Ertu að meina eitthvað með þessu, Dagur? Björn Kristjánsson skrifar 13. maí 2022 10:00 Bréf til borgarstjóra Sæll Dagur. Takk fyrir síðast. Það var ánægjulegt að rekast á þig utan við Leiknisvöllinn á frídegi verkalýðsins. Fallegt veður og góð stemning. Ég ákvað að inna þig ekki svara um íþróttaaðstöðuna í Laugardalnum enda hafðir þú sagt við mig nokkru áður að 1. maí væri helgur dagur, ætlaður til samstöðu en ekki í pólitískt argaþras. Því er ég sammála. Þegar við hittumst nokkrum vikum fyrr vorum við á íbúafundi fyrir íbúa Laugarneshverfis í Laugarnesskóla. Meðal þess sem þar var til umræðu var íþróttaaðstaða barna og unglinga, íþróttafélaga og skóla í hverfunum umhverfis Laugardal. Þar skýrðir þú frá hugmyndum þínum um byggingu þjóðarhallar sem þú teldir álitlegri kost en byggingu íþróttahúss fyrir félögin og skólana í hverfinu. Ég spurði þig svo hvenær fyrirætlanir um þjóðarhöll þyrftu að liggja fyrir ef ekki ætti að byggja íþróttahús fyrir Þrótt og Ármann og það stóð ekki á svörunum. Loksins fékkst skýr tímarammi og konkret svar þegar þú sagðir orðrétt: „Það er lykilplagg sem á að koma fram sirka í apríl sem heitir fjármálaáætlun ríkisins. Það er til fimm ára. Ég segi að ef það verða ekki peningar í þetta þar þá meina þau ekkert með þessu. Þannig að fyrir 1. maí þá þarf þetta að liggja fyrir annars legg ég tillögu fyrir borgarráð 5. maí [um byggingu íþróttahúss fyrir Þrótt og Ármann].“ Fjármálaáætlunin birtist reyndar nokkru fyrr en ráðgert var og þar var ekki gert ráð fyrir einni krónu í þjóðarhöll. Börn, unglingar, foreldrar og aðrir íbúar í Laugardal glöddust yfir þessu. Enda búið að vera baráttumál áratugum saman að koma aðstöðu til kennslu og æfinga innanhússíþrótta í sómasamlegt horf hér í hverfinu. Nú fengjum við loksins íþróttahúsið okkar! Svo kom 5. maí og borgarráðsfundurinn mikilvægi fór fram. Engin svör var að finna í fundargerð fundarins heldur var afgreiðsla málsins færð í trúnaðarbók. Þetta var eitthvað dularfullt. Daginn eftir kom svo skellurinn. Viljayfirlýsing um þjóðarhöll. Viljayfirlýsing. Innihaldsrýrara plagg er vandfundið. Fjármögnun er ekki tryggð, rekstrarformið er óljóst og tímaramminn fylltur útópískri bjartsýni. Enn skyldi málum barna og unglinga í Laugardalnum drepið á dreif, þau þæfð í nefndum og starfshópum og frestað um óákveðinn tíma. Þetta var ekki það sem þú sagðir okkur á fundinum í Laugarnesskóla. Það er ljóst, kæri Dagur, að þú gekkst á bak orða þinna. Þú stóðst ekki við það sem þú hafðir lofað. Þú einfaldlega sagðir ósatt og þegar maður gerir slíkt veldur maður rofi í trausti. Og nú hefur orðið slíkt rof í trausti milli þín, sem æðsta stjórnanda borgarinnar og okkar, íbúa hverfisins, sem margir upplifa vonbrigði og svik vegna þessa máls. Það góða er þó að traust er hægt að byggja upp aftur og það þurfum við að gera í sameiningu, enda bendir flest til þess að þú munir halda stöðu þinni næstu fjögur árin. Ég vil því gefa þér tækifæri til að stíga fyrstu skrefin í að endurheimta traust íbúa við Laugardal með því að svara nokkrum einföldum spurningum: Verður Laugardalshöll færð Þrótti og Ármanni til fullra umráða og afnota? Hvenær verður það gert? Hvernig verður staðið að því? Hvernig verður tryggt að æfingar og íþróttakennsla þurfi ekki að víkja fyrir viðburðahaldi í Laugardalshöll þar til og ef þjóðarhöll rís? Stendur til að draga Laugardalshöll út úr samningum við Íþrótta- og sýningarhöllina hf. sem sér um rekstur og útleigu á mannvirkinu og tekur viðburðahald fram yfir íþróttastarf? Hvenær verður það gert? Hvernig verður tryggt að umhverfi og aðstaða í risavaxinni Laugardalshöll og/eða þjóðarhöll verði með þeim hætti að iðkendur njóti sömu persónulegu, félagslegu og uppeldislegu gæða og önnur félög geta veitt í sínum eigin minni húsum? Það er auðvitað fjölmörgum öðrum spurningum ósvarað en látum þetta nægja sem fyrsta skref. Skref í átt til trausts og sátta. Íbúar hverfisins eru margbrenndir af innihaldslausum viljayfirlýsingum, loðnum svörum, starfshópum, ráðum og nefndum. Við munum ekki sætta okkar við það lengur að vera víkjandi stærð í langdregnum og furðulegum kapli borgarinnar sem aldrei virðist ganga upp. Höfundur er íbúi í Laugardal. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þróttur Reykjavík Ármann Íþróttir barna Samfylkingin Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Borgarstjórn Deilur um skólahald í Laugardal Tengdar fréttir Ekkert íþróttahús í Laugardal Þétting byggðar er einn af lyklunum að farsælli þróun borga. Með henni fæst lifandi borgarumhverfi, fjölbreyttari og öflugri þjónusta í nærumhverfi, minni bílaumferð, bætt loftgæði og þannig einfaldara og heilbrigðara hversdagslíf borgaranna. 29. október 2021 08:30 Mest lesið Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Halldór 22.11.2025 Samúel Karl Ólason Halldór Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Sjá meira
Bréf til borgarstjóra Sæll Dagur. Takk fyrir síðast. Það var ánægjulegt að rekast á þig utan við Leiknisvöllinn á frídegi verkalýðsins. Fallegt veður og góð stemning. Ég ákvað að inna þig ekki svara um íþróttaaðstöðuna í Laugardalnum enda hafðir þú sagt við mig nokkru áður að 1. maí væri helgur dagur, ætlaður til samstöðu en ekki í pólitískt argaþras. Því er ég sammála. Þegar við hittumst nokkrum vikum fyrr vorum við á íbúafundi fyrir íbúa Laugarneshverfis í Laugarnesskóla. Meðal þess sem þar var til umræðu var íþróttaaðstaða barna og unglinga, íþróttafélaga og skóla í hverfunum umhverfis Laugardal. Þar skýrðir þú frá hugmyndum þínum um byggingu þjóðarhallar sem þú teldir álitlegri kost en byggingu íþróttahúss fyrir félögin og skólana í hverfinu. Ég spurði þig svo hvenær fyrirætlanir um þjóðarhöll þyrftu að liggja fyrir ef ekki ætti að byggja íþróttahús fyrir Þrótt og Ármann og það stóð ekki á svörunum. Loksins fékkst skýr tímarammi og konkret svar þegar þú sagðir orðrétt: „Það er lykilplagg sem á að koma fram sirka í apríl sem heitir fjármálaáætlun ríkisins. Það er til fimm ára. Ég segi að ef það verða ekki peningar í þetta þar þá meina þau ekkert með þessu. Þannig að fyrir 1. maí þá þarf þetta að liggja fyrir annars legg ég tillögu fyrir borgarráð 5. maí [um byggingu íþróttahúss fyrir Þrótt og Ármann].“ Fjármálaáætlunin birtist reyndar nokkru fyrr en ráðgert var og þar var ekki gert ráð fyrir einni krónu í þjóðarhöll. Börn, unglingar, foreldrar og aðrir íbúar í Laugardal glöddust yfir þessu. Enda búið að vera baráttumál áratugum saman að koma aðstöðu til kennslu og æfinga innanhússíþrótta í sómasamlegt horf hér í hverfinu. Nú fengjum við loksins íþróttahúsið okkar! Svo kom 5. maí og borgarráðsfundurinn mikilvægi fór fram. Engin svör var að finna í fundargerð fundarins heldur var afgreiðsla málsins færð í trúnaðarbók. Þetta var eitthvað dularfullt. Daginn eftir kom svo skellurinn. Viljayfirlýsing um þjóðarhöll. Viljayfirlýsing. Innihaldsrýrara plagg er vandfundið. Fjármögnun er ekki tryggð, rekstrarformið er óljóst og tímaramminn fylltur útópískri bjartsýni. Enn skyldi málum barna og unglinga í Laugardalnum drepið á dreif, þau þæfð í nefndum og starfshópum og frestað um óákveðinn tíma. Þetta var ekki það sem þú sagðir okkur á fundinum í Laugarnesskóla. Það er ljóst, kæri Dagur, að þú gekkst á bak orða þinna. Þú stóðst ekki við það sem þú hafðir lofað. Þú einfaldlega sagðir ósatt og þegar maður gerir slíkt veldur maður rofi í trausti. Og nú hefur orðið slíkt rof í trausti milli þín, sem æðsta stjórnanda borgarinnar og okkar, íbúa hverfisins, sem margir upplifa vonbrigði og svik vegna þessa máls. Það góða er þó að traust er hægt að byggja upp aftur og það þurfum við að gera í sameiningu, enda bendir flest til þess að þú munir halda stöðu þinni næstu fjögur árin. Ég vil því gefa þér tækifæri til að stíga fyrstu skrefin í að endurheimta traust íbúa við Laugardal með því að svara nokkrum einföldum spurningum: Verður Laugardalshöll færð Þrótti og Ármanni til fullra umráða og afnota? Hvenær verður það gert? Hvernig verður staðið að því? Hvernig verður tryggt að æfingar og íþróttakennsla þurfi ekki að víkja fyrir viðburðahaldi í Laugardalshöll þar til og ef þjóðarhöll rís? Stendur til að draga Laugardalshöll út úr samningum við Íþrótta- og sýningarhöllina hf. sem sér um rekstur og útleigu á mannvirkinu og tekur viðburðahald fram yfir íþróttastarf? Hvenær verður það gert? Hvernig verður tryggt að umhverfi og aðstaða í risavaxinni Laugardalshöll og/eða þjóðarhöll verði með þeim hætti að iðkendur njóti sömu persónulegu, félagslegu og uppeldislegu gæða og önnur félög geta veitt í sínum eigin minni húsum? Það er auðvitað fjölmörgum öðrum spurningum ósvarað en látum þetta nægja sem fyrsta skref. Skref í átt til trausts og sátta. Íbúar hverfisins eru margbrenndir af innihaldslausum viljayfirlýsingum, loðnum svörum, starfshópum, ráðum og nefndum. Við munum ekki sætta okkar við það lengur að vera víkjandi stærð í langdregnum og furðulegum kapli borgarinnar sem aldrei virðist ganga upp. Höfundur er íbúi í Laugardal.
Ekkert íþróttahús í Laugardal Þétting byggðar er einn af lyklunum að farsælli þróun borga. Með henni fæst lifandi borgarumhverfi, fjölbreyttari og öflugri þjónusta í nærumhverfi, minni bílaumferð, bætt loftgæði og þannig einfaldara og heilbrigðara hversdagslíf borgaranna. 29. október 2021 08:30
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun