Mótaðu framtíðina með þínu atkvæði Kristinn Jón Ólafsson skrifar 13. maí 2022 16:11 Hugsjónin hefur fært mig á lendur borgarpólitíkur eftir að hafa unnið undanfarin fimm ár sem verkefnastjóri nýsköpunar hjá Reykjavíkurborg. Komst ég að þeirri niðurstöðu að ef mig langaði að hafa enn meiri áhrif og nýta reynslu mína til uppbyggingar á nútímalegri borg sem tekur mið af samfélags-, vistkerfis- og tæknibreytingum, þá þyrfti ég hreinlega að henda mér í djúpu laug stjórnmálanna. Þú getur haft sömu áhrif með þínu atkvæði. Af hverju Píratar? Ég hef heillast af gildum og stefnu Pírata allt frá upphafi og finnst flokkurinn spennandi frumkvöðlahreyfing innan stjórnmálanna. Þar spilar einna mest baráttan fyrir heiðarlegum stjórnmálum, auknu gagnsæi og beinu lýðræði. Framsýn hugsun og sterk siðferðiskennd Pírata leiddi svo endanlega til þess að ég ákvað að hoppa um borð í skútuna af fullum krafti. Af hverju borgarmálin? Ástríða mín fyrir sveitarstjórnarmálum sprettur að miklu leyti út frá þeirri reynslu og þekkingu sem ég hef haft af starfi mínu innan veggja Reykjavíkurborgar. Ég legg mikla áherslu á að byggja upp vistkerfi samfélagslegrar nýsköpunar, framsýni í menntamálum og klasasamstarf opinbera geirans við frumkvöðla-, háskóla- og alþjóðasamfélagið. Það er mikilvægt að við mætum börnum, eldra fólki og jaðarhópum byggt á þeirra þörfum, að við leggjum áherslu á skaðaminnkun og bjóðum upp á fjölbreytt búsetuúrræði og rými sem stuðla að kynslóðablöndun og tengslamyndun. Ég sé fyrir mér öfluga þjónustukjarna í öllum hverfum þar sem boðið er upp á samvinnurými fyrir íbúa til þess að vinna og deilihagkerfissetur þar sem við getum leigt t.d. verkfæri, eldhústæki og útivistarbúnað. Deilihagkerfislausnir þurfa að vera leiðandi í nálgun okkar á allri uppbyggingu borgarinnar og þar spila fjölbreyttar, stafrænar og vistvænar samgöngulausnir stórt hlutverk. Samhliða þessu þurfum við að nýta tæknina þegar við á og gögn til þess að bæta þjónustuna og taka upplýstari ákvarðanir í þágu borgarbúa. Af hverju skiptir máli að kjósa? Kosningaþátttaka hefur farið dvínandi síðastliðin ár og er ungt fólk ólíklegra til að skila sér á kjörstað. Við þurfum að efla rödd unga fólksins í mótun sinnar framtíðar. Með hverri nýrri kynslóð koma ný gildi, öðruvísi hugsun og ný nálgun. Það skiptir máli fyrir samheldni samfélagsins og heilbrigði lýðræðisins að þessi nýja hugmyndafræði skili sér í stjórnmálin og sé höfð að leiðarljósi við mótun framtíðarinnar. Mætum öll á kjörstað og mótum framtíðina saman. Sjáumst svo í Eurovision partý og kosningavöku okkar Pírata á Miami á Hverfisgötunni kl. 17:30 á morgun. Settu X við P -fyrir nútímalega og réttláta borg með Pírata við stjórn! Höfundur er fyrrverandi verkefnastjóri nýsköpunar hjá Reykjavíkurborg, frumkvöðull í dvala og núverandi frambjóðandi Pírata í 4. sæti í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Píratar Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen Skoðun Skoðun Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Hugsjónin hefur fært mig á lendur borgarpólitíkur eftir að hafa unnið undanfarin fimm ár sem verkefnastjóri nýsköpunar hjá Reykjavíkurborg. Komst ég að þeirri niðurstöðu að ef mig langaði að hafa enn meiri áhrif og nýta reynslu mína til uppbyggingar á nútímalegri borg sem tekur mið af samfélags-, vistkerfis- og tæknibreytingum, þá þyrfti ég hreinlega að henda mér í djúpu laug stjórnmálanna. Þú getur haft sömu áhrif með þínu atkvæði. Af hverju Píratar? Ég hef heillast af gildum og stefnu Pírata allt frá upphafi og finnst flokkurinn spennandi frumkvöðlahreyfing innan stjórnmálanna. Þar spilar einna mest baráttan fyrir heiðarlegum stjórnmálum, auknu gagnsæi og beinu lýðræði. Framsýn hugsun og sterk siðferðiskennd Pírata leiddi svo endanlega til þess að ég ákvað að hoppa um borð í skútuna af fullum krafti. Af hverju borgarmálin? Ástríða mín fyrir sveitarstjórnarmálum sprettur að miklu leyti út frá þeirri reynslu og þekkingu sem ég hef haft af starfi mínu innan veggja Reykjavíkurborgar. Ég legg mikla áherslu á að byggja upp vistkerfi samfélagslegrar nýsköpunar, framsýni í menntamálum og klasasamstarf opinbera geirans við frumkvöðla-, háskóla- og alþjóðasamfélagið. Það er mikilvægt að við mætum börnum, eldra fólki og jaðarhópum byggt á þeirra þörfum, að við leggjum áherslu á skaðaminnkun og bjóðum upp á fjölbreytt búsetuúrræði og rými sem stuðla að kynslóðablöndun og tengslamyndun. Ég sé fyrir mér öfluga þjónustukjarna í öllum hverfum þar sem boðið er upp á samvinnurými fyrir íbúa til þess að vinna og deilihagkerfissetur þar sem við getum leigt t.d. verkfæri, eldhústæki og útivistarbúnað. Deilihagkerfislausnir þurfa að vera leiðandi í nálgun okkar á allri uppbyggingu borgarinnar og þar spila fjölbreyttar, stafrænar og vistvænar samgöngulausnir stórt hlutverk. Samhliða þessu þurfum við að nýta tæknina þegar við á og gögn til þess að bæta þjónustuna og taka upplýstari ákvarðanir í þágu borgarbúa. Af hverju skiptir máli að kjósa? Kosningaþátttaka hefur farið dvínandi síðastliðin ár og er ungt fólk ólíklegra til að skila sér á kjörstað. Við þurfum að efla rödd unga fólksins í mótun sinnar framtíðar. Með hverri nýrri kynslóð koma ný gildi, öðruvísi hugsun og ný nálgun. Það skiptir máli fyrir samheldni samfélagsins og heilbrigði lýðræðisins að þessi nýja hugmyndafræði skili sér í stjórnmálin og sé höfð að leiðarljósi við mótun framtíðarinnar. Mætum öll á kjörstað og mótum framtíðina saman. Sjáumst svo í Eurovision partý og kosningavöku okkar Pírata á Miami á Hverfisgötunni kl. 17:30 á morgun. Settu X við P -fyrir nútímalega og réttláta borg með Pírata við stjórn! Höfundur er fyrrverandi verkefnastjóri nýsköpunar hjá Reykjavíkurborg, frumkvöðull í dvala og núverandi frambjóðandi Pírata í 4. sæti í Reykjavík.
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun