Flokkadráttur skaðar lýðræðið Arnar Þór Jónsson skrifar 13. maí 2022 10:10 „Markmið áróðursmeistarans er að láta einn flokk manna gleyma því að fólk í öðrum flokkum sé mennskt.“ Ofangreind tilvitnun er höfð eftir Aldous Huxley (1894-1963), höfund bókanna Brave New World (1932) og Brave New World Revisited (1958). Í síðarnefnda ritinu segir Huxley að einræðisherrar fyrri tíðar hafi fallið af stalli þar sem þeir hafi „aldrei getað séð þegnunum fyrir nægilega miklu brauði, fjölleikasýningum, kraftaverkum og leyndardómum“. Þeir hafi heldur ekki ráðið yfir nægilega skilvirku kerfi til að stýra hugsunum fólks. Huxley setti fram þann spádóm að undir vísindalegu gerræði yrði menntakerfinu beitt í þágu valdsins. Slíkt uppeldi tryggði að flestum dytti aldrei í hug að rísa gegn ríkjandi stjórnvöldum. Á þessum grunni taldi Huxley ekkert benda til þess að vísindalegri harðstjórn yrði nokkru sinni velt af stalli: Óspennandi sannleika mætti alltaf fela með spennandi lygi. Við lifum nú á tímum þegar hrollvekjandi vísindaskáldskapur Huxleys færist stöðugt nær raunveruleikanum: Eftirlitsstofnanir og tæknirisar seilast sífellt lengra inn í einkalíf almennings; heilnæm einstaklingshyggja og heilbrigð skynsemi víkur fyrir kröfum um kæfandi hlýðni og þegjandi undirgefni; borgaralegt frelsi á í vök að verjast gagnvart hvers kyns ofríki. Í slíku umhverfi er þess jafnvel krafist að vikið sé frá grundvallarskilyrðum réttarríkisins um það að allir séu jafnir fyrir lögunum. Áróðursvélarnar mala daglangt og árlangt í þágu þeirra sem gera tilkall til áhrifa og valda. En hverjir knýja þessar vélar áfram? Einn háskalegasti maður 20. aldar, Edward Bernays (1891-1995), sagði að þeir sem það gerðu væru í raun hinir „ósýnilegu valdhafar“ og hin „sanna valdastétt“. Ef við viljum geta greint rétt frá röngu, sannleik frá lygi, þá getum við ekki leyft okkur að aftengja eigin dómgreind. Við þurfum að geta séð það sem er satt, ekki bara það sem er þægilegt. Sem hugsandi, kjósandi, ábyrgar siðferðisverur getum við m.ö.o. ekki byggt heimsmynd okkar á áróðri. Til að fræðast nánar um fyrirbærið áróður og allan þann háska sem af því stafar, gefst okkur tækifæri til að sækja fyrirlestur prófessors Mark Crispin Miller nk. laugardag í Hörpu, kl. 13.00. Við þurfum ekki að vera sammála, en við getum hlustað með opnum huga og nýtt reynslu hans til að skerpa á eigin athygli, hugsun og dómgreind. Á þeim grunni getum við nýtt kosningaréttinn á ábyrgan, fordómalausan og upplýstan hátt. Það er réttur okkar og skylda gagnvart lýðræðinu. Höfundur er lögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Arnar Þór Jónsson Mest lesið Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Sjá meira
„Markmið áróðursmeistarans er að láta einn flokk manna gleyma því að fólk í öðrum flokkum sé mennskt.“ Ofangreind tilvitnun er höfð eftir Aldous Huxley (1894-1963), höfund bókanna Brave New World (1932) og Brave New World Revisited (1958). Í síðarnefnda ritinu segir Huxley að einræðisherrar fyrri tíðar hafi fallið af stalli þar sem þeir hafi „aldrei getað séð þegnunum fyrir nægilega miklu brauði, fjölleikasýningum, kraftaverkum og leyndardómum“. Þeir hafi heldur ekki ráðið yfir nægilega skilvirku kerfi til að stýra hugsunum fólks. Huxley setti fram þann spádóm að undir vísindalegu gerræði yrði menntakerfinu beitt í þágu valdsins. Slíkt uppeldi tryggði að flestum dytti aldrei í hug að rísa gegn ríkjandi stjórnvöldum. Á þessum grunni taldi Huxley ekkert benda til þess að vísindalegri harðstjórn yrði nokkru sinni velt af stalli: Óspennandi sannleika mætti alltaf fela með spennandi lygi. Við lifum nú á tímum þegar hrollvekjandi vísindaskáldskapur Huxleys færist stöðugt nær raunveruleikanum: Eftirlitsstofnanir og tæknirisar seilast sífellt lengra inn í einkalíf almennings; heilnæm einstaklingshyggja og heilbrigð skynsemi víkur fyrir kröfum um kæfandi hlýðni og þegjandi undirgefni; borgaralegt frelsi á í vök að verjast gagnvart hvers kyns ofríki. Í slíku umhverfi er þess jafnvel krafist að vikið sé frá grundvallarskilyrðum réttarríkisins um það að allir séu jafnir fyrir lögunum. Áróðursvélarnar mala daglangt og árlangt í þágu þeirra sem gera tilkall til áhrifa og valda. En hverjir knýja þessar vélar áfram? Einn háskalegasti maður 20. aldar, Edward Bernays (1891-1995), sagði að þeir sem það gerðu væru í raun hinir „ósýnilegu valdhafar“ og hin „sanna valdastétt“. Ef við viljum geta greint rétt frá röngu, sannleik frá lygi, þá getum við ekki leyft okkur að aftengja eigin dómgreind. Við þurfum að geta séð það sem er satt, ekki bara það sem er þægilegt. Sem hugsandi, kjósandi, ábyrgar siðferðisverur getum við m.ö.o. ekki byggt heimsmynd okkar á áróðri. Til að fræðast nánar um fyrirbærið áróður og allan þann háska sem af því stafar, gefst okkur tækifæri til að sækja fyrirlestur prófessors Mark Crispin Miller nk. laugardag í Hörpu, kl. 13.00. Við þurfum ekki að vera sammála, en við getum hlustað með opnum huga og nýtt reynslu hans til að skerpa á eigin athygli, hugsun og dómgreind. Á þeim grunni getum við nýtt kosningaréttinn á ábyrgan, fordómalausan og upplýstan hátt. Það er réttur okkar og skylda gagnvart lýðræðinu. Höfundur er lögmaður.
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun