Bílabúð Benna fær ekki að áfrýja og þarf að greiða milljónir Smári Jökull Jónsson skrifar 12. maí 2022 18:53 Hæstiréttur hafnaði áfrýjunarbeiðni Bílabúðar Benna. Vísir/Vilhelm Hæstiréttur hefur hafnað beiðni Bílabúðar Benna um áfrýjun á máli er varðar gallaða Porsche bifreið. Bifreiðasalan þarf að greiða milljónir vegna riftunar á kaupsamningi. Beiðni Bílabúðar Benna var tekin fyrir á mánudag en þar óskaði bifreiðasalan eftir leyfi til að áfrýja dómi Landsréttar síðan í janúar þar sem hún var dæmd til að endurgreiða Ólöfu Finnsdóttur kaupverð Porsche bifreiðar. Bíllinn var keyptur þann 10. október 2016 og var kaupverðið 13.550.000 krónur. Tveggja ára ábyrgð var á bílnum. Málið gegn Bílabúð Benna var höfðað fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur 26. júní 2019, en fram að því hafði kaupandi bifreiðarinnar ítrekað kvartað undan vökvasöfnun í bílnum, sem meðal annars olli „megnri ólykt.“ Eftir árangurslausar tilraunir til að finna lausn á vandanum fór Ólöf fram á að kaupsamningi yrði rift. Þetta sæti Bílabúð Benna sig ekki við og taldi gallann óverulegan. Kærunefnd lausafjár-og þjónustukaupa féllst á riftun kaupsamnings og að Bílabúðinni bæri að endurgreiða kaupverð bifreiðarinnar með dráttarvöxtum, en einnig að kaupandanum bæri að greiða rúmlega 1,1 milljón króna fyrir afnot af bifreiðinni í rúmlega eitt og hálft ár. Bílabúðin felldi sig ekki við þá niðurstöðu og í kjölfarið höfðaði Ólöf málið. Í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 20.júlí 2020 var Bílabúð Benna síðan gert að greiða henni tæpar 14 milljónir króna, auk dráttarvaxta. Efuðust um hæfi dómara Bílabúð Benna áfrýjaði dómnum til Landsréttar en hann vakti nokkra athygli, ekki síst þar sem eigandi Porsche bifreiðarinnar, Ólöf Finnsdóttir, var á þeim tíma framkvæmdastjóri dómstólasýslunnar sem annast sameiginlega stjórnsýslu allra dómstóla á Íslandi; Hæstaréttar, Landsréttar og héraðsdómstólanna átta. Hún er nú skrifstofustjóri við Hæstarétt. Þeirra á meðal er vitaskuld Héraðsdómur Reykjavíkur, sem kvað upp fyrrnefndan dóm Ólöfu í vil. Á þeim tíma var eiginmaður Ólafar einn dómara við Héraðsdóm Reykjavíkur og var dómstólasýslunni því á sínum tíma falið að finna annan dómara fyrir málið þar sem aðrir dómarar við dóminn voru taldir vanhæfir. Gunnar Ingi Jóhannsson, lögfræðingur Bílabúðar Benna, sagði eftir að dómur féll í héraðsdómi að óheppilegt væri að málið hefði verið dæmt við Héraðsdóm Reykjavíkur þar sem eiginmaður Ólafar starfaði og að Dómstólasýslan, sem Ólöf væri í forsvari fyrir, hefði valið dómara til að dæma málið. Bílabúð Benna krafðist þess að embættisdómarinn sem dómstólasýslan valdi myndi víkja en hann hafnaði því sjálfur. Dómurinn setur ekki fordæmi Í dómi Landsréttar, sem féll þann 21.janúar í ár, kom fram að Bílabúð Benna hefði í aðdraganda riftunar á kaupsamningi ekki véfengt að bifreiðin væri gölluð. Þá var einnig staðfest niðurstaðan Héraðsdóms Reykjavíkur að Bílabúðin hefði fengið fleiri en tvö tækifæri til að bæta úr gallanum. Því var niðurstaða héraðsdóms staðfest. Í áfrýjunarbeiðni Bílabúðar Benna fyrir Hæstarétti segir að umsóknin byggi í fyrsta lagi á að úrslit málsins verði fordæmisgefandi, að þau varði mikilvæga hagsmuni Bílabúðarinnar og að dómur Landsréttar sé bersýnilega rangur. Hæstiréttur féllst ekki á rök um að úrslitin væri fordæmisgefandi. Þá kemur fram að bæði í dómi héraðsdóms og Landsréttar hafi niðurstaðan verið sú að galli bifreiðarinnar gæti ekki talist óverulegur en sérfróður medómandi sat í dómi. Áfrýjunarbeiðni Bílabúðar Benna var því hafnað og þarf bifreiðasalan því að endurgreiða Ólöfu kaupverð bifreiðarinnar auk vaxta. Þar sem Ólöf er nú skrifstofustjóri við Hæstarétt voru fengnir varadómarar til að úrskurða í málinu. Dómsmál Bílar Neytendur Mest lesið Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Erlent Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Innlent Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Innlent Fleiri fréttir „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Róbert sá þriðji til að aðstoða Heiðu á rúmu hálfu ári „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Eftirlýstur náðist á nöglunum Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Geti reynst ógn við öryggi allra barna Mikil ánægja hjá ferðamönnum með alla aðstöðu í Skaftafelli Sjá meira
Beiðni Bílabúðar Benna var tekin fyrir á mánudag en þar óskaði bifreiðasalan eftir leyfi til að áfrýja dómi Landsréttar síðan í janúar þar sem hún var dæmd til að endurgreiða Ólöfu Finnsdóttur kaupverð Porsche bifreiðar. Bíllinn var keyptur þann 10. október 2016 og var kaupverðið 13.550.000 krónur. Tveggja ára ábyrgð var á bílnum. Málið gegn Bílabúð Benna var höfðað fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur 26. júní 2019, en fram að því hafði kaupandi bifreiðarinnar ítrekað kvartað undan vökvasöfnun í bílnum, sem meðal annars olli „megnri ólykt.“ Eftir árangurslausar tilraunir til að finna lausn á vandanum fór Ólöf fram á að kaupsamningi yrði rift. Þetta sæti Bílabúð Benna sig ekki við og taldi gallann óverulegan. Kærunefnd lausafjár-og þjónustukaupa féllst á riftun kaupsamnings og að Bílabúðinni bæri að endurgreiða kaupverð bifreiðarinnar með dráttarvöxtum, en einnig að kaupandanum bæri að greiða rúmlega 1,1 milljón króna fyrir afnot af bifreiðinni í rúmlega eitt og hálft ár. Bílabúðin felldi sig ekki við þá niðurstöðu og í kjölfarið höfðaði Ólöf málið. Í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 20.júlí 2020 var Bílabúð Benna síðan gert að greiða henni tæpar 14 milljónir króna, auk dráttarvaxta. Efuðust um hæfi dómara Bílabúð Benna áfrýjaði dómnum til Landsréttar en hann vakti nokkra athygli, ekki síst þar sem eigandi Porsche bifreiðarinnar, Ólöf Finnsdóttir, var á þeim tíma framkvæmdastjóri dómstólasýslunnar sem annast sameiginlega stjórnsýslu allra dómstóla á Íslandi; Hæstaréttar, Landsréttar og héraðsdómstólanna átta. Hún er nú skrifstofustjóri við Hæstarétt. Þeirra á meðal er vitaskuld Héraðsdómur Reykjavíkur, sem kvað upp fyrrnefndan dóm Ólöfu í vil. Á þeim tíma var eiginmaður Ólafar einn dómara við Héraðsdóm Reykjavíkur og var dómstólasýslunni því á sínum tíma falið að finna annan dómara fyrir málið þar sem aðrir dómarar við dóminn voru taldir vanhæfir. Gunnar Ingi Jóhannsson, lögfræðingur Bílabúðar Benna, sagði eftir að dómur féll í héraðsdómi að óheppilegt væri að málið hefði verið dæmt við Héraðsdóm Reykjavíkur þar sem eiginmaður Ólafar starfaði og að Dómstólasýslan, sem Ólöf væri í forsvari fyrir, hefði valið dómara til að dæma málið. Bílabúð Benna krafðist þess að embættisdómarinn sem dómstólasýslan valdi myndi víkja en hann hafnaði því sjálfur. Dómurinn setur ekki fordæmi Í dómi Landsréttar, sem féll þann 21.janúar í ár, kom fram að Bílabúð Benna hefði í aðdraganda riftunar á kaupsamningi ekki véfengt að bifreiðin væri gölluð. Þá var einnig staðfest niðurstaðan Héraðsdóms Reykjavíkur að Bílabúðin hefði fengið fleiri en tvö tækifæri til að bæta úr gallanum. Því var niðurstaða héraðsdóms staðfest. Í áfrýjunarbeiðni Bílabúðar Benna fyrir Hæstarétti segir að umsóknin byggi í fyrsta lagi á að úrslit málsins verði fordæmisgefandi, að þau varði mikilvæga hagsmuni Bílabúðarinnar og að dómur Landsréttar sé bersýnilega rangur. Hæstiréttur féllst ekki á rök um að úrslitin væri fordæmisgefandi. Þá kemur fram að bæði í dómi héraðsdóms og Landsréttar hafi niðurstaðan verið sú að galli bifreiðarinnar gæti ekki talist óverulegur en sérfróður medómandi sat í dómi. Áfrýjunarbeiðni Bílabúðar Benna var því hafnað og þarf bifreiðasalan því að endurgreiða Ólöfu kaupverð bifreiðarinnar auk vaxta. Þar sem Ólöf er nú skrifstofustjóri við Hæstarétt voru fengnir varadómarar til að úrskurða í málinu.
Dómsmál Bílar Neytendur Mest lesið Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Erlent Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Innlent Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Innlent Fleiri fréttir „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Róbert sá þriðji til að aðstoða Heiðu á rúmu hálfu ári „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Eftirlýstur náðist á nöglunum Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Geti reynst ógn við öryggi allra barna Mikil ánægja hjá ferðamönnum með alla aðstöðu í Skaftafelli Sjá meira