Fyrirlesari í Hörpu telur fjöldamorð á börnum sviðsett og efast um hryðjuverkin í New York Kjartan Kjartansson skrifar 13. maí 2022 15:05 Feðgar syrgja börn og starfsmenn Sandy Hook-grunskólans árið 20120 (t.v.) Mark Crispin Miller efast um að morðin hafi í raun átt sér stað. Vísir/EPA/samsett Bandarískur prófessor sem heldur fyrirlestur í Hörpu á morgun hefur sagst telja að fjöldamorð á grunnskólabörnum í Bandaríkjunum hafi verið sviðsett og er félagi í hreyfingu sem efast um opinberar skýringar á hryðjuverkunum í New York 11. september. Yfirskrift fyrirlesturs Marks Crispin Miller, prófessors í fjölmiðla-, menningar- og boðskiptafræði við New York-háskóla (NYU), í Hörpu er „Áróður“. Í kynningarefni fyrirlestursins er þeirri spurningu varpað fram hvort að heimsmynd okkar sé mótuð af áróðri og hvort nútímamanneskjan búi yfir getu til að sjá í gegnum hann. „Hér er á ferðinni einstakur viðburður sem gagnrýnt og sannleiksleitandi fólk má ekki láta fram hjá sér fara,“ segir á vefsíðu Hörpu um viðburðinn. Miller er þó umdeildur maður. Samstarfsfólk hans við NYU skoraði meðal annars á skólastjórnendur að kanna hvort ástæða væri til að refsa honum vegna brota á siðareglum fræðimanna sem hann hafi framið með vafasömum skoðunum sem hann birtir opinberlega og aðferðum í kennslustofunni. Var honum legið á hálsi að styðja við röksemdir sem byggja ekki á veruleikanum. Á meðal framandlegra kenninga sem Miller aðhyllist og hefur tjáð sig um opinberlega er að fjöldamorð á tuttugu börnum á aldrinum sex til sjö ára og sex fullorðnum starfsmönnum Sandy Hook-grunnskólans í bænum Newtown í Connecticut í Bandaríkjunum 14. desember árið 2012 hafi í raun verið sett á svið og það hafi ekki átt sér stað. Sandy Hook-fjölmdamorðið er blóðugasta skotárás í grunnskóla í sögu Bandaríkjanna og það fjórða mannskæðasta í heildina. Tvítugur karlmaður braust inn í skólann og myrti börnin og kennara þeirra. Áður hafði hann skotið móður sína til bana á heimili sínu. Hann svipti sig svo lífi eftir blóðbaðið í skólanum. Konan stendur við grindverk sem á er letrað nöfn barnanna tuttugu sem voru skotin til bana í Sandy Hook-grunnskólanum.Vísir/EPA Spurður út í þetta segir Gunnar Guttormur Kjeld, framkvæmdastjóri Vegvísis atburða sem stendur fyrir fyrirlestri Miller, að prófessorinn hafi aldrei sagt að fjöldamorðið í Sandy Hook væri gabb, í viðtali við fræðimanninn Mark Dery. Það hafi Dery búið til í grein sem hann skrifaði í Chronicle of Higher Education um samskipti sín við Miller í fyrra. Eina sem Miller hafi sagt í viðtalinu væri að bókin Enginn dó í Sandy Hook: Það var æfing almannavarna til að hvetja til byssueftirlits væri „sannfærandi.“ James Fetzer, annar höfunda bókarinnar, var dæmdur til að greiða föður eins barnanna sem var myrt 450.000 dollara fyrir ófrægingu vegna ummæla í bókinni um að dánarvottorð þess hefði verið falsað. Foreldrar barna við Sandy Hook hafa meðal annars sætt áreiti frá samsæriskenningasinnum sem trúa því að fjöldamorðið hafi ekki átt sér stað og að foreldarnir séu leikarar. Lýsir Sandy Hook sem gabbi í eftirriti sem hann birti sjálfur Vísar Gunnar einnig til þess að Miller hafi birt upptökur af samtali sínu við greinarhöfundinn eftir að greinin birtist. Miller hafi tekið samtölin upp til að tryggja að rétt væri haft eftir honum. „Þetta er allt tekið upp og þú getur skoðað þetta allt saman. Ef þú ert að stúdera áróður þá eðli hlutarins vegna ertu að koma upp um einhverja hluti,“ segir Gunnar við Vísi. Í eftirriti af samtalinu sem Miller birti sjálfur á vefsíðu sinni er engu að síður haft eftir honum að hann telji fjöldamorðið ekki hafa átt sér stað. „Ég hef enga ástæðu til að trúa að þau hafi verið þarna eða verið drepin,“ sagði Miller í samtali við Mark Dery, greinarhöfundinn. Sagðist Miller jafnframt gruna að fjöldamorðið hafi verið sett á svið og að um einhvers konar æfingu hafi verið að ræða. Slær hann þó þann varnagla að hann hafi ekki verið á staðnum sjálfur en að það séu „umtalsverðar vísbendingar sem bendi til“ að börnin hafi ekki verið myrt. VIðburðahaldarinn segir að Miller „kaupi ekki“ opinberar skýringar á hryðjuverkunum í New York 11. september árið 2011. Þá flugu hryðjuverkamenn tveimur farþegaþotum á Tvíburaturnana.Vísir Telur kosningum ítrekað stolið og skýringar á 11. september ekki standast Samsæriskenningar um fjöldamorð á grunnskólabörnum er þó fjarri því sú eina sem Miller aðhyllist. Hann er félagi í svokallaðri „sannleikshreyfingu“ um hryðjuverkin í New York 11. september 2001. Sú hreyfing telur opinberar skýringar á hryðjuverkunum um að hryðjuverkamenn al-Qaeda samtakanna hafi rænt fjórum flugvélum og flogið þeim á byggingar ekki standast. Miller telur ennfremur að kosningum í Bandaríkjunum hafi meira eða minna verið stolið, sérstaklega frá aldamótum. Í bloggfærslu frá því í fyrra segir hann ekki aðeins vísbendingar um að demókratar hafi stolið forseta- og þingkosningunum árið 2020 heldur um að árás stuðningsmanna Donalds Trump á bandaríska þinghúsið í janúar í fyrra hafi í raun verið sálfræðihernaðaraðgerð sem hafi veitt yfirvöldum skálkaskjól til að þrengja að pólitísku og vitsmunalegu andófi. Ásökunum stuðningsmanna Trump um að svik hafi verið í tafli í kosningunum 2020 hefur verið vísað frá og hafnað af dómstólum víðsvegar um Bandaríkin. Frá því að kórónuveirufaraldurinn hófst fyrir tæpum tveimur og hálfu ári hefur Miller beint spjótum sínum að bóluefnum og reynt að grafa undan trú á þeim á vefsíðu sinni með eigin skrifum og með því að deila greinum og myndböndum frá öðrum. Varaþingmaður auglýsir fyrirlesturinn í grein Andófið gegn Covid-aðgerðum gæti verið ástæða þess að Arnar Þór Jónsson, varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi héraðsdómari, auglýsir fyrirlestur Miller í aðsendri grein á Vísi í dag. Arnar Þór hefur ítrekað talað gegn sóttvarnaaðgerðum og bóluefnum og rak meðal annars mál fyrir dómstólum til að fá einangrun skjólstæðinga sinna vegna Covid-smits hnekkt. „Við þurfum ekki að vera sammála, en við getum hlustað með opnum huga og nýtt reynslu hans til að skerpa á eigin athygli, hugsun og dómgreind. Á þeim grunni getum við nýtt kosningaréttinn á ábyrgan, fordómalausan og upplýstan hátt. Það er réttur okkar og skylda gagnvart lýðræðinu,“ skrifar Arnar Þór um fyrirlestur Miller Arnar Þór Jónsson er varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins. Hann segir í aðsendri grein á Vísi að fyrirlestur Miller sé tækifæri til að fræðast um áróður og þann háska sem stafi af honum.Aðsend Gunnar, sem sjálfur er í fjórða sæti á lista Ábyrgrar framtíðar, flokks sem var upphafleg stofnaður utan um andóf gegn sóttvarnaaðgerðum í Covid-faraldrinum, segir Arnar Þór ekki tengjast viðburðinum þó að hann hafi vakið máls á fyrirlestrinum. Sjálfur telur Gunnar að Miller sé sérstaklega áhugaverður fyrirlesari fyrir Íslendingar þar sem hann ræði meðal annars um stríðsáróður. Íslendingar sem herlaus þjóð þekki hann ekki. „Við á Íslandi þurfum að vera læs á áróður. Við þurfum að geta skilið hvað áróður er. Við þurfum að mennta okkur í því sem þjóð. Það er mjög mikilvægt að við gerum það svo við séum ekki að taka afstöðu með einhverju sem er kannski ekki alveg rétt,“ segir hann. Nefnir hann þar sérstaklega hernað. „Að við séum ekki að taka afstöðu um hluti sem við kannski höfum ekki forsendur til að skilja almennilega,“ segir Gunnar. Fréttin var uppfærð klukkan 17:15 með leiðréttingu í tilvísun í grein Arnars Þórs Jónssonar. Harpa Bandaríkin Tengdar fréttir Samsæriskenningasmiður sekur um meiðyrði Samsæriskenningasmiðurinn Alex Jones var í dag fundinn sekur í fjórum meiðyrðamálum sem aðstandendur barna sem létust í árásinni á Sandy Hook skólann höfðuðu gegn honum. 15. nóvember 2021 21:56 NBC ýfir upp sár foreldra barnanna í Sandy Hook Foreldar barna sem voru myrt í Sandy Hook eru ósátt við að NBC ætli að birta langt viðtal við alræmdan samsæriskenningasmið sem segir bandarísk stjórnvöld hafa sett fjöldamorðið á svið. Fylgjendur hans hafa áreitt foreldra myrtra barna undanfarin ár. 13. júní 2017 11:15 Foreldrar fórnarlambs Sandy Hook-árásarinnar grátbiðja Zuckerberg um að kæfa samsæriskenningar Foreldrar drengs sem lést í skotárásinni í Sandy Hook-grunnskólann í bænum Newton í Connecticut í desember árið 2012 birtu í dag opið bréf til Marks Zuckerbergs, stofnanda Facebook. 25. júlí 2018 20:39 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira
Yfirskrift fyrirlesturs Marks Crispin Miller, prófessors í fjölmiðla-, menningar- og boðskiptafræði við New York-háskóla (NYU), í Hörpu er „Áróður“. Í kynningarefni fyrirlestursins er þeirri spurningu varpað fram hvort að heimsmynd okkar sé mótuð af áróðri og hvort nútímamanneskjan búi yfir getu til að sjá í gegnum hann. „Hér er á ferðinni einstakur viðburður sem gagnrýnt og sannleiksleitandi fólk má ekki láta fram hjá sér fara,“ segir á vefsíðu Hörpu um viðburðinn. Miller er þó umdeildur maður. Samstarfsfólk hans við NYU skoraði meðal annars á skólastjórnendur að kanna hvort ástæða væri til að refsa honum vegna brota á siðareglum fræðimanna sem hann hafi framið með vafasömum skoðunum sem hann birtir opinberlega og aðferðum í kennslustofunni. Var honum legið á hálsi að styðja við röksemdir sem byggja ekki á veruleikanum. Á meðal framandlegra kenninga sem Miller aðhyllist og hefur tjáð sig um opinberlega er að fjöldamorð á tuttugu börnum á aldrinum sex til sjö ára og sex fullorðnum starfsmönnum Sandy Hook-grunnskólans í bænum Newtown í Connecticut í Bandaríkjunum 14. desember árið 2012 hafi í raun verið sett á svið og það hafi ekki átt sér stað. Sandy Hook-fjölmdamorðið er blóðugasta skotárás í grunnskóla í sögu Bandaríkjanna og það fjórða mannskæðasta í heildina. Tvítugur karlmaður braust inn í skólann og myrti börnin og kennara þeirra. Áður hafði hann skotið móður sína til bana á heimili sínu. Hann svipti sig svo lífi eftir blóðbaðið í skólanum. Konan stendur við grindverk sem á er letrað nöfn barnanna tuttugu sem voru skotin til bana í Sandy Hook-grunnskólanum.Vísir/EPA Spurður út í þetta segir Gunnar Guttormur Kjeld, framkvæmdastjóri Vegvísis atburða sem stendur fyrir fyrirlestri Miller, að prófessorinn hafi aldrei sagt að fjöldamorðið í Sandy Hook væri gabb, í viðtali við fræðimanninn Mark Dery. Það hafi Dery búið til í grein sem hann skrifaði í Chronicle of Higher Education um samskipti sín við Miller í fyrra. Eina sem Miller hafi sagt í viðtalinu væri að bókin Enginn dó í Sandy Hook: Það var æfing almannavarna til að hvetja til byssueftirlits væri „sannfærandi.“ James Fetzer, annar höfunda bókarinnar, var dæmdur til að greiða föður eins barnanna sem var myrt 450.000 dollara fyrir ófrægingu vegna ummæla í bókinni um að dánarvottorð þess hefði verið falsað. Foreldrar barna við Sandy Hook hafa meðal annars sætt áreiti frá samsæriskenningasinnum sem trúa því að fjöldamorðið hafi ekki átt sér stað og að foreldarnir séu leikarar. Lýsir Sandy Hook sem gabbi í eftirriti sem hann birti sjálfur Vísar Gunnar einnig til þess að Miller hafi birt upptökur af samtali sínu við greinarhöfundinn eftir að greinin birtist. Miller hafi tekið samtölin upp til að tryggja að rétt væri haft eftir honum. „Þetta er allt tekið upp og þú getur skoðað þetta allt saman. Ef þú ert að stúdera áróður þá eðli hlutarins vegna ertu að koma upp um einhverja hluti,“ segir Gunnar við Vísi. Í eftirriti af samtalinu sem Miller birti sjálfur á vefsíðu sinni er engu að síður haft eftir honum að hann telji fjöldamorðið ekki hafa átt sér stað. „Ég hef enga ástæðu til að trúa að þau hafi verið þarna eða verið drepin,“ sagði Miller í samtali við Mark Dery, greinarhöfundinn. Sagðist Miller jafnframt gruna að fjöldamorðið hafi verið sett á svið og að um einhvers konar æfingu hafi verið að ræða. Slær hann þó þann varnagla að hann hafi ekki verið á staðnum sjálfur en að það séu „umtalsverðar vísbendingar sem bendi til“ að börnin hafi ekki verið myrt. VIðburðahaldarinn segir að Miller „kaupi ekki“ opinberar skýringar á hryðjuverkunum í New York 11. september árið 2011. Þá flugu hryðjuverkamenn tveimur farþegaþotum á Tvíburaturnana.Vísir Telur kosningum ítrekað stolið og skýringar á 11. september ekki standast Samsæriskenningar um fjöldamorð á grunnskólabörnum er þó fjarri því sú eina sem Miller aðhyllist. Hann er félagi í svokallaðri „sannleikshreyfingu“ um hryðjuverkin í New York 11. september 2001. Sú hreyfing telur opinberar skýringar á hryðjuverkunum um að hryðjuverkamenn al-Qaeda samtakanna hafi rænt fjórum flugvélum og flogið þeim á byggingar ekki standast. Miller telur ennfremur að kosningum í Bandaríkjunum hafi meira eða minna verið stolið, sérstaklega frá aldamótum. Í bloggfærslu frá því í fyrra segir hann ekki aðeins vísbendingar um að demókratar hafi stolið forseta- og þingkosningunum árið 2020 heldur um að árás stuðningsmanna Donalds Trump á bandaríska þinghúsið í janúar í fyrra hafi í raun verið sálfræðihernaðaraðgerð sem hafi veitt yfirvöldum skálkaskjól til að þrengja að pólitísku og vitsmunalegu andófi. Ásökunum stuðningsmanna Trump um að svik hafi verið í tafli í kosningunum 2020 hefur verið vísað frá og hafnað af dómstólum víðsvegar um Bandaríkin. Frá því að kórónuveirufaraldurinn hófst fyrir tæpum tveimur og hálfu ári hefur Miller beint spjótum sínum að bóluefnum og reynt að grafa undan trú á þeim á vefsíðu sinni með eigin skrifum og með því að deila greinum og myndböndum frá öðrum. Varaþingmaður auglýsir fyrirlesturinn í grein Andófið gegn Covid-aðgerðum gæti verið ástæða þess að Arnar Þór Jónsson, varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi héraðsdómari, auglýsir fyrirlestur Miller í aðsendri grein á Vísi í dag. Arnar Þór hefur ítrekað talað gegn sóttvarnaaðgerðum og bóluefnum og rak meðal annars mál fyrir dómstólum til að fá einangrun skjólstæðinga sinna vegna Covid-smits hnekkt. „Við þurfum ekki að vera sammála, en við getum hlustað með opnum huga og nýtt reynslu hans til að skerpa á eigin athygli, hugsun og dómgreind. Á þeim grunni getum við nýtt kosningaréttinn á ábyrgan, fordómalausan og upplýstan hátt. Það er réttur okkar og skylda gagnvart lýðræðinu,“ skrifar Arnar Þór um fyrirlestur Miller Arnar Þór Jónsson er varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins. Hann segir í aðsendri grein á Vísi að fyrirlestur Miller sé tækifæri til að fræðast um áróður og þann háska sem stafi af honum.Aðsend Gunnar, sem sjálfur er í fjórða sæti á lista Ábyrgrar framtíðar, flokks sem var upphafleg stofnaður utan um andóf gegn sóttvarnaaðgerðum í Covid-faraldrinum, segir Arnar Þór ekki tengjast viðburðinum þó að hann hafi vakið máls á fyrirlestrinum. Sjálfur telur Gunnar að Miller sé sérstaklega áhugaverður fyrirlesari fyrir Íslendingar þar sem hann ræði meðal annars um stríðsáróður. Íslendingar sem herlaus þjóð þekki hann ekki. „Við á Íslandi þurfum að vera læs á áróður. Við þurfum að geta skilið hvað áróður er. Við þurfum að mennta okkur í því sem þjóð. Það er mjög mikilvægt að við gerum það svo við séum ekki að taka afstöðu með einhverju sem er kannski ekki alveg rétt,“ segir hann. Nefnir hann þar sérstaklega hernað. „Að við séum ekki að taka afstöðu um hluti sem við kannski höfum ekki forsendur til að skilja almennilega,“ segir Gunnar. Fréttin var uppfærð klukkan 17:15 með leiðréttingu í tilvísun í grein Arnars Þórs Jónssonar.
Harpa Bandaríkin Tengdar fréttir Samsæriskenningasmiður sekur um meiðyrði Samsæriskenningasmiðurinn Alex Jones var í dag fundinn sekur í fjórum meiðyrðamálum sem aðstandendur barna sem létust í árásinni á Sandy Hook skólann höfðuðu gegn honum. 15. nóvember 2021 21:56 NBC ýfir upp sár foreldra barnanna í Sandy Hook Foreldar barna sem voru myrt í Sandy Hook eru ósátt við að NBC ætli að birta langt viðtal við alræmdan samsæriskenningasmið sem segir bandarísk stjórnvöld hafa sett fjöldamorðið á svið. Fylgjendur hans hafa áreitt foreldra myrtra barna undanfarin ár. 13. júní 2017 11:15 Foreldrar fórnarlambs Sandy Hook-árásarinnar grátbiðja Zuckerberg um að kæfa samsæriskenningar Foreldrar drengs sem lést í skotárásinni í Sandy Hook-grunnskólann í bænum Newton í Connecticut í desember árið 2012 birtu í dag opið bréf til Marks Zuckerbergs, stofnanda Facebook. 25. júlí 2018 20:39 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira
Samsæriskenningasmiður sekur um meiðyrði Samsæriskenningasmiðurinn Alex Jones var í dag fundinn sekur í fjórum meiðyrðamálum sem aðstandendur barna sem létust í árásinni á Sandy Hook skólann höfðuðu gegn honum. 15. nóvember 2021 21:56
NBC ýfir upp sár foreldra barnanna í Sandy Hook Foreldar barna sem voru myrt í Sandy Hook eru ósátt við að NBC ætli að birta langt viðtal við alræmdan samsæriskenningasmið sem segir bandarísk stjórnvöld hafa sett fjöldamorðið á svið. Fylgjendur hans hafa áreitt foreldra myrtra barna undanfarin ár. 13. júní 2017 11:15
Foreldrar fórnarlambs Sandy Hook-árásarinnar grátbiðja Zuckerberg um að kæfa samsæriskenningar Foreldrar drengs sem lést í skotárásinni í Sandy Hook-grunnskólann í bænum Newton í Connecticut í desember árið 2012 birtu í dag opið bréf til Marks Zuckerbergs, stofnanda Facebook. 25. júlí 2018 20:39