Fyrrverandi formaður dæmdur til að greiða húsfélagi 2,8 milljónir Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 13. maí 2022 17:43 Konan var dæmd til að greiða húsfélaginu aftur 2,8 milljónir króna. Vísir/Vilhelm Kona, sem gengdi hlutverki formanns í húsfélags Efstasunds 100, hefur verið dæmd til að greiða húsfélaginu rúmar 2,8 milljónir króna. Konan hafði dregið sér fé úr húsfélaginu þegar hún var þar formaður á árunum 2017 til 2019. Landsréttur staðfesti í dag dóm Héraðsdóms Reykjavíkur í málinu en konan, formaðurinn fyrrverandi, áfrýjaði málinu til Landsréttar í júní í fyrra. Þegar konan tók við embætti formanns í janúar 2017 átti hún eina íbúð í húsinu við Efstasund 100, þar sem eru sjö íbúðir, en keypti á síðari stigum þrjár íbúðir til viðbótar í húsinu. Hún fékk prókúru að reikningum húsfélagsins eftir aðalfund í janúar 2017 og hafði aðgang að reikningum á meðan hún gengdi þar formennsku. Fram kemur í dómnum að að frumkvæði konunnar hafi húsfélagsgjöld verið hækkuð frá septembermánuði 2017 úr 9.000 krónum í 14.000 krónur fyrir hverja íbúð. Þá segir að óumdeilt sé að hækkuninni hafi verði ætlað að standa straum af greiðslum til konunnar vegna vinnu hennar í þágu húsfélagsins. Svo virðist vera sem ekki hafi veirð boðað til húsfélagsfundar þegar hækkunin var tekin til umræðu en að þrír íbúðareigendur, auk konunnar sjálfrar, hafi samþykkt hækkunina. Sökuð um að hafa dregið sér 3,1 milljón Á aðalfundi 6. maí 2019 hafi komið fram athugasemdir við launagreiðslur til konunnar og við atkvæðagreiðslu kaus meirihluti fundarmanna gegn slíkum greiðslum ti lkonunnar. Á sama fundi var annar kjörinn í embætti formanns húsfélagsins. Daginn eftir millifærði konan rúmar 585 þúsund krónur af reikningi húsfélagsins inn á sinn eigin. Fram kemur í dómnum að konan hafi dregið sér samtals 3.092.725 krónur af reikningum húsfélagsins í eigin þarfir og annarra. Þar af hafi verið 21 færsla upp á 35 þúsund króna laun til konunnar, óútskýrðar greiðslur sem námu 2.101.218 krónum og rúmar 256 þúsund krónur sem greiddust inn á reikninga annarra aðila. Þá hafi enginn stjórnarfundur verið haldinn í stjórnartíð konunnar og hún ein séð um alla ákvarðanatöku. Hún hafi ekki verið með formlegt samþykki húsfélagsins fyrir launagreiðslunum og engar úttektir á stjórnartíð hennar hafi verið samþykktar, hvorki í hennar eigin þarfir eða annarra. Um hafi verið að ræða sjálftöku af reikningum félagsins. Konan var í héraðsdómi dæmd til að greiða húsfélaginu rúmar 2,8 milljónir króna með dráttarvöxtum og 950 þúsund krónur í málskostnað. Dómur héraðsdóms var staðfestur í Landsrétti og henni gert að greiða húsfélaginu 1,1 milljón króna í málskostnað fyrir Landsrétti. Nágrannadeilur Dómsmál Reykjavík Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Fleiri fréttir Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Sjá meira
Landsréttur staðfesti í dag dóm Héraðsdóms Reykjavíkur í málinu en konan, formaðurinn fyrrverandi, áfrýjaði málinu til Landsréttar í júní í fyrra. Þegar konan tók við embætti formanns í janúar 2017 átti hún eina íbúð í húsinu við Efstasund 100, þar sem eru sjö íbúðir, en keypti á síðari stigum þrjár íbúðir til viðbótar í húsinu. Hún fékk prókúru að reikningum húsfélagsins eftir aðalfund í janúar 2017 og hafði aðgang að reikningum á meðan hún gengdi þar formennsku. Fram kemur í dómnum að að frumkvæði konunnar hafi húsfélagsgjöld verið hækkuð frá septembermánuði 2017 úr 9.000 krónum í 14.000 krónur fyrir hverja íbúð. Þá segir að óumdeilt sé að hækkuninni hafi verði ætlað að standa straum af greiðslum til konunnar vegna vinnu hennar í þágu húsfélagsins. Svo virðist vera sem ekki hafi veirð boðað til húsfélagsfundar þegar hækkunin var tekin til umræðu en að þrír íbúðareigendur, auk konunnar sjálfrar, hafi samþykkt hækkunina. Sökuð um að hafa dregið sér 3,1 milljón Á aðalfundi 6. maí 2019 hafi komið fram athugasemdir við launagreiðslur til konunnar og við atkvæðagreiðslu kaus meirihluti fundarmanna gegn slíkum greiðslum ti lkonunnar. Á sama fundi var annar kjörinn í embætti formanns húsfélagsins. Daginn eftir millifærði konan rúmar 585 þúsund krónur af reikningi húsfélagsins inn á sinn eigin. Fram kemur í dómnum að konan hafi dregið sér samtals 3.092.725 krónur af reikningum húsfélagsins í eigin þarfir og annarra. Þar af hafi verið 21 færsla upp á 35 þúsund króna laun til konunnar, óútskýrðar greiðslur sem námu 2.101.218 krónum og rúmar 256 þúsund krónur sem greiddust inn á reikninga annarra aðila. Þá hafi enginn stjórnarfundur verið haldinn í stjórnartíð konunnar og hún ein séð um alla ákvarðanatöku. Hún hafi ekki verið með formlegt samþykki húsfélagsins fyrir launagreiðslunum og engar úttektir á stjórnartíð hennar hafi verið samþykktar, hvorki í hennar eigin þarfir eða annarra. Um hafi verið að ræða sjálftöku af reikningum félagsins. Konan var í héraðsdómi dæmd til að greiða húsfélaginu rúmar 2,8 milljónir króna með dráttarvöxtum og 950 þúsund krónur í málskostnað. Dómur héraðsdóms var staðfestur í Landsrétti og henni gert að greiða húsfélaginu 1,1 milljón króna í málskostnað fyrir Landsrétti.
Nágrannadeilur Dómsmál Reykjavík Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Fleiri fréttir Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Sjá meira