Aldrei lent í öðru eins á löngum sjálfboðaliðaferli Vésteinn Örn Pétursson skrifar 13. maí 2022 12:43 Þegar Elín Soffía spurði hvort hún mætti ekki færa heimilismanni eina rauða rós, var hún spurð hvort hún væri á vegum Samfylkingarinnar. Eftir að hafa svarað því játandi var henni bent á að setja rósina í ruslið. Skjáskot Elín Soffía Harðardóttir, kennari og sjálfboðaliði til margra ára, segir að sér hafi þótt afar leiðinlegt að myndband af henni við sjálfboðastarf fyrir Samfylkinguna hafi farið í dreifingu á netinu. Myndbandið sýnir þegar hún bankar upp á til þess að bjóða heimilismanni rauða rós, en hún fær það svar að rósin sé best geymd í ruslinu. Myndbandið, sem tekið var á dyrabjöllumyndavél, fór í dreifingu, meðal annars á samfélagsmiðlinum Twitter, og hefur vakið nokkra umræðu um það viðmót sem sjálfboðaliðar flokkanna mæta. Úthringingar og önnur hefðbundin verkefni, sem fjölmargir sjálfboðaliðar koma að, eru í fullum gangi í aðdraganda sveitarstjórnakosninganna á morgun. „Ég var bara að dreifa rósum og hringi bjöllunni í þessu húsi. Það svarar enginn og ég ætlaði bara að fara að labba í burtu. Þá svarar í dyrasímanum og spyr hvort ég sé frá Samfylkingunni. Ég segi já, og að ég hafi bara ætlað að vita hvort ég mætti bjóða honum rauða rós,“ segir Elín Soffía í samtali við fréttastofu. Maðurinn hafi þá einfaldlega sagt henni að setja rósina í „gráu tunnuna“. „En svo gerist það sem er búið að klippa úr myndbandinu. Þá segi ég: Nei, það geri ég aldrei. Þá segist hann hafa verið að djóka og biður mig að setja rósina á bekk við húsið.“ Maðurinn hafi þá tjáð henni í gegnum dyrasímann að hann væri á leiðinni heim og kæmi eftir um tíu mínútur. Hann hafi því í raun þegið rósina. „Síðan ætlar hann að vera fyndinn og sýna hvað hann var töff að segja mér að henda rósinni og klippir myndbandið.“ Miður sín að sjá myndbandið í dreifingu Myndbandið fór í víðtæka dreifingu á netinu og var meðal annars sett inn á Twitter í gær. Það virðist þó hafa gengið manna á milli fyrir það, þar sem sá sem birti myndbandið á Twitter er ekki sá sem tók það. Elínu Soffíu var nokkuð brugðið að komast að því að myndband af henni í sjálfboðastarfinu hafi náð flugi á netinu, en það hefur síðan verið fjarlægt eftir gagnrýni netverja. Taka upp sjálfan sig með dyrabjöllunni sinni að vera dick við gamla konu, og dreifa því, sjálfur, á internetinu.Einhverskonar línudans á milli Black Mirror og Klovn. https://t.co/CKZwNUbi18— Atli Viðar (@atli_vidar) May 12, 2022 „Svo er þetta komið eitthvað á Twitter. Ég er ekki einu sinni á Twitter. Ég er búin að vera í sjálfboðaliðastarfi fyrir flokka og í forsetakosningum síðan ég var sextán ára, og nú komin á sjötugsaldur. Ég hef bara aldrei orðið fyrir svona, þarna er bara verið að gera lítið úr manni.“ Elín Soffía segist hafa orðið miður sín að frétta af því að myndbandið væri komið í dreifingu á netinu. „Mér hefði aldrei dottið í hug að einhver myndi taka mann upp á myndband heima hjá sér og birt á samfélagsmiðlum. Þetta er bara friðhelgi, að einhver bara birti myndband af manni og reyni að gera lítið úr manni,“ segir Elín Soffía og bæti við að sér hafi þótt atvikið lágkúrulegt. Hún segist hafa heyrt frá fjölda fólks sem sá myndbandið, og fengið mikinn stuðning. „Fólki finnst þetta bara ferlega ómerkilegt, að vera að ráðast svona á fólk sem er að vinna sjálfboðavinnu. Mér er alveg sama hvaða flokkur það er, ég þekki fólk í öllum flokkum og á marga vini alls staðar. Ég man bara ekki eftir því að það hafi verið ráðist svona á fólkið sem er að vinna fyrir flokkana.“ Elín Soffía ásamt eiginmanni sínum, Sigurjóni Gunnarssyni.Aðsend Eitt gildi um frambjóðendur en annað um sjálfboðaliða Elín Soffía telur að öðru sæti um fólk sem er í framlínunni, frambjóðendur flokkanna. Þeir megi frekar vænta þess að verða skotspónn fólks á netinu og sæta gagnrýni fyrir orð sín og verk. „En við, sem erum að aðstoða. Mér finnst mikill eðlismunur á því hvort þú ert að ráðast á oddvitana og frambjóðendur, eða fólkið sem er að leggja sig fram, vill hjálpa flokkunum, fær engin laun fyrir og er bara að gera þetta af áhuga. Alveg sama í hvaða flokki það er. Á þetta þá að vera til þess að fæla fólk frá því að taka þátt og hjálpa flokkunum,“ spyr Elín Soffía. Þrátt fyrir að hafa þótt atvikið leiðinlegt segist Elín Soffía hvergi af baki dottin. Hún tók sæti á Alþingi sem varaþingmaður Reyknesinga fyrir Alþýðuflokkinn og hefur lengi verið í ýmiskonar sjálfboðastarfi. Hún hafi þó aldrei lent í neinu svipuðu. „Aldrei. Alltaf gengið vel. Ég byrjaði ung í þessu og er búin að vera dreifa rósum frá 1986 og aldrei lent í svona.“ Telur um persónuverndarbrot að ræða Elín Soffía segist þá ekki í neinum vafa um að myndbandsupptakan sé ólögleg, þó hún sjái ekki fyrir sér að fara með málið neitt lengra. „Þetta er náttúrulega ólöglegt samkvæmt persónuvernd, ég bara trúi ekki öðru.“ Málið hefur vakið nokkra umræðu á netinu um það viðmót sem sjálfboðaliðar flokka í kosningabaráttu mæta í starfi sínu, en sýnishorn af þeirri umræðu má sjá hér að neðan. Ég varð mjög leiður að sjá þetta. Ég kæri mig ekki um að mitt fólk sé að haga sér svona. Takið bara þessa rós alveg eins og kjósendur taka við bæklingum frá okkur D mönnum. Þetta er ótrúlega óviðeigandi framkoma. https://t.co/D3s44tGbbs— Eiður Welding (@EiWelding) May 12, 2022 getum við verið næs við fólk sem er að hringja í okkur og nálgast okkur útaf kosningunum 🥺❤️ það er nógu erfitt að koma sér í gírinn og tala við ókunnugt fólk til að byrja með— Lenya Rún (@Lenyarun) May 12, 2022 Fólk þarf að átta sig á því að mikill meirihluti þeirra sem er að hringja og ganga í hús eru sjálfboðaliðar og fólk lágt á listum. Ef þið eruð pirruð út í pólitíkusa þá er þetta ekki rétta fólkið til að vera með leiðindi við.— Ármann Leifsson (@ArmannLeifsson) May 13, 2022 Samfylkingin Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Innlent Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Innlent Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Innlent Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Innlent Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Innlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Fleiri fréttir Flugvélin ekki flughæf vegna bilunar Aðeins annar kassinn af tveimur með atkvæðum skilaði sér Bárðarbunga skelfur, vopnahlé og hjólaskautaat Getur ekki fullyrt að gosið hafi áður í Bárðarbungu Virkja viðbragðsáætlun og opna aðgerðastjórn Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Áframhaldandi landris við Svartsengi Bergþór áfram þingflokksformaður Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Dómsmálaráðherra fundar með Sigríði og Helga Magnúsi Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Atburðarásin minnir á undanfara eldgossins í Holuhrauni Óljóst hve mörg atkvæði voru í pappakassanum sem barst of seint Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Óvissustig vegna skjálfta í Bárðarbungu Öflug hrina í Bárðarbungu og Íslandsbankasala í augsýn Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Sjá meira
Myndbandið, sem tekið var á dyrabjöllumyndavél, fór í dreifingu, meðal annars á samfélagsmiðlinum Twitter, og hefur vakið nokkra umræðu um það viðmót sem sjálfboðaliðar flokkanna mæta. Úthringingar og önnur hefðbundin verkefni, sem fjölmargir sjálfboðaliðar koma að, eru í fullum gangi í aðdraganda sveitarstjórnakosninganna á morgun. „Ég var bara að dreifa rósum og hringi bjöllunni í þessu húsi. Það svarar enginn og ég ætlaði bara að fara að labba í burtu. Þá svarar í dyrasímanum og spyr hvort ég sé frá Samfylkingunni. Ég segi já, og að ég hafi bara ætlað að vita hvort ég mætti bjóða honum rauða rós,“ segir Elín Soffía í samtali við fréttastofu. Maðurinn hafi þá einfaldlega sagt henni að setja rósina í „gráu tunnuna“. „En svo gerist það sem er búið að klippa úr myndbandinu. Þá segi ég: Nei, það geri ég aldrei. Þá segist hann hafa verið að djóka og biður mig að setja rósina á bekk við húsið.“ Maðurinn hafi þá tjáð henni í gegnum dyrasímann að hann væri á leiðinni heim og kæmi eftir um tíu mínútur. Hann hafi því í raun þegið rósina. „Síðan ætlar hann að vera fyndinn og sýna hvað hann var töff að segja mér að henda rósinni og klippir myndbandið.“ Miður sín að sjá myndbandið í dreifingu Myndbandið fór í víðtæka dreifingu á netinu og var meðal annars sett inn á Twitter í gær. Það virðist þó hafa gengið manna á milli fyrir það, þar sem sá sem birti myndbandið á Twitter er ekki sá sem tók það. Elínu Soffíu var nokkuð brugðið að komast að því að myndband af henni í sjálfboðastarfinu hafi náð flugi á netinu, en það hefur síðan verið fjarlægt eftir gagnrýni netverja. Taka upp sjálfan sig með dyrabjöllunni sinni að vera dick við gamla konu, og dreifa því, sjálfur, á internetinu.Einhverskonar línudans á milli Black Mirror og Klovn. https://t.co/CKZwNUbi18— Atli Viðar (@atli_vidar) May 12, 2022 „Svo er þetta komið eitthvað á Twitter. Ég er ekki einu sinni á Twitter. Ég er búin að vera í sjálfboðaliðastarfi fyrir flokka og í forsetakosningum síðan ég var sextán ára, og nú komin á sjötugsaldur. Ég hef bara aldrei orðið fyrir svona, þarna er bara verið að gera lítið úr manni.“ Elín Soffía segist hafa orðið miður sín að frétta af því að myndbandið væri komið í dreifingu á netinu. „Mér hefði aldrei dottið í hug að einhver myndi taka mann upp á myndband heima hjá sér og birt á samfélagsmiðlum. Þetta er bara friðhelgi, að einhver bara birti myndband af manni og reyni að gera lítið úr manni,“ segir Elín Soffía og bæti við að sér hafi þótt atvikið lágkúrulegt. Hún segist hafa heyrt frá fjölda fólks sem sá myndbandið, og fengið mikinn stuðning. „Fólki finnst þetta bara ferlega ómerkilegt, að vera að ráðast svona á fólk sem er að vinna sjálfboðavinnu. Mér er alveg sama hvaða flokkur það er, ég þekki fólk í öllum flokkum og á marga vini alls staðar. Ég man bara ekki eftir því að það hafi verið ráðist svona á fólkið sem er að vinna fyrir flokkana.“ Elín Soffía ásamt eiginmanni sínum, Sigurjóni Gunnarssyni.Aðsend Eitt gildi um frambjóðendur en annað um sjálfboðaliða Elín Soffía telur að öðru sæti um fólk sem er í framlínunni, frambjóðendur flokkanna. Þeir megi frekar vænta þess að verða skotspónn fólks á netinu og sæta gagnrýni fyrir orð sín og verk. „En við, sem erum að aðstoða. Mér finnst mikill eðlismunur á því hvort þú ert að ráðast á oddvitana og frambjóðendur, eða fólkið sem er að leggja sig fram, vill hjálpa flokkunum, fær engin laun fyrir og er bara að gera þetta af áhuga. Alveg sama í hvaða flokki það er. Á þetta þá að vera til þess að fæla fólk frá því að taka þátt og hjálpa flokkunum,“ spyr Elín Soffía. Þrátt fyrir að hafa þótt atvikið leiðinlegt segist Elín Soffía hvergi af baki dottin. Hún tók sæti á Alþingi sem varaþingmaður Reyknesinga fyrir Alþýðuflokkinn og hefur lengi verið í ýmiskonar sjálfboðastarfi. Hún hafi þó aldrei lent í neinu svipuðu. „Aldrei. Alltaf gengið vel. Ég byrjaði ung í þessu og er búin að vera dreifa rósum frá 1986 og aldrei lent í svona.“ Telur um persónuverndarbrot að ræða Elín Soffía segist þá ekki í neinum vafa um að myndbandsupptakan sé ólögleg, þó hún sjái ekki fyrir sér að fara með málið neitt lengra. „Þetta er náttúrulega ólöglegt samkvæmt persónuvernd, ég bara trúi ekki öðru.“ Málið hefur vakið nokkra umræðu á netinu um það viðmót sem sjálfboðaliðar flokka í kosningabaráttu mæta í starfi sínu, en sýnishorn af þeirri umræðu má sjá hér að neðan. Ég varð mjög leiður að sjá þetta. Ég kæri mig ekki um að mitt fólk sé að haga sér svona. Takið bara þessa rós alveg eins og kjósendur taka við bæklingum frá okkur D mönnum. Þetta er ótrúlega óviðeigandi framkoma. https://t.co/D3s44tGbbs— Eiður Welding (@EiWelding) May 12, 2022 getum við verið næs við fólk sem er að hringja í okkur og nálgast okkur útaf kosningunum 🥺❤️ það er nógu erfitt að koma sér í gírinn og tala við ókunnugt fólk til að byrja með— Lenya Rún (@Lenyarun) May 12, 2022 Fólk þarf að átta sig á því að mikill meirihluti þeirra sem er að hringja og ganga í hús eru sjálfboðaliðar og fólk lágt á listum. Ef þið eruð pirruð út í pólitíkusa þá er þetta ekki rétta fólkið til að vera með leiðindi við.— Ármann Leifsson (@ArmannLeifsson) May 13, 2022
Samfylkingin Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Innlent Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Innlent Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Innlent Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Innlent Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Innlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Fleiri fréttir Flugvélin ekki flughæf vegna bilunar Aðeins annar kassinn af tveimur með atkvæðum skilaði sér Bárðarbunga skelfur, vopnahlé og hjólaskautaat Getur ekki fullyrt að gosið hafi áður í Bárðarbungu Virkja viðbragðsáætlun og opna aðgerðastjórn Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Áframhaldandi landris við Svartsengi Bergþór áfram þingflokksformaður Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Dómsmálaráðherra fundar með Sigríði og Helga Magnúsi Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Atburðarásin minnir á undanfara eldgossins í Holuhrauni Óljóst hve mörg atkvæði voru í pappakassanum sem barst of seint Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Óvissustig vegna skjálfta í Bárðarbungu Öflug hrina í Bárðarbungu og Íslandsbankasala í augsýn Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Sjá meira