„Kæru strákar, má ég fá að klára?“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 13. maí 2022 21:26 Mikill hiti var í umræðu um skólamálin á RÚV í kvöld. Vísir Mikill hiti skapaðist í umræðu um skóla- og leikskólamál í kosningakappræðum fyrir borgarstjórnarkosningar á RÚV í kvöld. Mikil umræða hefur verið um þessi mál fyrir sveitarstjórnarkosningarnar, rétt eins og fyrir þær síðustu. Fram hefur verið dregið á undanförnum vikum að meðalaldur barna þegar þau komast inn á leikskóla eru 17,5 mánuðir á landinu en flest sveitarfélög stefna á að bjóða börnum leikskólapláss við tólf mánaða aldur. Þá hafa ýmis mál þessu tengt verið umræðuefni á kjörtímabilinu, til dæmis mygla sem upp hefur komið í á annan tug skóla í Reykjavík. Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni gagnrýndi Dag B. Eggertsson borgarstjóra harðlega í umræðunum og sakaði hann um metnaðarleysi í skólamálum. „Ég get ekki þagað í umræðu um leikskólamál, ég skal þaga undir öllum öðrum liðum en ég get ekki þagað í umræðu um leikskólamál. Mér finnst vont að sjá þennan meirihluta, hann hefur afneitað leikskólavandanum, mér finnst ákveðin uppgjöf í gangi hjá Framsókn. Ég sem kona og móðir þriggja barna, ég veit að þetta er eitt stærst jafnréttismálið sem við fáumst við í borginni og við verðum að leysa þennan vanda,“ sagði Hildur. Hún sagði ekki rétt, sem meirihlutinn hafi haldið fram, að vandinn muni leysast í haust. Hildur hefur meðal annars velt því upp í umræðunni hvort það gæti leyst vandann að börn hefji grunnskólagöngu við fimm ára aldur. „Það er ekki kosningaloforð en það er hluti af umræðu sem við höfum tekið,“ sagði Hildur og þá einmitt ætluðu Dagur borgarstjóri og Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknar í borginni, sem stóðu sitt hvoru megin við hana, að grípa orðið. „Kæru strákar, má ég fá að klára?“ spurði þá Hildur en Dagur greip orðið. „Þú getur ekki bara talað svona því Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki treyst sér til að styðja launahækkanir inni á leikskólum í þremur kjarasamningum í röð. Sjálfstæðisflokkurinn í borginni þykist hafa áhuga á leikskólum en getur svo ekki staðið með kjarasamningum þar sem við erum að hækka laun lægst launaða fólksins og leikskólakennara, þrjá kjarasamninga í röð,“ sagði Dagur. „Vegna þess að við vitum að það er ekki hægt að greiða fólki laun úr sjóðum sem eru ekki til. Borgin er rekin með halla,“ svaraði Hildur. Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Borgarstjórn Leikskólar Skóla - og menntamál Sjálfstæðisflokkurinn Samfylkingin Mest lesið Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Erlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Innlent Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Innlent Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Innlent Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Innlent Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Innlent Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Erlent Fleiri fréttir Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Tveir handteknir vegna líkamsárása Hræðileg staða, tap vegna leikaraverkfalls og dansandi stóðhestur Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Ríkið taki að sér mál barna með fjölþættan vanda „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Gripið verði inn í strax í leikskóla Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Hjólakaup sem enduðu í vopnuðu ráni og börn í vanda Hvað má læra af Covid, börn í vanda og ríkisbuddan í Sprengisandi Hótað með hníf og rændur í miðbænum Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Áreitið hafði mikil áhrif 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Sjá meira
Mikil umræða hefur verið um þessi mál fyrir sveitarstjórnarkosningarnar, rétt eins og fyrir þær síðustu. Fram hefur verið dregið á undanförnum vikum að meðalaldur barna þegar þau komast inn á leikskóla eru 17,5 mánuðir á landinu en flest sveitarfélög stefna á að bjóða börnum leikskólapláss við tólf mánaða aldur. Þá hafa ýmis mál þessu tengt verið umræðuefni á kjörtímabilinu, til dæmis mygla sem upp hefur komið í á annan tug skóla í Reykjavík. Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni gagnrýndi Dag B. Eggertsson borgarstjóra harðlega í umræðunum og sakaði hann um metnaðarleysi í skólamálum. „Ég get ekki þagað í umræðu um leikskólamál, ég skal þaga undir öllum öðrum liðum en ég get ekki þagað í umræðu um leikskólamál. Mér finnst vont að sjá þennan meirihluta, hann hefur afneitað leikskólavandanum, mér finnst ákveðin uppgjöf í gangi hjá Framsókn. Ég sem kona og móðir þriggja barna, ég veit að þetta er eitt stærst jafnréttismálið sem við fáumst við í borginni og við verðum að leysa þennan vanda,“ sagði Hildur. Hún sagði ekki rétt, sem meirihlutinn hafi haldið fram, að vandinn muni leysast í haust. Hildur hefur meðal annars velt því upp í umræðunni hvort það gæti leyst vandann að börn hefji grunnskólagöngu við fimm ára aldur. „Það er ekki kosningaloforð en það er hluti af umræðu sem við höfum tekið,“ sagði Hildur og þá einmitt ætluðu Dagur borgarstjóri og Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknar í borginni, sem stóðu sitt hvoru megin við hana, að grípa orðið. „Kæru strákar, má ég fá að klára?“ spurði þá Hildur en Dagur greip orðið. „Þú getur ekki bara talað svona því Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki treyst sér til að styðja launahækkanir inni á leikskólum í þremur kjarasamningum í röð. Sjálfstæðisflokkurinn í borginni þykist hafa áhuga á leikskólum en getur svo ekki staðið með kjarasamningum þar sem við erum að hækka laun lægst launaða fólksins og leikskólakennara, þrjá kjarasamninga í röð,“ sagði Dagur. „Vegna þess að við vitum að það er ekki hægt að greiða fólki laun úr sjóðum sem eru ekki til. Borgin er rekin með halla,“ svaraði Hildur.
Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Borgarstjórn Leikskólar Skóla - og menntamál Sjálfstæðisflokkurinn Samfylkingin Mest lesið Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Erlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Innlent Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Innlent Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Innlent Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Innlent Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Innlent Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Erlent Fleiri fréttir Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Tveir handteknir vegna líkamsárása Hræðileg staða, tap vegna leikaraverkfalls og dansandi stóðhestur Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Ríkið taki að sér mál barna með fjölþættan vanda „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Gripið verði inn í strax í leikskóla Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Hjólakaup sem enduðu í vopnuðu ráni og börn í vanda Hvað má læra af Covid, börn í vanda og ríkisbuddan í Sprengisandi Hótað með hníf og rændur í miðbænum Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Áreitið hafði mikil áhrif 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Sjá meira