Aftanákeyrsla og raddleysi
Kosningabaráttan hjá Ómari byrjaði illa þegar það var keyrt aftan á bifreið sem hann sat í. Aftanákeyrslan leiddi til þriggja bíla áreksturs en hann slapp þó heill á húfi.
Nú í síðustu viku missti hann stóran hluta af röddinni og þarf að taka stera svo í honum heyrist.
„Ég er brattur og við höfum bara staðið okkur rosalega vel. Við erum öll rosalega stolt af því hvernig við höfum komið fram í þessari kosningabaráttu,“ sagði Ómar í samtali við fréttastofu.