir því að sú upphæð var tvöfölduð. Við eigum að fjárfesta í velferð fólks, ekki síst þeim sem eru heimilislaus eða upplifa að þau séu komin í öngstræti með líf sitt. Það er ekki til neitt sem heitir ósýnilegt fólk, þannig samfélög virka ekki og það vitum við í Samfylkingunni, í Reykjavík undir stjórn jafnaðarfólks skiptum við öll nefnilega jafn miklu máli! Höfundur skipar 2. sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík, er formaður Velferðarráðs Reykjavíkur og varaformaður Samfylkingarinnar.
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar