Vonast til að fella meirihlutann með fulltrúa Miðflokksins Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 14. maí 2022 22:47 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, er mikill Liverpool maður. Hann sagði að allir ættu að kunna að meta spakmæli knattspyrnustjóra liðsins þrátt fyrir að halda ekki endilega með því. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, vitnaði í knattspyrnustjóra Liverpool, Jürgen Klopp, á kosningavöku Miðflokksins þar sem saman voru komnir allir frambjóðendur flokksins á höfuðborgarsvæðinu ásamt stuðningsfólki. Sigmundur Davíð sagði í samtali við fréttastofu að hann vonaðist til þess að Miðflokkurinn myndi fá einn mann kjörinn í borgarstjórn þrátt fyrir að skoðanakannanir síðustu daga sýna það ekki. „Ég ætla nú ekki að fara að túlka tap áður en það er orðið en ég bendi á að í þessum áhugaverðu könnunum ykkar þá höfum við verið jafnt og þétt vaxandi í Reykjavík og nú miðað við síðustu könnun vantar herslumuninn, aðeins fáein atkvæði til að ná inn okkar manni og ef það gerist þá virðist ljóst að meirihlutinn fellur og þá verða tækifæri til að ná fram verulegum breytingum í borginni.“ Ef Miðflokkurinn mun ekki ná neinum manni inn þegar lokatölur liggja fyrir segist Sigmundur Davíð samt verða stoltur af frambjóðendum flokksins. „Ég varð samt jafn stoltur af oddvitanum okkar og fólkinu sem er búið að vera að berjast því það er að berjast fyrir því sem það raunverulega trúir á.“ Fréttamaður okkar spurði Sigmund Davíð hvort hann þyrfti að skoða stöðu sína sem formaður flokksins ef niðurstaðan verður sú að Miðflokkurinn nái ekki manni inn í höfuðborginni. „Nú ertu komin allt of langt en við erum með ákveðinn flokk hérna sem fékk engan mann kjörinn síðast og er núna spáð miklum sigri, við sjáum hvort það gengur allt saman eftir,“ sagði Sigmundur um sinn gamla flokk, Framsóknarflokkinn. „Þannig að þetta sveiflast allt. Stjórnmálin eru, sérstaklega nú til dags, svolítið mikið eins og straumur í vatni. Þau sveiflast til og frá en við fljótum ekki með straumnum, við syndum á móti straumnum þegar á þarf að halda og við siglum með honum þegar það á við.“ Í ræðu Sigmundar vitnaði hann tvívegis í Jürgen Klopp, knattspyrnustjóra Liverpool, sem í dag fylgdist með sínum mönnum tryggja sér enska bikarmeistaratitilinn á Wembley í dag. Sigmundur sagði að í lífinu væri heilbrigð skynsemi mikilvægasti hæfileikinn af öllum. Taldi hann Miðflokksmenn hafa þann hæfileika. Þá vitnaði hann í Klopp öðru sinni þegar hann sagði að það væri mest um vert að halda haus á erfiðum dögum. Sagðist hann, með þessum orðum, ekki vera að spá neinu slíku í kosningaúrslitunum en benti á að stjórnmálin væru sveiflukennd rétt eins og vatnið. „Við kunnum að synda á móti straumnum þegar á þarf að halda og við kunnum að sigla með straumnum þegar hann liggur í rétta átt og það er í rauninni ástæðan fyrir því að ég er í þessu,“ sagði Sigmundur Davíð við sitt fólk. Fylgst er með nýjustu tíðindum um allt land í kosningavaktinni á Vísi. Sveitarstjórnarkosningar 2022 Miðflokkurinn Tengdar fréttir Mikilvægt að fella meirihlutann Ómar Már Jónsson, oddviti Miðflokksins í borginni, segir flokkinn á mikilli siglingu og vonast til þess að hægt verði að fella meirihlutann. Hann segir mikilvægt að setja væntingar, óskir og þarfir íbúa í fyrsta sæti. 14. maí 2022 11:57 Ný könnun Maskínu: Pawel úti, Líf inni og Framsókn fær fjóra Núverandi meirihluti í Reykjavík fengi tólf fulltrúa af 23 samkvæmt nýrri könnun Maskínu um fylgi flokkanna. Fylgi Framsóknar er á pari við Pírata en báðir flokkar fengju fjóra borgarfulltrúa verði niðurstaðan á morgun í samræmi við könnunina. 13. maí 2022 16:41 Oddviti Miðflokksins á sterum á kosningakvöldi Ómar Már Jónsson, oddviti Miðflokksins í Reykjavík, er stoltur af því hvernig hans fólk hefur komið fram í kosningabaráttunni. Hann hefur lent í nokkrum leiðinlegum atvikum í baráttunni og er á sterum í kvöld eftir að hafa misst röddina. 14. maí 2022 22:03 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Sjá meira
Sigmundur Davíð sagði í samtali við fréttastofu að hann vonaðist til þess að Miðflokkurinn myndi fá einn mann kjörinn í borgarstjórn þrátt fyrir að skoðanakannanir síðustu daga sýna það ekki. „Ég ætla nú ekki að fara að túlka tap áður en það er orðið en ég bendi á að í þessum áhugaverðu könnunum ykkar þá höfum við verið jafnt og þétt vaxandi í Reykjavík og nú miðað við síðustu könnun vantar herslumuninn, aðeins fáein atkvæði til að ná inn okkar manni og ef það gerist þá virðist ljóst að meirihlutinn fellur og þá verða tækifæri til að ná fram verulegum breytingum í borginni.“ Ef Miðflokkurinn mun ekki ná neinum manni inn þegar lokatölur liggja fyrir segist Sigmundur Davíð samt verða stoltur af frambjóðendum flokksins. „Ég varð samt jafn stoltur af oddvitanum okkar og fólkinu sem er búið að vera að berjast því það er að berjast fyrir því sem það raunverulega trúir á.“ Fréttamaður okkar spurði Sigmund Davíð hvort hann þyrfti að skoða stöðu sína sem formaður flokksins ef niðurstaðan verður sú að Miðflokkurinn nái ekki manni inn í höfuðborginni. „Nú ertu komin allt of langt en við erum með ákveðinn flokk hérna sem fékk engan mann kjörinn síðast og er núna spáð miklum sigri, við sjáum hvort það gengur allt saman eftir,“ sagði Sigmundur um sinn gamla flokk, Framsóknarflokkinn. „Þannig að þetta sveiflast allt. Stjórnmálin eru, sérstaklega nú til dags, svolítið mikið eins og straumur í vatni. Þau sveiflast til og frá en við fljótum ekki með straumnum, við syndum á móti straumnum þegar á þarf að halda og við siglum með honum þegar það á við.“ Í ræðu Sigmundar vitnaði hann tvívegis í Jürgen Klopp, knattspyrnustjóra Liverpool, sem í dag fylgdist með sínum mönnum tryggja sér enska bikarmeistaratitilinn á Wembley í dag. Sigmundur sagði að í lífinu væri heilbrigð skynsemi mikilvægasti hæfileikinn af öllum. Taldi hann Miðflokksmenn hafa þann hæfileika. Þá vitnaði hann í Klopp öðru sinni þegar hann sagði að það væri mest um vert að halda haus á erfiðum dögum. Sagðist hann, með þessum orðum, ekki vera að spá neinu slíku í kosningaúrslitunum en benti á að stjórnmálin væru sveiflukennd rétt eins og vatnið. „Við kunnum að synda á móti straumnum þegar á þarf að halda og við kunnum að sigla með straumnum þegar hann liggur í rétta átt og það er í rauninni ástæðan fyrir því að ég er í þessu,“ sagði Sigmundur Davíð við sitt fólk. Fylgst er með nýjustu tíðindum um allt land í kosningavaktinni á Vísi.
Sveitarstjórnarkosningar 2022 Miðflokkurinn Tengdar fréttir Mikilvægt að fella meirihlutann Ómar Már Jónsson, oddviti Miðflokksins í borginni, segir flokkinn á mikilli siglingu og vonast til þess að hægt verði að fella meirihlutann. Hann segir mikilvægt að setja væntingar, óskir og þarfir íbúa í fyrsta sæti. 14. maí 2022 11:57 Ný könnun Maskínu: Pawel úti, Líf inni og Framsókn fær fjóra Núverandi meirihluti í Reykjavík fengi tólf fulltrúa af 23 samkvæmt nýrri könnun Maskínu um fylgi flokkanna. Fylgi Framsóknar er á pari við Pírata en báðir flokkar fengju fjóra borgarfulltrúa verði niðurstaðan á morgun í samræmi við könnunina. 13. maí 2022 16:41 Oddviti Miðflokksins á sterum á kosningakvöldi Ómar Már Jónsson, oddviti Miðflokksins í Reykjavík, er stoltur af því hvernig hans fólk hefur komið fram í kosningabaráttunni. Hann hefur lent í nokkrum leiðinlegum atvikum í baráttunni og er á sterum í kvöld eftir að hafa misst röddina. 14. maí 2022 22:03 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Sjá meira
Mikilvægt að fella meirihlutann Ómar Már Jónsson, oddviti Miðflokksins í borginni, segir flokkinn á mikilli siglingu og vonast til þess að hægt verði að fella meirihlutann. Hann segir mikilvægt að setja væntingar, óskir og þarfir íbúa í fyrsta sæti. 14. maí 2022 11:57
Ný könnun Maskínu: Pawel úti, Líf inni og Framsókn fær fjóra Núverandi meirihluti í Reykjavík fengi tólf fulltrúa af 23 samkvæmt nýrri könnun Maskínu um fylgi flokkanna. Fylgi Framsóknar er á pari við Pírata en báðir flokkar fengju fjóra borgarfulltrúa verði niðurstaðan á morgun í samræmi við könnunina. 13. maí 2022 16:41
Oddviti Miðflokksins á sterum á kosningakvöldi Ómar Már Jónsson, oddviti Miðflokksins í Reykjavík, er stoltur af því hvernig hans fólk hefur komið fram í kosningabaráttunni. Hann hefur lent í nokkrum leiðinlegum atvikum í baráttunni og er á sterum í kvöld eftir að hafa misst röddina. 14. maí 2022 22:03