Fyrrverandi formaður dæmdur til að greiða húsfélagi 2,8 milljónir Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 13. maí 2022 17:43 Konan var dæmd til að greiða húsfélaginu aftur 2,8 milljónir króna. Vísir/Vilhelm Kona, sem gengdi hlutverki formanns í húsfélags Efstasunds 100, hefur verið dæmd til að greiða húsfélaginu rúmar 2,8 milljónir króna. Konan hafði dregið sér fé úr húsfélaginu þegar hún var þar formaður á árunum 2017 til 2019. Landsréttur staðfesti í dag dóm Héraðsdóms Reykjavíkur í málinu en konan, formaðurinn fyrrverandi, áfrýjaði málinu til Landsréttar í júní í fyrra. Þegar konan tók við embætti formanns í janúar 2017 átti hún eina íbúð í húsinu við Efstasund 100, þar sem eru sjö íbúðir, en keypti á síðari stigum þrjár íbúðir til viðbótar í húsinu. Hún fékk prókúru að reikningum húsfélagsins eftir aðalfund í janúar 2017 og hafði aðgang að reikningum á meðan hún gengdi þar formennsku. Fram kemur í dómnum að að frumkvæði konunnar hafi húsfélagsgjöld verið hækkuð frá septembermánuði 2017 úr 9.000 krónum í 14.000 krónur fyrir hverja íbúð. Þá segir að óumdeilt sé að hækkuninni hafi verði ætlað að standa straum af greiðslum til konunnar vegna vinnu hennar í þágu húsfélagsins. Svo virðist vera sem ekki hafi veirð boðað til húsfélagsfundar þegar hækkunin var tekin til umræðu en að þrír íbúðareigendur, auk konunnar sjálfrar, hafi samþykkt hækkunina. Sökuð um að hafa dregið sér 3,1 milljón Á aðalfundi 6. maí 2019 hafi komið fram athugasemdir við launagreiðslur til konunnar og við atkvæðagreiðslu kaus meirihluti fundarmanna gegn slíkum greiðslum ti lkonunnar. Á sama fundi var annar kjörinn í embætti formanns húsfélagsins. Daginn eftir millifærði konan rúmar 585 þúsund krónur af reikningi húsfélagsins inn á sinn eigin. Fram kemur í dómnum að konan hafi dregið sér samtals 3.092.725 krónur af reikningum húsfélagsins í eigin þarfir og annarra. Þar af hafi verið 21 færsla upp á 35 þúsund króna laun til konunnar, óútskýrðar greiðslur sem námu 2.101.218 krónum og rúmar 256 þúsund krónur sem greiddust inn á reikninga annarra aðila. Þá hafi enginn stjórnarfundur verið haldinn í stjórnartíð konunnar og hún ein séð um alla ákvarðanatöku. Hún hafi ekki verið með formlegt samþykki húsfélagsins fyrir launagreiðslunum og engar úttektir á stjórnartíð hennar hafi verið samþykktar, hvorki í hennar eigin þarfir eða annarra. Um hafi verið að ræða sjálftöku af reikningum félagsins. Konan var í héraðsdómi dæmd til að greiða húsfélaginu rúmar 2,8 milljónir króna með dráttarvöxtum og 950 þúsund krónur í málskostnað. Dómur héraðsdóms var staðfestur í Landsrétti og henni gert að greiða húsfélaginu 1,1 milljón króna í málskostnað fyrir Landsrétti. Nágrannadeilur Dómsmál Reykjavík Mest lesið „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Erlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Erlent Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll Erlent Einu verslun Þingeyringa lokað Innlent Fleiri fréttir Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Sjá meira
Landsréttur staðfesti í dag dóm Héraðsdóms Reykjavíkur í málinu en konan, formaðurinn fyrrverandi, áfrýjaði málinu til Landsréttar í júní í fyrra. Þegar konan tók við embætti formanns í janúar 2017 átti hún eina íbúð í húsinu við Efstasund 100, þar sem eru sjö íbúðir, en keypti á síðari stigum þrjár íbúðir til viðbótar í húsinu. Hún fékk prókúru að reikningum húsfélagsins eftir aðalfund í janúar 2017 og hafði aðgang að reikningum á meðan hún gengdi þar formennsku. Fram kemur í dómnum að að frumkvæði konunnar hafi húsfélagsgjöld verið hækkuð frá septembermánuði 2017 úr 9.000 krónum í 14.000 krónur fyrir hverja íbúð. Þá segir að óumdeilt sé að hækkuninni hafi verði ætlað að standa straum af greiðslum til konunnar vegna vinnu hennar í þágu húsfélagsins. Svo virðist vera sem ekki hafi veirð boðað til húsfélagsfundar þegar hækkunin var tekin til umræðu en að þrír íbúðareigendur, auk konunnar sjálfrar, hafi samþykkt hækkunina. Sökuð um að hafa dregið sér 3,1 milljón Á aðalfundi 6. maí 2019 hafi komið fram athugasemdir við launagreiðslur til konunnar og við atkvæðagreiðslu kaus meirihluti fundarmanna gegn slíkum greiðslum ti lkonunnar. Á sama fundi var annar kjörinn í embætti formanns húsfélagsins. Daginn eftir millifærði konan rúmar 585 þúsund krónur af reikningi húsfélagsins inn á sinn eigin. Fram kemur í dómnum að konan hafi dregið sér samtals 3.092.725 krónur af reikningum húsfélagsins í eigin þarfir og annarra. Þar af hafi verið 21 færsla upp á 35 þúsund króna laun til konunnar, óútskýrðar greiðslur sem námu 2.101.218 krónum og rúmar 256 þúsund krónur sem greiddust inn á reikninga annarra aðila. Þá hafi enginn stjórnarfundur verið haldinn í stjórnartíð konunnar og hún ein séð um alla ákvarðanatöku. Hún hafi ekki verið með formlegt samþykki húsfélagsins fyrir launagreiðslunum og engar úttektir á stjórnartíð hennar hafi verið samþykktar, hvorki í hennar eigin þarfir eða annarra. Um hafi verið að ræða sjálftöku af reikningum félagsins. Konan var í héraðsdómi dæmd til að greiða húsfélaginu rúmar 2,8 milljónir króna með dráttarvöxtum og 950 þúsund krónur í málskostnað. Dómur héraðsdóms var staðfestur í Landsrétti og henni gert að greiða húsfélaginu 1,1 milljón króna í málskostnað fyrir Landsrétti.
Nágrannadeilur Dómsmál Reykjavík Mest lesið „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Erlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Erlent Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll Erlent Einu verslun Þingeyringa lokað Innlent Fleiri fréttir Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Sjá meira
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent