Flokkadráttur skaðar lýðræðið Arnar Þór Jónsson skrifar 13. maí 2022 10:10 „Markmið áróðursmeistarans er að láta einn flokk manna gleyma því að fólk í öðrum flokkum sé mennskt.“ Ofangreind tilvitnun er höfð eftir Aldous Huxley (1894-1963), höfund bókanna Brave New World (1932) og Brave New World Revisited (1958). Í síðarnefnda ritinu segir Huxley að einræðisherrar fyrri tíðar hafi fallið af stalli þar sem þeir hafi „aldrei getað séð þegnunum fyrir nægilega miklu brauði, fjölleikasýningum, kraftaverkum og leyndardómum“. Þeir hafi heldur ekki ráðið yfir nægilega skilvirku kerfi til að stýra hugsunum fólks. Huxley setti fram þann spádóm að undir vísindalegu gerræði yrði menntakerfinu beitt í þágu valdsins. Slíkt uppeldi tryggði að flestum dytti aldrei í hug að rísa gegn ríkjandi stjórnvöldum. Á þessum grunni taldi Huxley ekkert benda til þess að vísindalegri harðstjórn yrði nokkru sinni velt af stalli: Óspennandi sannleika mætti alltaf fela með spennandi lygi. Við lifum nú á tímum þegar hrollvekjandi vísindaskáldskapur Huxleys færist stöðugt nær raunveruleikanum: Eftirlitsstofnanir og tæknirisar seilast sífellt lengra inn í einkalíf almennings; heilnæm einstaklingshyggja og heilbrigð skynsemi víkur fyrir kröfum um kæfandi hlýðni og þegjandi undirgefni; borgaralegt frelsi á í vök að verjast gagnvart hvers kyns ofríki. Í slíku umhverfi er þess jafnvel krafist að vikið sé frá grundvallarskilyrðum réttarríkisins um það að allir séu jafnir fyrir lögunum. Áróðursvélarnar mala daglangt og árlangt í þágu þeirra sem gera tilkall til áhrifa og valda. En hverjir knýja þessar vélar áfram? Einn háskalegasti maður 20. aldar, Edward Bernays (1891-1995), sagði að þeir sem það gerðu væru í raun hinir „ósýnilegu valdhafar“ og hin „sanna valdastétt“. Ef við viljum geta greint rétt frá röngu, sannleik frá lygi, þá getum við ekki leyft okkur að aftengja eigin dómgreind. Við þurfum að geta séð það sem er satt, ekki bara það sem er þægilegt. Sem hugsandi, kjósandi, ábyrgar siðferðisverur getum við m.ö.o. ekki byggt heimsmynd okkar á áróðri. Til að fræðast nánar um fyrirbærið áróður og allan þann háska sem af því stafar, gefst okkur tækifæri til að sækja fyrirlestur prófessors Mark Crispin Miller nk. laugardag í Hörpu, kl. 13.00. Við þurfum ekki að vera sammála, en við getum hlustað með opnum huga og nýtt reynslu hans til að skerpa á eigin athygli, hugsun og dómgreind. Á þeim grunni getum við nýtt kosningaréttinn á ábyrgan, fordómalausan og upplýstan hátt. Það er réttur okkar og skylda gagnvart lýðræðinu. Höfundur er lögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Arnar Þór Jónsson Mest lesið Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Sjá meira
„Markmið áróðursmeistarans er að láta einn flokk manna gleyma því að fólk í öðrum flokkum sé mennskt.“ Ofangreind tilvitnun er höfð eftir Aldous Huxley (1894-1963), höfund bókanna Brave New World (1932) og Brave New World Revisited (1958). Í síðarnefnda ritinu segir Huxley að einræðisherrar fyrri tíðar hafi fallið af stalli þar sem þeir hafi „aldrei getað séð þegnunum fyrir nægilega miklu brauði, fjölleikasýningum, kraftaverkum og leyndardómum“. Þeir hafi heldur ekki ráðið yfir nægilega skilvirku kerfi til að stýra hugsunum fólks. Huxley setti fram þann spádóm að undir vísindalegu gerræði yrði menntakerfinu beitt í þágu valdsins. Slíkt uppeldi tryggði að flestum dytti aldrei í hug að rísa gegn ríkjandi stjórnvöldum. Á þessum grunni taldi Huxley ekkert benda til þess að vísindalegri harðstjórn yrði nokkru sinni velt af stalli: Óspennandi sannleika mætti alltaf fela með spennandi lygi. Við lifum nú á tímum þegar hrollvekjandi vísindaskáldskapur Huxleys færist stöðugt nær raunveruleikanum: Eftirlitsstofnanir og tæknirisar seilast sífellt lengra inn í einkalíf almennings; heilnæm einstaklingshyggja og heilbrigð skynsemi víkur fyrir kröfum um kæfandi hlýðni og þegjandi undirgefni; borgaralegt frelsi á í vök að verjast gagnvart hvers kyns ofríki. Í slíku umhverfi er þess jafnvel krafist að vikið sé frá grundvallarskilyrðum réttarríkisins um það að allir séu jafnir fyrir lögunum. Áróðursvélarnar mala daglangt og árlangt í þágu þeirra sem gera tilkall til áhrifa og valda. En hverjir knýja þessar vélar áfram? Einn háskalegasti maður 20. aldar, Edward Bernays (1891-1995), sagði að þeir sem það gerðu væru í raun hinir „ósýnilegu valdhafar“ og hin „sanna valdastétt“. Ef við viljum geta greint rétt frá röngu, sannleik frá lygi, þá getum við ekki leyft okkur að aftengja eigin dómgreind. Við þurfum að geta séð það sem er satt, ekki bara það sem er þægilegt. Sem hugsandi, kjósandi, ábyrgar siðferðisverur getum við m.ö.o. ekki byggt heimsmynd okkar á áróðri. Til að fræðast nánar um fyrirbærið áróður og allan þann háska sem af því stafar, gefst okkur tækifæri til að sækja fyrirlestur prófessors Mark Crispin Miller nk. laugardag í Hörpu, kl. 13.00. Við þurfum ekki að vera sammála, en við getum hlustað með opnum huga og nýtt reynslu hans til að skerpa á eigin athygli, hugsun og dómgreind. Á þeim grunni getum við nýtt kosningaréttinn á ábyrgan, fordómalausan og upplýstan hátt. Það er réttur okkar og skylda gagnvart lýðræðinu. Höfundur er lögmaður.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun